Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. 5 Viðgerð Bessastaðastofu er mun umfangsmeiri en talið var: Fréttir Kostnaður nú áætlaður fjórföld fjárveitingin - áætlanir breytast nær daglega þar sem ástand hússins er hrikalegt Útveggirnir reyndust hriplekir og sprungnir. í Ijós kom að ekki aðeins þakið lak heldur átti vatn greiða leið í gegnum veggina. Múrhúðunin hefur verið skafin af veggjunum. DV-myndir Brynjar Gauti Bessastaðastofa áður en ráðist var í framkvæmdirnar, þegar verið var að reisa skemmu um húsið. Á hinni mynd- inni má sjá hvernig umhorfs er á Bessastöðum í dag. „Þetta er á viðkvæmu stigi. Það er verið að fara yfir allar kostnaðará- ætlanir þar sem skemmdir á húsinu hafa reynst mun meiri en tahð var,“ sagði Gunnar Hall, en hann á sæti í Bessastaðanefnd en nefndin sér um framkvæmdir á Bessastöðum. í fjárlögum er gert ráð fyrir að 52 milljónum krória verði varið til þessa verkefnis á þessu ári. Bessastaða- nefnd telur hins vegar að 200 milljón- ir króna þurfi til að ljúka endurbygg- ingunni auk annarra smærri verk- efna. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að allar framkvæmdir á Bessa- stöðum kæmu til með að kosta 300 milljónir. Nú liggur fyrir að sú tala stenst engan veginn. Hluti skýring- arinnar er verðlagsbreytingar frá því að fyrstu áætlanir voru gerðar. .*■ Endurbygging, ekki viðgerð Ef áætlanir standast verður um- fangsmikilh viðgerð á Bessastaða- stofu lokið á þessu ári. Þeir sem DV hefur rætt við vegna þessa verkefnis segja að allt eins sé hægt að tala um endurbyggingu eins og viðgerð. Ástand hússins héfur reynst mun verra en nokkurn virðist hafa órað fyrir í upphafi. Þegar komið er inn í skemmuna, sem reist hefur verið yfir Bessastaðastofu, er fátt að sjá sem minnir á forsetabústaðinn. Að- eins veggir neðri hæðarinnar standa uppi og hefur öll múrhúð verið skaf- in af. Arkitektar eru Garðar Halldórs- son, húsameistari ríkisins, og Þor- steinn Gunnarsson, arkitekt og leik- ari. Framkvæmdir eru í höndum Bessastaðanefndar. Formaður henn- ar er Helgi Bergs, fyrrverandi banka- stjóri. Verkefnisstjóri er Pétur Stef- ánsson verkfræðingur. Verulega meira verk „Það var áætlað að vinna fyrir 50 milljónir, samkvæmt fjárlögum. Það var farið það seint af stað aö það var áætlað að vinna fyrir 39 milljónir. Tölur liggja ekki fyrir en það mun láta mjög nærri þeirri tölu. Það er fjárveitinganefndar og löggjafans að ákveöa hvað verður lagt í þetta verk- efni. Þó ég telji mig vita hvaö er gert ráð fyrir miklum peningum í fjárlög- um þá vil ég ekki fara með það,“ sagði Pétur Stefánsson. „Mikil skelfing. Þetta er verulega meira verk heldur en áætlað var. Það var vitað að þakiö var ónýtt. Loftið yfir fyrstu hæðinni reyndist ónýtt hka og það varð að rífa það. Þegar múrhúöun, sem víöa var orðin laus, var fleyguð utan af veggjunum komu í ljós miklar skemmdir á útveggjun- um sjálfum. Þeir eru bæði illa sprungnir á köflum og síðan eru stafnarnir illa morknir. Þetta er því mun meiri viðgerð en haldið var þeg- ar farið var af stað. Þá var haldið að lekinn væri fyrst og fremst frá þak- inu en það er orðið augljóst að það hefur lekið beint inn um útveggina líka. Það er verið að vinna að því núna aö þétta veggina og gera við gaflana áður en farið verður að byggja þakið upp aftur. Þetta hefur óneitanleg undið töluvert upp á sig.“ Samkvæmt lögum á endurbygg- ingu Bessastaðastofu að ljúka á þessu ári. Reiknað er með að þakið verði tilbúið fyrsta maí. Þá verður hafist handa við innréttingár og áætlað er að því verki ljúki seint á þessu ári. Fornleifagröftur í kjallara Unnið er að fornieifagreftri í kjall- ara - undir eldhúsi hússins. Sú vinna er unnin á sama reikning og endur- byggingin. Þetta er síðasti hðurinn í fornléifarannsóknum undir Bessa- staðastofu. Áður hafa fornleifarann- sóknir farið fram undir öðrum gólf- um hússins. Óvíst er hversu um- fangsmiklar eða kostnaðarsamar fornleifarannsóknirnar verða. Önnur verkefni, sem ráðist verður í á Bessastöðum, eru endurbætur á aðhggjandi húsakosti umhverfis húsagarð, bygging nýs forsetabú- staðar, endurbygging Bessastaða- kirkju, endurbætur á öðrum húsa- kosti og endurbætur á umhverfi og aðkomu. Öðrum byggingafram- kvæmdum en Bessastaðastofu á að vera lokið á árinu 1991. -sme Fornleifarannsóknir fara fram í kjallara hússins. Þetta eru lokarannsóknirnar undir húsinu. Efri hæðin hefur öll verið rifin og loftið á milli hæðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.