Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Qupperneq 28
36
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990.
Andlát
Þröstur Leifsson, Þórufelli 16,
Reykjavík, lést 1. janúar.
María Tómasdóttir lést í Landa-
kotsspítalanum 3. janúar.
-r- Regine Dinse, Islandhaus, lést í Seni-
orenheim Edelweiss St. Peter-Ording
á nýársnótt.
Ingveldur J. R. Pálsdóttir, Þórsgötu
2, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
að morgni 30. desember.
Bragi Þór Guðmundsson frá Sjónar-
hóh, Grindavík, lést 2. janúar í Borg-
arspítalanum.
Jarðarfarir
Hólmfríður Ingimundardóttir lést 23.
desember. Hún fæddist á Snartar-
stöðum í Presthólahreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu 11. mars 1918. For-
eldrar hennar voru Ragnheiður Reg-
ína Vigfúsdóttir og Ingimundur Hall-
dórsson. Hómfríður giftist Runólfi
Elíneussyni en þau skildu eftir fimm
ára sambúð. Hólmfríður stundaði
lengst af afgreiðslu- og verslunar-
störf eða í nærfellt 30 ár, lengst í
Hagkaupi í Skeifunni. Útfór hennar.
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Eygerður Pétursdóttir lést 27. des-
ember. Hún fæddist í Reykjavík 30.
júní 1942, dóttir hjónanna Péturs
Guðmundssonar og Ástu Daviðs-
dóttur. Að loknu gagnfræðaskóla-
námi stundaði Eygerður nám við
Húsmæðraskólann að Varmalandi í
Borgarfirði en eftir það hóf hún fljót-
lega störf við iðnað og þá aðallega
við bókagerð í prentsmiðjum, sem
hún vann við lengst af síðan, allt til
dauðadags. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Benedikt Eiríksson. Þau
hjónin eignuðust tvö börn. Útför
Eygerðar verður gerð frá Seltjarnar-
neskirkju í dag kl. 15.
Kristján Guðjónsson lést 22. desemb-
er. Hann fæddist 17. nóvember 1911
í Skaldarbjamarvík viö Geir-
ólfsgnúp. Foreldrar hans vom hjónin
Anna Jónasdóttir og Guðjón Kristj-
ánsson. Eftirlifandi eiginkona Kristj-
áns er Jóhanna Jakobsdóttir. Þau
Merming
Áramótadjass
Daginn fyrir gamlársdag var haldin djasshátíð
í sal tónlistarskóla FÍH og komu þar fram flest-
ar, ef ekki allar, djasshljómsveitir sem starfandi
em í Reykjavík.
Tómas R. Einarsson og félagar hófu leikinn
með tveimur lögum af hljómplötunni „Nýr
tónn“. Þeir eru orðnir vel samanspilaðir og
húlaboppið var hressilegt. Því næst steig á svið-
ið (sem vonandi verður komið í gagnið næst)
hljómsveit Carls Möllers ásamt söngkonunni
Andreu Gylfadóttur. Þau fluttu lögin „Satin
Doll“ og „Lady Be Good“. Andrea virðist hafa
góða tilfinningu fyrir djasssöng en impróviser-
aði kannski örlítið meira af kappi en forsjá í
síðara laginu.
Guömundarnir Ingólfs- og Steingrímsson
mættu svo til leiks með þeim félögum Gunnari
Hrafnssyni og Stefáni S. Stefánssyni og fluttu
tvö lög eftir Ingólfsson. Þeir fóru á kostum í
„One for Mr. Silver“, fallegu lagi sem tileinkaö
er píanistanum Horace Silver. Það gneistaði
hreinlega af firnagóðu píanósólói sem aö sjálf-
sögðu var skyldara Mr. Ingólfsson en Mr. Sil-
ver, þótt andi síðarnefnda herrans svifi yfir lag-
inu.
Dúndrandi kraftur
Ellen Kristjánsdóttir og flokkur mannsins
hennar(semereiginlegaMezzoforte + Sigurður
Flosason) vora þá á dagskrá. „Easy Street“
hljómaði vel og lag eftir Parker í eins konar
bop/funk útgáfu var alveg þrælskemmtilegt og
leikiö af dúndrandi krafti. Varla auðvelt lag að
syngja en Ellen fór vel með það, sem og aðrir í
flokknum. Það er gaman til þess að vita aö fram
á sjónarsviðið eða heyrnarsviöið eru nú komnar
hvorki meira né minna en tvær söngkonur sem
flnnst ástæða til að reyna sig við djassmúsík og
gera það með nokkuð góðum árangri. Báðar
hefðu þær þó mátt huga aö því á þessum hljóm-
leikum aö hörfa aðeins frá hljóðnemanum þegar
raddstyrknum var beitt sem mest.
