Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Lesendur Þingmennirnir Guðmundur H. Garðarsson og Skúli Alexandersson. - Urðu á undan eigendunum til að lýsa bóta- ábyrgð hins opinbera í Andramálinu! Andri og alþingismennirnir: Ekki fótur fyrír bótaábyrgð Spumingin Sástu lögin sex sem keppa til úrslita ffyrir Eurovisionkeppnina? Björgvin Berndsen sölumaður: Nei, ég held það sé lítíU spenningur fyrir þessu almennt, þetta er orðið svo lé- legt. Dalrós Ragnarsdóttir, gerir allt mögulegt: Eg heyröi aðeins í þessu og leist einna best á lagið sem Grétar og Sigríður sungu, það var reglulega líflegt. Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir nemi: Nei, ég hef voða lítinn áhuga á henni og hef lítíö heyrt um hana talað. Hjördís Erna Matthíasdóttir nemi: Ég horfði á lögin og fannst þau frek- ar léleg í heild, Sfjórnin var skást. Vonandi verða hin lögin betri. Ingveldur Einarsdóttir húsmóðir: Mér fannst ágætt lagið sem fékk flest atkvæði en lögin í heild voru ekkert sérstök. Jón Rafnar Jónsson sölumaður: Mér fannst öll lögin góð. Okkur hefur far- ið fram í sviðsetningu og vonandi förum við hærra en í 16. sætið. Gunnar Jónsson skrifar: Ég komst ekki hjá því að reka aug- un í lesendabréf í blaðinu hinn 22. jan. sl. undir fyrirsögninni „Að gera út á ríkið“ Var bréfritari að ræða Andramálið svokallaða og hvað það væri orðið áberandi hjá einstakling- um og fyrirtækjum að stefna aö því að gera út á ríldð. Það var hið fræga Andramál (skip- ið Andri I BA) sem var til umræðu. Sagðist bréfritari litla trú hafa á brölti embættismanna okkar í Amer- íku vegna málsins. Hitt yrði alvar- legra ef og þegar íslenska úthafsút- geröarfélagið myndi ætía aö sækja rétt sinn til hins opinbera - a.m.k. í fyrstu lotu. Það væri þá ekki annað við hæfi en að kalla það að „gera út á ríkið". Mér fannst þetta nú vera heldur djúpt tekið í árinni er ég las þessi orð, en hafði þó í huga öll fordæmin. „Norðmann“ skrifar: Ég fæ vart orða bundist yfir þeim áróðri sem beinist gegn íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Flennistórar fyrirsagnir og slagorð tröllríða fjölmiðlum í ræðu og riti. Böl og byrði íslenskra skattgreiö- enda hefur víst aldrei verið annað eins vegna stefnu eða stefnuleysis landans í rekstri bújarða. Tökum dæmi: „Einokun íslensks landbúnaðar kostar neytendur 15 miUjarða í „meðlag“ “. - „Bróður- parturinn af staðgreiðslunni fer í að styrkja landbúnaðinn". - „Beinir styrkir tíl landbúnaðar um 1,7 miUj- ónir króna til hvers bónda á ári eða En nú er bara komið í ljós, aö hvert orð er satt sem spáð var. Það eru hins vegar ekki forsvarsmenn Andra I BA sem eru komnir með kröfur tU ríkisins, a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. - Heldur tveir alþingismenn. Það hafa ekki í annan tíma verið eins snögg viðbrögð hjá alþingis- mönnum til aðstoðar. Mikið virðist hafa legið viö! - Þingmenimir Guð- mundur H. Garðarsson og SkúU Alexandersson standa sem sé upp á Alþingi og benda alþjóð aUra vin- samlegast á að það sé ríkið (almenn- ingur, ég og þú) sem eigi nú að reiða fram skaðabætur handa útgerð Andra BA! - Þeim getur varla verið sjálfrátt þessum þingmönnum. Hvers vegna rjúka þeir upp til handa og fóta vegna þessa Andra- máls? Þeir hljóta að eiga stóran hlut í fyrirtækinu? Eða verða þeir per- sónulega fyrir fjárhagslegu tapi um 142 þús. króna á mánuði“. Ég skU satt að segja ekkert í því að hagfræðingur, sem auk þess starf- ar við Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands, skuli láta frá sér fara annað eins þvaður á opinberum vettvangi. - Og það á þeim forsendum að þetta stafi af því einokunarkerfi sem land- búnaður byggi á og kosti hvern vinn- andi mann í landinu um 125 þúsund- ir króna í aukaskatt á hverju ári. íslenskir sjómenn eru eftír því sem ég best veit álíka margir og bændur í landinu. Hverjum dytti í hug að halda því fram að öU verömæti sjáv- arfangs hér renni beint í þeirra vasa? Væri ekki full ástæöa tíl að skoða vegna málsins? Og hvers vegna eru þeir að krefjast bóta fyrir Andraút- gerðina áður en eigendur sjálfir gera það? - Einn aðaleigandinn segir að ekki sé meiningin að leita að söku- dólgi í málinu (meinar þá líklega að viö þá eigendur eina sé að sakast - sem maður veröur líka að álíta rétt og satt). Ráðherra upplýsir nú að fyrirtæk- inu hafi verið ljós óvissan sem var framundan og að einn aðUi fyrirtæk- isins hafi sagt sig úr félaginu vegna þess að hann taldi samning vestra ekki fela