Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990. Andlát Sigurjón Bjarnason frá Látrum í Aðalvík lést í Landspítalanum fóstu- daginn 26. janúar. Guðni Þórðarson, fyrrverandi verk- stjóri, andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudag- inn 29. janúar. Guðrún Stefánsdóttir, áður búsett á Eskifirði, til heimilis á Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 28. janúar á Hjúkrunarheimihnu Sól- vangi í Hafnarfirði. Eyjólfur Guðnason Bryðjuholti, Hrunamannahreppi, lést í Lands- pitalanum 29. janúar. Gestur Björnsson, Krókatúni 11, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnudagsins 28. janúar. Hallgrímur Pétursson, Dalalandi 14, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnudaginn 28. janúar. Betty Guðmundsdóttir, Seljavegi 19, andaðist á Landspítalanum mánu- daginn 29. janúar. Jarðarfarir Bjarni Þór Kjartansson, sem lést 25. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 10.30. Valdheiður (Heiða) M. Valdimars- dóttir, Vesturbrún 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mið- vikudaginn 31. janúar kl. 13.30. Sigurlaugur Sigurðsson vélstjóri, Kaplaskjólsvegi 54, sem lést 17. jan- úar sl., verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu í dag, 30. janúar, kl. 15. Eggert Sæmundsson, Skagabraut 39, Akranesi, sem andaðist 26. janúar verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 11. Magnús Pálsson, Drekavogi 6, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 15. Steinunn Bergþórsdóttir frá Hvammstanga, Vesturgötu 15, Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 14. , ' Helga Ásmundsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 1. febrúar kl. 13.30. Nauðungaruppboð þríðja og síðasta á efiirtöldum fasteignum: Baldursgata 7A, 2. hæð, þingl. eig. Guðríður Jónsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 1. febrúar ’90 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Gústafeson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Fjárheimtan hf. Frakkastígur 19, kjallari, þingl. eig. Sigurður Greipsson, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 1. febrúar ’90 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl. og Bjami Ásgeirsson hdl. Hringbraut 119, íb. 04-01, talinn eig. Jóhannes Þórðarson, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtud. 1. febrúar ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl., Fjárheimtan hf., Ás- dís J. Rafiiar hdl., Búnaðarbanki ís- lands, Valgarður Sigurðsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl.. Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Ólafur Áxelsson hrl., Sigurmar Albertsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, Sigurður I. Hall- dórsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Ólafur Garðarsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Ásgeir Þór Ámason hdl., Símon Ólason hdl. og Tryggvi Bjamason hdl. Þingholtsstræti 26, neðri hæð, þingl. eig. Gissur Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 1. febrúar ’90 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka íslands, ólafúr Gústafsson hrl. og Tryggingastofhun ríkisins og ís- landsbanld. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Svava Jóhannsdóttir lést 18. janúar. Hún var fædd á Bjarnastöðum í Unadal 6. desember 1915, dóttir Guð- rúnar Ástvaldsdóttur og Jóhanns Gunnarssonar. Svava var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Vil- hjálmsson, en hann lést árið 1947. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Seinni maöur hennar var Jón Ólafs- son en hann lést árið 1974. Síðustu 14 árin sá Svava um mötuneyti kenn- ara í Menntaskólanum í Hamrahlíð eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir vorið 1986. