Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Fréttir DV Ölvaður byssumaður 1 Hafnarhúsinu í nótt: Skaut níu skotum úr hagla- byssu í verslun á jarðhæð - „Upp með hendur,“ öskraði hettuklæddur vikingasveitarmaður er skotmaðurinn kom óvopnaður út „Upp með hendur, upp með hend- ur,“ heyrðist öskrað ógurlega af stæðilegum og vopnuðum víkinga- sveitarmanni lögreglunnar við suð- vesturdyr Hafnarhússins um eitt- leytið í nótt. Fleiri hettuklæddir vík- ingasveitarmenn vopnaðir vélbyss- um þustu að þegar félagi þeirra var að handtaka mann sem hafði skotið níu haglabyssuskotum á lager versl- unar sinnar á jarðhæð hússins. Maðurinn var lagður niöur í gang- stéttina með vægast sagt snörum handbrögðum og hann handtekinn. Hann kom óvopnaður út úr húsinu en víkingasveitarmenn höfðu um- kringt húsið vopnaðir vélbyssum. Víkingasveitarmenn gengu síðan um húsiö og athuguðu hvort fleiri hefðu verið með manninum. Öllum götum var lokað í kringum Hafnarhúsið í nótt þegar ljóst var að verið var að skjóta úr haglabyssu innandyra og varúðarráðstafanir gerðar vegna fólks í nærliggjandi húsum. Byssumaðurinn haföi hringt úr Hafnarhúsinu til kunningja síns og tilkynnti honum að hann væri inni í verslun sem hann á þar og rekur. Sagðist hann hafa hleypt skot- um úr haglabyssu. Kunninginn lét lögreglu vita og kom tilkynningin klukkan 23.35. Vegfarandi á bíl, sem ók frá Vestur- götu og inn Naustin og í átt að Hafn- arhúsinu, heyrði greinilega skot- hvelli sem bárust frá húsinu. Hann lagði bílnum þvert á götuna og setti aðvörunarljós á til að loka fyrir um- ferð. Hann hringdi síðan úr bílasíma til lögreglu og staðfesti hvað var að gerast. Vakthafandi sérsveitarmenn lög- reglu fóru á staðinn og heyrðu þeir einnig skothvelli sem bárust frá hús- inu. Óll víkingasveitin var þá kölluð út og stuttu seinna var búið að loka Tryggvagötu og öðrum leiðum að Hafnarhúsinu. Umsátursástand var síðan við hús- ið í röska eina klukkustund. Hettu- klæddir víkingasveitarmenn vopn- aðir vélbyssum umkringdu Hafnar- húsið. Skipulögð aðgerð lögreglumanna leiddi síðan til þess að maðurinn kom óvopnaður út úr húsinu suðvestan- megin og var hann samstundis hand- tekinn. Víkingasveitarmaöur réðst að honum þegar hann kom út og hrópaði margsinnis „upp með hend- ur“ þannig að undirtók í nærliggj- andi götum. Skotmaðurinn er um fertugt og var hann var greinilega ölvaður þegar hann kom út. Síðan kom í ljós að hann hafði skotið níu skotum að þiljum og í loft á lager verslunarinnar sem er á jarðhæðinni í suðvesturálmu hússins. Talsverðar skemmdir urðu á lagerhúsnæðinu. Byssumaðurinn ógnaði aldrei fólki innandyra enda var hann einsamaU í húsinu. Maðurinn hefur ekki komið áður við sögu lögreglu eftir því sem DV kemst næst. Honum var leyft að sofa úr sér í fangageymslu lögregl- unnar í nótt og var hann síðan færð- ur til yfirheyrslu í morgun. -ÓTT Rannsóknarlögreglumaður þefar af landanum sem fannst í íbúð gamla ráðsmannsbústaðarins að Bessastöðum. Landinn er talinn vera að minnsta kosti áttatiu prósent að styrkleika. Sautján eins og tveggja lítra flöskur með tilbúnu bruggi fundust f íbúðinni. DV-mynd S Húsleit rannsóknarlögreglu 1 gamla ráösmannsbústaönum: Bruggverksmiðja að Bessastöðum - játning ungs manns liggur fyrir, haíöi áður bruggað í hesthúsi Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði gerði upptækt talsvert magn af um áttatíu prósent sterkum landa, mjög fullkomnum eimingartækjum og eina stóra tunnu af óunnu bruggi í gamla ráðsmannsbústaðnum aö Bessastöðum í gærkvöldi. Blaðamönnum DV bárust spurnir af þessari starfsemi í gær og komu þeim ábendingum til lögrégluyfir- valda. í bústaönum búa ung hjón sem hafa haft afnot af húsinu um nokk- urt skeið. Maðurinn hefur játað að eiga bruggtækin og vínandann sem fannst. Hann hefur stundað brugg- starfsemina í nokkra mánuði. Tveir áfengiskassar fundust í íbúð- inni á miðhæö hússins. Eimingar- tæki og brugg í stórri tunnu, sem átti eftir að eima, fundust hins vegar í herbergi og þvottahúsi í kjallara hússins. Lögreglumenn helltu óeim- aða brugginu niður. Maðurinn sagði við yfirheyrslur í gærkvöldi að hann hefði notaö bruggið til eigin nota. Hann sagðist einnig hafa .bruggað í hesthúsinu við Mýrarkot en flutt starfsemina