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Þá var það gestur frá Svíþjóð sem lét í sér
heyra. Halldór Pálsson er að visu eins íslenskur
og jólahangiket, að því er ég best veit, en hefur
undanfarin ár búiö og starfað í Svíþjóð og m.a.
leikið þar með stórsveit Leifs Kronlunds. Halld-
ór lék ásamt félögum lögin „Nica’s Dream“ eftir
áðurnefndan Mr. Silver, „The Trouble with
Hello Is Goodbye" eftir Dave Grusin og „Nostal-
gia in Times Square“ eftir Mingus. Hina rómant-
ísku ballöðu Grusins blés Halldór listavel eins
og við var að búast og fór síðan mikinní Ming-
usi með þennan mjúka tón á altóinn. Ánægju-
legt að fá að heyra í kappanum.
Spilað með höfðinu
Kvartett Reynis Sigurðssonar og Friðriks
Karlssonar (sem reyndar var kvintett hér) hefur
leikið m.a. í listasöfnum og bókasöfnum. Menn-
ingarleg hljómsveit sem sé, ef svo má taka til
orða, sem höfðar ef til vill stundum meira til
höfuðsins en hjartans líkt og Tómas og co. Lag-
ið eftir Pat Metheny var flott og féll í góðan jarð-
veg. - Það var óvenjulegt og ánægjulegt að sjá
og heyra á sömu tónleikunum tvo helstu víbra-
fónleikara landsins, þá Árna Scheving og Reyni
Sig. Kynnirinn kallaði reyndar hljóðfæri þeirra
ýmist bifhörpu eða krómatíska dyrabjöllu.
Lokaatriði tónleikanna var svo kennarasam-
kundan, Tentett FÍH, sem flutti þrjú lög eftir
Jukka Linkola. Fínar útsetningar og fín spila-
mennska. Hafíð þökk fyrir.
Pétur Grétarsson fékk ekki að spila með þenn-
an dag, að eigin sögn, en impróviseraði í staöinn
rækilega í kynningum sínum og þyngdi síður
en svo andrúmsloft staðarins. Hljómleikunum
verður svo útvarpað síðar á rás tvö.
-IÞK
Andrea Gylfadóttir og Ellen Kristjánsdóttir: tvær söngkonur í jasshugleiðingum.
hjónin eignuðust níu börn. Utför
Kristjáns verður gerð frá ísafjarð-
arkapellu í dag kl. 14.
Gunnar Ásgeirsson, Krosseyrarvegi
11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju á morgun, fóstu-
daginn 5. janúar, kl. 13.30.
Unnur Ósk Ásmundsdóttir, áður til
heimihs á Austurbrún 4, Reykjavík,
sem lést í Hrafnistu, Hafnarfirði, 20.
desember sl„ verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fóstudaginn 5. jan-
úar nk. kl. 15.
Rebekka Sverrisdóttir byggingar-
verkfræðingur, fædd 19. október
1954, lést í Kaupmannahöfn 30. des-
ember sl.
Mary A. Friðriksdóttir frá Gröf, Vest-
mannaeyjum, sem andaðist á sjúkra-
húsi Vestmannaeyja 23. desember,
verður jarðsungin frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, fóstudaginn 5.
janúar.
Thordur Johnsen er látinn. Jarðar-
forin hefur farið fram.
Sigurður Oddur Sigurðsson, Háaleit-
isbraut 56, stöðvarstjóri við Elliðaár,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju í dag, 4. janúar, kl. 13.30.
Benedikt Sveinbjarnarson, Lyng-
brekku, Biskupstungum, áður til
heimilis að Austvaðsholti, Landsveit,
sem andaðist 29. desember, verður
jarðsunginn frá Lágafellskirkju,
Mosfellsbæ, laugardaginn 6. janúar
kl. 14.
Daníel Vestmann, Alfhólsvegi 4,
Kópavogi, sem andaðist 22. desember
1989, verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju föstudaginn 5. janúar kl.
