Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 19
LAÚGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. x>v____________________________Meiming Enginn lífstaktur er eins - segir Vigdís Grímsdóttir, handhafi Menningarverðlauna DV í bókmenntum Vigdís Grímsdóttir fékk Menningarverölaun DV 1990 fyrir bók sína, Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón. DV-mynd KAE Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hlaut Menningarverðlaun DV í hók- menntum fyrir bók sína Ég heiti ís- hjörg. Ég er ljón. Vigdís kennir ís- lensku við Flensborgarskóla í Hafn- arfirði en hefur átt þess kost að taka hlé frá kennarastarfinu til að sitja við skriftir. Á síðasta ári fékk hún sex mánaða starfslaun og gat helgað sig ísbjörgu þann tíma. „Ég lifi ekki á loftinu frekar en aðrir og því komu starfslaunin sér vel,“ segir hún. Teiknar persónurnar Vigdís hefur tamið sér allsérstæðar aðferðir við samningu bóka sinna og fór ísbjörg í gegnum margs konar ferh áður en hún var fullsköpuð. Hún teiknar fyrst persónurnar og sögu- þráðinn, handskrifar söguna, vélrit- ar hana og setur síðan á tölvu. „Fólk hlær aö þessum vinnubrögðum mín- um en ég get illa losnað út úr þessu. Mér hefur verið hent á að losa mig við aha þessa milliliði og nú er ég búin að sleppa tölvunni sem kannski er ekki það rökréttasta. Handritið að ísbjörgu er til í mörgum eintökum og sumir kaflarnir í átta eintökum. “ ísbjörg erfið í sambúð Þrátt fyrir allt skipulag Vigdísar tekur sögupersónan smátt og smátt völdin af henni og fer að skapa sig meira og minna sjálf. „Ég skrifa í manískum lotum nokkrar vikur í senn og tek svo hlé á milli. Meðan ísbjörg var að drepa mig úr frekju hafði ég varla svefnfrið fyrir henni. Það var erfitt að búa með henni gagnstætt því sem var með Grím í Kaldaljósinu, hann var afar auðveldur í samstarfi." Vígdís á tvö börn, 15 ára son og 10 ára dóttur, og meðan söguhetja eins og ísbjörg er á sveimi um húsið finna þau fyrir henni. „Þau kvarta yflr því að ég sé skrít- in og auðvitað sinni ég þeim engan veginn á meðan. Ég hafði vinnuað- stöðu úti í bæ og það hjálpaði nokk- uð, annars á ég eyrnatappa og get lokað mig af. í fimm vikur var ég ein í Kaupmannahöfn og þar náði ég að vinna fjögurra mánaða vinnu. Mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér og hugsa.“ Hver pérsóna hefur sinn takt Sérstæður stíll er á bókinni um ís- björgu og hann þykir öðruvísi en á fyrri skáldsögu Vigdísar, Kaldaljósi. Setningar eru mjög stuttar, knappar og innihalda fá orð. „ísbjörg er svona, þetta er hennar taktur. Hún er hröð og hvöss í öllu sínu og þessi stíll á að undirstrika það. Hún nánast heggur á allt og alla. Skrifi ég um einhverja aðra persónu fær hún stíl í samræmi við sína skap- gerð. Ég hef ekki ennþá hitt tvær mann- eskjur með sama takt. Ég hef tekið eftir því að fólk sem fmnur samhljóm með ísbjörgu finnur hann ekki með Grími og svo öfugt. Þetta er vegna þess að fólk hefur ekki allt sama lífs- takt og það er svo dásamlega eðh- legt.“ Lesendur leiti svara Vigdís er 36 ára gömul, elst sjö systkina sem ólust upp í Kleppsholt- inu. Hún var sískrifandi- sem barn en fyrsta bók hennar kom út 1983. „Ég á bækur frá því ég var krakki. Ég ætlaði samt ekki að verða neinn rithöfundur, það er ekki það, skrifaði bara fyrir mig. Kannski verður það alltaf svo þótt ég sé að reyna segja eitthvað með skrifunum." Með bókinni um ísbjörgu vill Vig- dís að lesendur spyrji sig einhverra spurninga sem það leiti svara við. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að bækur virka ekki dag eins og þær gerðu á tímabilinu 1930-1950. Sumar bækur voru lesnar í felum því þær voru umdeildar og jafnvel bannaðar heima við. Nú er svo margt annað sem tekur tíma fólks en bók er engin samkeppnisvara. Sumir finna svör í bókum og það er gott en það er ekk- ert göfugra en finna þau í kvikmynd- um,“ segir Vigdís. „En fólk tapar svolítið á því að lesa ekki og virkja sitt eigið hugmynda- flug. Ég er ekkert viss um að það séu lesnar jafnmargar bækur og er áhtið. Samt les fólk meira hér en annars staðar í nágrannalöndum okkar. Þessi væll um það að bókin sofni ein- hvern daginn og svo verði ekkert les- ið meira í heiminum verður ekki að veruleika. Nú eru aðrir tímar og öðruvísi tilfinning sem ræður lífi fólks.“ Ný skáldsaga í burðarliðnum Vigdís er með nýja skáldsögu i burðarliðnum og ætlar Iöunn að sjá henni fyrir vinnuaðstöðu. „Ég er svo heppin að fá að gera það sem ég hef svona mikla þörf fyrir. Það að þurfa að sífeht að skrifa einhver orð er afar undarlegt og jafnvel absúrd.“ Vigdís les mikið af ahs konar bók- um og segir að margir höfundar hafi haft áhrif á sig. „Ég verð oft fyrir miklum áhrifum, meðvitað og ómeðvitað. Ég reyni að stela ekki þótt mig langi oft til þess,“ segir hún glettnislega. Einhvern tíma - þegar ég heimsótti stórt bóka- safn í Finnlandi og sá ahar bækurnar - hélt ég að það væri búiö að skrifa og lesa allar bækur. En meðan nýr dagur rís er hægt að skrifa. Það er ekki búið að skrifa allar bækur frek- ar en búið er að fæða öll börn eða byggja öll þessi hrylhlegu hús.“ -JJ Ingimundur Sveinsson menningarverðlaunahafi: Byggingarlist er að breytast Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur teiknað mörg falleg mannvirki og meðal þess sem hann er að fást við þessa dagana er Kúlan á hitaveitutönk- unum í Öskjuhlíð. DV-mynd S Ingimundur Sveinsson arkitekt hlaut menningarverðlaun DV fyrir byggingarhst og þá sérstaklega hús Sjóvá/Almennra í Kringlunni 5. „Þetta hús var lengi á teikniborðinu fyrir Sjóvá, sem þá var, en þeir fengu lóðina fyrir nokkrum árum. Málið var síðan geymt í nokkurn tíma, beð- ið átekta, en þegar þráðurinn var tekinn upp að nýju voru gerðar nokkrar breytingar á húsinu. Skipu- lagið var í fyrstu allt annað í Kringl- unni. Nýja teikningin féll betur að nýja skipulaginu. Húsið var teiknað algjörlega eftir þörfum tryggingafé- lagsins og átti að vera vel við vöxt. Á tímabih þótti þeim þetta of stór biti að kyngja þannig að þeir seldu Kaup- þingi hluta húsnæðisins fyrir ári. Skömmu síðar kom síðan upp sam- eining Sjóvá og Almennra trygginga sem aftur kallaði á meirð- pláss. Það sem mér gekk til með þetta hús var að þaö endurspeglaði þá starfsemi sem færi fram í því og að það virkaði traust og varanlegt,“ sagði Ingi- mundur. „Útlit hússins tekur mið af skipu- lagi. Undir því er bílageymsla, eins og skipulagið kveður á um. Það er ekki verið að elta Hús verzlunarinn- ar sem stendur skammt frá,“ sagði Ingimundur ennfremur. Þess má geta að Ingimundur teiknaði einmitt Hús verzlunarinnar þegar hann var nýkominn heim frá arkitektúrnámi sem hann stundaði í Aachen í Þýska- landi. Ingimundur teiknaði einnig hús aldraðra fyrir Verzlunarmanna- félagið sem er í nágrenninu.“ Allt hefur sinn tilgang Útlit Kringlunnar 5 er sérstætt að mörgu leyti, t.d. koma miklár gler- byggingar út frá húsinu á tveimur hliðum þess. „Glerbyggingarnar þjónuðu ákveðnum tilgangi. Þær opna húsið í gegn og hleypa birtunni inn á neðstu hæðunum. Einnig hleypa þær birtu inn í bílageymsl- una,“ sagði Ingimundur. Hann segist ekki hafa verið lengi að vinna hugmynd að húsinu þegar. það lá ljóst fyrir í aðalatriðum hvern- ig það ætti aö vera. „Ég vann að þessu ásamt byggingarnefnd húss- ins.