Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. Fréttir__________________________________________________________________________________dv Deilumál vegna forsjár bama íslenskrar konu og bandarísks föður: Flutfti heim með börnin án vitundar föðurins - bandarískur faðir er talinn hafa verið tvígiftur Deilur hafa risið á milli íslenskrar konu og Bandaríkjamanns um forsjá tveggja bama þeirra og tvíkvænis mannsins. Þau giftu sig hér á landi árið 1984 en fluttu síðan til Banda- ríkjanna. Varð konunni þá ljóst aö maöurinn, sem er frá Perú og er bandarískur ríkisborgari, hafði áður verið giftur og haíði ekki fengið lög- skilnað. Eftir að hann hafði fengið lögform- legan skilnaö giftu hjónin sig því aft- ur ytra. Bjuggu þau saman í New York þar til síðastliðið sumar. Flutti konan þá með börnin til íslands án vitundar mannsins. Faðirinn taldi að hún myndi snúa aftur. Áttu hjón- in nokkur samskipti í síma vegna eignanna og forsjár barnanna en án þess að málin leystust. Bandarískur dómsúrskurður Faðirinn kom siðan til íslands um jólin til að sjá börnin en honum var synjað um það af konunni og lög- manni hennar. Krafðist lögmaðurinn þess að áður en eiginmaðurinn fyrr- verandi fengi að sjá börnin yrði geng- ið frá búskiptum á eignum þeirra. Að sögn Jóns Oddssonar, lögmanns konunnar, var maðurinn látinn vita af þeim kröfum áður en hann kom hingað. Þegar faðirinn var staddur hér á landi um jóhn leitaði kaþólskur prestur sátta í málinu en án árang- urs. í haust fékk faöirinn úrskurð siíja- réttar í New York þar sem segir að börnunum sé best borgið hjá honum enda séu þau ríkisborgarar þar í landi og eigi lögheimili þar. Hann telur sig því hafa forsjá bamanna. Lögmaður konunnar sagði hins vegar að ljóst væri að maðurinn hefði unnið til refsiverðrar háttsemi með tvíkvæni. Hann benti á að hjóna- bandi parsins hér á landi hefði aldrei verið slitið. Því væri allt eins líklegt að seinna hjónaband þeirra í Banda- ríkjunum væri ógilt. Konan hefur ekki kært manninn vegna tvíkvænis en gerir kröfu til þess að hún haldi bömunum. Kreppa í forsjármálum Hróbjartur Jónatansson, lögmaður mannsins, sagði í samtali við DV að miðað við íslensk lög væri fullkom- lega óljóst hvort ofangreindur úr- skurður sifjaréttarins í New York heíði gildi á íslandi. „Þetta mál staðfestir þá kreppu sem íslensk stjórnvöld eru í gagnvart forsjármálum. Á íslandi er einungis í gildi samningur við Norðurlöndin um viðurkenningu á dómum og úr- skurðum, þar á meðal í forsjármál- um. Hvað önnur lönd varðar er um fullkomlega óskýrar reglur að ræða vegna dóma og úrskurða. Því er al- veg óvíst hvaða gildi forræðisúr- skurður mannsins frá New York hef- ur á íslandi. Að mínu mati er mjög brýnt að stjórnvöld setji skýrari regl- ur og að ísland geri samning við önnur ríki um viðurkenningu dóma. Réttarstaða útlendinga þarf að vera skýrari," sagði Hróbjartur. -ÓTT Aðalskipulag fyrir Vatnsendalandið: Framkvæmdir eiga fyrst að hefjast eftir árið 2008 Samkvæmt aðalskipulagi Kópa- vogskaupstaðar til ársins 2008, sem nú hangir uppi til auglýsingar, munu frcunkvæmdir á Vatnsendalandinu fyrst heíjast eftir árið 2008. Fram- kvæmdir munu í fyrstu fara af stað nær bænum en íbúafjöldi og þróun byggðarinnar mun þó ákveða nánar um hversu fljótt framkvæmdir í Vatnsendalandi hefjast. Á svæðinu er gert ráð fyrir gisinni íhúðabyggð, meðal annars einbýbs- og raðhúsum. