Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 27
LAUGAtUJAGUR 20, ÆANÚA’Rj 4990., • 39 Skák Margeir gerir víðreist - Frá skákmótunum í Reggio Emilia og Wijk aan Zee A þriðja degi jóla hélt Margeir Pétursson stórmeistari áleiðis til Reggio Emilia á Norður-Ítalíu, til móts við marga fremstu stórmeist- ara heims. Árangur hans var bæri- legur, deilt sjöunda sæti en mótið var af sextánda styrkleikaflokki og gerast þau varla sterkari. Margeir lét ekki þar við sitja, heldur hélt þaðan rakleiðis til Wijk aan Zee í Hollandi. Þar situr hann enn að tafli en hafði er síðast fréttist gert jafntefli í fimm fyrstu skákum sín- um. Sjálfur Anatoly Karpov var með- al þátttakenda í Reggio Emiha. Nafn hans er venjulega merki um að slagurinn muni standa um 2. sætið, þ.e.a.s. þegar Kasparov er fjarri góðu gamni. í þetta sinn varð Karpov þó að horfa á eftir sér yngri mönnum hreppa efstu sætin. Sig- urinn kom í hlut Eistlendingsins Jaan Ehlvest, sem gulltryggði sig- urinn með því að vinna Georgiev í lokaumferðinni. Ehlvest hlaut 7,5 v. en Vassily Ivantsjúk, sem þykir efni í heimsmeistara, náði 2. sæti með 6,5 v. Honum tókst að halda Karpov í skefjum með jafntefli við hann í síðustu umferð. Karpov varð þriðji með 6 v. og tapaði ekki skák en baráttugleðin heföi mátt vera meiri. Hann gerði t.a.m. jafntefli í 14 leikjum við Bandaríkjamanninn de Firmian í þekktri teóríu í spænskum leik og ekki í fyrsta sinn sem Karpov teflir þannig. Núna hefði hann að ósekju mátt reyna til þrautar því að de Firmian kom rúmri hálfri klukku- stund of seint í skákina, hafði tapað illilega fyrir Portisch í umferðinni áður og var næstneðstur á mótinu. Karpov kom hins vegar í humátt á eftir þeim efstu. Ribli og Andersson deildu ijórða sætinu með 5,5 v. Ribli átti sitt draumamót - vann eina skák og gerði jafntefli í ölium hinum. And- ersson hefði gjaman viljað fara að dæmi hans en Margeir setti strik í reikninginn með því að leggja sænska stórmeistarann að velli í fjórðu umferð. Andersson neyddist því til að vinna tvær skákir. Taflmennska Margeirs fannst mér dálítið dauf, svona eins og hann væri ekki búinn að jafna sig eftir jólasteikumar. Hann var far- sæll í vinningsskákum sínum, gegn Andersson, Beljavsky og Portisch - naut þess greinilega að móther- jarnir ætluðu sér um of. Á hinn bóginn gat Margeir nagað sig í handarbökin í öðrum tilvikum, t.d. gegn sigurvegaranum Ehlvest, er Margeir hafði peði meira í enda- tafli en lék þá af sér manni. í DV í gær sáum við hvernig það atvikað- ist. Margeir má annars prýðilega við una, enda var hann einn af stigalægstu þátttakendum mótsins. Tímamörkin voru óvenjulég, 3 klst. á mann á fyrstu 60 leikina, þ.e. ekki þurfti að ljúka 40 leikjum á 2 klst. eins og nú tíðast. Þetta varð til þess að tímahrakið varð oft meira og lengra en venja er og tók það sinn toll af skákunum. Vera má að Beljavsky hafi ekki náð að aðlaga sig þessu en hann varð langneöstur. Við skulum líta á eina hressilega skák frá mótinu, þar sem de Firm- ian fellur í heimabmggaða gildru Portisch, sem nær að reka svarta kónginn þvert yfir borðið. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Nick de Firmian Drottningarindversk vörn 1. d4 Rffi 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Portisch hefur lengi verið dyggur stuðningsmaður þessa rólyndis- lega afbrigðis, sem er kannski ekki eins rólegt og ætla mætti. 