Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 26
34 LAUGARDAGUR 24! FEBRÚAR 1990. Sérstæð sakamál Hann þyrfti aöeins aö látast aka lauslega aftan í bíl Ritu svo hann félli af lyftunni. Þá yröi hún undir honum og léti vafalaust lífið. í augnablik íhugaöi hann áætlun sína en hratt henni svo í fram- kvæmd. Um leiö heyrðist óp en svo varö þögn. Enginn haföi séö „slysið" og hvorki kona Savills né sonurinn, Dean, voru heima. Hann gaf sér því góöan tíma áöur en hann hringdi á hjálp og skýrði frá því hvað gerst hefði. Björgunarlið kom þegar á vettvang. Hann sagði mönnunum að hann óttaöist aö óhappið heföi haft alvarlegar afleiðingar. „Ég gerði það sem ég gat,“ sagöi hann. „Ég reyndi aö lyfta bílnum en hann lá ofan á henni og ég gat ekki... “ „Ofan á henni?“ sagði þá einn björgunarmannanna sem haföi lit- iö undir bílinn. „Ég fékk ekki betur séö en þetta væri karlmaöur." Sá látni „Góði guðhrópaði Saville. Það hafði þá ekki veriö Rita Lyle sern haföi veriö aö gera viö bílinn. En hver gat þaö þá hafa verið? Savill gat í fyrstu ekki fengið sig til aö líta á fórnardýr sitt en eftir nokkra stund gat hann þó ekki annað en gengið að sjúkrabílnum en þá haföi sá látni verið lagöur í hann. Hefði herra Savill gert sér grein fyrir því hverjar afleiöingar deila hans viö nágrannakonuna áttu eft- ir aö hafa heföi hann vafalaust hugsað sig tvisvar um áöur en hann greip til þess ráös sem hann hugði aö myndi duga. Nigel Savill hafði alltaf samiö vel við nábúa sína. Á því varð þó breyt- ing þegar Rita Lyle flutti í húsiö viö hliðina á því sem hann átti. Þaö gerðist í nóvember 1985 og eftir þaö mátti segja aö stríðsástand hafi ríkt viö þessa fyrrum friðsælu götu í Carhsle á Englandi. Rita Lyle, sem var þá tuttugu og sex ára, var Savill mikill þyrnir í augum. Hún var einstæð móðir og atvinnulaus en í augum Savill var slíkt fólk afætur á þjóðfélaginu. Það voru þó fyrst og fremst venj- ur Ritu Lyle sem fóru í taugarnar á Savill. Hún stillti útvarpið sitt svo hátt aö í því heyrðist vel í húsi Savilis og Rita virtist þurfa að hlusta á dægurlög frá morgni til kvölds, sumar og vetur. í fyrstu kvartaði SaviU kurteis- lega viö Ritu en það dugði ekki. Hún fór sínu fram eftir sem áöur. Stríð Er SaviU varð ljóst aö Rita ætlaði ekki að veröa við beiöni hans varö þaö hans helsta markmið aö koma henni úr húsinu sem hún bjó í. Hann sneri sér til umhverfismála- deildar borgarinnar meö kvörtun um hávaðamengun en þegar full- trúar deildarinnar komu á vett- vang stóö þannig á, aldrei þessu vant, að Rita var ekki aö hlusta á útvarpiö. DeUdarfulltrúarnir gátu þá ekki annnaö gert en beina þeim tilmælum til SaviUs aö hann héldi skrá yfir þaö hvenær heyrðist í útvarpi Ritu Lyle svo þaö plagg mætti leggja fram ef máliö kæmist aftur á dagskrá. Fékk SaviU konu sinni, Mae, þaö verkefni að halda skrána. Næsta skref Savills var að koma því tíl tryggingastofnunarinnar, í skjóU nafnleyndar, að Rita ætti „fastan vin“. Það geröi hann af því honum var kunnugt um að tækist að sýna fram á aö Rita fengi fram- færslustyrk frá unnusta eöa verö- andi eiginmanni félU á hana grun- ur um að hún væri aö hafa fé af opinberum aðUum á fólskum for- sendum og þá yrði henni vísað úr húsinu. Vaxandivandi Ekki mun nafniaus ábending Sa- viUs hafa þótt þess eðUs aö rétt væri aö kanna hana sérstaklega. Ekkert gerðist þvi og þaö leiö fram á vor árið 1986. Þá varð nágrönnum Ritu ljóst aö hún var ólétt en fyrir átti hún litla dóttur. Er leið fram á vor var hún oft