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun sumarbústaðabygginga til 2008 og óvíst um framtíð þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að sumarbústaðir notist sem heúsársbústaðir. Þá verða verslunar-, þjónustu- og iðnaðar- svæði á Vatnsendalandinu. Smærri svæði, fyrir skóla og verslanir, munu þjóna íbúðabyggöinni en stærri verða með fjölþættari starfsemi, enda við umferðaræðar. Græn svæði verða meðfram vatn- inu og hluta sumarbústaðalandsins. Þar sem Vatnsendabýlið er í dag verður landbúnaðarsvæði þar sem heimilt verður að stunda búskap í smærri mynd. Á hæðunum, Vatnsenda- og Rjúpnahæð eru opinber svæði sem notast sem slík, fyrir útvarpsmöstur og fleira, og græn svæði í kring. Skipulagið er til auglýsingar hjá skipulagi Kópavogskaupstaðar til 25. janúar og frestur til að skila inn at- hugasemdum er til 8. febrúar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur skipulagið og umræðan um Vatns- enda verið mjög til umræðu hjá þeim er búa í nágrenninu og eiga sumar- bústaði á Vatnsendalandinu. Mun leigusamningur margra sem eiga eða búa í sumarbústöðum renna út fljót- lega og þá boðaðar hækknir á leigu. -hlh Sjómaður slasast alvarlega Ómar Garðarasan, DV, Vestmarvnaeyjum; Alvarlegt slys varð um borð í Styrmi VE þegar verið var að leggja net 18 sjómílur suðaustur af Eyjum í gær. Sjómaður flæktist í sérta, tóg sem liggur úr neti í dreka, og kastaðist útbyrðis. Krafturinn var svo mikill að hann kipptist upp á efra dekk áður en hann þeyttist í sjóinn. Eftir nokkra stund náöist hann úr sjónum og var fluttur til Reykjavíkur í sjúkraflugvél. Hann er alvarlega slasaður, mjaðargrindar- og lærbrot- inn en ekki í lífshættu. Sjómaðurinn var með meðvitund allan tímann og auöveldaði þaö björgunarstarfið. Hann náði í færi í sjónum og tókst að halda sér í það þar til hann náðist. Mikið var skotið upp af flugeldum á gamlárskvöld á Dalvik enda gott veð- ur, hiti um frostmark og stillur, - mikil sala hjá Hjálparsveit skáta og öðrum félagasamtökum sem seldu flugelda og blys. Myndin er af skátum við sölu á varningi sínum. DV-mynd Geir Dalvlk: íbúum fjölgar og atvinnuástand gott Geir A. Guðsteinsson, DV, DalvQc Dalvíkingar voru 1454 um 'síðustu áramót og hafði fjölgað um 1,7% milli ára. Það er þrisvar sinnum meira en landsmeðaltal samkvæmt upplýsing- um Hagstofunnar. Aö sögn bæjarstjóra gekk inn- heimta gjalda gekk verr á árinu. Fasteignagjöld innheimtust svipað en eftirstöðvar útsvars og aðstöðu- gjalda lakar og er það fyrst og fremst að kenna ofáætlun frá skattyfirvöld- um. Greiðslustaða bæjarsjóös Dal- víkur er mjög góð um þessi áramót og má því segja aö Dalvíkurbær eigi fyrir þeim framkvæmdum sem hann stendur nú í. Atvinnuástand er mjög gott hér. Vinna hjá stærsta atvinnurekanda staðarins, Frystihúsi UKED - Út- gerðarfélags Kaupfélags Eyfirðinga Dalvík - hefst 10. janúar. Togararnir fara allir á veiðar í þessari viku nema Baldur sem fer í viðgerð á vél, auk þess sem þrífa þarf allar vistarverur skipverja og brú eftir bruna sem varð í stakkageymslu skipsins skömmu fyrir jól. Sót og annar óþrifnaður barst um allt skipið. Að sögn lögreglu voru áramótin hér hin friðsömustu. Jólahald Ríkisspítalanna: Keyptu áfengi fyrir 300 þúsund Ríkisspítalarnir keyptu á síðustu vikum ársins 1989 áfengi fyrir tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Á ár- inu 1988 keyptu Ríkisspítalarnir áfengi fyrir 276 þúsund krónur. Heildarrisna á því ári var 796 þúsund krónur. Heildartölur fyrir árið 1989 liggja ekki fyrir. „Það var keypt áfengi fyrir um 60 þúsund krónur til að halda árvissa jólamóttöku fyrir starfsfólk. Þar er aðeins veitt létt vín. í jólamóttökúna mæta milb sex og sjö hundruð manns. Þaö var einnig keypt áfengi vegna ársfundar okkar. Ég er mikið á móti því að veita áfengi og þyki leiðinlegur í þessum málumi,“ sagði Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Rík- isspítalanna, um áfengiskaupin. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.