Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
, , ■ ^ ^ < t * r n A 1 /
37
Handknattleikur unglinga
Kæmm líklega
til Jafnréttisráðs
- segir Gauti Grétarsson hjá Gróttu
• Rut Steinsen, fyrirliöi Stjörnunnar, er hún tekur við verðlaunum að
loknu Gróttumótinu. Rut hefur leitt lið sitt til sigurs i báðum þeim mótum
sem það hefur tekið þátt í.
Æfi sjö sirai-
um í viku
- segir Rut Steinsen, fyrirliði Stjömunnar
Nokkurrar óánægju gætir hjá
stúlkum í 5. flokki kvenna og þjálfur-
um þeirra vegna sinnuleysis HSÍ
gagnvart þeim en á vegum HSÍ hefur
ekkert mót verið haldið fyrir 5. flokk
kvenna á meðan glæsilegt mót fyrir
6. flokk karla á vegum HSÍ og HK
var haldið í nóvember.
Ljóst er að HSÍ er komið í mikla
tímaþröng vegna þessa þar sem í
reglugerð um keppni í 5. flokki
kvenna og 6. flokki karla segir að
halda skuli þrjú sjálfstæð mót.
Haldin hafa verið þrjú mót fyrir 5.
flokk kvenna til þessa. Reykjavíkur-
mótið sem Fram vann og tvö lítil mót
á vegum félaga sem Stjaman vann.
Að sögn Önnu Margrétar Guðjóns-
dóttur, þjálfara 5. flokks kvenna hjá
Stjörnunni, háir þetta sinnuleysi að
sjálfsögðu stúlkunum. Þá sagði Anna
það algert hneyksli að HSÍ hefði ekki
haldið mót fyrir 5. flokk kvenna um
Unglingasíðan hefur fengið fjöl-
margar fyrirspurnir um hvort lið fái
stigfyrir sigur í 1. deild hveiju sinni.
A síðasta ársþingi HSÍ var sam-
þykkt að hð fengju ekki stig fyrir sig-
ur í 1. deild. Einnig var samþykkt
leið og 6. flokkur karla lék fyrir ára-
mót.
Grótta hélt í haust mót fyrir 5. flokk
kvenna og hefur sótt um til HSÍ að
fá að halda mót fyrir 6. flokk karla í
mars. Hafði DV samband við Gauta
Grétarsson hjá unglinganefnd hand-
knattleiksdeildar Gróttu. Sagöi Gauti
vera mikla óánægju innan síns félags
vegna þess mótafyrirkomulags í 5.
flokki kvenna sem væri við lýði. „Við
skiljum ekki þau rök sem liggja fyrir
því að 5. flokkur kvenna skuli ekki
leika í íslandsmóti eins og jafnaldrar
þeirra í 5. flokki karla heldur er 5.
flokkur kvenna látinn leika eins og
6. flokkur karla og þar hafa stelpurn-
ar ekki fengið svipað því sem strák-
arnir í 6. flokki karla hafa fengiö.“
„Það hefur komið til tals hjá okkur
í unglinganefndinni að kæra þetta til
Jafnréttisráðs og verður það ákveðið
á næsta fundi hjá okkur því við vilj-
breyting á fyrirkomulagi úrslita-
keppninnar. Núna leika átta lið sam-
an i einum riðli og spila allir við alla.
Samkvæmt upplýsingum DV hefur
mótanefnd HSÍ ákveðið að neðsta lið-
iö, í síðustu törn 1. deildar, 2. flokks
Umsjón
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
um að sjálfsögðu að jafnöldrum í
handbolta veröi jafnmikið sinnt
hvort sem um er ræða stúlkur eða
stráka."
Vegna þessarar óánægju hafði DV
samband við Þorstein Jóhannesson
hjá mótanefnd HSÍ og bar undir hann
ummæli Önnu Margrétar og Gauta.
„Við hjá mótanefnd getum vel skilið
þessa óánægju en við gáfumst hrein-
lega upp á að halda hausttörnina fyr-
ir 5. flokk kvenna. Ástæðan fyrir
þessu er sú að við sendum út til félag-
ana beiðni um umsjónaraðila að
þessari törn en fengum engin svör.