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Félag Eskfirðinga og Reyðfirðinga heldur árshátíð í Goðheimum, Sigtúni 3, laugardaginn 3. febrúar. Samkoman hefst með borðhaldi kl. 20. Haldið er upp á 40 ára afmæh félagsins sem er 18. apríl nk. Árshátíð Húnvetninga- félagsins verður haldin 3. febrúar í Glæsibæ, Álf- heimum 74, og hefst með borðhaldi kl. 19. Kórar úr heimahéraði undir stjóm Ólafar Pálsdóttur syngja ásamt Sigur- veigu Hjaltested. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Aðgöngumiðar verða seldir 1. og 2. febrúar í Húnabúð, Skeif- unni 17, kl. 17-21 síðdegis. Opið hús í Hallgrímskirkju Miðvikudaginn 31. janúar verður opið hús í safnaðarsal kirkjunnar fyrir aldr- aða og hefst kl. 14.30. Auk kafiisopans verður frásögn úr þinghúsi og mynda- sýning. Allir taka lagið saman. Sr. Lárus Halldórsson annast helgistund. Allir vel- komnir. Fundir Fundur hjá Foreldrafélagi misþroska barna Svanhildur Svavarsdóttir ræðir um mál- örvtm, málþjálfun og málskilning á fyrsta fundi ársins hjá Foreldrafélagi misþroska bama. Fundurinn verður haldinn í Æfmgadeild Kennaraháskól- ans, gengið inn frá Bólstaðarhlíð, sama stað og very ulega, miðvikudaginn 31. jan- úar kl. 20.30. Svanhildur mun á fundinum kynna hvemig hún vinnur með böm og hvemig hún telur að foreldrar styðji best við bakið á bömum sínum. Hún mun einnig kynna námskeið um sama efni. Á eftir veröa fyrirspumir og almennar umræður. Foreldrafélagið hvetur alla foreldra og annað áhugafólk til að mæta og fræðast af einum allra besta og áhuga- samasta talmeinafræðingi landsins. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Aðalfúndur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar að Laufásvegi 13 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Kaffiveitingar. Námskeið Helgarnámskeið fyrir ofætur Fyrstu helgina í febrúar, þann 3. og 4. febrúar, verður haldið námskeið fyrir ofætur, bæði karla og konur. Námskeiðið verður haldið í Risinu, Hverfisgötu 105, á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Þar verða kynntar nýjar, áhrifamiklar leiðir sem tugþúsundir manna um heim allan hafa nýtt sér með undraverðum árangri til að losna undan áþján ofáts í stað þess að fara í megrun. Upplýsingar og skráning þjá Axel Guðmundssyni leið- beinanda, Vesturgötu 16, 3. hæð, simi 625717. Tapað fundið Lyklakippa tapaðist Lyklakippa í svörtu hulstri tapaðist sl. fóstudag milli Stóragerðis og Austurvers. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 13485. Merming Anne Katrine Dolven - Aldan, 1988. í grænu myrkri - Ungir norskir málarar í Hafnarborg Góðar landslagsmyndir flalla sjaldnast um landslag, heldur tilfinningar listamannsins gagnvart náttúrukr- öftunum, öðru nafni „sköpuninni". Allt annað eru staðháttalýsingar. Á tímum skynsemishyggju leitast hstamenn við að gera landslag skiljanlegt. Það gera þeir ekki síst með því að hneppa það í formrænar og hugmyndalegar viðjar, gera það manninum undirgefið. Á umbrotatímum í þjóðfélaginu losnar landslag- stúlkunin oftast einnig úr læðingi, landslagið verður ósflórnlegt, mikilfenglegt, ægilegt, það er, rómantískt. Hér er auðvitað beitt talsveröum alhæfingum, sem þó er ekki alveg út í hött, þar sem listamenn nútím- ans, einkum þeir sem hallir eru undir póstmódemíska hugmynda- og aðferðafræði, hafa gert þessar alhæfing- ar að sínum, notað þær til úrvinnslu, tilvitnunar og útskýringar. Nú getum við gengið út frá því sem vísu að niður- sneitt og skipulegt landslag eigi beinhnis að vera til marks um vitsmunalega afstöðu hstamannsins til heimsmyndarinnar, en opið, órætt rými, uppfullt með óregluleg eða sundurtætt form af lífrænum uppruna, er vitnisburður um rómantíska, jafnvel exístentíahska lífsskoðun hstamannsins. Rómantísk óreiða En um leið er rómantík nútímahstamannsins með- vituð, yfirveguð, og sjálfur gerir hann sér manna best grein fyrir þeirri þverstæðu. Nærvem sinni og yfirvegun kemur hann til skila með homréttum flötum, lóðréttum strimlum og öðrum formgerðum rökhyggjunnar og staðsetur þau einhvers staðar í hinni rómantísku óreiðu. Thefni þessara fremur ábyrgðarlausu hugleiðinga er sýning á verkum fimm norskra málara af yngri kynslóð í Hafnarborg, Hafnarfirði, Anne Katrine Dol- ven, Erik Annar Evensen, Olav C. Jensen, Jon Arne Mogstad og Björn S. Tufta, sem allir hafa játast undir það sem skipuleggjendur kalla „hið græna myrkur“, það er, fremur drungalega en þó fijóa landslags- og lífssýn. