Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. 7 Fréttir Verður ísland miðstöð sjávarrannsókna á Atlantshafi? NATO vill fá að reisa rannsókna- stofnun hér Aö sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráöherra hafa verið ræddar innan NATO hugmyndir um aö setja upp í Reykjavík miöstöð rannsókna á lífríki sjávar á norðan- veröu Atlantshafi. Utanríkisráö- herra tók fram aö þessar hugmyndir væru mjög óformlegar ennþá en ef af verður þá yrði þetta mikil lyfti- stöng fyrir sjávarrannsóknir hér á landi en þetta yrði væntanlega stór rannsóknastofnun. Innan NATO er starfandi mjög öflug nefnd - svokölluð umhveríis- málanefnd. Aö sögn utanríkisráö- herra mun þessi nefnd standa fyrir ráðstefnu í Reykjavík í sumar þar sem meginumræðuefnið verður varnir gegn mengun og spillingu sjávar. Einnig verður rætt þar um fyrirhugaða rannsóknamiðstöð. Þessar hugmyndir hafa þegar verið ræddar við Bandaríkjamenn. „Hugmyndin er sú að þessi rann- sóknastöð hér gegni rannsóknahlut- verki - sé vísindaleg rannsókna- stofnun varðandi Atlantshafið. Hún hafi meöal annars á sinni könnu að fylgjast með geislavirkni í hafinu og verði nokkurs konar samræmingar- aðiii fyrir þær fjölmörgu rannsókna- stofnanir, bæði einkastofnanir og opinberar, sem nú sinna rannsókn- um á þessu sviði í löndunum í kring. Þá er hugmyndin að stöðin starfi í tengslum við hina nýju Mengunar- varnastofnun Evrópu sem Evrópu- bandalagið er í þann veginn að setja upp en þeir hafa sagt að þátttaka þar sé opin fyrir EFTA-löndin,“ sagði utanríkisráðherra. -SMJ Mjög mikil aðsókn var að bókamarkaðnum í Kringlunni í gær og mikið keypt af ódýrum bókum. Algengur afsláttur af bókum er um 70%. Þær bækur, sem síðast voru gefnar út, eru 2-3 ára gamlar. Samkvæmt upplýs- ingum starfsmanna er hægt að kaupa bækur þekktra innlendra og er- lendra höfunda fyrir 190 krónur. Dýrustu bækurnar kosta um þúsund krón- ur. Markaðurinn verður opinn frá kl. 10-18 í dag en frá kl. 12-18 á morg- un. Bókamarkaðnum lýkur 4. mars. DV-mynd KAE Akureyrarkirkj a: Kammersveit Reykjavíkur í heimsókn Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Akureyrarkirkju á sunnu- dag og hefjast þeir kl. 17. Efnisskráin er helguð verkum snillingsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts og reynt veröur að ná and- blæ 18. aldarinnar með því að flytja verkin á gömul hljóðfæri og eftirlík- ingar þeirra. Fluttar verða kirkju- sónötur fyrir tvær fiðlur og fylgi- rödd, aríur fyrir sópran, strengi og orgel og klarínettukvintett. Flytjendur veröa Margrét Bóas- dóttir sópran, Sigurður I. Snorrason klarínetta, Rut Ingólfsdóttir og Lilja Hjaltadóttir fiðlur, Sarah Buckley lágfiöla, Gary McBretney knéfiðla, Richard Korn bassafiöla og Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Daihatsu Cuore 5 dyra Daihatsu Charade TS 3 dyra Daihatsu Feroza 4WD Fjöldl fyrirtæKja notar bíla frá Dalhatsu m.a. Ágætl • Bergdal hf. • Gfsli J, Johnsen hf. / Skrifstofuvélar hf. • íslensk- Amerlska verslunarfélagið hf. • Kredltkort hf, • Olfufélagið hf, • Póstur og sími • Sanltas hf. • Securitas • Sölufélag garðyrkjumanna • Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna • Teppaland • ölgerðin Egill Skallagrfmsson hf. • og mörg fleiri. Daihatsu Rocky 4WD tgr, verð án vsk. kr, 1.281. Daihatsu Charade CS 5 dyra vsk. - bflar frá Daihatsu Raunhæf leið til lækkunar á rekstrarkostnaði Stgr verð án vsk. kr. 550.094,- tgr. verð án vsk. kr. 882.780,- Stgr. verð án vsk. kr. 537.243,- : Glæsileg veislukynning kynnir starfsemi sína sunnudaginn 25. febrúar frá klukkan ] Matur og veisluþjónusta fyrir öll tækifæri Fermingar - brúðkaup - afmæli Heitur og kaldur matur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga Kjörið tækifæri til að fá allar upplýsingar um fermingarveislur Kjamafaeði hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.