í sér neinar heimUdir. - Þaö verður því að ætla að um frumhlaup sé að ræða hjá þingmönnunum tveimur eða einhverjar annarlegar ástæður séu að baki. Þeir hljóta að sjá að ekki er fótur, hvaö þá meir, fyrir bótaábyrgö af hálfu íslenskra stjórnvalda. allan þann milliliðakostnað sem neytendur greiða í verði landbúnað- arafurða? Hver skyldi raunveruleg- ur fjöldi ársverka við framleiðslu, fullvinnslu og dreifmgu landbúnað- arafurða vera í þessu landi, svo að ekki sé minnst á störf við margvís- lega þjónustu tengda greininni? Það kæmi mér ekki á óvart að á höfuðborgarsvæðinu einu haldi bú- vöruframleiðslan uppi álíka mörgum ársverkum og tala bænda er, eða um (4700. - Það er von að mönnum blöskri þegar annað eins hangir á spýtunni. - Og hver borgar? Launþeginn getur ekki meir Svanhildur hringdi: Miskunnarleysi þeirra sem hér ráða er orðið óskaplegt. Ef gerð yrði raunveruleg könnun á því hve stór hlutí þjóðarinnar er nánast í svelti myndu augu þeirra vonandi opnast fyrir því að það er hræðilega mikið^ að hér á landi. Mörg heimili og einstaklingar eru hreinlega að fara yfir um. Yndisleg böm, sem öllum þykir vænt um og eiga að taka við hér, fá varla mat að borða. - Þetta er blákaldur veruleik- inn. Undirstaða alls lífs er maturinn, og það er þess vegna sem matar- skorturinn hjá mörgu fólki hér er hræðilegur. Ég endurtek aö þetta er satt, þótt hryllilegt sé að ræða það. Vita þessir háu herrar okkar mörg dæmi þess að fólk, sem þeir þekkja, hafi naumast getað keypt í matinn um hátíðamar? Ég veit þess dæmi, að fólk geti ekki veitt sér annað í mat um helgar en soðið slátur - og er þaö besti maturinn alla vikuna! Annars er einfaldlega borðað skyr og þess háttar, ef það er þá til yfir- leitt. Ég tek það fram að þetta fólk er hinn almenni launþegi og hefur aldr- ei veitt sér neitt umfram það nauð- synlegasta. Já, það er mikið að, og það er ekki þessu fólki að kenna hversu erfitt er að draga fram lífið hér. - Svo koma þeir t.d. frá Raf- magnsveitunni og hóta að loka fyrir rafmagnið vegna skuldar. Þá er ekki lengur hægt að sjóða slátrið. Skyldi þetta geta versnað enn? Eða hvað á fólk að gera sem er búið að gefa upp alla von? Er þetta ef tíl vill fólkinu sjálfu aö kenna vegna þess að það hefur ekki þann kjark tU að bera að segja frá þessu, láta á þessu bera? - Eða á soltíð fólk að deyja í öllu stoltinu? Framtiðin og al- heimsmátturinn Ingvar Agnarsson skrifar: Hvers vegna er óáran hér á landi nú í öllu góðærinu, sem við höfum notíð og njótum enn? Hvers vegna geta valdhafar ekki komið sér saman um rétta stefnu til úrbóta? Hvers vegna fer góður ásetningur æðstu manna úrskeiðis? Hvers vegna liggur við eyðingu sveita og þorpa á lands- byggðinni? - Og hvers vegna ríkir sundrung meðal ráðamanna, stétta og einstaklinga? Er hægt að rekja þetta ástand til nokkurrar sérstakrar frumorsakar? Ég hygg að dvínandi guössamband þjóðarinnar sé hér aöalástæöan. Henni var mikið hlutverk ætlaö á fyrri hluta aldarinnar, og það kom víða fram þá í batnandi hag og sannri menningu. Henni hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Hún er því á leið fram hjá markinu, sem henni var ætlað að keppa að. Enn er þó ekki úrhættis með öllu. Hún gæti enn tekið upp merkið og borið það fram til sigurs. Bætt sam- bönd við lengra komna hjálpendur annars staðar í alheimi er það sem mest ríður á að efla. Skilningurinn á eðh lífssambanda við fuUkomnari mannkyn þarf að verða almennur, svo að unnt veröi að njóta til farsæld- ar þeirra magnandi sambandsáhrifa, sem hinir lengra komnu lifendur beina hingað. Tækist okkur að verða samtaka alheimsmættinum óendanlega, þyrftum við ekki að kvíða framtíð- inni. En hér verðum við sjálfir að eiga nokkurt frumkvæði, svo orðið gæti okkur til sannra framfara. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið Ceausescu í Rúmeníu og Davíð í Reykjavík Skúli Jóhannesson hringdi: Átakanleg mynd og hörmuleg mannvonska er það sem við sjáum frá Rúmeníu. - Er þetta sambæri- legt við það sem viö Reykvíkingar búum við? - Rökþrot íslenskra kommúnista er algjört, svo og dóm- greind þeirra sem er nú hrunin. Við Reykvíkingar og raunar allir íslendingar látum ekki bjóða okkur þennan viðbjóð sem úr munni þess- ara ofstækismanna kemur. Svari nú hver fyrir sig. Getum við virki- lega borið aðstööu okkar saman viö þær hörmungar sem fólk hefur þurft að búa við austantjalds? Hver borgar fyrir landbúnaðinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.