Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Page 13
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. 13 Fréttir Breski fiskmarkaðurinn: Uppsveifla í neyslu, verði og gæðum „Maöur verður greinilega var viö aö umræða um hollustufæði eykst dag frá degi hér á Bretlandi. Þetta endur- speglast síöan í aukinni fiskneyslu. Læknar halda því fram að síður sé hætta á blóð- og hjartasjúkdómum borði fólk fisk. Þessi aukna neysla verður síðail til þess að fiskverð er hærra en nokkru sinni. Því er spáð að það haldist svo,“. sagði Þórarinn Guðbergsson, umboðsmaður í Grimsby í Englandi, í samtali við DV. í hinu nýja breska helgarblaði, Sunday Correspondent, er greint frá því að umræðan um hollustufæði sé vaxandi á Bretlandseyjum og um leið hafi fiskneysla aukist. Þar er greint frá því að fjármunavelta á breska fiskmarkaönum hafi verið 814 millj- ónir sterlingspunda árið 1988. í ár sé hún 1357 milljónir og að árið 1994 verði hún orðin 2.000 milljónir sterl- ingspunda. Það eru tæpir 200 millj- arðar íslenskra króna. í blaðinu segir, sem dæmi um aukna fiskneyslu, að þriðjungur hús- mæðra í Bretlandi kaupi ferskan fisk einu sinni í viku og að átta af hverj- um tíu kaupi tilbúna fiskrétti viku- lega. Þórarinn Guðbergsson sagði að samfara aukinni fiskneyslu væri far- ið að leggja miklu meiri áherslu en áður á gæði fisksins. Nefndi hann sem dæmi að hið stóra og þekkta fisk- sölufyrirtæki, Blue Crest, væri að opna nýja stöð sem eingöngu mundi senda frá sér gæðafisk. Og umræðan um gæðafisk væri orðin mjög mikil. Fyrir ekki löngu hafi afar htið verið rætt um gæði fisksins miðað við það sem nú er. Hann sagði að því væri spáð að fiskverð á bresku fiskmörkuðunum yrði á milli 10 og 20 prósent hærra í sterlingspundum á næsta ári en það var árið 1988. „Ég hef oft haldið því fram að möguleikar íslendinga væru miklar á fiskmörkuðum hér. Og ég held því fram að þeir hafi aldrei verið jafn- miklir og nú. Það er samdráttur í þorskveiðum á öllum miðum. Veröið mun þvi hækka frekar en hitt og þykir það þó hátt um þessar mundir. íslendingar geta, ef þeir vilja, verið með heimsins besta fisk á mörkuð- unum og munu fá verð fyrir hann samkvæmt því,“ sagði Þórarinn Guðbergsson. -S.dór Umtalsverð uppsveifla á sölu fisks Áætlað1994 Á núverandi verðlagi í milljónum sterlingspunda Sveitasinfónía á Blönduósi svið í Iðnó. Stefnt er að frumsýningu um miðjan desember. Um miðjan nóvember var Þórhall- ur með leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Blönduóss. Þátttakendur voru 15. Á undanförnum árum hefur félagið árlega sett verk á svið og oft- ast í tengslum við Húnavöku. Magnús Ólaisson, DV, Húnaþingl: Leikfélag Blönduóss er aö hefja æf- ingar á leikriti Ragnars Arnalds al- þingismanns, Sveitasinfóníu. Þór- hallur Sigurðsson leikstýrir verkinu en hann var einnig leikstjóri þegar Leikfélag Reykjavikur setti það á pA* ELITE innréttingar Þessa ELITE innréttingu getur þú ennþá fengið afgreidda fyrir jól, en þá þarf að panta hana Jyrir miðjan nóvember. Hún Jæst hvít með ávölum brúnum eða þunnum beyklramma og spónlögð eik og beyki — og það aðeinsjyrir kr. 108.040,- án tækja og miðað við gengi DKK 8.70 KR. 108.040 10 ára ábyrgð ELDASKALINN BRAUTARHOLTI3, S. 91-621420,105 R. JOFUR — ÞEGAR ÞU KAUPIR BIL .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.