Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Síða 10
10 MÁNUD^UR 13. NIÓVEMBER 1^89. Utlönd Borgarstjórar Vestur- og Austur-Berlínar, Walter Momper, borgarstjóri V-Berlinar, til vinstri og hinn austur-þýski kollegi hans, Erhard Krack, hittust í gær við Berlínarmúrinn illræmda. Simamynd Reuter Sögulegt handa- band austurs og vesturs - borgarstjórar Berlínar hittast við múrinn TEPPAÞURRHREINSUN SKÚFUR notar þurrhreinsikerfiö HOST. Þaö leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi úr teppinu, alveg niöur í undirlag. ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR. Engin bleyta, teppiö er tilbúiö tíl notkunar strax aö lokinni hreinsun é , SKUFUR viðskÍptin sími 67 88 12 MYNDALEIKUR BYLGJUNNAR 0G DV PICTIONARY TEIKNISPILIÐ FINNDU ORÐIÐ EÐA ORÐIN SEM MYNDIN ÁVIÐ. HRINGDUÁ BYLGJUNA í SÍMA611111 í DAG MILLI KL.4 0G5. SÁ FYRSTISEM HEFUR RÉTTSVAR FÆR I VERÐLAUN TEIKNISPILIÐ VINSÆLA, PICTIONARY. „Hér sló hjarta Berlínar eitt sinn og hér mun þaö slá á ný,“ sagöi borg- arstjóri Vestur-Berlínar, Walter Momper, í gær þegar gat var rofið á Berlínarmúrinn við Potzdamertorg, steinsnar frá þeim stað er Hitler framdi sjálfsmorð í byrgi sínu árið 1945. Potzdamertorg var í hjarta borgarinnar á tímum keisarans og Hitlers en varð auðn ein í stríðinu og einskis manns land þegar Berlín- armúrinn var reistur þvert í gegnum það. Eftir tuttugu og átta ára þögn varð allt kvikt af lífi á ný á torginu í gær þegar þúsundir fógnuðu því að gat var brotið í múrinn og ný landa- mærastöð opnuð þar. Borgarstjórar Vestur- og Austur- Berlín, Momper og Erhard Krack, tókust í hendur viö hinn illræmda múr - tákn kalda stríðsins - á torginu þegar búið var að brjóta gat á hann. Ungur bjarnarungi - en björn er tákn Berlínarborgar - var leiddur frá vestri til austurs þar sem borgar- stjóri A-Berlínar gafhonum tvo syk- urmola að éta. Skærgrænn Trabant leiddi því-næst röð bifreiöa í gegnum hina nýju landamærastöð og þús- undir aðrir A-Þjóðverjar fylgdu á eft- ir. Fundur Mompers og Kracks í gær markaði viss tímamót því það var í fyrsta sinn sem borgarstjórar beggja borgarhluta hittast á landamærun- um. Þeir urðu sammála um að koma á beinu símasambandi milb lög- gæslumanna beggja vegna múrsins og fylgdust svo með þegar A-Þjóð- verjanir streymdu í gegnum gatiö á múrnum við Potzdamertorg. Reuter Áskorun til EFTA Hin hraða þróun í Austur-Evr- ópu þykir vera á leiðinni að ýta samvinnu Evrópubandalagsins viö EFTA, Fríverslunarsamtök Evr- ópu, til hliðar. Heimildarmenn inn- an EB segja að ef EFTA-löndin sex láti ekki skýrt í ljós aö þau vilji taka á virkan hátt þátt í breyting- unum í Evrópu muni samtökin taka „pólítískt hliðarspor". Framkvæmdanefnd EB kom saman um helgina í Brussel til að meta ástandiö áöur en leiðtoga- fundur EB hefst í Strasbourg 8. og 9. desember þar sem þróunin í Austur-Evrópu verður aðalfundar- efnið. Á fundinum um helgina var einnig sambandið við EFTA-löndin rætt en það verður einnig á dag- skrá í Strasbourg. Utanríkisráðherrar EB og