í híbýli sín við Bessa- staði vegna þess hve kalt var í hest- húsinu. Nokkrar suður höfðu mis- tekist hjá honum, þar á meðal ein ílögn í hesthúsinu í Mýrarkoti á Álftanesi í október síðastliðnum. Tveir áfengiskassar fundust í íbúð- inni á miðhæðinrú í gamla ráös- mannsbústaðnum. í þeim voru sautj- án eins og tveggja lítra flöskur með hreinum og tærum vínanda. í kjall- aranum fannst einnig tuttugu lítra fata með slatta í. Rannsóknarlög- reglumenn í Hafnarfirði rannsaka nú styrkleika vínaridans en tahð er að hann sé yfiráttatíu prósent. Efnið í bruggtækin, sem voru gerð upptæk, kostaði þrjátíu þúsund krónur, að sögn eigandans - að frátalinni mik- illi vinnu við þau. Tækin eru mjög vönduð og vel smíöuð. Maðurinn byrfaði fyrst á brugg- framleiðslu sinni í hesthúsunum í Mýrarkoti. Hann sagði við yfir- heyrslu að hann sæi mjög eftir að hafa flutt sig ýfir í gamla ráðsmanns- bústaðinn, sem áður var starfs- mannahús að Bessastöðum. Hann sagðist hafa notað landann til eigin nota og til að gefa vinum og kunn- ingjum en ætlun hans hafi ekki verið aö selja varninginn. Um nokkurt skeið hefur staðið til að rífa gamla ráðsmannsbústaðinn ásamt fleiri byggingum að Bessastöð- um. -ÓTT Samkomulag banka við aðila vinnumarkaðarins: Samið um vaxtalækkun sem lá þegar í loftinu - samkomulagið gæti dregið úr lækkun vaxta Samingar aðila vinnumarkaðar- ins og viðskiptabankanna um 7 prósent lækkun nafnvaxta um næstu mánaðamót fela í raun ekki í sér neina lækkun vaxta umfram það sem annars hefði orðið. í mesta lagi fela samningamir í sér að vext- imir lækka hraðar til að byrfa með en annars hefði oröið. Samkomu- lagið getur hins vegar leitt til þess aö vextir lækki ekki eins mikið þegar til lengri tíma er htið og þeir hefðu gert ef bankamir hefðu haft óbreyttar aðferöir við vaxtaá- kvarðanir. Eins og DV benti á um miöjan þennan mánuö er vaxtalækkun óumflýjanleg ef samið verður um launahækkanir á bihnu 3 til 5 pró- sent. Svo htil hækkun launa mun draga úr hraða verðbólgunnar. Við þetta bætist að ráðgert er að greiða niður verðbólgu úr ríkissjóði með niðurgreiðslum á landbúnaöarvör- um. Miðað við að kjarasamningarnir og félagsmálapakki ríkisstjórnar- innar komi verðbólgunni niður í um 10 til 12 prósent á ársgmnd- vehi má gera ráð fyrir aö nafn- vextir útlána lækki um aht að 12 prósent. Þá er ekki gert ráð fyrir neinu samkomulagi heldur einung- is hefðbundnum vinnubrögðum viðskiptabankanna við vaxtaá- kvarðanir. Samkomulagið við aðha vinnumarkaöarins felur í sér að bankarnir lækki vextina strax um 7 prósent í stað þess að taka varfær- in skref eins og þeir hafa gert á undanfómum misserum. Ákvæði í samkomulaginu um aö bankarnir taki tillit tíl verðbólgun- ar þrfá mánuði aftur í tímann og tvo mánuði fram í tímann getur hins vegar leitt th þess að vextir lækki minna en annars hefði oröið. Hingað til hafa bankamir byggt vaxtaákvarðanir sínar á verðbólg- uspá fram í tímann. Meö því að taka síðustu þrfá mánuði inn í myndina, með um og yfir 20 pró- sent verðbólgu, verða áhrif minnk- andi verðbólgu minni. Áhrif af mikilli verðbólgu síðustu mánaða munu því vara allt fram í apríl- mánuð. Þeir hagfræöingar, sem DV hefur rætt við, sjá ekki hvaða hag al- menningur eða fyrirtæki hafi af samkomulaginu. Litlar kauphækk- anir leiöi th minni verðbólgu sem aftur leiöi til lægri nafnvaxta. Um þetta lögmál hafi ekki þurft að semja sérstaklega hingað th. Sam- komulagið hefur hins vegar engin áhrif á raunvexti í landinu. -gse Ung kona: 6 ára fang- elsi fyrir tilraun til manndráps Rúmlega tvitug kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir tilraun th manndráps, rán, þjófnaði og skjalafals. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hún stakk mann með hnífi á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur í ágúst í sumar. Th stimpinga hafði komið milli fólks á veitingastaðnum og átti kon- an þátt í stimpingunum. Maðurinn ætlaöi að reyna að stilla til friðar. Hann þekkti ekki fólkið sem var í átökunum. Konan veittist að mann- inum og stakk hann með hnífi. Mað- urinn særðist talsvert og meðal ann- ars varð aö fjarlægja mhta úr hon- um. Konan var einnig dæmd fyrir rán, þjófnaði og skjalafals. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.