Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990.
11
Utlönd
Fleiri bilanir
í Greifswald
Albani, búsettur í Kosovo í Júgóslaviu, hendir grjóti að lögreglu.
Símamynd Reuter
Róstumar í Kosovo:
Yfirvöld hvetja
til friðar
Júgóslavneskir ráðamenn hafa
hvatt til þess að bundinn verði endi
á blóðbaðið í Kosovo-héraði í júgó-
slavneska lýðveldinu Serbíu þar sem
Albanir, sem þar eru búsettir og eru
í meirihluta í héraðinu, hafa krafist
frjálsra kosninga, pólitískra umbóta
og afsagnar ráðamanna. Róstur í
héraðinu hafa kostað að minnsta
kosti sextán manns lifið, tveir til við-
bótar týndu lífi í gær. Yfirvöld í Serb-
íu hafa lagt ábyrgðina á róstunum á
herðar nágrannalýðveldunum Króa-
tíu og Slóveníu
í yfirlýsingu alríkisyfirvalda segir
að rósturnar í Kosovo ógni einingu
landsins, framkvæmd fyrirhugaðra
umbóta og mannréttindum þegn-
anna. En ekki er ljóst hvað alríkis-
yfirvöld geta aðhafst í ljósi þess að
ráðamenn í Serbíu hafa heitið því að
ekki verði um samvinnu að ræða við
Albanina. Serbar í lýðveldinu hafa
vopnbúist til að veija sig ef til átaka
kæmi að þvi er heimildarmenn
herma. Segja þeir að Albanir hafi
unnið hefndareið gegn Serbum. í
Kosovo eru um 1,7 milljónir al-
banskra múhameðstrúarmanna og
um 200 þúsund kristnir, að mestu
Serbar.
Reuter
Fréttir hafa nú borist af alvarlegri
bilun í kjarnorkuverinu Greifswald
í Austur-Þýskalandi sem átti sér stað
í nóvember síðastliðnum. í byijun
síðustu viku greindi vestur-þýska
tímaritið Der Spiegel frá því að elds-
voða, sem orðið hefði í kjarnorkuver-
inu 1976, hefði verið leynt vandlega
af austur-þýskum yfirvöldum.
Þau hafa hins vegar tilkynnt yfir-
völdum í Vestur-Þýskalandi um bil-
unina í nóvember, að því er um-
hverfismálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, Klaus Töpfer, sagði í v-þýska
blaðinu Welt am Sonntag.
í nýjasta hefti Der Spiegel, sem
kom út í gær, er greint frá því að
ýmiss konar óhöpp hafi orðið í kjarn-
orkuverinu í Greifswald á undan-
fórnum árum. Á síðastá ári þurftu
starfsmennirnir að stöðva kjarna-
ofnana átján sinnum. Hefur tímaritið
það eftir austur-þýskum sérfræðing-
um að kastað hafi verið til höndun-
um við byggingu kjarnorkuversins
sem er gert eftir sovéskri fyrirmynd.
Samkvæmt upplýsingum austur-
þýskra tæknifræðinga eru víða bygg-
ingargallar í kjarnorkuverinu.
I nóvember síðasthðnum bilaði aö-
aldæla samtímis því sem þijár aðrar
voru ekki í notkun vegna eftirlits.
Sjálfvirkur slökkvibúnaður á
kjarnaofninum hefði þá átt að grípa
í taumana en hann virkaði ekki. Það
var ekki fyrr en eftir fjörutíu sekúnd-
ur að starfsmenn í kjamorkuverinu
gátu með handafli slökkt á kjarna-
ofninum. Hann hefur ekki enn verið
tekinn í notkun. Þetta slys virðist
samt ekki hafa verið jafnalvarlegt og
slysið 1976.
Þar sem kjarnorkuverið í Greifs-
Kjarnorkuverið í Greifswald liggur f
150 kílómetra fjarlægð frá suður-
hluta Svíþjóðar.
wald er ekki nema í hundrað og
fimmtíu kfiómetra fjarlægð frá suð-
urhluta Svíþjóðar hefði getað orðið
mikil geislun þar ef verr hefði farið.
Umhverfismálaráðherra Svíþjóðar,
Birgitta Dahl, hefur krafið austur-
þýsk yfirvöld um skýringu en vill þó
ekki taka undir kröfu vestur-þýska
umhverfismálaráðherrans sem vill
að austur-þýsku kjarnakljúfamir
verði teknir úr sambandi þar til ör-
yggi hafi verið tryggt.
