Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
3
Fréttir
Landsvirkjun byggir hesthús
- ætluð að lina einangrun 30 starfsmanna stofnunarinnar við Búrfellsvirkjun
Þessi hesthús eru ætiuö fyrir
starfsmenn okkar við Búrfell. Aö-
staðan er hugsuð til að bæta félags-
lega aðstöðu þeirra í einangrun-
inni,“ sagði Halldór Jónatansson,
forstjóri Landsvirkjunar, í samtali
við DV.
Landsvirkjun er að láta byggja
hesthús fyrir 40 hross við Búrfell.
Áætlað er að byggingunni verði lokið
í vor. Við bygginguna leggur Lands-
virkjun til efni og flutning á því en
starfsmenn leggja fram vinnu við
bygginguna.
Allt frá því fyrstu starfsmennirnir
settust að við Búrfellsvirkjun hefur
Landsvirkjun látið þeim i té hesthús.
Fram til þessa hefur það veriö í göml-
um vinnuskúrum sem voru reistir
þegar framkvæmdir við virkjunina
hófust. Halldór sagði að þeir væru
nú ónýtir og því væri ráðist í bygg-
inguna. Við Búrfellsvirkjun eru að
jafnaði 30 starfsmenn.
-GK
Hlíðarfjall:
Skíðabrekkur
enn lokaðar
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Við stefnum að því að opna um
næstu helgi eða jafnvel í næstu viku
ef hægt verður,“ segir ívar Sig-
mundsson, forstöðumaöur Skíða-
staöa í Hlíðarfjalli við Akureyri.
Þar hefur ekki verið hægt að fara
á skíði í vetur vegna snjóleysis. Þegar
DV ræddi við ívar í gær sagði hann
að fyrir hretið, sem var skollið á fyr-
ir norðan, hefði hvergi verið hægt
að fara á skíði í fjallinu vegna sjóleys-
is. Hann sagði að ekki væri hægt að
gera sér grein fyrir því hversu mikið
hefði bæst við snjóinn í fjallinu, ekki
sást þar út úr augum í gær en senni-
lega hefur ofankoman verið nægilega
mikil til að hægt verði að opna næstu
daga.
Hvammstangi:
ÞórhallurÁsmundsson, DV, Norðurl. vestra:
„Það er alveg brjálað að gera hér,
unnið sex daga vikunnar og trúlegt
að svona verði þetta fram á vor ef
ekki kemur til sjómannaverkfalls, “
sagði Bjarki Tryggvason hjá Meleyri
hf. á Hvammstanga við fréttamann
DV.
Að sögn Bjarka starfa nú um 70
manns hjá fyrirtækinu og sagðist
hann ekki vita til að svo margir hefðu
unniö þar áður. Næg verkefni eru í
rækjunni, bæði við frosna úthafs-
rækju, svo og við innfjarðarrækjuna.
Þá eru skelveiðamar nýhafnar frá
Hvammstanga.
Akranes:
Lögreglan
áfram í
sjúkra-
flutningum
Garðar Guðjónsson, DV, Akianesi:
Dómsmálaráðherra hefur fallist á
að framlengja samning um að lög-
reglan á Akranesi annist sjúkra-
flutninga til 1. júlí. Fyrri samningur
rann út um áramót og hafði dóms-
málaráðuneytið áður lagt bann við
því að lögreglumenn sinntu þessum
flutningum áfram.
„Það er ekki ljóst hvernig þetta
verður eftir 1. júlí en við emm að
vinna að framtíðarlausn á þessu
máli,“ sagði Sigurður Ólafsson,
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Akraness, í samtali við DV.
Jöfur M. hefur nú einkaumboð á íslandi fyiir Hafðu samband við sölumenn strax í dag,
Jeep bifreiðar. Fyrsta sendingin var að koma til Við sendum bækling ef óskað er. Söludeildin
landsins. Af þessu tilefni bjóðum við Jeep opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og
Cherokee ríkulega útbúinn á frábæru verði; laugardaga 13-17. Síminn er 42600.
frákr. 2.370.500.-
Búnaður m.a.: 4.0 lítra 6 cyl vél með beinni
innspýtingu, sjálfskipting með Selec-Trac fjór-
hjóladrifi, læst mismunadrif, vökvastýri, raf-
drifnar rúður, samiæsing með fjarstýnngu o.mfl
Jeppi ársins: Cherokee var kjörinn jeppi
ársins af tveimur virtum tímaritum „Off Road‘
í V-Þýskalandi og „Four Wheel and Off Road‘
í Bandaríkjunum, sem kaus Cherokee sem
jeppa ársins annað árið í röð. ^
Sýníng um helgina, opið laugardag
ogsunnudag kl. 1347
:
■
wm
mmé
éH
JOFUR
ffBgarþifkáúpir bíl
wm plp *'/' 'míifiHhi méife '"fíi'ó&i ififáfíé ipffiitii-tíás??. ' t
4 : .. SgífííjpmBBsmíaEtSBffjmm-1 • T
* |
Aðeíns örfáir dagar þar til helgarferðaútsölunni lýkur (31. jan.)
En þu getur samt ferðast út febr. ef þú verslar við ferðaskrífstofuna ALÍS, sími 652266.
LONDON
2 nætur aukanótt
kr. 21.990,- 1.860,-
GLASGOW LUXEMBORG
3 nætur 3 nætur
kr. 24.420,- kr. 23.790,-
Verð á mann í 2ja manna herbergi. Staðgreiðsluverð.
FRANKFURT
3 nætur
kr. 23.990,-
FERÐASKRIFSTOFA