Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
Sælkerinn
Kristinn Gyifi Jónsson, svínabóndi og formaður Svínaræktarfélags Islands.
Áfengi hækkar
Já, viö könnumst öll við þessa til-
kynningu sem birtist á nokkurra
mánaða fresti. Eftir hvaða reglum
er verð á áfengi ákveðið? Eru það
geðþóttaákvarðanir? Hvert er vægi
hækkana erlendis? Það eru margar
spurningar sem vakna í þessu sam-
bandi þegar skoðuö er síðasta
hækkun á áfengi. Hið ágæta rauð-
vín Ch. Batailley hækkaði um
27,9% en rauðvínið Le Putt lækkaði
hins vegar um 3,4%. Hvítvínið Bic-
hot Sautemes hækkaði um 26,2%.
Bernkasteler Schlossberg hækkaði
um 17,6% en Kenderm. Green Gold
hækkaði aðeins um 1,7%. Hið
ágæta hvítvín Bird series Bone Dry
hækkaði um 18,3%. Limbasský
SUvá lækkaði um 7,5%. Glenlivet
Malt, 12 ára viskí, hækkaði um
16,2%. Chivas Regal, 12 ára, hækk-
aði aðeins um 2,2%. Já, svona
mætti lengi telja. Camus XO koníak
hækkaði um 12% en ódýrari teg-
und frá sama fyrirtæki, Camus
Napoleon, hækkaði aðeins um
5,3%. Hvað á fólk að lesa úr þessum
mismunandi hækkunum? Er verið
að hækka þau vín sem seljast vel
eða er þessu öfugt farið?
Mjög er mismunandi hvað hinar ýmsu áfengistegundir hækka í verði
og aðrar tegundir lækka.
Chapoutier í Frí-
höfninni í Keflavík
Undanfama daga hefur töluvert
verið fjallað um hvort leyfa eigi inn-
flutning á svokölluðum „verk-
smiðjuframleiddum landbúnaðaraf-
urðum“. í þessu sambandi er átt við
afurðir eins og kjúklinga, egg og
svínakjöt. Afurðir þessar eru mun
ódýrari í löndum Efnahagsbanda-
lagsins, enda em þessar vömr þar
mikið niðurgreiddar.
Kristinn Gylfi Jónsson er formaður
Svínaræktarfélags íslands.
Kristinn rekur ásamt þremur
bræðrum sínum og föður svínabúið
Brautarholt sem er eitt fullkomnasta
svínabú landsins. Þeir feðgar hafa
tekið upp á þeirri nýbreytni að selja
grísakjöt beint til neytenda. Kristinn
sagði í samtali við Sælkerasíðuna að
þetta heföi gefist mjög vel og ekki
væri annað séö en að neytendur
kynnu vel að meta þessa þjónustu.
„Kaupandinn hringir til okkar,“
sagði Kristinn „og við sendum kjötið
heim til hans.“ Grísakjötið er selt í
hálfum skrokkum og er hann hlutað-
ur niður og pakkaður í neytenda-
pakkningar. Við framleiðsluna
starfa 4 menn og er ársframleiöslan
um 200 tonn af kjöti á ári.
Kristinn var spurður hvort erlenda
grísakjötið væri bragðbetra en það
íslenska. „Það held ég ekki,“ svaraöi
Kristinn. „Það er mjög strangt heil-
brigðiseftirlit með búunum hér á ís-
landi. Þá era ekki alls konar hor-
móna- og sýklaefnum blandaö saman
við það fóður sem við gefum dýrun-
um. Við eram einnig lausir við
marga sjúkdóma sem herja í ná-
grannalöndum okkar. Þar af leiðandi
þurfum við ekki aö gefa dýrunum
jafnmikið af lyfjum og þeir. Einnig
vaxa íslensku grísirnir hægar og því
er kjötið þéttara í sér, ekki eins
gróft.“
- Ertu þá að segja að ef leyföur væri
innflutningur á t.d. dönsku svína-
kjöti myndu íslendingar frekar
kaupa íslenskt grísakjöt vegna þess
að það er bragðbetra?
„Já,“ svarar Kristinn, „ég er ekki
frá því að sú yrði raunin.“
- Hvers vegna geta t.d. danskir
bændur boðið ódýrara kjöt en þið?
„Niðurgreiðslur hafa auðvitað
mikið að segja. Aðalatriðið er þó að
dönsku búin eru mun stærri en þau
Umsjón:
Sigmar B. Hauksson
íslensku. Við höfum ekki neinn
möguleika á að kynbæta íslenska
svínastofhinn. Frá árinu 1932 hafa
verið lög í gildi hérlendis þess efnis
að ekki megi flytja inn í landið lif-
andi svín, sæði eða frjóvguð egg.
