Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Frestað ferð til fsraels Mike Harari var handtekinn í innrás Bandaríkjahers í Panama. Hann var nánasti aöstoðarmaöur harðstjór- ans Manuel Antonio Noriega. Áöur var hann yfirmaður í leyniþjónustu ísraels og stóð meðal annars vegna mis- skilnings fyrir morði á arabiskum þjóni í Noregi. Annar ísraeli leitaði á náðir sendiráðs Páfastóls í Panama. Það er Eliezer Ben Gaitan, sem var yfirmaður hallarvarða Noriegas harðstjóra. Þessir tveir menn eru dæmi um allmarga ísraelska leyniþjónustumenn, sem hafa þjónustað harðstjóra í Suður- og Mið-Ameríku. Yfirleitt standa þessir glæpamenn frá ísrael í sam- bandi við leyniþjónustu heimalandsins. Harari var í senn flæktur í eiturlyfjaverzlun Noriegas og milhgöngu- maður í samskiptum Panama og ísraels. Hann er dæmi um skaðleg áhrif ísraels á stjómmál í öðrum löndum. Með falh Nicolae Ceausescu, harðstjóra í Rúmeníu, missti ísrael helzta vin sinn í Austur-Evrópu. Ceausescu var eini stjórnandinn í Austur-Evrópu, sem skiptist á sendiherrum við stjórnendur ísraels og var mihigöngu- maður í samskiptum ísraels við ríki Austur-Evrópu. Stjórn ísraels hefur lagt sig fram í samskiptum við harðstjóra af ýmsu tagi, sem hafa einangrazt á alþjóða- vettvangi. Hún hefur sérhæft sig í vopnasölu th ýmissa þeirra, sem fá þau trauðlega annars staðar. Fremst í þessum hópi em stjórnendur Suður-Afríku og Eþíópíu. Amnesty hefur reynzt góð heimild um mannréttinda- brot víða um heim. í nýútkominni skýrslu samtakanna um ísrael er sagt, að hermenn og öryggisverðir í ísrael séu hvattir th að beita skotvopnum gegn vopnlausum Palestínumönnum og þannig hvattir th manndrápa. Þetta eru ekki nýjar harmafréttir. Á rúmlega tveimur árum hefur að meðaltali einn Palestínumaður fahið á degi hverjum fyrir skotvopnum ísraelsmanna. Flestir hinna drepnu eru unghngar, sem gefið er að sök að hafa verið með grjótkast eða munnlegan skæting. Ofbeldi ísraels gegn Palestínumönnum kemur fram í ótal myndum. Ef einn í fjölskyldu er grunaður um gæzku, er jarðýtum beitt á heimili ahrar úölskyldunn- ar. Með skattlagningu og skipulegri eyðheggingu upp- skeru er reynt að kúga íbúana th hlýðni. Aðferðir ísraelsmanna eiga sér nákvæma fyrirmynd í sögu 20. aldar. Öryggissveitir ísraels haga sér eins og Gestapó í síðari heimsstyrjöldinni og herinn hagar sér eins og Schutzstaffeln. Hryðjuverk ríkisins hafa af- myndað þjóðfélagið í sth Þúsund ára ríkis Hitlers. Vaxandi meirihluti kjósenda í ísrael styður stjórn- málaflokka, sem keyra ríkið áfram á veginum th vítis. Það eru ekki aðeins nokkrir stjórnmálaflokkar, sem bera ábyrgð á glæpunum, heldur ísraelska þjóðfélagið í hehd. Það hefur látið atburðarásina spiha sér. Aðrir þátttakendur í ábyrgðinni eru einkum Banda- ríkin, sem áratugum saman hafa haldið ísrael uppi íjár- hagslega og styðja það leynt og ljóst á stjórnmálavett- vangi, þótt það valdi Vesturlöndum margvíslegum vand- ræðum í nauðsynlegum samskiptum við heim Islams. ísland má sem ríki ekki taka þátt í ábyrgðinni á hryðjuverkaríkinu ísrael. Nógu vont er, að formaður stærsta stjómmálaflokks á íslandi asnist í opinbera ferð th glæpamannanna, þótt ekki bætist þar á ofan, að utan- ríkisráðherra okkar sé að spóka sig hjá þeim. Þess vegna er fagnaðarefni, að frestað skuh hafa ver- ið sneypuför Jóns Baldvins Hannibalssonar th ísraels. Vonandi verður henni frestað um langa framtíð. Jónas Kristjánsson Mikiö hefur borið á þvi nú á undan- fomum missemm aö starfsfólk er ráðið til starfa sem verktakar. Með þessu er talið að tvennt