Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 23
LAUÓARDAGUR 20. JANÚÁR 1990. 35 Herdís Þorvaldsdóttir hefur nú starfað í fjörutiu ár við Þjóðleikhúsið. Hún segist vera hlynnt fyrirhuguðum breytingum á húsinu og teiur þær tímabærar. DV-myndir Brynjar Gauti hafi hún staðið á sviðinu ein í nær- fellt tvo tíma en hér sé aðeins um nokkrar mínútur að ræða. Einvígivið sjálfan sig „Einleiksformið er erfitt fyrir leikarann og krefjandi því hann fær aldrei svar og stikkorð til að fara eftir,“ sagði Herdís og bætti við að þrátt fyrir þaö væri það afar freistandi viðfangsefni. „Því má líkja við einvígi við sjálfan sig. Stundum helltist þessi hugsun yfir mig að lokinni sýningu, þegar ég var dauðþreytt andlega og líkam- lega af átökunum við Fröken Mar- géti: Því í ósköpunum er ég að shta mér út á þessu? Maður rífur upp tilfinningarnar, æpir, grenjar og veður um í tvo tíma.. En samt var spennandi að fást við hana og ögrandi." Breyttir tímar - Hvemig finnst þér, eftir rúm fjörutíu ár á sviði, íslenskt leikhús hafa þróast? „Þetta er auðvitað ólíkt núna frá því sem var. Þegar Þjóðleikhúsið var opnað var það stórviðburður hjá þjóðinni þótt leikfélagið héldi áfram af fullum krafti í Iðnó. Núna eru leikhópar um allt, sjónvarp, myndbönd ráðandi og samkeppnin þar af leiðandi meiri. En sam- keppnin hefur ýtt við okkur og hvatt okkur til að brydda upp á nýjungum. Til dæmis tókum við okkur til í desember og settum saman dagskrá, tengda jólunum, sem við unnum launalaust." Ekki hggur fyrir hvort og þá hve- nær einhveijum af starfsmönnum Þjóðleikhússins verður sagt upp. Herdís segir að álagið vegna óviss- unnar hafi gert það að verkum að starfsmennirnir hafi frekar þjapp- að sér saman en hitt. „Ástandið hefur verið okkur hvatning til að gera það við getum lagt til mál- anna.“ Að klæða landið Herdís hefur lengi verið áhuga- maöur um landvernd og er nú for- maður landssamtakanna Lífs og lands. Gróðurvernd og uppgræðsla er henni sérstakt áhugaefni og hún færist öh í aukana þegar minnst er á þau mál. „Við erum smátt og smátt að gera landið óbyggilegt með þessu hátta- lagi okkar. Það verður að halda umræðunni um gróðurvernd vak- andi og mín ánægja er sú að fólk er farið að vakna til vitundar um þessa skelfilegu staðreynd um gróðureyðinguna og farið að skilja að það er hægt að snúa vörn í sókn. Uppblásturinn er svo gífurlegur að stundum þegar koma þurrviðris- dagar verður himinninn grábrúnn vegna moldarfoks," segir Herdís. „Ég hef hitt marga ráðherra og þingmenn vegna þessa máls og það vantar ekki að þeir skilji vanda- máhð en lítið hefur verið get hingað til. Nú er þó umhverfisráðuneyti að sjá dagsins ljós svo að ennþá er von. Mér finnst þetta vera mál málanna í dag. Ekki búum við í landinu ef það verður eingöngu auðn og grjót.“ Eyðingaröflin kröftugri Herdís segir að þær mUljónir, sem fara í landgræðslu nú þegar, komi ekki að nægu gagni því við höfum ekki undan eyðingaröflun- um. Ýmsir þættir hafi áhrif á þessa eyðingu og sé aUt of mikill fiöldi búpenings, sauðfiár og hesta, á lausagangi. Mörgum mUljónum sé eytt í að girða þau svæði, sem græða á, tU að vernda nýgræðing- inn fyrir sauðkindinni en í öðrum löndum sé það á ábyrgð bóndans að halda skepnum innan girðingar. „Vegagerðin sér um að sá í sárin sem koma við lagningu nýrra vega. Síðan sér maður rolluna á beit í nýgræðingnum eins og ekkert sé sjálfsagðara en að við, skattborgar- ar, sjáum þeim fyrir beitílandi,“ segir Herdís. „Svo koma bændur fram með þá hugmynd á síðasta stéttarsambandsþingi að Vega- gerðin kosti girðingar meðfram öU- um vegum. Nú mun skógræktin greiða stórfé í girðingar til verndar gróðrinum og ef landið verður frið- að, sem vonandi kemur að, hvað á þá aö gera við þessar girðingar? Öld vatnsberans Eins og fram hefur komið er Her- dís að starfa á mörgum vígstöðvum og engin lognmolla í kringum hana. Hún stundar jóga, er félagi í Guð- spekifélaginu og leitar svara við spumingum um tilgang Ufsins. „Við lifum á spennandi tímum þar sem allt getur gerst. Ótrúlegar breytingar hafa orðið í heiminum undanfarið, bæði tíl góðs og Uls. En vatnsberaöldin er að halda inn- reið sína og hún mun smám saman breyta lífsstíl okkar. Við öðlumst nýja Ufssýn sem á eftir að bæta þennan heim okkar og allt fara að ganga betur. Það mín bjartsýna trú,“ sagði Herdís Þorvaldsdóttir leUckona. -JJ r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.