Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. íþróttir Nokkrir leikir fóra íram í NBA körfuboltanum í fyrrinótt. Úrslit þeirra urðu þannig: Atlanta-Milwaukee......113-107 Orlando-Detroit........113-115 Washington-New Jersey...110-96 Minnesota-LA Clippers....79-87 NY Knicks-Phoenix.......99-113 Dallas-Indiana.........110-106 Golden State-Utah Jazz.133-120 Portland-Miami..........119-95 Vésteinn íþróttamaður ársins á Selfossi Vésteinn Hafsteinsson var út- nefndur íþróttmaður órsins 1989 á Selfossi á verðlaunahátíð UMFS sem haldin var 30. desember. Vé- steinn setti á árinu nýtt glæsilegt íslandsmet í kringlukasti þegar hann kastaði 67,64 m og mældist þetta kast það 5. besta í heíminum á árinu. Önnur í kjörinu varð Kristgerður Garðarsdóttir sund- kona og í þriöja sæti varð Gylfi Sigujónsson knattspyrnumaöur. Stjóri Luton hættur Ray Harford, fram- kvæmdastjóri Luton í ensku l. deildinni í knattspyrnu, hætti í gær störfum hjá félaginu. Harford, sem nýlega hafði skrifað undir tveggja ára samning við félagiö, hætti vegna ágreinings við stjórnarform- ann Luton. Liðinu hefur gengið iila á keppnistímabilinu og er í næstn- eðsta sæti deildarinnar en á síðasta ári spilaöi liöið til úrslita í deildar- bíkarkeppninni og tapaöi fyrir Nottingham Forest á Wemhley. Þoka í Mílanó og flautaö af Leikur AC Milan og Ver- ona í ítölsku l. deildinni í knattspymu í gær stóð aðeins í 27 mínútur. Þá skall á niöadimm þoka og dómar- inn átti einskis annars úrkosti en að flauta leikinn af. Honum hafði áður verið frestaö vegna úrslita- leiks AC Milan um heimsbikar fé- lagsliða í síðasta mánuði. Knattspyrnumaður í ítölsku bikarkeppninni vann fékk hjartaáfall Roma stórsigur á Ascoli, 3-o, ítalski knattspyrnumað- Sampdoria vann Pescara, 2-1, Bo- urinn Lionello Manfre- logna sigraði Fiorentina, 3-2, og donia, sem leikur með Messina og Atalanta gerðu marka- Roma frá Italíu, var hætt laust jafntefli. kominn um helgina þegar hann lék með liöi sínu gegn Bologna. Manf- redonia hné skyndilega niður á lei- kvellinum og hjartað hætti að slá. Leikmenn og læknir Roma voru fljotir aö átta sig og hófu þegar í stað hjartahnoð og blástursaðferð. Manfredonia var þegar í stað flutt- ur á sjúkrahús til aðhlynningar og þar var hann fljótur að ná sér en hann mun þó ekki leika knatt- spymu í bráð. Mjög kalt var í veðri á meðan leiknum stóö og er þaö talin ein af orskökunum hvemig fór fyrir Manfredonia, sem er 33 ára og fyrrverandi landsliðsmaður ítala í knattspymu. Ásmundur iþróttamaður ársins á Húsavík Ásmundur Arnarsson var á dögun- um útnefndur íþróttamaður ársins 1989 á Húsavík. Ásmundur er fjöl- hæfur því hann leikur í meistara- flokki Völsungs í knattspyrnu og í handknattleik. Sigur hjá Dundee United Dundee United vann þýðingarmik- inn sigur á Dunfermline, 1~0, í skosku úrvalsdeildinni I knatt- spyrnu í gærkvöldi, og komst þar með í betri fjarlægð frá neöstu hð- um deildarinnar. Unglingameístaramót TBR um helgína r—■— Unglingameistaramót TBR í badminton verður haldið í húsum félagsins um helgina, 6. og 7. jan- úar. Keppni hefstkl. 