Leituöum við þá til ákveðinna félaga,
sem við vissum að væru með gott
starf fyrir þennan aldursflokk, og
báðum þau um að kanna hvort þau
gætu sinnt því að halda þessa haust-
törn. Reykjavíkurfélögin gáfu það frá
sér vegna vegna þess að þau hefðu
ekki yfir boðlegu húsnæði að ráða
og utanbæjarfélögin báru fyrir sig
svipuðum ástæðum. Ég er fullkom-
lega sáttur við kæru Gróttu ef félögin
eru tilbúin að bæta við byrjenda-
flokki stúlkna því ekki er hægt að
láta byrjendaflokk hefja keppni eins
og þá flokka sem hafa farið yfir und-
irstöðuatriði í handknattleik. Ég sé
ekki að félögin treysti sér til þess að
bæta við einum flokki eins og ástand-
ið í húsnæðismálum þeirra er nú.
Stjarnan, Grótta og KR hafa sótt
um að fá að halda síðustu tvær tarn-
irnar 15. flokk kvenna og 6. flokk
karla óg hefur mótanefnd gefið
grænt ljós að tarnirnar veröi í hönd-
um þessara félaga. Þetta ætti að
bjarga því sem hægt verður að bjarga
fyrir þessa tvo flokka," sagði Þor-
steinn að lokum.
karla, muni falla og ekki leika í úr-
slitum í vor en þess má geta aö það
mun aðeins vera í þessum flokki sem
svona stendur á.
„Viö hjá 4. flokki kvenna hjá
Stjörnunni æfum tvisvar í viku og
er það allt of lítið. Aðeins einn flokk-
ur hjá Stjörnunni æfir einnig tvisvar
í viku og eru þetta einu flokkarnir
sem fá svona fáar æfingar. Við erum
þó þrjár í 5. flokki kvenna sem æfa
einnig með 4. flokki og breytir það
mjög miklu fyrir okkur því þannig
fáum við að æfa handbolta fimm
sinnum í viku.“ sagði Rut Steinsen,
fyrirliði Stjörnunnar er DV hafði
samband við hana til að kanna hvort
of lítið væri gert fyrir 5. flokk
kvenna.
„Auk þess að æfa handbolta með
4. og 5. flokki þá æfi ég einnig fót-
bolta tvisvar í viku með 3. flokki og
er ég því sjö sinnum í viku á æfing-
um. Þrátt fyrir það,aö flestir dagar
vikunnar fari í æfingar finnst mér
það ekkert of mikið því það er svo
gaman á handboltáæfmgum.
Mér fmnst ekkert vera meira gert
fyrir stráka en við erum þegar búnar
að leika í tveimur mótum og unnið
þau að sjálfsögðu bæði. í þessum
mótum var mikið gert fyrir okkur,
við sváfum á staðnum og fengum
einnig mat. Þá fengu bestu leikmenn
verðlaun og í Haukamótinu var ég
valinn besti leikmaðurinn en í
Gróttumótinu voru tvær vinkonur
mínar í Stjörnunni valdar besti
markmaður mótsins og besti varnar-
maöur.
Næsta mót hjá okkur verður hér i
Garðabæ 4. mars og hlakka ég mikið
til að taka þátt í því og munum við
gera allt sem við getum til þess að
vinna það mót einnig,“ sagði Rut
Steinsen að lokum.
• Frá Gróttumótinu i 5. flokki kvenna í haust en mikillar óánægju gætir
almennt í 5. fiokki kvenna vegna þess hversu fá verkefni eru fyrir stúlkur
í þessum aldursflokki.
Breytt fyrirkomulag íslands-
móts yngri flokkanna
• Hinn skemmtilegi 6. flokkur karla hjá KR ásamt þjálfara sínum, Karli Rafnssyni, að lok-
inni verðlaunaafhendingu Kiwanismótsins en KR-strákarnir unnu það mót með nokkrum
yfirburöum i desember.
• 5. flokkur kvenna hjá Stjörnunni sem hefur unnið bæði þau mót sem þær hafa tekið þátt
i til þessa ásamt þjálfaranum, Önnu Margréti Guðjónsdóttur.