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Enginn þeirra er beinhnis að mála landslagsmyndir, en víddir, form og andrúm náttúrunnar metta þó málverk þeirra. í verkum þeirra ahra fer fram leit, að kjama hins séða, að rökunum að baki hins séða, að tilganginum að baki rökunum. Leitin fer fram jafnt með aðferðum rökfræðinnar sem handahófskenndu innsæi: með því að tefla full- vissu femingsins gegn óvissu ómæhsrýmis, eða freista þess að gerast þátttakandi í sköpuninni, steypa sér á kaf í veröld óreglubundinna forma og hta. En þótt bæði séu markmiöin góðra gjalda verð og segi talsvert mikið um tíðarandann tryggja þau ekki listræna útkomu. Af mikilfengleikanum Ég verð að segja að í heildina séð þótti mér verk þessara norsku málara virðingarverð en ekki sannfær- andi. Thraunir þeirra th aðná utan um „mikilfenglei- kann“ (the subhme), sem Ásmund Thorkhdsen gerir svo mikið úr í tyrfnum formála sínum, virðast fremur stjórnast af löngun th að leysa ákveðin myndræn „vandamál" á eftirtektarverðan hátt en af brýnni th- vistarlegri þörf og sannfæringu. Kannski er ekki hægt að höndla mikilfengleikann, það er hið „háleita", með ívitnunum og aðfengnu skreyti póstmódemismans? Skhningur á eðh hins „há- leita" fæst tæplega nema með því að nýsast fyrir í smáheiminum, eigið sjálfi, þar sem hugsanir verða aö myndum. Aht um það skulu hæfileikar þessara norsku málara ekki dregnir í efa, Olav Christopher Jensen er th dæm- is heilmikhl talent. Þeir hafa nægan tíma th að koma list sinni th fuhs þroska. -ai. Athugsaemd um bókhaldsóreiðu Örfáar athugasemdir vegna fréttar DV 24. jan. sl„ um óreiðu í bókhaldi Tálknaflarðarhrepps, frá undirrituðum fulltrúum D-listans í hreppsnefnd: 1. Bókhaldið er í lagi, segir Guðjón Indriöason. Það kann að vera að oddviti sé að vitna í „tölvuútskrift" af rekstrar- og framkvæmdayfirhti sveitarsjóðs pr. 30.9. ’89, sem sveitarstjóri lagði fram á fundi hreppsnefndar þ. 19.10. sl. Hins vegar kom í ljós á fundi þ. 19.12. að ekki var búið að færa nema janúarmánuð af bókhaldi hreppsins og í ljósi þess er fyrr- greint yfirht mjög fróðlegt. Af þessu má ljóst vera að þáv. end- urskoðandi haföi ekki úr miklu að moða til skoðunar, en oddvita fannst þaö forkastanleg vinnu- brögð af hans hendi að vhja ekki endurskoða þennan eina mán- uð. Eins og mörgum er kunnugt er það embættisskylda lögg. end- urskoðanda að vara við og koma í veg fyrir óreiðu í bókhaldi og það teljum við að hann hafi reynt til hins ýtrasta. Viðbrögð oddvita og O-listans urðu þau að reka endurskoðandann og þar meö framlengja óreiðuna. 2. Samstarfsörðugleikar að sögn Guðjóns: Við teljum samstarf innan hreppsnefndar hafa verið gott enda bera miklar framkvæmdir á kjörtímabihnu vitni um ein- hug og samheldni hreppsnefnd- armanna. Brestir fóru að koma í samstarfið þegar óreiðunnar fór að verða vart og hamlaði eðhlegri sflómun og við kröfö- umst skýringa og lagfæringa en því var ekki sinnt. Það virðist mat Guðjóns að hann starfi í anda sjálfstæðisfélagsins en við ekki en við emm þeirrar skoð- unar að einræði og óreiða séu ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Að okkar dómi er nauðsyn að bók- hald og flárreiður á opinberum vettvangi séu notuð sem stjómtæki en ekki sem „kosningabomba". Sigrún Guðlaugsdóttir Jón Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.