Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. Memung Leikfélagið að sligast undan Borgarleikhúsinu - staðan er slæm, segir Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri ..Því er ekki aö leyna að í augna- blikinu er staöa okkar slæm. Viö fluttum ekki með digra sjóði í Borg- arleikhúsið og enginn vill strika yfir skuldir okkar," sagði Hallmar Sig- urðsson, leikhússtjóri í Borgarleik- húsinu. um stöðu Leikfélags Reykja- víkur eftir að það flutti starfsemi sína úr Iðnó í nýtt Borgarleikhús. Menn sem til þekkja hjá Leikfélag- inu segja að það sé borin von að félag- ið geti rekið Borgarleikhúsið án þess að fá til þess mun meiri opinbera styrki en nú er. Borgarleikhúsið er miklu dýrara í rekstri en Iðnó, enda húsið margfalt stærra. Þá hefur orðið að fjölga starfsmönnum verulega til að halda úti sýningum á tveimur sviðum. í haust hafa starfsmenn Leikfélags- ins verið um eitt hundrað, sem er þriðjungi meira en var meðan félagið starfaði í Iðnó. Fastráðnir starfs- menn eru nærri fjörutíu en aðrir hafa veriö lausráðnir eftir því sem verkefni hafa krafist. „Það er rétt að rekstrarkostnaður- inn hefur aukist gífurlega,“ sagði Hallmar. „Til að mæta því verðum við í það minnsta að auka miðasöl- una um helming og helst að fá meiri styrki. Hvort þetta tekst vitum við ekki og allar hugmyndir okkar um framvinduna til vors eru spádómar einir.“ Undanfarin ár hefur Reykjavíkur- borg styrkt Leikfélagið með því að greiða grunnlaun 44 manna við leik- húsiö. Við opnun Borgarleikhússins lofaði Davíð Oddsson að þessi styrk- ur yrði aukinn en hve mikið það verður á eftir að koma í ljós. Þá fær Leikfélagið 12 milljónir í styrk frá ríkinu. í Iðnó gat leifélagið boðið 200 sæti en þau eru sasmtals um 700 í Borgar- leikhúsinu, í báðum sölum. Aðsókn- in hefur þó hvergi nærri aukist í samræmi við framboðið á sætum. Höll sumarlandsins hefur fengið heldur dræma aðsókn í haust og lík- legast að Laxnessýningarnar tvær skili engum hagnaði. „Við byrjuöum hálfum öðrum mánuði of seint í Borgarleikhúsinu," segir Hallmar. „Nú er framundan dauður tími í leikhúsunum, eins og alltaf síðustu vikurnar fyrir jól, þannig að við náum ekki þeim íjölda áhorfendasemviðvildum.“ -GK Salman Rushdie kemur eða kemur ekki. Leynd yfir Sálmum Satans Sálmar Satans eftir Salman Rushdie voru helsta spfengjan á bókamarkaði heimsins þetta árið. Útgefendur víða um lönd drifu í að fá bókina þýdda enda höfund- urinn umtalaður fyrir að espa klerkastjórnma í íran á móti sér. Enn hefur islensk þýðing Sálma Satans ekki litið dagsins ljós þótt útgáfa hennar hafi fyrir löngu verið eignuð Máli og menningu. Þar á bæ gera menn þó hvorki aö játa né neita því að bókin sé væntaleg en segja að fyrir lok þessa mánaðar verði örlög Sálm- anna á íslensku öllum þós. Virginía WooH á kostnaðarverði Fyrir þá sem hafa áhuga á að setja leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? á svið að nýju færir Leiklistarblaðið þær gleði- fregnir aö leiktjöldin séu til sölu. Það er Helga Bachmann sem auglýsir tjöldin. Ekki er þó um gróðafyrirtæki að ræða því allt á að selja fyrir efniskostnaði Um er að ræða stofusviðsmynd sem reyndar mætti hæglega nota í hvaða stofudrama sem er. Útgefendur virðast hafa trölla- trú á viðtalsbókum og æviminn- ingum hvers konar sem söluvöru á jólabókavertíðinni. Undanfarin ár hafa þessar bækur selst betur en aðrar svo nú ætlar enginn að missa af lestinni. AUt stefnir í að endrminningar af ýmsu tagi fylh ekki færri en þrjátíu bækur fyrir þessi jól og að þessu sinni eru karlar í mikl- um meirihluta þeirra sem segja frá. Dæmigerð karlabók - segir Leó E. Löve, höfundur spennusögunnar Mannráns „Eg hef látið menn lesa söguna án þess að þeir vissu hver væri höfundurinn. Þetta fólk var almennt sammála um að ég ætti að gefa hana út og sjá hvemig lesendur tækju henni. Mér fannst rangt að henda sjálfur sögunni en láta heldur lesendur um það,“ segir Leó E. Löve, lögfræðingur og bókaútgefandi hjá ísafold. Hann hefur samið reyfara um rán á íslenskum ráðherra og' ætlar aö reyna fyrir sér í sam- keppni við erlenda höfunda spennusagna. Sög- una kallar hann Mannrán og það er ísafold sem gefur út. „Ég hef tekið eftir því að karlmönnum virðist líka betur við söguna en konum “ segir Leó. „Þeir hafa sagt mér að bókin sé spennandi en sumar konurnar vildu hafa hana öðruvísi. Ég álykta af þessu að Mannrán sé dæmigerö karla- bók.