Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. Utlönd Hundrað Óttast er að rúmlega eitt hundrað og fimmtíu hafi látist í lestarslysi i suðurhluta Pakistans snemma í morgun þegar íarþegalest rakst á Qutn- ingalest. Taliö er að fiögur hundruð hafi slasast í frétt hinnar opinberu fréttastofu APP í morgun sagði að tala látinna kunni aö hækka. Slys þetta er taliö versta lestarslys í sögu Pakistan. Farþegalestin var á leið firá Zakaria til Bahauddin. Á lestarstöðinni í Sangi, rúmlega tvö hundruð kílómetra norður af Karachi, rakst hún á Qutningalestina. Embættismenn segja að átta lestarvagnar hafi farið af sporinu. Kínverjar netta Fang um fararleyfi Kínversk yfirvöld vísuöu því á bug í gær að samningar hefðu tekist milli Bandaríkjanna og Kina um aö Fang Lizhi, einn þekktasti andófsmaö- ur Kína, og eiginkona hans fengju fararleyfi til þriöja lands, líklega Ástral- íu. Þau hjón leituðu hælis í sendiráði Bandarikjanna í Peking í kjölfar blóðbaðsíns á Torgi hins himneska friðar í sumar er hermenn réðust gegn friðsamlegri mótmælagöngu. Óttast er aö þúsundir hafi látist. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði fréttir um að Fang og kona hans fengju að fara til þriöja lands „tilhæfúlausari'. Það var tíma- rit í Hong Kong sem skýrði frá því að samningar hefðu náðst milli Kína og Bandaríkjanna í nýafstaðinni ferð bandarískra embættismanna til Kína. Marokkóskir verkamenn vinna afl vamargirflingu vifl strendur Marokkó. Símamynd Reuter Hætta er talin á að íranska olíuskipiö Kharg-5, sem verið hefur á reki í AQantshafi úti fyrir strönd Marokkó i hálfan mánuð, brotni í tvennt á næstunni lægi veðrið á þessum slóðum ekki. Fari svo að skipiö, sem er mikið laskað, brotni er hætta á að enn meiri olía fiæði úr tönkum þess en þegar hefur átt sér stað. Um sjötíu þúsund tonn af olíu hafa lekíð úr skipinu í sjóinn síðustu dægrín og var lengi vel talin hætta á mikilh mengun við strendur Ma- rokkó. Nú segja sérfræðingar að hætta á stórfelldu mengunarslysi hafi minnkað, Stór hluti olíubrákarinnar hefur þegar sundrast, segja þeir, og líkumar á að hún nái til strandar fara minnkandi. Jafnvel þó skipið brotni í spón er ekki mikil hætta á að sú olía, sem enn er í tönkum þess, nái til lands því Kharg-5 er nú um 300 milur vestur af strönd Marokkó, úti fyrir þorpinu Safi. Ekki eru allir sammála þessu mati og segir umhverfismálaráðherra Frakka að best sé að sprengja skipið í loft upp áður en verr fari. Síðasta sólarhring hefur sjór veriö úfmn við strendur Marokkó og öldurnar allt að sex metra háar. Þúsundir mótmæla í Búigaríu Todor ZhivKov, fyrrum forseti Búlgaríu. Þúsundir Búlgara efhdu til mót- mæla í gær gegn ákvörðun yfir- valda um aukin réttindi handa tyrkneska minnihlutanum. Fóru mótmæiin fram í ýmsum borgum landsins. Fyrri stjóm landsins, undir forystu Todors Zhivkov, sem var steypt af stóh í nóvember, hafði neytt Tyrki til að taka búlgörsk nöfti auk þess sem lagðar voru hömlur á að þeir gætu iökað trú sína sem er múhameðstrú. Núver- andi sljóm hefúr falhð frá kröfún- um um aðlögun Tyrkja að búlg- örskum þjóðháttura. Kröfumenn viija að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um örlög tyrkneska minnihlutans. Oiíuleki í New York Umhverfisvemdarsinnar sökuöu í gær ohufyrirtækið Exxon um að bera ábyrgö á tveggja milljóna Utra ohuleka í sjóinn mihi New York- borgar og New Jersey. í fyrstu haföi veriö tilkynnt að tæplega nítján þúsund Utrar hefðu streymt í sjóinn. Það var á þriðjudaginn sem upphitunarolía rann úr leiðslu í sjóinn rétt við höfbina í New York, ekki langt frá Frelsisstyttunm. TáUð er að skip hafi rekist á leiðsluna. Reuter Austur-Þýskaland: Sameinuð breið- fylking andófsafla Sex austur-þýskir stjómarand- stöðuflokkar og andófshópar hafa sett á laggimar breiðfylkingu til að sameina krafta stjómarandstöðunn- ar í landinu áður en kosningar verða haldnar, að því er fram kom í fréttum ADN, hinnar opinberu fréttastofu. Fyrirhugað er að fijálsar þingkosn- ingar fari fram í maí og verður það í fyrsta sinn sem frjálsar kosningar fara fram í Austur-Þýskalandi í fióra áratugi. í hinni nýju fylkingu sfiómarand- stöðunnar er m.a. að finna sósíal- demókrata og Nýjan Vettvang, stærsta stjómarandstöðuhóp