13.30.
Dagbjört Eiríksdóttir fóstra, Klepps-
vegi 120, Reykjavík, andaðist á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans aðfara-
nótt31. desember. Jarðsungið verður
frá Áskirkju miövikudaginn 10. jan-
úar kl. 15.
Tilkyimingar
Áhugafólk um dans
og dansmennt
Fundur verður haldinn í kvöld, funmtu-
dagskvöld, í Risinu, Hverfisgötu 105, ki.
20.30.
Húnvetningafélagið
Félagsvist spiluð nk. laugardag, 6. jan-
úar, kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir
velkomnir.
Tapað fundið
Páfagaukur tapaðist
Grár páfagaukur með hvítan gogg flaug
út um gluggann á Austurbrún 2 30. des-
ember sl. Ef einhver veit hvar hann er
niðurkominn er hann vinsamlegast beð-
inn að láta vita í sima 36790 eða 31217.
Köttur týndur
frá Hlíðargerði
Svart fress með hvíta sokka týndist frá
Hlíðagerði 20 29. desember sl. Ef einhver
hefur orðið var viö hann eða veit hvar
hann er niðurkominn er hann vinsam-
legast beðinn að hringja í síma 83979.
Tónleikar
Tónleikar í Norræna húsinu
Sönghópurinn Emil ásamt Önnu Siggu
verður með tónleika í Norræna húsinu í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Ásdís Kristmundsdóttir sópran-
söngkona.
Leiðrétt-
ing á rit-
dómi um
jólatón-
leika
Þau leiðu mistök urðu í ritdómi
undirritaðs um jólatónleika í Hall-
grímskirkju þann 28. desember síð-
asthðinn að nöfn þeirra Ásdísar
Kristmundsdóttur og Mörtu Hall-
dórsdóttur víxluðust.
Áskell Másson.
Olafur Ingi Jónsson - minning
Við útgáfu dagblaðs þarf að hafa
hraðar hendur. Þar þurfa að vinna
saman sem einn maður blaða-
menn, prentarar og aðrir þeir sem
eru hlekkir í þeirri keöju sem
stendur að stóra og útbreiddu
blaði. Einn traustasti hlekkurinn í
DV-keðjunni var Ólafur Ingi Jóns-
son, prentsmiðjustjóri Frjálsrar
fíölmiðlunar hf. Þar fór maöur sem
kunni sitt fag. Það vissu reyndar
flestir fyrir. OM Ingi var bæði gam-
all og nýr kunningi og samstarfs-
maður. Hann hóf nám í prent-
smiðju Vísis í maí 1963 og tók
sveinspróf árið 1967. Þar vann
hann allt til ársins 1972 er fjögur
blöö sameinuðust um rekstur
Blaðaprents.
Óh Ingi var verkstjóri í Blaða-
prenti um árabil en kenndi jafn-
framt við Iðnskólann og gerði
áfram. Um tíma starfaði hann að
innflutningi á tölvuútbúnaði hjá
fyrirtækinu ACO en árið 1984 réðst
Kveðja frá DV
Ólafur Ingi Jónsson.
hann til starfa sem prentsmiðju-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. og
gegndi því starfi til dauðadags.
Þar naut sín yfirburðaþekking
Óla Inga þegar bæði prentsmiðja
og ritstjóm tæknivæddust með
nýjum tölvubúnaði og var hann í
þeirri forystusveit sem bar hita og
þunga þeirra miklu breytinga.
Umfram aht var þó Óh Ingi ljúfur
samstarfsmaður, kappsamur, út-
sjónarsamur og léttur í lund. Hon-
um uxu ekki verkefnin í augum,
hann var boðinn og búinn til aö
leysa hvern vanda, skemmtilegur í
umgengni, jákvæður, brosmildur
og hvers manns hugljúfi. Nú er
skarð fyrir skildi þegar hlekkurinn
er brostinn, þegar dauðinn hefur
hrifsað þennan unga og lífsglaöa
mann til sín. Hans er sárt saknað
á yinnustaö.
Útgáfuráð DV, starfsfólk fyrir-
tækisins og alhr vinir hans á rit-
stjórn og öðrum deildum þakka
honum samfylgdina og senda fjöl-
skyldu Óla Inga sínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Ellert B. Schram