13.30 á laugar- dag og verður fram haldiö kl. 10 á sunnudag. Keppt veröur í öllum greinum og flokkum unglinga, fæddum 1. september 1971 og síöar, ef næg þátttaka fæst. Þátttökutil- kynningar skuiu berast í síðasta lagi kl. 12 á hádegi á morgun, fóstu- dag. París Dakar rallið: Erfiðasta akst- urskeppni heims - 597 áhafnir taka þátt að þessu sinni Á sama tíma og flestir íslendingar voru að plokka hangikjötsleifarnar úr tönnunum lögðu 597 áhafnir af stað í erfiðustu þolaksturskeppni veraldar, París Dakar ralliö sem hófst í París á jóladag. Þessi rall- keppni er rúmlega þrettán þúsund kílómetra löng og liggur um mörg erfiðustu landsvæði heimsins. Eftir eina stutta sérleið skammt frá París liggur leið kappanna með feij- u(m?) yfir til Líbýu þar sem þeir verða að þvælast um Sahara eyði- mörkina með áttavita til leiðsagnar og sandpappír í stað landakorts. Þeirra sem tekst að ljúka við þá mannraun bíða ekki neinir glæsidag- ar því í hönd fara erfiðir dagar þar sem ekið verður víðsvegar um Áfr- íku. Má þar nefna lönd eins og Niger- iu, Chad, Mali, Máretaníu og Seneg- al. Miðað viö fyrri reynslu af þessari rallkeppni má reikna með að það verði innan við 100 áhafnir sem kom- ast í endamark þann 16. janúar. Það er fyrirfram vitað að þessi rallkeppni verður einvígi tveggja bílaframleið- enda, Peugeot og Mitsubishi. Báðir þessir bifreiðaframleiðendur leggja ofurkapp á að tryggja sér sigur í rall- inu og gulltryggja með því stóraukna sölu á bílum sínum. Peugeot etur fram fjórum súperbíl- um af gerðinni Peugeot 405 T16. Fransmennirnir hafa sigrað í keppn- inni fjórum sinnum og hyggjast halda sigurgöngunni áfram. Finninn fljúgandi, Ari Vatanen, hefur sigrað þrisvar sinnum og veðbankar spá honum sigri að þessu sinni. En það er víst að Mitsubishi menn eru því ekki sammála því að þeir hafa með mikilli leynd smíðað öfluga Pajero jeppa sem eiga víst fátt sam- eiginlegt með virðulegum forstjóraj- eppum er hér aka um götur. Jap- anska liðið segist eiga mesta mögu- leika á sigri síðan árið 1985 en þá vann það sætan sigur. Besti ökumaö- ur þeirra er gamall skoskur refur, Andrew Cowan, sem hefur mesta reynslu allra núlifandi jarðarbúa af rallkeppnum. Hann er kominn vel á sextugsaldur og hefur haft lifibrauð sitt af rallakstri í nær 40 ár. Hann býr yfir sérstakri tækni sem engum hefur tekist að leika eftir en það er að hann getur sofið meö öðru auganu í einu og geti ekið á fullu með hitt augað vakandi á eyðimerkurslóðun- um. París Dakar ralliö er óskapleg þol- raun á áhafnir og ökutæki og hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarin ár því það hefur tekið mikinn toll af keppendum. Hafa orðið nokkur dauðaslys 1 keppninni á undanfórn- um árum, sérstaklega þó eftir að bíla- framleiðendur hófu þáttöku og keppnisharkan jókst til mikilla muna. Á bemskudögum París Dakar rallsins fyrir tólf árum var lítið um raunverulegan kappakstur því í þá daga þetta var meira ekið sem skipu- lögð skemmtiferð auðugra ævintýra- manna. -ás/bg Gunnar tryggði sigurinn - þegar Ystad lagði Lugi 1 gærkvöldi Gunnar Gunnarsson tryggði Ystad dýrmætan sigur á Lugi, 23-21, í sænsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gærkvöldi. Mikill hasar var undir lokin, Lugi lék „maður á mann“ og freistaði þess að ná boltan- um og jafna, en Gunnar einlék þá í gegnum vörn