Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
Ráðskona/Fóstra
Hinhliðin
Útivinnandi hjón með 6 ára stúlku vantar ráðskonu
kl. 12 til 18.30 virka daga. Starfið er að annast stúlk-
una og ræsting, þvottar og þess háttar.
Við leitum að stúlku, 20-25 ára, sem er ógift og
barnlaus en barngóð, hress og jákvæð.
Vinsamlegast sendið greinargóðar upplýsingar til
augld. DV, merkt „Gott heimilL- 6731".
Fóstrur
Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir fóstrum
og forstöðumönnum til starfa við dagvistirnar Ár-
holt, sem er leikskóli, og Pálmholt sem er dagheim-
ili. Aðstoðum við útvegun húsnæðis á Akureyri. All-
ar nánari uppl. veita hverfisfóstrur í símum 96-24600
og 96-24620 alla virka dga milli kl. 10 og 12.
Dagvistardeild Akureyrarbæjar
Styrkir úr Minningarsjóði
Theódórs Johnsons
i samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó-
dórs Johnsons hefur Háskóli islands ákveðið að út-
hluta 5 styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hverjum.
i 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum
sem ekki skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal
•varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn
eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða fram-
haldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla is-
lands. Umsóknareyðublöðfástískrifstofu Háskólans.
Umsóknarfestur er til 20. febrúar 1990.
VORÖNN 1990
Islenska
málfræði, stafs.
DANSKA1.-4.FL
N0RSKA1.-4. FL.
SÆNSKA1.-4. FL.
ENSKA1.-4. FL.
ÞÝSKA1.-4.FL.
FRANSKA1.-4. FL.
Islenska
fyrir útlendinga
ÍTALSKA1 .-4. FL.
ÍTALSKAR BÓKMENNTIR
SPÆNSKA1.-4. FL.
LATINA HOLLENSKA HEBRESKA RUSSNESKA
GRÍSKA PQRTÚGALSKA TÉKKNESKA KÍNVERSKA
STÆRÐFRÆÐI VÉLRITUN BÓKFÆRSLA
FATASAUMUR
SKRAUTSKRIFT
POSTULÍNSMÁLUN
BÓKBAND
MYNDBANDAGERÐ (VIDEO)
LEÐURSMÍÐI
HLUTATEIKNING
NYJAR GREINAR í BOÐI
Myndbandagerð frh., handritsgerð
Spænskar kvikmyndir
Enska, þýðingar og samtalsæfingar
Rúmenska
Matreiðsla fiskrétta, næringarfræði
Danska, norska, sænska fyrir börn, 7-10 ára, til að
viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað
fyrir í málunum.
I almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar
í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11
vikur.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Laugalækjarskóla,
Gerðubergi og Árbæjarskóla.
Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við
innritun.
Kennsla hefst 29. janúar nk.
Innritun fer fram 24. og 25. janúar nk. kl. 17-20 í
Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Guðrún Gunnarsdöttir, dagskrárgerðarmaður á rás tvö og söngkona, segir að launin séu allt of lág og mán-
aðamótin séu niðurdrepandi. DV-mynd GVA.
Perungamál
leidinleg
- segir Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona og dagskrárgerðarmaður
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir,
söngkona og dagskrárgeröarmað-
ur á rás 2, þykir rajög hæf útvarps-
kona og stendur sig með prýði meö
dægurmáladeild Stefáns Jóns.
Guörún er einnig snjall jóðlari eins
og hún sýndi á plötu Ríó tríósins
íyrir jólin. Guðrún er um þessar
mundir að æfa Eurovisionlög en
hún er bakraddasöngkona i lögun-
um ásamt Evu Ásrúnu Alberts-
dóttur ogErnu Gunnarsdóttur. Þaö
er Guðrún sem sýnir hina hliðina
að þessu sinni:
Fullt nafn: Guðrún Ólöf Gunnars-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 22. júní 1963.
Maki: yalgeir Skagfjörö.
Börn: Ólöf Jara, ársgömul.
Bifreið: Voivo árgerð 1977.
Starf: Dagskrárgerðarmaður á rás
tvo og söngkona.
Laun: Þau eru of lítil - mættu vera
hærri.
Áhugamál: Það er söngurinn, vinn-
an og ferðalög.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóínu? Guð minn góður
ekki neina og er löngu húin að gef-
ast upp aö spila með,
Hvað fitmst þér skemmtilegast að
gera? Mér þykir mjög skemmtilegt
að vera innan um skemmtílegt fólk,
t.d. vinnufélaga mina, og aö leika
viö dóttur mina en hef kannski
ekki nægan tíma tii þess.
Hvað fínnst þér leiðinlegast að
gera? Langleiðinlegast að öllu er
að strauja og ég reyni aUtaf að
koma mér undan því. Einnig finnst
mér hroðalega leíðinlegt að gera
upp fjárhagsstöðu heimiiisins um
hver mánaðamót og mjög niður-
drepandi.
Uppáhaldsmatur: Allt sem maður-
inn níinn eldar. Hann sér um elda-
mennskuna á heimUinu og er mjög
góður kokkur.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag að þínu mati? Eng-
inn sérstakur íþróttamaöur er í
uppáhaldi hjá mér nema ef vera
skyldi vinkona mín, Erla Rafns-
dóttir, sem er hjá Stjörnunni.
Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt
því ég les aldrei tímarit nema
kannski Félagstíðindi BSRB sem
eru ágæt.
Hver er faliegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan ciginmanninn? Þetta
er erfíð spurning. Ég hef bara ekk-
ert spáð í svoleiðis hluti, hef svo
mikið að gera að ég má ekki vera
að því.
Uppáhaldsleikari: John Malkovick.
Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep -
hún fær mig alltaf til aö gráta - og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir - hún fær
mig alltaf til aö hlæja.
Uppáhaldssöngvari: Ella Fitzger-
ald.
Uppáhaidsstjórnmálamaður: Sva-
var Gestsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Bleiki pardusinn.
Uppáhaidssjónvarpsefni: Fréttir og
innlendir skemmtiþættir sem eru
reyndar alltof sjaldséðit*.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arliðsins hér á landi? Andvig.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ekki spurning, báðar rásir
Ríkisútvarpsins.
Uppáhaidsútvarpsmaður: Með mér
starfar upp til hópa mjög gott fólk
en ég get nefnt Stefán Jón Hafstein
og Ævar Kjartansson.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Sjónvarpið. Ég horfi
aldrei á Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Rósa
Ingólfsdóttir.
llppáhaidsskemmtistaður: Enginn.
Ég fer aldrei út að skeramta mér
nema stöku sinni á krá.
Uppáhaldsíþróttafélag: Breiðablik.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtiðinni? Mörgu. Eínfalt svar
gæti verið: Ég steíhi að því að láta
gott af mér leiða í lífinu.
Hvað geröir þú í sumarfríinu? Ég
fór í rojög misheppnaö sumarfrí til
Danmerkur. Dóttir mín var að taka
tennur og við áttum ófáar and-
vökunætur. En fríið er engu að síð-
ur minnisstætt
-ELA