Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990.
21
Vísnaþáttur
k.
Stjómin lifði
árið af
Þaö er víst ríkisstjómin ein meö
skrifstofubákniö að baki sér sem
getur tekiö ábyrgð á öllu og skipt
henni síðan niður á svo marga að
þegar upp er staðið reynist enginn
ábyrgur. Það er engin furða þótt
Jóhannes Kjarval spyrði: „Er
nokkur furða þótt nautinu
blöskri?"
Ólafur Thors lauk eitt sinn steínu-
skrárræðu sinni á landsfundi Sjáif-
stæðisflokksins með þessum orð-
um: „Við beijumst fyrir hagsmun-
um okkar sjálfra, flokks okkar og
þjóðar.“ Þetta fannst einhveijum
hagorðum manni svo skýr og sönn
stefnuskrá að sjálfsagt væri að
binda hana í stuðla og kvað:
Um eiginhagsmuni öflugan
vörð ber að standa
og einnig að græði hinn hð
prúði Sjálfstæðisflokkur.
Stefnan er mörkuð sam-
kvæmt hans eðh og anda
afganginn fær svo þjóðin, - ef
verður nokkur.
Slíkar yfirlýsingar efldu að sjálf-
sögðu sjálfstraust flokksins og
nokkru seinna ortieinhver skelmir
í orðastað Sjálfstæðisflokksins
undir fyrirsögninni: Ósjálfráða
skriftin í Morgunblaðinu:
Stefnan er mörkuð, við einir
og okkar flokkur,
öllu sem móti stendur skal
hótað bana.
Ef sóhn dirflst að skína á aðra
en okkur
erum við líklega menn til að
byrgja hana.
Karl Sigtryggsson á Húsavík
hlustaði eftir kosningafréttum og
þegar sýnt var að Framsókn jók
fylgi sitt til muna kvað hann:
Maddaman er meira en dijúg
í mála ragi.
Þó éi gah hátt á haugi,
íiöii ér að Vérða efst á baúgi.
Þó að stahdi fúnum fótum
fremri partur.
Áftúrhlttti ér eitil hertúr,
einkum Löngumýrar stertur.
Bjöm Pálsson alþingismaður
kvaö eitt sinn er hann kom út úr
Landsbankanum í Reykjavík og
líkaði ekki viðskiptin (Bjöm kah-
aöi Landsbankanna Hrokageröi en
Útvegsbankann Aumingjastaði):
Nú skal faðma mjúka mey
og magna ævintýri, -
en bankavaldið beygir ei
Björn á Löngumýri.
Jón M. Pétursson frá Hafnardal
var óhress með framvindu mála og
kvað:
Fyrr má ýta undir sjá
íslands síðsta fjalli
en hægt verði að draga Fram-
sókn frá
fullum hemámsdalli.
Og ekki leist öllum bændum vel
á ráðsmennsku stjórnmálamanna.
Magnús á Vöglum kvað:
Aurar fækka firðum hjá,
á Framsókn lækkar trúin.
Skattar hækka öllum á,
einatt smækka búin.
Jafnaðarmaður nokkur kom eitt
sinn að máh við blaðamann
Tímans og hélt því fram að starf
Alþýðuflokksins væri öflugt um
þær mundir. Því til sönnunar
mælti hann af munni fram:
Alþýðuflokkurinn iðar af
spennu,
svo enn er þar næsta gaman:
Forystan æfir framboðssennu
en flokkurinn skreppur saman.
Og þetta er líka leiðin úr vanda,
að láta ekki fallast hendur,
þvi alþýðan kvaddi og efhr
standa
eintómir frambjóðendur.
Eitt sinn var séra Sigurður Einars-
son í Holti staddur á hstamanna-
kvöldi í Þjóðleikhúskjaharanum.
Hópur kommúnista sethst þar að hon-
um en hann tvístraði þeim með þess-
ari vísu:
Sýrð af hvekkjum hver ein brá,
hvar sem bekki sér um.
Markið þekkist ahtaf á
andans hlekkjaberum.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Einhvem tíma endur fyrir löngu birt-
ist eftirfarandi vísa í Morgunblaðinu
og það tekið fram að hún væri frá
gömlum vini blaðsins og gæti heitið
shd og svínarí:
Þegar sOdin veiðist vel
og vor fær sólu kyssta,
er viðurstyggð að vita um hel-
vítis kommúnista.
Sigríður Þórarinsdóhir á Húsavik
litúr svó á framvindu inála:
Halda véíli herrar entt,
horii þótt skelh á nösum.
Kvennalista konur senn
karla hafa í vösum.
Guðmundur Sigurðsson gaman-
vísnahöfundur leit yfir farinn veg og
kvað:
Enn er margt sem öfugt fer
og enga lausn að finna
þó að ýmsir æth sér
afrek stór að vinna.
þeir sem eitthvað undir sér
eiga, krefjast gjaldsins.
Barist um hvem bita er
af borðum ríkisvaldsms.
í heimsms volki hetjur enn
hreppa villu stórar
ekki geta ahir menn
orðið bankastjórar.
Næsta vísa nefnist Þinglyndi, höf-
undur ekki kunnur:
Hver af minnstri vizku vann
verkin sín og nefndu þann.
Sá er enga siði kann:
zetumálaráðherrann.
En úr því sem komið er verður ekki
komist hjá nokkrum breytmgum, eins
og hér segir:
Þeir sem eiga á þingi sess
og þurfa að éta,
verða að beygjast eins og ess
en ekki zeta.
Höfundi síðustu vísu þessa þáttar
leist hla á ástandið þegar hann kvað
fyrir nokkrum ámm:
Stjórmn öll er iha gerð,
ekki get ég betur séð,
th helvítis á hraðri ferð
í Hrunadansi - og ég er með.
Torfi Jónsson
NU ERUM VIÐ FLUTTIR
Á LAUGAVEGINN
— Ný og betrí húsakynni —
— Aukin og bætt þjónusta —
— Aldrei meira úrval bíla —
LAUGAVEGUR J CZ
i n
NflT/\nm HÍIAfí
LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695 660 - 695 500
ALLT AÐ SEX MÁNAÐA GREIÐSLUFRESTUR.
ENGIN ÚTBORGUN - ENGIR VEXTIR.
FYRSTA GREIÐSLA í MARS.
M.
METRO
ÁLFABAKKA 16, SÍMI 670050