liðsins og skoraði síð- asta mark leiksins. Hann geröi fimm af mörkum Ystad í leiknum. Gunnar var á dögunum valinn til að leika með „pressuliði" gegn sænska landsliðinú, og fyrir leikinn var hann valinn fyrirliði pressuliðs- ins af leikmönnum þess. Landsliðið vann eftir mikla baráttu, 26-24, og gerði Gunnar eitt mark í leiknum. -VS • Félag meistaraflokkskylfinga á ísland asta keppnistímabil. Félagar í FMÍ völdu asta. Þeir eru í fremri röð á myndinni, f son, GR, sem var valinn sá vinsælasti, Jónsson, GK, sem var kylfingur ársins í félags, en fyrir aftan standa gefendur ve Undirbúnii skorðum e - gerum ráð fyrir að þí „Við höfum ekkert heyrt frá Rúmen- um og erum að leita leiða til að ná sam- bandi við handknattleiksforystuna þar í landi. En við gerum fastlega ráð fyrir því að þeir mæti hingað með landsliö sitt dagana 10.-12. febrúar, enda þurfa þeir ekki síður en við nauðsynlega á undirbúningi að halda fyrir heimsmeist- arakeppnina,“ sagði Guðjón Guömunds- son hjá Handknattleikssambandi fs- lands í samtali við DV í gærkvöldi. Ríkisútvarpið skýrði frá því í gær aö Hver verður útnefndur í|i - DV kynnir tíu efstu menn 1 kjörínu en einn þeirra Alfreö Gíslason Leikmaður með íslenska landsliðinu í handknattleik og spænska úrvals- defldarfélaginu Bidasoa. Var kjörinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi og einnig besti leikmaður íslensku 1. deildarinnar í handknatt- leik 1988-89, en þá lék hann með KR. Alfreð er ofarlega á blaði yfir marka- hæstu leikmenn spænsku úrvals- deildarinnar á yfirstandandi keppn- istímabili. Arnór Guðjohnsen Var að mestu úr leik fyrri part ársins vegna meiðsla en hefur bætt það upp með frábærri frammistöðu með liði sínu, Anderlecht í Belgíu, það sem af er núverandi keppnistímabili. Hann hefur þótt jafnbesti leikmaður Anderlecht sem er efst í belgísku 1. deildinni og komið í 8 liða úrslit Evr- ópukeppni bikarhafa. Arnór lék tvo síðustu leiki íslands í undankeppni HM í haust. Asgeir Sigurvinsson Er að leika sitt sautjánda og væntan- lega síðasta keppnistímabil sem at- vinnumaður en hefur sjaldan veriö betri en á árinu 1989. Lék með Stutt- gart til úrslita um UEFA-bikarinn síðasta vor en þar beið félagið lægri hlut gegn Napoh frá Ítalíu eftir tvo leiki. Ásgeir lék sinn 45. landsleik þegar ísland mætti Tyrklandi í sept- ember og átti þar dijúgan þátt í góð- um sigri. Bjarni Friðriksson Hefur veriö í sérflokki meðal ís- lenskra júdómanna í rúman áratug og stóð sig mjög vel, innanlands sem utan, á árinu 1989. Hann hlaut tvenn gullverðlaun á opna skandinavíska meistaramótinu og ein á smáþjóða- leikunum á Kýpur, bronsverðlaun á opna skoska meistaramótinu, missti naumlega af bronsi á Evrópumeist- aramótinu og varð í 7. sæti á heims- meistaramótinu. Einar Vilhjálmsson Enn í hópi fremstu spjótkastara heims og vann á mörgum alþjóðleg- um mótum á árinu 1989. Hann var með í baráttunni um efstu sætin í Grand Prix-mótunum og stóö að lok- um uppi í flmmta sætinu. Lengst kastaði Einar 84,50 metra þegar hann vann Grand Prix-mót í Malmö, og það var fimmti besti árangurinn í heiminum á árinu. Hann er núver- andi handhafi titilsins íþróttamaöur ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.