vinnist, launamaðurinn ber meira úr být- um og atvmnurekandinn losnar við að greiða launatengd gjöld. Oft er gerður um þetta sérstakur samningur og verður að ætla að þeir sem hann gera átti sig á því hvemig réttarstaða aðila breytist við gerð slíks samnings. Þar sem m.a. hafa komið upp tilvik um al- varleg vinnuslys og ágreiningur um skaðabætim þeirra vegna vil ég Qalla lítUlega um verktaka og launamenn og þær breytingar sem verða á réttarstöðu manna þegar þeir hætta að vera launþegar og veröa verktakar. I upphafi skyldi endirinn skoða - t.d. missi réttar til launa í veikinda- og slysatilfellum, segir m.a. í greininni. Launþegar verktakar Að semja sig ffá réttarbótum Verktakar em atvinnurekendur sem taka að sér að vinna ákveðið verk gegn fyrirfram ákveðinni greiðslu. Verkið er þá unnið á ábyrgð verktakans, og er honum ffjálst að ráða til sín starfsmenn til að vinna það. Verktaki er meðal annars bótaskyldur vegna galla sem upp kunna að koma, svo og vegna tjóns sem starfsmenn hans kunna að valda eftir almenum regl- um skaðabótaréttarins. Oftast er samið um að verkið skub vinna innan ákveðinna tímamarka. Verktakinn framkvæmir verkið oftast meö eigin verkfærum. Launamenn eru aftur á móti starfsmenn atvinnurekenda, sem ráða sig til ákveðinna starfa með ráðningarsamningi. Skv. honum eiga þeir rétt á launum og um kjör þeirra fer eftir ákvæðum kjara- samninga. Starfsmaöur lýtur verk- stjóm yfirmanns á vinnustað, hann er í vinnuréttarsambandi við at- vinnurekanda og þvi sambandi er einungis hægt að slíta með ákveön- rnn fyrirvara. Starfsmaðurinn not- ar oftast verkfæri atvinnurekand- ans við vinnuna, öryggi á vinnu- stað er á ábyrgð atvinnurekanda. Ýmis markatilvik geta komið upp, og menn greinir á um hvort þeir hafi verið ráðnir sem verktak- ar til starfa eða launamenn. Úr nokkrum þeirra hefur verið skorið með dómum Hæstaréttar á undan- fomum árum. Full ástæða er til að vara fólk við að ráða sig sem verktaka til starfa, jafnvel þótt í boði séu verulega hærri greiðslur. Barátta verkalýðs- hreyfingarinnar á undanfömum áratugum hefur ekki einungis beinst að bættum launum heldur ekki síður að bættum tryggingum. Með svokölluðum verktakasamn- ingum era aðilar að semja sig frá öllum þeim réttarbótum sem samið hefur verið um. Réttindi launafóiks í kjarasamningum er ekki ein- ungis kveðið á um ákveðin lág- markslaun, heldur er þar að finna margvisleg ákvæði um rétt launa- fólks. Ennfremur er víða í lögum að finna ákvæði um réttindi launa- fólks. Mig langar að tína til nokkur dæmi. Greiðsla orlofs. Skv. orlofslögum eiga allir þeir sem starfa í þjónustu annarra gegn launum rétt á orlofi sem nemur tveimur dögum fyrir hvem unninn mánuð. Orlof er að lágmarki 10,17% ofan á laun. Sé atvinnurekanda ókleift að greiða orlof vegna greiðsluerfiðleika ábyrgist ríkissjóður þessa greiðslu. Réttur til orlofsgreiðslna fellur al- fariö niður hjá verktökum. Þeir verða að vera launalausir 1 sínu sumarfríi. Réttur til launa í sjúkdóms- og slysatilvikum. Þessi réttur er áunninn og mislangur eftir kjara- samningum og starfslengd viökom- andi. Rétturinn á fyrsta starfsári er tveir dagar fyrir hvem unnninn mánuð. Vegna vinnuslysa og at- KjaUariim Lára V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri ASÍ töku starfsmanns á sl. 12 mánuö- um. Verktakar eiga ekki rétt á at- vinnuleysisbótum, þar sem þeir eru atvinnurekendur. Lífeyrissjóður. Atvinnurekandi greiðir 6% framlag í lifeyrissjóð á móti 4% framlagi starfsmanns. Með aðild að lífeyrissjóði öðlast starfsmaður rétt til örorkubóta vegna örorku svo