“ Ingimundur segist vera ánægð- ur með þetta hús en segir þó að ekki sé ennþá öllu fulllokið innanhúss. „Það á eftir að stokka upp innanhúss enda er húsinu ekki fulllokið.“ Hann segist hafa afskipti af innanstokks- munum í samráði við eigendur fyrir- tækisins. Vinnur nú Kúluna Ingimundur Sveinsson hefur teikn- að hús í tuttugu ár og margar falleg- ar byggingar eru eftir hann í borg- inni. Má þar nefna, Vesturbæjarskól- ann, nokkur hús sem eru sérhönnuð sem þjónustuíbúðir fyrir aldraða, t.d. Gimli og Breiðblik. Skömmu eftir að Ingimundur kom úr námi setti hann upp sína eigin teiknistofu sem hann rekur enn og hefur sex menn í vinnu. „Ég byrjaði hjá Skarphéðni heitnum Jóhannssyni, en hann lést skömmu síðar, þannig að ég var þar ekki nema í rúmt ár.“ Eitt af fyrstu verkefnum Ingi- mundar, þegar hann kom heim, var að teikna Granda sem þá var frysti- hús ísbjarnarsins. Fljótlega eftir það kom Hús verzlunarinnar. Verkefni, sem liggja fyrir hjá Ingimundi um þessar mundir, eru meðal annars heilt hverfi í Mosfellsbæ, hótel Eim- skipafélagsins á Skúlagötu og Kúlan fræga á hitaveitutönkunum á Öskju- hlíðinni. Ingimundur segist hafa ákveðið það snemma að verða arkitekt. Hann teiknaöi oft skopmyndir á unglings- árum og teiknaði t.d. Faunu í Menntaskólanum í Reykjavík en það er blað sem gefið er út við útskrift, skreytt með skopmyndum af hverj- um nemanda. „Eg er hættur shkum teikningum nú,“ segir hann. Ingimundur er kvæntur Sigríði Arnbjarnardóttur og eiga þau þrjú börn, 6 ára, 13 og 15 ára. Sjálfur er Ingimundur 47 ára. Hann er sonur Sveins Benediktssonar, bróður Bjarna heitins Benediktssonar, fyrr- um forsætisráðherra. Ingimundur er einn fjögurra systkina en hann er sá eini í ættinni sem lærði arkitektúr. „Þetta eru mest lögfræðingar,“ segir hann. Tímafrekt starf Ingimundur segist ekki skipta sér mikið af pólitík en eiginkona hans er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og formaður í hverfa- félagi. Ingimundur situr hins vegar í skipulagsnefnd Reykjavikur og er formaður félags sjálfstæðra arki- tekta auk þess sem hann situr í stjórn AB. Hann var á sínum tíma mikill hestamaður en er hættur í bili þar sem sonur hans fékk ofnæmi fyrir hrossum. „Ég tek þaö áhugamál kannski upp aftur á efri árum,“ segir hann. „Á tímabih var ég mikill ljós- myndadellukarl og kom mér upp ágætis græjum en hef ekki haft tíma fyrir það áhugmál í nokkurn tíma. Þaö fer ansi mikill tími í vinnuna. Ef menn ætla að sinna þessu fagi vel þá er þetta tímafrekt starf.“ Ingimundur var duglegur hér áður fyrr að taka þátt í hinum ýmsu sam- keppnum og fékk oft verðlaun fyrir. Hann fékk til dæmis verölaun fyrir skipulag á ísafirði ásamt fleirum og hefur í kjölfarið unnið mikið fyrir ísafjarðarbæ. Einnig fékk hann verð- laun fyrir safnahús í Borgarnesi, ásamt Gylfa Guðjónssyni, fyrir sjö árum. Ingimundur tók einnig þátt í samkeppni um kirkju í Fella- og Hólasókn ásamt Gylfa og varð hug- mynd þeirra fyrir valinu. Hörð samkeppni Ingimundur segir að sér Iítist vel á Menningarverðlaun DV. „Það er allt- af upplyfting fyrir menn þegar tekið er eftir því sem þeir gera. Mér finnst vera þörf á viðurkenningum af þessu tagi því þær vekja áhuga fólks á umhverfismótun og hönnun.“ „ByggingarstíU er að breytast nokkuð,“ segir Ingimundur. „Við erum að hverfa frá því sem verið hefur ráðandi mjög lengi, svona strangtrúarstíl. Menn leyfa sér meira núna,“ segir Ingimundur. , „Það er mikh samkeppni í grein- inni og erfitt fyrir ungt fólk að byrja enda er atvinnuleysi í stéttinni. Það eru líka frekar hkur á að byggingar dragist saman á næstunni," segir Ingimundur Sveinsson arkitekt. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.