“ Samin á 200 tímum Mannrán Leós á sér ekki langa sköpunarsögu en allsérstæða. Bókin var skrifuð á 200 klukku- tímum í vor eftir að efnið hafði verið að brjót- ast um í huga höfundarins í nokkra mánuði. Og í upphafi var sagan aðeins svefnmeðal. Leó seg- ir frá: „Ég var að teyma sjálfan mig inn í svefn með því að hugsa um eitthvað annað en amstur dags- ins. Ég kann ekki að telja kindur til að sofna en geri mér leik að því að segja sjálfum mér sögur sem ég spinn upp jafnóöum. Sumir lesa sig í svefn og sögur eru lesnar á kvöldin fyrir börn en ég bý til ævintýr. Oftast eru þetta sundurlausir kaflar um einhver atvik en í þessu tilviki varð úr samfelldur söguþráð- ur. Mig minnir að upphafiö að þessari sögu hafi verið að ég var að hugsa um heppni íslend- inga að hér hafa aldrei verið framdir stórglæpir á borð við rán á ráðherra. Allt í einu var ég farinn að spinna sögu um slíkan gjæp. í upphafi var tilgangurinn hjá mér að sjá hvort ég gæti gert þetta. Ogrunin var að vita hvort ég gæti klárað fullbúna sögu eftir að ég var kominn með söguþráð. Sem útgefandi hef ég oft átt í viðræðum við höfunda sem aldrei telja sig fá nægilega borgað fyrir sitt verk. Mig langaði til að vita hvað hin hreina handavinna tæki langan tíma eftir að hugmyndin var komin. Ég var auðvitað ekki sannfærður um að mín hugmynd væri sambærileg við hugmyndir manna, sem raunverulega geta skrifað, en lang- aði að reyna. Ég byrjaði að skrifa í mars og sag- an var fullbúin í maí. í allt tók það mig 200 klukkutíma að ljúka verkinu, auk þess sem ég varði 50 tímum í yfirlestur og lagfæringar. Þettá er ekki vandamálabók og ég geri ekki minnstu tilraun til að leysa lífsgátuna. Þetta er eingöngu afþreying og tilganginum er náð ef einhver hefur gaman af lestrinum. Svona bækur eru verksmiðjuframleiddar í útlöndum, jafnvel undir nöfnum höfunda sem eru löngu dauðir. Því ekki aö bjóða íslenskum lesendum upp á íslenskan þriller?" Samkeppni við útlendinga í Mannráni segir frá ungum manni sem kem- ur heim frá útlöndum eftir nokkrar fjarvistir. Hann hefur efnast á viðskiptum en verður fyrir því að félagi hans stingur af með sjóðinn. Okkar maður fellur í þunglyndi og í öngum sínum tek- ur hann upp á að njósna um ráðherra. Njósnirn- ar leiða til þess aö hann fær þá hugmynd að ræna ráðherranum og krefjast lausnargjalds. Það er glæpurinn sem sagan fjallar um. Leó er ekki fyrsti íslendingurinn sem reynir fyrir sér sem reyfarahöfundur en fáir hafa náð umtalsverðum árangri. Samt sem áður njóta þýddir reyfarar mikilla vinsælda og bækur höf- unda á borð við Alistair MacLean eiga vísan stað meðal metsölubóka hér þrátt fyrir ótíma- bært andlát hans fyrir nokkrum árum. „Ég hef ekki skýringu á hvers vegna íslenskir reyfarar hafa ekki náð vinsældum," segir Leó. „Það getur verið að fólki þyki sögumar óraun- verulegar þegar þær eru komnar í íslenskt umhverfi. Eg reyni að láta lesendur finna klár- lega að sagan gæti gerst hér. Það getur líka ver- ið að íslenskir reyfarar hafi einfaldlegar ekki verið nógu góðir. Ég veit það ekki. Ég trúi því að það sé markaður fyrir íslenska reyfara. Hér hafa verið gerðar spennumyndir og gengið vel þannig að það er að skapast vísir aö hefð hér eins og í mörgum öðmm löndum. Það getur því vel verið að við séum að verða nógu alþjóðlegir í hugsun til að þola spennusög- ur,“ sagði Leó E. Löve. -GK Leó E. Löve: „Þetta er ekki vandamálabók og ég geri ekki minnstu tilraun tii aó ley * lífsgátuna." DV-mynd KAE Nagib Mafhús kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Bók eftir nóbeisskáld íslendingar fá nú í fyrsta sinn aö kynnast sögum egypska nób- elsskáldsins Nagib Mahfús. Öll- um á óvart fékk hann verðlaunin á síðasta ári en enginn í okkar heimshluta vírtist þekkja til verka hans. Sagan sem nú kemur út heitir Blindgata í Kaíró. Hún er talin ein af bestu sögum Mahfús. Það er Sigurður A. Magnússon sem þýðir en Setberg gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.