Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 32
Bjómnstofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,«einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. BÍLASALAN Accord '87, m/öllu, ekinn 20.000 km. Blazer, árg. '86, mjög vel út- búinn. Audi 80, órg. '88. Camry GLi, órg. '87, 5 glra, m/öllu.__________ Vantar bíla á skrá og á staðinn. S. 673000 Brosið breikkar í betri bíi Andlát Páll Bjamason frá Rauðabergi, Mýr- um, A-Skaftafellssýslu, Dalbraut 21-27, áður Vesturgötu 22, lést í Landspítalanum 9. nóvember. Hermann Guðmundsson lést í Borg- arspítalanum 10. nóvember. Jarðarfarir Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, Króki, Kjalamesi, verður jarðsung- inn frá Brautarholtskirkju á Kjalar- nesi miðvikudaginn 15. nóvember kl. 14. Útfor Ágústu Jónsdóttur, Suðurgötu 83, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 14. nóv- ember kl. 14. Dýrleif Hermannsdóttir, Boðahlein 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. nóv- ember kl. 13.30. Ósk Sveinbjarnardóttir lést 4. nóv- ember. Hún fæddist að Hurðarbaki í Kjós þann 5. október 1913. Foreldrar hennar voru Sveinbjöm Guðmunds- son og Sesselja Guömundsdóttir. Eft- irlifahdi eiginmaður hennar er Bjami Bjamason. Þau hjónin eign- uðust þrjú böm. Útforin verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. Sími 62 22 62 10% AFSLÁTTUR Eldhús-, baö- og fata- skápar. Komið og skoðið úrval innrétt- inga í sýningarsal okk- ar að Síðumúla 32. 10% afsláttur. INNRÉTTINGAR HF. Simi 678118 Opið mánud.-föstud. kl. 9-18, laugard. 11-15. t Þökkum öllum sem sýndu okkur ástúð og vinarhug við andlát og j arðarför litlu dóttur okkar, BERGLINDAR GUNNARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk meðgöngudeildar Landspítalans. Gunnar Sigurðsson og Svanhildur Jóhannesdóttir MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. Sigríður Jónsdóttir lést 2. nóvember. Hún fæddist að Skálanesi í Gufudals- sveit 2. september 1907 og voru for- eldrar hennar Sigurlína Bjamadóttir og Jón Einarsson. Árið 1937 réðst Sigríður sem ráðskona til Péturs Pálssonar í Hafnardal en hann hafði misst konu sína frá sjö börnum. Bjuggu þau saman upp frá því en Pétur lést árið 1966. Þau eignuðust eina dóttur saman. Útfor Sigríöar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. Fundir ITCdeildin Kvistur heldur fund í kvöld kl. 20 á hótel Holiday Inn. Nánari upplýsingar hjá Þóru Hall- grímsson í s. 627718. DC Appolló heldur fund þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20.30 í Farfuglaheimilinu við Sund- laugaveg. Gestur fundarins er Oddi Erl- ingsson sálfræðingur og mun hann tala um félagslegan þroska. Allir frá Dale Camegie námskeiði velkomnir. Tóiúeikar Tónlistarmenn frá Danmörku Anna Soe Hansen, fiðluleikari og Claus Kilpatrick, píanóleikari sem bæði em nemendur við Tónlistarháskólann í Árósum munu halda tónleika í sal Tón- hstarskólans í Reykjavík þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Þessi heimsókn er fyrsta milli Tónlistarskólans í Reykja- vik og Tónlistarskólans í Árósum, en vonast er til að geta sent nemendur úr Tónhstarskólanum í Reykjavík th tón- leikahalds í Árósum síðar í vetur. Á efnis- skránni em verk eftir J.C. Bach, Messia- en, Marthinsen, Paganini og Brahms. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öhum heimill. Fyrirlestrar Staða líffræðikennslu, ýmis álitamál Þriðjudaginn 14. nóvember flytur Stefán Bergmann, lektor fyrirlestur á vegum rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála er nefnist: Staða lífíræði- kennslu, ýmis áhtamál. Þetta er fimmti fyrirlesturinn á vegum RUM um náttúm- fræðikennslu í gmnn- og framhaldsskól- um. Fyrirlestrar og umræðufundir sem þeim fylgja hafa opnað umræðu um stöðu og stefnu náttúrufræðikennslu á báöum skólastigum og tengslum hennar milh aldurshópa og skólastiga. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg óg hefst kl. 16.30. Öllum heimih aðgangur. Fyrirlestur um þjóð- félagsástand og þróunarstarf í Namibíu Nýtt félag, Félag áhugafólks um mann- fræði, FAUM, hefur verið stofnaö og er tilgangur þess að vera vettvangur 'um- ræðu um mannfræðileg málefni. í þeim tilgangi mun félagið gangast fyrir fyrir- lestrum í vetur og verður sá fyrsti hald- inn í dag, 13. nóvember í Odda, hugvís- indahúsi HÍ stofu 201 og hefst hann kl. 20.30. Þar mun Þórdís Sigurðardóttir, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunn- ar ræða um þjófélagsmál og þróunarstarf í Namibíu, en Þórdls er nýkomin úr ferð þangað. