Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1989. 41 Sviðsljós Ólyginn sagði... Candice Bergen hefur eignast nýjan aðdáanda. Sjálfsagt er hún, eins og aðrar konur, ánægð með að dáðst sé að henni en þó er ekkf víst að hún telji það hrós frá þessum tiltekna aðdáanda, sem er enginn annar en Manuel Noriega, hinn 01- ræmdi forseti Panama, Noriega, sem er uppnefndur Ananasand- litið, er svo hrifinn af Bergen, eftir að hann sá einn þátt í sjón- varpsseríunni Murpy’s Brown, að hann lætur vin sinn í Banda- ríkjunum taka upp hvern einasta þátt og senda sér strax. Svo skip- ar hann „vinum“ sínum að koma heim tíl sín á sunnudagskvöldum og þar verða „vinirnir" að horfa á Murphy’s Brown Noriega til samlætis. Tinu Tumer langar tO að eignast dóttur. Turn- er, sem verður 51 árs 26. nóvemb- er, sagði í viðtali að hana langaði ekki strax tíl að verða gömul kona. Nú væri hún loks tilbúin að eignast litla dóttur. Tina Turn- er á íjóra stráka með fyrrverandi eiginmanni sínum, Ike Turner. Hún sagði að hinar miklu vin- sældir, sem hún öölaðist að nýju eftir nokkurra ára lægð, hefðu breytt löngunum hennar. Þá sagði hún að samband hennar við núverandi sambýlismann sinn, Erwin Back, sem er þýskur, væri það gott að það eina sem þeim vantaöi upp á að það væri full- komið væri lítO dóttir. George Michael er orðinn margmilljóneri. Hann er heldur ekki í vandræðum með að eyða þeim í nýja húsið sem hann er að byggja í Santa Bar- bara í Kaliforníu. Michael er þeg- ar búinn að eyða tveimur mOljón- um doOara í húsið og er ekki nándar nærri búin að fullklána þaö. Húsið, sem minnir mest á fljúgandi disk, er mikil glerbygg- ing þar sem útveggir eru margir eingöngu gler frá þaki niður í gólf. Hann þarf samt ekki að hafa áhyggjur af því að nágrannarnir séu að gæjast inn tO hans því að með einu handtaki er hægt að dekkja glerin. Bubbi býður í veislu í hálfkúlu Einn af mörgum tónlistarmönnum sem senda frá sér plötu fyrir þessi jól er Bubbi Morthens. í tilefni útkomu plötunnar sem ber heitið Nóttin langa var boðið í veislu í hálfkúlunni sem risin er í Öskjuhlíð. Ekki er kúlan kynt upp enn sem komið er og er heldur hráslagalegt um að litast innandyra; gráir, ópúss- aðir veggir og að sjálfsögðu var kalt. Ekki virtust gestir setja kuldann fyr- ir sig en skemmtu sér yfir bjór og tónlist sem ómaði úr hátölurum ásamt því að fólkið fékk smáhita frá þekktum djassspilurum sem léku hstir sínar smástund. Bubbi Morthens yljar hendur sínar við eldinn sem logaði glatt meðan á veislunni stóð. urnir Olafur og Jón Ragnarssynir ásamt þriðja bróðurnum, Agúst, með plötuna Kosmísk augu. Það var gott að geta ornað sér viö eldinn af og til eins og þessar domur gera. DV-myndir KAE Kvöldskemmtun Landssambands stangaveiðifélaga: Heimatilbúin skemmti- atriði veiðimanna „Þessi kvöldskemmtun var frábær og það góða við hana var að öll skemmtiatriðin voru heimatObúin, frábær skemmtun,” sagði Rafn Hafn- flörð, fyrrverandi formaður Lands- sambands Stangaveiðifélaga, við blaðamann DV í Munaðarnesi í Borgarfirði er kvöldgleðinni var að ljúka. Allir skemmtu sér konunglega við söng, grín og fjölmargar veiðisög- ur sem sagðar voru. „Það var gaman og það þurfti greinilega engan til að stjórna þessu,” sagði Stefán A. Magn- ússon, formaður skemmtinefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem þarna var nærstaddur. Það nægir að segja frá hinum létt- leikandi veiðimálastjóra, syngjandi feðgum, tannlækninum fingrafima og góðum röddum veiðimanna. „Skemmtunin var toppurinn á f'undinum,” eins og einn sagði. Við tökum undir það. -G.Bender Arni ísaksson veiðimálastjóri leikur á Yamaha-orgelið sitt og Ólafur G. Karlsson tannlæknir spilar á nikkuna. Corolla XL, sjálfsk. BMW 318. Lancer árg. ’89, sjálfskiptur, bein- skiptur. Vantar bíla á skrá og á staðinn. S. 673000. BROSIÐ BREIKKAR í BETRI BÍL. BÍLASALAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.