Thor Pedersen, innanríkisráð-
herra Danmerkur, kveðst vera reiðu-
búinn að kanna hvort samningamir
við austur-þýsk og pólsk yfirvöld um
viðvaranir við óhöppum í kjamorku-
verum séu haldnir. í danska blaðinu
Pohtiken í gær var sagt að samning-
urinn við Austur-Þjóðverja hefði
ekki virkað.
' Ritzau, TT
Búlgaría:
Harðvítug valdabarátta
Sérstakt þing búlgarska kommún-
istaflokksins hefst í dag og er það í
fyrsta sinn sem kommúnistar í Búlg-
aríu koma saman til slíks þings. Um
þijú þúsund flokksfélagar sitja þetta
þing sem mun fjalla um framtíð
flokksins í ljósi þess að forysta hans
hefur þegar samþykkt að láta af al-
ræði sínu og heitið landsmönnum
frjálsum kosningum.
Bak við hina opinberu, sameinaðu
ásjónu búlgarskra kommúnista ólg-
ar harðvítug valdabarátta milli um-
bótasinna og harðhnumanna. Fast-
lega má búast við að á þinginu, sem
hefst í dag og stendur í tvo til þijá
daga, megi sjá merki þessarar valda-
baráttu.
„Svo virðist sem íhaldsöflin innan
flokksins séu mjög sterk,“ sagði Ass-
en Davidov, félagi í einum af róttæk-
ustu hópum umbótasinna innan
kommúnistaflokksins, samtökum
jafnaðarmanna. Það sem þessir fimm
hópar vilja gera - breyta flokknum
innan frá - verður án efa erfitt því
vestrænir stjórnarerindrekar segja
að flokksfélagar séu ósammála um
svo að segja hvert einasta stefnuat-
riði flokksins, aögerðir í efnahags-
málum, framtíð flokksins og sam-
skipti hans við stjórnarandstöðuna.
Kollegi Davidovs, Kiril Vasfiev, sagði
að róttækir myndu segja sig úr
flokknum og setja á laggirnar nýjan
stjórnmálaflokk nema umbætur
yrðu róttækar.
Einn félaga í forystusveit flokksins,
Andrei Lukanov, viðurkenndi að
nauðsyn væri á uppstokkun í komm-
únistaflokknum en lagði áherslu á
að ekki kæmi tU tals að feta í fótspor
annarra austantjaldsríkja, s.s. Pól-
lands, þar sem flokkurinn var nýver-
ið lagður niður. Lukanov lagði
ábyrgðina á óförum flokksins á herð-
ar fyrrum leiðtoga hans, Todors
Zhivkov, og stjórnarstefnu þeirri
sem var við lýði í hans stjórnartíð.
Talið er að Zlúvkov, sem er 85 ára
gamall, sé í vörslu yfirvalda og eigi
yfir höfði sér ákærur m.a. um að
svíkja fé út úr þjóðinni.
Reuter
I
Fulltrúar Azera og Armena í
Sovétrikjunum eru nú sanunála
um að heíja friðarviðræður í Riga,
höfuðborg Lettlands, á fimmtudag.
Fulltrúar þjóöfyUcinga Eystrasalts-
landanna munu verða sáttasemjar-
DeUuaðilar munu raiða þá
ákvörðun sovéskra yfirvalda að
beita rauða hernum til þess að
: binda enda á átökin milli Armena
og Azera. Á dagskrá mun einnig
verða flóttamannavandinn og ýmis
önnur málefni. Aftur á móti stend-
ur ekki tU aö ræða um yfirráðin
yfir Nagomo-Karabakh hérðaöinu
í Azerbajdzhan sem Armenar gera
tilkall til en þeir eru þar í meiri-
hluta.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Gennadij Gera-
simov, lagði á það áherslu í gær að
finna þyrfti þá leiðtoga Alþýðufylk-
ingai-innar sem tryggt geti öryggi
minnihlutahópa í Azerbajdzhan.
Hann bætti því viö að meirihluti
leiðtoga Azera væru afhuga of-
sóknum á hendur Armenum. Hins
vegar væm öfgamenn í fylking-
unni sem væru á móti Armenum,
Rússum og gyðingum.
Gerasimov varði þá ákvörðun
sovéskra yfirvalda að senda herlið
tU bardagasvæðanna og benti á að
áður en rauöi herinn hefði komið
hefðu yfirvöld ekki veitt Armenum
neina vernd gegn öfgamönnum.
FNB
u a
J— — — er þjónusta sem gerir fjármálastiórum, gjaldkerum og
n k a n s sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja
tölvu fyrirtækisins vi ð BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er
frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða
reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun
án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu
sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans
og mánaðamótin verða iéttari. Allar nánari upplýs
ingar fást í bæklingi sem liggur frammi í næsta Landsbanka.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna