Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. 15 íbúar alls Kópavogs, afsakið Þar sem ekki logar lítil skynsem- isglóð er árangurs vart að vænta. Enda sjáum við „árangur" bæjar- stjómar Kópavogs í ófrágengnum, ónýtum gatnaflækjum, hálfkláruð- um byggingum og skuldum sem vaxa eins og arfi á fjóshaug. Það er ekki eins og bærinn hafi verið að bjarga vonlausu útgerðar- félagi vegna lífsafkomu fólksins, síður en svo. Skuldir upp á annan milljarð, án útgerðar af nokkru tagi. Geri aðrir betur! Kópavogur - Reykjavík Ekki er laust við að maður spyrji sig hvers vegna tvö samliggjandi þéttbýlissvæði skuli vera eins og Austur- og Vestur-Berlín. Annað blómstrandi í uppbyggingu sinni, en hitt eins og óhirtur kartöflu- garður. Það skyldi þó ekki vera eitthvað í sambandi við stjórnun og skipulag? Jú, mikil ósköp, í nafni félags- hyggju og jafnréttis hefur bæjar- stjóminni tekist af sósíalískri út- sjónarsemi, rétt eins og ríkisstjórn- inni, að koma sér á vonarvöl. All- staðar þar sem kommúnistar kom- ast með puttana ofan í stjórnmál er eitt stórt volæði. Þökk sé lýðræðinu Akkilesarhæll Kópavogs er að sönnu stjóm hans og hún saman- stendur af því pólitíska rekaldi, Alþýöubandalaginu, og vindhana íslenskra stjórnmála, Alþýöu- flokknum, með stuðningi Fram- sóknarflokksins. Sem betur fer emm við svo hepp- in að hafa lýðræði sem sér sjálft um að losa sig við þjóðfélagsleg KjaUarinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, námsmaður í HÍ fúlegg. En þá vaknar sú spurning hvað koma skal í staðinn. Fátt kem- ur til greina annað en Sjálfstæðis- flokkurinn því hann er sá eini í andstöðu. En satt að segja er for- ysta hans með afbrigðum litlaus og máttlaus. Hann er alveg ger- ilsneyddur persónuleika, ein- hverju sem stjórnmálaflokkur þrífst ekki án. Reyndar skil ég ekki að menn sem tapað hafa kosning- um sí og æ skuli ekki skynja sinn vitjunartíma. Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að geta rifið bæinn upp úr þessum ræfllshætti sem hann er kominn í verður hann að taka sig saman í andlitinu og hleypa nýju og kraft- miklu fólki að. • Hamraborg - steinhjarta En Sjálfstæðisflokkurinn er ekk- ert einn um að vera andlitslaus. Eitt aðalpersónueinkenni Kópa- vogs hefur alla tíð verið persónu- leysið. Stærsti bærinn, minnsta sáhn. Reyndar má segja að þessi bær sé ekkert annað en nátther- bergi Reykjavíkur. - Þökk sé leið- togunum. Vitanlega er það skylda hvers leiðtoga að ala á samkennd meðal íbúanna en forystusauðir Kópa- vogs hafa unnið leynt og ljóst að hinu gagnstæða. Og í hverju lýsir það sér? Jú, sjáið til dæmis Hamra- borgina, „hjarta“ Kópavogs. Þetta steinhjarta sem pumpar í gegnum sig endalausum bílastraumi upp og niður hraðahindranir daginn út og inn. Hvar er mannlega hhðin á hjartanu í „mannlega" bænum? Hvar er grasblettur eða torg þar sem fólk getur sest niður og sleikt ís í góðu veðri? Nei, þetta íslenska Metrópólis er hönnunarleg mistök þar sem hinn félagslegi þáttur hefur gjörsamlega orðið útundan. Og einu gildir hvers sökin er þegar ekki er gerð minnsta tilraun til breytingar. Blessuð sé minning þeirra fjölmörgu fyrir- tækja sem borið hafa þar bein sín í gegnum tíðina. íþróttafélög - styrkleikatákn Annað sem iðulega er persónu- einkenni bæja eru íþróttafélögin. Kröftugt íþróttafélag er lifandi dæmi um samheldinn bæ. Iha skipulögð íþróttafélög fæla frá sér besta fólkið og sú er einmitt raunin í Kópavogi. Þó svo aðalatriðið sé að vera með er ekkert gaman að vera ahtaf bara „með“ og hanga svo einhvers staðar lengst niðri í deildum. Að fimmtán þúsund manna bær skuh ekki eiga neitt íþróttafélag í eldlínunni er afrek út af fyrir sig. Auk þess er óskiljanlegt að sund- laugin skuli byggð á sama stað og sú gamla og eina var. Auðvitað átti hún að vera í þeim íþróttakjarna sem rísa á í Smárahvamminum. - En fyrst þeir þurftu endilega að skella henni á eina græna blettinn í vesturbænum er bara að bíða og sjá hvort ekki taki við stjóm sem hefur metnað til að klára hana. „Tótalíum lúseríum“ Hvert mannsbam sér, standi það ekki í sjálfsblekkingum, hvílíkur ekkisens sauðsháttur ríkir í stjóm bæjarins. Sérhvert er nú réttlætið að það fólk sermhvað lengst hefur búið í bænum, og lagt þar af leið- andi mest af mörkum, skuli búa við götur sem vart eru skriðdreka- færar. Talandi um malbik. Brátt þarf að leita til elstu manna þegar skrifa á sögu gatnaframkvæmda á Nýbýla- vegi. Það mætti halda að þar skröp- uðu fomleifafræðingar með te- skeiðum sínum. Og það eru ekkert nema bjánar sem segja upp samningum einhliða og án nokkurs samráðs við hinn aðilann. Var virkilega ekki til gáfu- legri leið við að láta álit sitt í ljós? En við vitum auðvitað að allt þetta rykspark var einungis háð í þeim tilgangi að leiða athyghna hurt frá öörum og stærri vandamálum sem sýna og sanna fullkomið getuleysi stjórnarinnar. Að ekki sé minnst á þær milljónir sem ævintýrið kost- aði. Einkenni sjúkdómsins „tótal- íum lúseríum" geta ekki verið skýrari. Sá skollaleikur sem bæjarstjórn- in hefur staðið í undanfarin ár hef- ur snúist upp í martröð. Það má líkja þeim við manneskju sem lifir eins og ohufursti á visakori, án þess að eiga krónu fyrir skuldun- um. Það skyldi þó ekki vera tilvilj- un að stór hluti fuhtrúa Alþýðu- flokksins sé horfinn á vit nýrra áhugamála (annarra en að setja bæjarfélag á hausinn)? Ég held að það sé kominn tími til að við leyfum þeim frelsislogum að leika um Kópavoginn sem losað hafa mihjónir manna undan bróð- urkærleika og jafnaöarstefnu sós- íahsmans í Austur-Evrópu. Kjörorð A-flokkanna ætti að vera: íbúar ahs Kópavogs, afsakið. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson „Það er ekki eins og bærinn hafi verið að bjarga vonlausu útgerðarfélagi vegna lífsafkomu fólksins, síður en svo. Skuldir upp á annan milljarð, án út- gerðar af nokkru tagi. Geri aðrir bet- ur!“ Fjölmiðlamir og hálfur sannleikurinn: Fyrirheitna landið Á skjánum í ríkissjónvarpinu eru ung hjón með tvö böm í nota- legri íbúð. Úti iðandi mannlíf - Reykjavík. Ándstæðan, ofdekraðir mennta- menn, kostaðir af ríkinu, koma með hverja skýrsluna á fætur ann- arri um vanda landsbyggðarinnar og um fólk sem vill ekkert frekar en að flytja sem fyrst til þess að njóta dásemdanna fyrir sunnan. Myndin í bakgrunninum segir næstum aht: Lítið sjávarþorp kúrir mihi hárra Qalla í grámósku vetr- arins og enginn á ferh. Þegar opinberir rannsóknar- menn em búnir að skila frá sér stórum bunkum af „svörtum" skýrslum, þar sem enginn fer í grafgötur um að vont er vont, koma rannsóknarfréttamennimir með vitnin aö sannleiksghdinu: Viðtöl við fólk sem flutt er suður í leit að íjölbreyttara menningar- lífi. Reyndar langar htlu bömin aftur heim, heim í htla fjörðinn þar sem þau geta leikið sér fijáls í fjör- unni eða uppi í grænum brekkum á sumrin og á skíðum á vetuma. - En þau hljóta að komast yfir það. Á dauðaghdmr hraðbraut- anna minnist enginn. í fári fjölmiðilsins er aðeins bmgöið upp afmarkaðri mynd af einstöku máh sem matreitt er svo meistaralega að eftir stendur al- hæfingin um vont og gott, og ekk- ert þar á milli. Óhreinu börnin hennar Evu Ég þekki ung hjón í Reykjavík sem hafa misst atvinnuna vegna samdráttar í fyrirtækjum sem þau unnu þjá. Þetta fólk býr í óinnrétt- uðu verksmiðjuhúsnæði og borgar ftörutíu og tvö þúsund krónur á mánuði í húsaleigu - það em ekki Kjallariim Karólína Þorsteinsdóttir húsmóðir, Seyðisfirði fréttamenn inni á gafli þjá þessu fólki að taka viðtöl. Ég þekki einstæðar mæður, bú- settar í Reykjavík, sem fara á fætur kl. 6 á morgnana th að fara með htlu bömin sín út í næðinginn th þess að koma þeim fyrir hjá dag- mömmunni áður en þær fara th vinnu. Ef til vih verða dagmömm- urnar fleiri en ein og fleiri en tvær vegna langs vinnudags. Skyldu þau böm, sem þjóðfélagið býr þessar kringumstæður, njóta þess öryggis og þeirrar hlýju sem siðuðu samfélagi er samboðið að veita þeim eða em þau kannski útburðir samtímans? Okkar alupplýsandi fjölmiðlar beina ekki hnsum sínum í þessar áttir þegar þeir kynna landsmönn- um góðan og vondan aðbúnað hins almenna þegns „fyrir sunnan" og „ekki fyrir sunnan". Það er jafnt og þétt ahð á Reykjavíkurdraumn- um og þótt þak yfir höfuðið sé hvergi dýrara en þar flykkist fólk samt suður því draumurinn dregur th sín. Svartar skýrslur um örlög þeirra sem örmagnast undan því oki að búa undir þaki fyrir „sunnan" hggja eflaust ekki á glámbekk fjöl- miðlamanna en þó má þeim vera það Ijóst að þær em th. Sérfræð- ingalaust atferli skhur víst hvorki eftir sig hvítar né svartar skýrslur í okkar menntaða samfélagi. Þau atvik, sem gerast utan við sér- hæfnina, virðast ekki lengur vera veruleiki heldur aðeins „óhrein böm aftan við Evu“. „Víöar guð en í Görðum“ Það er vissulega ekkert gaman- mál þegar sámstu þjáningar mannlegs lífs em afskrifaöar sem veruleiki vegna þess að opinberar sérfræðingastéttir vantar th að gera um þær skýrslur. Það er ef th vih af umhyggju fyrir þessum sára veruleika og viðleitni th að finna hann að aht menntakerfí landsins miðast núorðið við langskólanám. Af hreinni thvhjun var talað við ungan langskólanema í lögfræði í morgunútvarpi á rás 2. Hann var að fara í próf þar sem ákveðið var fyrirfram að 100 nemendur skyldu faha en um það bh 70 „útvaldir" halda áfram námi. Ég býst við að ahir þeir „út- völdu" gangi sjálfkrafa inn í náms- lánakerfið og að þaðan komi þeir ekki aftur fyrr en þeim sjálfum sýnist því þó að þeir falh eftir að svo er komi gerir það ekkert th, sem betur fer. - Þeir byrja víst bara aftur og aftur, allt að fimm sinnum, eins og sumir staðhæfa sem þykjast þekkja th þar á bæ. Hefur nokkrum dottið í hug að gera úttekt á þessum málum og öðrum hhðstæðum með útreikn- ingi á því hvað þau kosta þjóðar- hehdina? Það alvarlegasta í þess- um menntunartilkostnaði er nú ef th vih það að þegar löngu námi er lokið er oft lítil von um vinnu hér á landi. Ég hefi ekki orðið vör við rann- sóknarfréttamennskuna í fjölmiðl- unum irni þessi mál. Hvemig væri nú að hta á þau frá þjóðhagslegum sjónarhóh og gefa bændum þess í stað frí, bara rétt sem snöggvast? Menning og menning Stolt landsmanna yfir sinni menningarfuhu höfuðborg þarf ekki að tíunda, þaö er gert í hátíða- ræðum æðstu manna með saman- burði við aðrar höfuðborgir þar sem við erum víst engir eftirbátar. En á htlu stöðunum úti á landi njóta þegnamir menningar og lista á þann hátt að næstum hver ein- stakur er meiri þátttakandi í því sem gerist en neytandi. Fjölmiðlar hafa ekki mikinn áhuga á svona fréttum frá svona stöðum. En ef von er á slysum og hörmungum af einhverju tagi era menn áhugasamir um fréttir. - Fyrir nokkra voru Seyðfirðingar varaðir opinberlega í fjölmiðlum við fárviðri. Þá fann Sjónvarp ahra landsmanna hvöt hjá sér th að hringja í fréttamann staðarins og biðja hann að vera utan dyra að nóttu sem degi og missa ekki af tjóni og veðri! Nú era hðin mörg ár síðan Bjami heitinn Þórðarson, þá bæjarstjóri í Neskaupstað, spurði nábúa sinn sem var að flytja „suður“: „Af hveiju ert þú að fara suður? Hér er nóg atvinna, þú átt gott hús. Hvað er að?“ „Þar er nú svo margt við að vera, þar era t.d. leikhúsin." Maðurinn flutti suður en tveimur áram seinna hittust þeir aftur og Bjami spurði: „Ertu búinn að fara oft í leik- hús?“ „Aldrei," svaraði maðurinn. „Það var skrýtið, ég hefi ekki far- ið af bæ í Neskaupstað á þessum tveimur árum en hefi þó nokkrum sinnum farið í leikhús." Eftir þessa ábendingu fannst Bjama hann vera búinn að afsanna nauðsyn þess verknaðar að flytja suður. Én maöurinn svaraði: „Ég hefi að vísu ekki farið í leik- hús en þau era þama og ég veit að ég get afltaf farið.“ Með ósk um að hálfur sannleikur verði ekki fréttamatur th frambúð- ar á borðum fjölmiðlanna - hvorki að „sunnan" né „suður“. Karóhna Þorsteinsdóttir „Svartar skýrslur um örlög þeirra sem örmagnast undan því oki að búa undir þaki fyrir „sunnan“ liggja eflaust ekki á glámbekk Q ölmiðlamanna. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.