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. FÁUM er opið öhum sem áhuga hafa á mannfræði í sem breið- ustum skilningi þess orðs og geta þeir hinir sömu gerst félagar. Stjórn FÁUM skipa þau Arnar Árnason, mannfræði- nemi sem er formaður, Hafsteinn Haf- hðason garðyrkjumaður, Gísh Pálsson mannfræðingur, Nína Helgadóttir mann- fræðinemi og Dóra Eyvindardóttir, ritari. Bækur Sprellibókin er komin út, á vegum Nathan & Olsen. í henni má finna skemmtilega leiki, fóndur, ráðgát- ur, fróðleiksmola, htla sögu um hafra- graut, gómsætar uppskriftir og síðast en ekki síst spennandi verðlaunasamkeppni þar sem fyrstu verðlaun eru Floridaferð fyrir tvo. Bókin er ætluð fyrir böm á aldr- inum 3-106 ára, eins og segir á forsíðu, og verður seld í matvöruverslunum á 50 krónur. Ekki er að efa að Sprelhbókin á eftir aö stytta ýsmum stundirnar í skammdeginu. AUk hf„ Auglýsingastofa Kristínar, sá um ritstjóm, hönnun og setningu bókarinnar og Korpus hf. um prentvinnslu. Bridge Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Mánudagskvöldið 6. nóv. hófst sveitakeppni félagsins og mættu 12 sveitir til leiks. Spiluð eru 16 spil í leik, tveir leikir á kvöldi. Staðan eftir tvær umferðir er eftirfarandi: Sæti Sveit Stig 1. SveitBöðvarsHermannssonar 41 2. -3. Sveit Alberts Þorsteinssonar 39 2.-3. Sveit Jóns Sigurðssonar 39 4. SveitGuðlaugsEllertssonar 35 5. Sveitlngvarslngvarssonar 34 í kvöld 13. nóv. verður farið í heim- sókn tii Bridgefélags kvenna og spil- að við þær í húsi Bridgesambands íslands, Sigtúni 9. Menning______________ Háskólatónleikar Þýski gítarleikarinn Uwe G. Eschner lék spænska tónhst á háskólatónleikum í Norræna húsinu síðastlið- inn miðvikudag. Á efnisskrá voru þrjú verk; Fantaisie Élégiaque eftir Femando Sor, Piezas Caracteristicas eftir F. Morreno-Torroba og Sónata í C-dúr ópus 15 eftir Mauro Giuliani. Uwe Eschner er fæddur árið 1963. Hann stundaði nám við Hamburger Konservatorium og við þá virtu stofnun sem Tónlistarháskólinn í Freiburg í Suður- Þýskalandi er. Einnig hefur hann sótt námskeið hjá ýmsum þekktum gítarleikurum og kennumm. Hann lauk prófi frá skólanum í Freiburg í febrúar í ár og starfar nú hérlendis við kennslu. Efnisskráin var forvitnileg, hér var leikin góð tónlist sem ekki er þó meðal þess sem mest er flutt eftir þessa höfunda-, stílhrein og samt með vissri stígandi. Uwe er næmur tónlistarmaður og góöur hljóðfæraleikari. Tónmótun hans og áferð er falleg og hefur hann eink- ar gott lag á myndun spennu í ritma og hrynjandi. Tónlist Áskell Másson Einstaka tónn var óhreinn og voru það nánast einu hnökrarnir á leik hans. Hámarki náði leikur hans í Sónötu Giuliani, þrátt fyrir hamarshögg iðnaðarmanna einhvers staðar í húsinu, sem sannarlega voru Norræna húsinu ekki til sóma. Listamaðurinn lét þó engan bilbug á sér finna og náði, þrátt fyrir þetta, að halda fufiri einbeitni og skila einkar fallegum og blæbrigðaríkum leik. Gott er að hugsa til þess að íslenskir gítarnemendur njóti krafta Uwes, hann mun vafalaust reynast skemmtileg viðbót við þá ágætu gítarleikara og kenn- arasemhérstarfa. ÁskellMásson Fjölmidlar Viðtal við Bryndísi í siðasta hefti Mannlífs er viðtal viö Bryndisi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra, um mál þaö, er reis vegna kaupa Jóns Baldvins á áfengi á sérkjörum fyrir annað fólk. Velur hún þar fjölmiðlum og raunar líka samráðherrum Jóns Baldvins hörð orð. í þessu viðtali kemur Bryndís eins og venjulega fram af þokka og reisn og minnir á ýmsar konur sögualdar, er tf ægar voru fyrir fegurð og kurteisi og stóðu með mönnum sínum í blíðu og stríðu. Ég hlýt þó að benda á tvennt í þessu viðtali. Annað er, að Bryndís líkir þessu raáh við kollumálið á fjórða áratug aldarinnar. Þá var Hermann Jónasson sakaður um að hafa skotið æöarkollu þvert á gild- andi lög, en neitaði þvi fyrir rétti. Þessi samliking er óheppileg, því að í minningargrein um Hermann upp- lýsti einmitt einn vinur hans, Arnór Sigurjónsson, að Hermann hefði sagt sér, að hann hetði skotið koll- una. Ef svo var, þá var kollumálið raunverulegt sakamál og Hermann ósannindamaður. Hitt atriðið er, að Bryndís segir Morgunblaðið eina fjölmiðilinn, sem hafi sagt vinsamlega frá Jóni Baldvio, og er ekki ónýtt fyrir Styrmi Gunnarsson ritstjóra að fá þennan góða vitnisburð eftir allar ádeilur Þorsteins Pálssonar á hann. Hannes Hóhnsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.