lands- ins. Auk Nýs Vettvangs hafa fiöl- margir aðrir stjórnarandstöðuflokk- ar og andófshópar sprottiö upp síðan kommúnistar misstu völdin síðla árs 1989. Nýr Vettvangur er samstarfs- gmndvöhur margra mismunandi skoðana og fylkinga. Talsmenn þess segja að ekki sé ætlunin að Nýr vett- vangur verði formlegur stjórnmála- flokkur en hann mun þó bjóða fram í kosningunum. Einn af þekktari leiðtogum komm- únista og sá er talinn er líklegur leið- togi flokksins í framtíðinni, Wolf- gang Berghofer, sagði í gær að hætta væri á frekari óstöðugleika í Austur- Þýskalandi að afloknum maí-kosn- Gregor Gysi, leiðtogi kommúnista i Austur-Þýskalandi, ávarpar rúmlega eitt hundrað þúsund landa sina á útifundi gegn fasisma. Simamynd Reuter ingunum nema stjómarandstöðu- flestum andófshópum og stjómar- flokkamir legðu til hhðar ágreining andstöðuflokkum 1 Austur-Þýska- sinn. Mikla togstreitu á milh róttæk- landi. ari og íhaldssamari afla má finna í Reuter Grænland: Ofdrykkja helsta ástæðan fyrir fjölda morða Byssueign er almenn á Grænlandi vegna mikils veifliáhuga. Auðveldur aðgangur að skotvopnum er ein af ástæðunum fyrir fjölda morða í landinu að áliti margra. Umræðan um stefnuna í áfengis- málum á Grænlandi hefur blossað upp á ný í kjölfar fiöldamoröanna í Narsaq á Grænlandi á nýársdag. Borgarstjórinn í Uummannaq hefur krafist áfengisbanns um allt Græn- land og margir grænlenskir stjóm- málamenn taka undir þá kröfu. Samkvæmt fréttum grænlenska útvarpsins var það enn óljóst í gær hvort morðinginn, sem var átján ára, hafi haft með sér riffil þegar hann birtist sem óboðinn gestur í sam- kvæmi eöa hvort hann fór heim til að ná í hann, eins og áður hefur ver- ið haldiö fram. Alls féllu sjö manns fyrir hendi morðingjans sem var of- urölvi þegar hann framdi verknað- inn. Bróöir morðingjans lifði blóð- baðið af. Krafan um áfengisbann er ekki ný. Sumarið 1988 myrti maður þijá menn í Uummannaq og þvínæst framdi hann sjálfsmorð. Þá var sett á áfengisbann í bænum í einn mánuð eins og gera á í Narsaq nú. Að sögn lögreglunnar þurfti þá ekki nema einn lögreglumann til að sinna Uum- mannaq en nú eiga fiórir fullt í fangi með gæslustörf vegna mikillar áfengisneyslu bæjarbúa. Árlega eru framin mörg morð á Grænlandi. Ein af helstu ástæðunum er það hversu margir Græniendingar verða óðir meö víni og hversu byssu- eign er almenn, samkvæmt skoðun Bent Jörgensen læknis. Hann hefur um árabil starfað við sjúkrahúsið í Narsaq. Á síðasta áratug voru að meðaltah tíu manns myrtir á ári á Grænlandi. Miðað viö mannfiölda er þaö svipað og í New York. Samkvæmt könnun blaðsins Sermitsiaq voru átján manns myrtir í fyrra. Bent Jörgensen reyndi þegar 1982 að vekja athygli fiölmiðla á miklu ofbeldi. Niðurstöður könnunar sem hann og starfsbróðir hans gerðu á niu mánaða tímabih sýndu að meðal hinna tvö þúsund íbúa í umdæmi þeirra urðu hundrað fimmtíu og átta fyrir meiðslum af völdum ofbeldis, eöa fiórir á viku, og í 96 prósentum tilvikanna var árásarmaöurinn und- ir áhrifum áfengis. Á miðju rann- sóknartímabilinu var skömmtun áfengis hætt og það hafði í fór með sér 58 prósenta aukningu á heildar- fiölda líkamsmeiðinga. Jörgensen heldur því fram aö frá því að hann gerði rannsókn sína hafi engar veru- legar breytingar orðið á ofbeldis- og áfengismálum á Grænlandi. Hann nefnir að breytingum á þjóðfélagi Grænlendinga sé kennt um ofbeldið og segir að þær eigi einhvem hlut aö máli. Hins vegar hafi þessi útskýr- ing oröiö til þess aö áfengisvandan- um hafi verið ýtt til hhöar. Læknirinn bendir á að Grænlend- ingar bregðist við á næstum geðveik- islegan hátt þegar þeir hafa drukkið áfengi, Grænlendingar drekki til að verða fullir og geti ekki hætt þegar þeir eru orðnir góðglaöir. Þeir geri ■sér síðan enga grein fyrir afleiðing- um gerða sinna. Samkvæmt könnuninni, sem læknirinn gerði í Narsaq, voru 89 prósent árásarmannanna karlmenn og þegar um pör var að ræða voru 94 prósent fórnarlambanna konur. Veiðiáhugi Grænlendinga hefur orð- ið til þess aö aðgangur þeirra að skot- vopnum hefur verið næstum ótak- markaður. Aukin útbreiðsla mynd- manda með ofbeldi hefur einnig stuðlað að fiölgun ofbeldisverka, að áhti læknisins. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.