EFTA munu hittast í Brussel 19. desemb- er til þess að ræða hvort grundvöll- ur sé fyrir nánari samvinnu milb bandalaganna tveggja. En þaö sem athygli framkvæmdanefndar EB og aöildarríkjanna beinist að nú er hvemig hið pólítíska Evrópukort framtíðarinnar muni líta út. Framkvæmdastjóri EB, Jacques Delors, sagði á föstudaginn að Austur-Þýskaland ætti heima í EB. Hins vegar eru ýmsir aðrir innan EB ekki vissir um ágæti þess að fá Austur-Evrópulöndin í bandalagið, aö minnsta kosti í náinni framtíð. Bæði vegna efnahagslegra og pól- itískra sjónarmiða og vegna aðild- arinnar að Varsjárbandalaginu. Þrátt fyrir aö vestur-þýska stjórnin leggi á það áherslu að opn- un landamæranna milli Austur- og Vestur-Þýskalands og póbtískar umbætur í Austur-Þýskalandi muni ekki hafa áhrif á samband Vestur-Þjóðverja við EB óttast margir, fyrst og fremst Frakkar, að breytingarnar muni hindra áætlanir um efnahagslega einingu innan bandalagsins. Þess vegna þykir víst að Frakkar muni beita sér fyrir þvi á leiðtogafundi EB í Strasbourg að áætluninni um ein- ingu verði hraðað. Ritzau og NTB Ný ríkisstjórn kosin í dag? Austur-þýska þingið mun koma saman til fundar í dag til að huga að arftaka ríkisstjórnar þeirrar sem sagði af sér fyrir helgi. Fastlega er búist við aö umbótasinninn Hans Modrow, leiðtogi kommúnista- flokksins í Dresden, verði kosinn for- sætisráðherra og fabö það verkefni að setja saman stjóm sem njóti trausts og tiltrú almennings í landinu. í kjölfar þeirra gífurlegu sviptinga sem átt hafa, sér stað á stjórnmála- sviðinu í Austur-Þýskalandi síðustu vikur ákvað stjómmálaráð austur- þýska kommúnistaflokksins að efna til flokksþings í næsta mánuöi. Næsta þing átti ekki að fara fram fyrr en í maí á næsta ári. Þegar hafði verið ákveðið að boða til neyðarfund- ar flokksins en afráðið var aö breyta honum í þing. Þing er mun valda- meiri samkunda en fundur og telja fréttaskýrendur að_ ílokkurinn og leiðtogi hans, Egon Krenz, berjist nú fyrir tilveru sinni. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- iands, og Krenz hafa ákveðið að hitt- ast á næstunni til að ræða ástandið í kjölfar opnunar landamæra ríkj- anna tveggja. Fer fundurinn að öll- um líkindum fram í lok þessa mánaö- ar eða byrjun þess næsta. En samein- Kröfuspald fulltrúa Nýs vettvangs þar sem krafist er frjálsra kosninga í A-Þýskalandi. Stjórnvöld þar í landi hafa heitið umbótum. Simamynd Reuter ing ríkjanna tveggja verður ekki meðal umræðuefna aö því er Krenz hefur sagt. Fundurinn verður aðeins þriðji formlegi fundur leiðtoga kommúnista í Austur-Þýskalandi og kanslara Vestur-Þýskalands sl. íjörutíu ár. Sú efnahagsaðstoð sem.V-Þjóöverj- ar hafa heitiö A-Þjóðverjum er enn bundin skilyrðum um pólitískar og efnahagslegar umbætur. Talsmaöur stjórnarinnar í efnahagsmálum sagði um helgina að eftirfarandi væru skilyrði fyrir aðstoð, að aust- ur-þýsk stjórnvöld heimili frjálsar kosningar og stefni að efnahagskerfi í anda Vesturlanda. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.