4. - Bb7 5. Bd3 c5 6. (W) Be7 7. Rc3 d5 8. b3 (W) 9. Bb2 Rc6 10. Hel Hc8 11. Hcl cxd4 12. exd4 He8 Þetta er þekkt staða úr skák- Eistlendingurinn Jaan Ehlvest hlaut 7,5 vinninga og sigraði á skákmótinu í Reggio Emilia á Norður-ítaliu. Vassily Ivantsjúk, sem þykir efni I heimsmeistara, náði 2. sæti með 6,5 vinninga og Anatoly Karpov varð að láta sér nægja 3. sætið. bókmenntunum. Fræg skák Keres- ar og Smyslovs, úr áskorendamót- inu 1953 tefldist 12. - Rb4 13. Bfl Re414. a3 Rxc315. Hxc3 Rc616. Re5 Rxe5 17. Hxe5 Bf6 18. Hh5!? g6 19. Hch3 dxc4! 20. Hxh7? c3! 21. Dcl Dxd4! 22. Dh6 Hfd8 og Smyslov hratt atlögunni. Textaleikurinn þykir einnig góðra gjaldá verður. Tvær skákir Keresar tefldust nú áfram 13. Re5 dxc4 14. Rxc6 Bxc615. bxc4 en með 15. - Dd7 (Keres - Darga, Bled 1961), eða 15. - BfB (Keres - Andersson, Tallinn 1973) mátti svartur vel við una. Portisch hefur önnur áform. 13. cxd5!? Rxd5 14. Rxd5 Dxd5 15. Be4 Dd7? Beint í gildmna. Afbrigðiö stend- ur og fellur með 15. - Dd6. Skák I I ii k A A A & A A A ÉL A A A aC'3 QÍj??p Þfvj 5 s 2 <á? Jón L. Arnason 16. Hxc6! Bxc6 17. Re5 Db7 18. Bxh7 +! Þetta bjó að baki. Svarti kóngur- inn kýs nú að leggja á flótta, því að 18. - Kxh7 19. Dh5+ Kg8 20. Dxf7+ Kh7 21. Rxc6 (ef 21. d5 þá 21. - Bf6!) Hf8 (21. - Dxc6 22. d5! og máthótun á g7) 22. Dxe7 Dxc6 23. d5 gefur hvítum þrjú peð biskup og frumkvæðið gegn hrók. 18. - Kf8 19. Dh5 Bb4 Forðar mátinu á f7 og hótar kóngshróknum. Lítur vel út, eða hvað? 20. Bd3! g6- í ljós kemur, að ef 20. - Bxel, þá 21. Ba3 + og mát á h8 er í sjónmáli. 21. Dh6+ Ke7 22. d5! Bxel Eða 22. - Bxd5 23. Dh4+ Kd8 24. Dxb4 með vinningsstöðu. 23. Ba3+ Kd8 24. Dh4+ Kc7 25. dxc6 Da8 26. Df6 b5 27. Bc5! Hcd8 28. Dxf7 + Kc8 29. Bxb5 a6 ABCDE FGH 30. Dd7 + ! Og svartur gafst upp. Short og Kortsnoj efstir Staðan á skákmótinu í Wijk aan Zee að loknum fimm umferðum var sú, að Short og Kortsnoj vora efstir með 3,5 v., Nunn, Anand og Dok- hojan komu næstir með 3 v. Síðan kom Dlugy með 2,5 v. og biðskák en Margeir, Andersson og Piket höfðu 2,5 v. Neðar komu Kuijf, Portisch, Gurevits, van der Wiel og Nijboer. Það er hollenska fyrirtæk- iö Hoogovens, sem hefur átt í við- ræðum um að reisa álver hér á landi, sem stendur að mótinu eins og undanfarin ár. Margeir hefur gert fimm jafntefli í fimm umferðum, við Nunn, Dlugy, van der Wiel, Andersson og Anand. Samkvæmt töfluröðinni mætir hann næstu andstæðingum sínum í þessari röð: Portisch, Nij- boer, Gurevits, Kortsnoj, Short, Piket, Dokhojan og Kuijf. Lítum á sigurskák Shorts gegn Andersson úr þriðju umferð. Short saumar aö mótherjanum eftir byrj- unina og eftir 24 leiki hefur hann náð yfirburðastöðu. Andersson gerir örvæntingarfulla tilraun til að hrista upp í stöðunni en allt kemur fyrir ekki og eftir 40 leiki gefst hann upp. Hvítt: Nigel Short Svart: Ulf Andersson Sikileyjarörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Be2 Bg7 8. Be3 0-0 9. 0-0 Bd710. Rc2 Da5 11. f4 Hac8 12. Hbl a6 13. b4 Dd8 14. Dd3 Bg4 15. Khl Bxe2 16. Dxe2 e6 17. c5 d5 18. Hfdl He8 19. a4 De7 20. b5 axb5 21. e5! Rd7 22. Rxb5 Hf8 23. Rd6 Hb8 24. Rd4 6 8 I lé’ 5Vi 7 1 4«i 1 6 m&k A 5Zi 5 4 A A 5 3 Jl dlA 2 W A A 1 S : : S 4? 24. - f6 25. Rxb7 Rxd4 26. Bxd4 fxe5 27. fxe5 Hf4 28. c6 Hxd4 29. Hxd4 Rxe5 30. Hdb4 Rxc6 31. Hb6 Rd4 32. Dg4 Hf8 33. a5 Be5 34. a6 Df6 35. Hgl Bc7 36. Hbbl De5 37. Dh3 Bb8 38. Rc5 Dd6 39. Hb7 h5 40. Rd7 Da6 og svartur gafst upp um leiö. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.