Þegar þessi lög vora sett vora 50 gylt-
ur í landinu en nú era þær 3500. Þetta
ástand er vitaskuld óviðunandi. Eitt
af okkar brýnustu baráttumálum er
að fá að kynbæta íslenska svína-
stofninn. Við þurfum að fá stofn sem
nýtir fóðrið betur. Vissulega er mik-
ilvægt að við höldum ýmsum góðum
eiginieikum sem íslenski stofninn er
gæddur. Svínarækt er alþjóðleg at-
vinnugrein og ég er sannfærður um
að ef við byggjum við sömu skilyrði
og svínabændur í öðram löndum
ættum við að geta framleitt kjöt á
svipuðu verði og þeir.“
- En Kristinn, er ekki allt fóður sem
þið gefið dýranum innflutt?
„Nei, ekki er það nú allt. 75% af
því er flutt inn og það er mest bygg,
maís og hveiti og okkur er gert skylt
aö greiða 10% kjarnfóöurskatt. Það
verður einnig að greiða virðisauka-
skatt af svínakjöti. Við fáum að vísu
kjarnfóðurskattinn frádreginn virð-
isaukaskattinum. Ef þessi gjöld væru
hreinlega felld niður þá mætti lækka
verð á svínakjöti. Við teljum að
svínakjötið sé þrátt fyrir allt ódýr-
asta kjötið á markaðnum því að
beinahlutfall í svínakjöti er lágt og
þannig er nýting kjötsins mjög góð.
Einnig er svínakjöt selt sem fersk
vara og birgðum er ekki safnað í
frysti.“
- Þið feðgar eruð þá bjartsýnir, þrátt
fyrir allt?
„Já, það eram við,“ svaraði Krist-
inn. „Við kappkostum að framleiða
eins gott kjöt og unnt er og heimsend-
ingarþjónustan virðist hafa hitt í
mark.“
Hvað sem framtíðin ber í skauti sér
þá munu íslendingar halda áfram að
snæða svínakjöt. Fyrr á öldum var
töluvert um svín hér á landi og gengu
þau frjáls um hagana. Mörg örnefni
hér á landi sanna þaö, t.d. Galtafell
og Svínadalur. Þá borðuðu hinir
fornu Æsir helst kjöt af göltum. Svín-
ið er frjósamt dýr. Franski marskálk-
urinn Vaupan reiknaði það út að
gylta gæti eignast 6.434.838 afkom-
endur á 12 árum en það er nú önnur
saga. íslenskir neytendur hljóta samt
að vera sammála um að nauðsynlegt
er að kynbæta íslenska svínastofn-
inn og að svínakjöt verði á sömu
kjöram og annað kjöt.
Úrval góðra rauðvína hefur nokk-
uö lagast eftir að bjórinn fór. Meðal
öndvegisvína, sem nú er hægt að
kaupa í Fríhöfninni, er La Petite
Ruche frá hinu virta fjölskyldu-
fyrirtæki Chapoutier í Frakklandi.
Þetta vín kemur frá hlíðum Croz-
es-Hermitage. Vínið er kraftmikið,
dimmrautt, ilmandi og matarmik-
ið. Rætur vínviðarins liggja djúpt í
sprungum brattra fjallshlíöa og
sólarljósið endurkastast af ánni á
vínakurinn. Chapoutier-fyrirtækið
er eitt hið virtasta í Rhondalnum.
Hermitage-vínin eru nú fáanleg í
flestum löndum Vestur-Evrópu og
hafa vinsældir þeirra aukist stöð-
ugt. Þegar talað er um Hermitage
kemur nafn Chapoutier-fjölskyl-
dunnar alltaf upp í hugann. Fjöl-
skyldan framleiðir mörg af bestu
vínum Rhondalsins. Fjölskyldan
hefur framleitt vín frá 1806. Gamlar
vinnuaðferðir era enn í heiðri
haföar og nýjar framleiðsluaðferö-
ir eru aðeins teknar upp eftir marg-
brotnar tilraunir á ágæti þeirra. í
dag stjóma fyrirtækinu þrjár kyn-
slóðir, afinn, pabbinn og tveir syn-
ir. Margir starfsmannanna hafa
starfað hjá fyrirtækinu kynslóð eft-
ir kynslóð. Chapoutier-fyrirtækið
er eitt af fáum smáfyrirtækjum
sem enn eru í eigu sömu fjölskyld-
unnar. Unnendur góðra vína, sem
eiga leið um Fríhöfnina í Keflavík,
ættu ekki að láta hjá líða að kaupa
þetta ágæta rauðvín, La Petite Ruc-
he, sem er svo sannarlega vín með
sál.
La Petite Ruche, franskt gæðavín með sál, er nú hægt að kaupa í Frí-
höfninni í Keflavík.