og eftirlauna þeg- ar eftirlaunaaldri er náð. Öllum er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóð- um, launafólki og atvinnurekend- um. Atvinnurekendur verða þó að greiða iðgjald til sjóðanna sem nemur 10% af launum. Staðgreiðsla skatta er þegar innt af hendi af atvinnurekanda þegar laun era greidd til launafólks. Eftir að atvinnurekandi hefur dregið skatt af starfsmanni verður starfs- „Full ástæða er til að vara fólk við að ráða sig sem verktaka til starfa Jafnvel þótt í boði séu verulega hærri greiðsl- ur. vinnusjúkdóma bætast 3 mánuðir við áunninn veikindarétt. Vegna veikinda bama undir 13 ára aldri á launafólk rétt á 7 daga leyfi á ári. Verktakar eiga engan rétt á laun- um í veikindum. Vilji þeir tryggja sér slíkt geta þeir keypt sér sjúkra- tryggingar hjá tryggingarfélögum, sem em mjög dýrar. í þeim trygg- ingum em yfirleitt ákvæði um bið- tíma, þannig að sjaldnast fást greiöslur frá tryggingarfélögunum vegna styttri veikinda. Verktakar eiga heldur engan rétt til greiðslu úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélag- anna. Réttur til uppsagnarfrests. Rétt- urinn er mislangur eftir kjara- samningum og eftir starfslengd viðkomandi. Rétturinn er gagn- kvæmur. Starfsmenn halda laun- um út uppsagnarfrest, jafnvel þótt engin verkefni séu fyrir þá. Enn- fremur halda starfsmenn launum þótt verkefnaskortur verði dag og dag hjá vinnuveitanda. Hjá verk- tökum er uppsagnarfrestur enginn. Þá daga sem engin vinna er greið- ast engin laun. Starfsmenn eru tryggðir vegna vinnuslysa. Skyldutrygging at- vinnurekanda greiðir bætur vegna dauða, varanlegrar örorku og tíma- bundinnar örorku starfsmanna vegna vinnuslysa. Verktakar þurfa sjálfir að,kaupa sér þessar trygg- ingar. Ríkisábyrgð á launum við gjald- þrot. Verði atvinnurekandi gjald- þrota ábyrgist ríkissjóður óupp- gerð laun starfsmanna, svo og bæt- ur vegna ráðningarslita. Launa- kröfur em einnig forgangskröfur í bú við gjaldþrotaskipti. Kröfur verktaka njóta hvorki ríkisábyrgð- ar né em forgangskröfur í bú. Réttur til atvinnuleysisbóta. Bótafjárhæð fer eftir atvinnuþátt- maður gegn framvísun launaseðla ekki krafinn aftur um skattinn, jafnvel þótt atvinnurekandi standi ekki skil á skattgreiðslunum í rík- issjóð. Verktakar verða sjálfir að standa skil á skattgreiðslum í ríkis- sjóð. Réttur til launa á lögbundnum frídögum. Launafólk á rétt á laun- um fyrir aukahelgidaga í langflest- um tilvikum. Verktakar fá ekki greiðslur vegna aukahelgidaga. í upphafi skyldi... Sem dæmi um þau atriði sem breytast við að ráða sig sem verk- taka má nefna: - Missir réttar til launa í veikinda- og slysatilvikum. - Missir slysatryggingar. - Missir réttar til atvinnuleysis- bóta. - Greiðsla 10% iðgjalds til lífeyris- sjóðs í stað 4% - Verktaka er sjálfum skylt að standa skil á staögreiðslu skatta. - Verktaka er gert að greiða launa- skatt af eigin vinnu. - Orlofsgreiöslur falla riiður. - Uppsagnarfrestur fellur niður. - Verktaki er bókhaldsskyldur skv. bókhaldslögum og ber að telja fram til skatts sem atvinnu- rekandi. Honum ber í flestum til- fellum að standa skil á greiðslu virðisaukaskatts til ríkissjós. Þótt í mörgum tilfellum megi draga í efa lögmæti svokallaöra verktakasamninga m.a. á grund- velli ógildingarreglna samninga- laganna tel ég fyllstu ástæðu til að vara menn við að gera slíka samn- inga. í upphafi skyldi endirinn skoða og það kann að verða orðið of seint að kaupa sínar eigin sjúkra- og slysatryggingar þegar slysiö er orðiö. Lára V. Júlíusdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.