í garðinum og hafði þá útvarpið úti við og fór það mjög í taugamar á SavUl. Enn á ný leitaði SavUl tíl borgar- yfirvalda. Aftur komu fuUtrúar umhverfismáladeUdarinar og í þetta sinn fór hávaðinn í næsta húsi ekki fram hjá þeim. Einn fuU- trúanna fór þá og ræddi viö Ritu en hún svaraði honum meö nokkr- um vel völdum orðum og skellti síöan á hann hurðinni. Um hríö beið SaviU eftir því að deildin aöhefðist eitthvað en ekkert gerðist. Þá fór Saville með mót- mælalista í húsin í nágrenninu til að safna undirskriftum gegn Ritu Lyle en hann fékk engan til að skrifa undir hann. Bar fólk því meðal annars við að hún væri ein- stæð móðir og ætti von á öðru bami. Nigel SaviU varö því að horf- Rita Lyle með soninn Grant. ast í augu við þá staðreynd að hann stóð einn í stríði við Ritu. Gáfstekki upp SavUle íhugaði ýmsar aðgerðir í máUnu á næstu vikum en varð ekkert ágengt. Svo gerðist það í fe- brúar 1987 að Rita eignaðist annað bam. Var það drengur og var skírð- ur Grant. Dóttirin, Zara, var nú orðin þriggja ára. SavUl var nú orðinn svo ákveðihn í að koma Ritu úr hverfmu að hann íhugaði um tíma að leita tU leigu- morðingja. Þá var hann einmitt nýbúinn að lesa um konu sem hafði fengið ókunnugan mann til aö myrða manninn sinn. SavUl var djúpt sokkinn í hugs- anir um leigumorðingja er hann kom heim tU sín úr vinnunni, 11. ágúst 1987. Hann kom akandi á bUnum sín- um og þegar hann ók hjá húsi Ritu sá hann aö bíll hennar stóð fyrir framan húsið og undir honum að framanverðu var bíllyfta enda var annaö framhjóhð ekki á. Undan bUnum stóðu fótleggir í gallabux- um og íþróttaskóm af þeirri gerð sem Rita var vön að ganga í. Skyndileg ákvöröun Er SavUl sá fótleggina eygði hann allt í einu lausnina á vanda sínum. Dean Savill. Niael Savill. Bijóstkassinn hafði brotnað og andhtiö var Ula leikið. Þess vegna hélt Savih í .fyrstu að augu hans væru að blekkja hann. Svo varð honum ljóst að svo var ekki. Þá stóö hann um stund sem lamaður. Björgunarmennirnir horfðu á hann og loks spurði einhver hann hvort honum hefði orðið svo Ult viö að sjá manninn sem týnt hefði líf- inu af því hann kenndi sér um óhappið. „Nei, það má ekki vera hann,“ sagði Saville þá. „Það má ekki vera Dean.“ „Hver er Dean?“ spurði þá einn sjúkrahðanna. „Sonur minn,“ svaraði SavUle. „Ég var alveg viss um að það væri hún.“ Þögn og undrun Sjúkrahðinn sem SavUl sagði þetta við virti hann fyrir sér um stund, undarlegur á svip. Svo sneri hann sér að félaga sínum og ræddi viö hann einslega. Þeim kom sam- an um að svar Savills hefði verið undarlegt. Hann hafði sagt að hann hefði verið alveg viss um að það hefði verið „hún“. Hvaða konu var hann að tala um? Gat verið að ekki væri um slys að ræða eins og í fyrstu hafði verið talið? Eftir nokkra umræðu settist sjúkralið- inn inn í bílinn og kallaði á lög- reglu í fjarskiptatæki. Nokku síðar komu rannsóknar- lögreglumenn á vettvang. Þeim duldist ekki að Nigel SavUl var afar illa haldinn, nánast í losti eftir það sem gerst hafði, en engu að síður hélt hann því aðspurður fast fram að um slys hefði verið aö ræða. Hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði ekið á bíl Ritu Lyle fyrr en eftir á. Lögreglumenn- irnir trúðu honum ekki og færðu hann á lögreglustöðina tU frekari yfirheyrslu. Alger ósigur Er á lögreglustöðina kom sagði Nigel Savill hins vegar sannleik- ann. Hann reyndi þar að færa að því rök að ekki væri hægt að ákæra hann fyrir að hafa myrt son sinn. Hann hefði ekki vitað að það var hann sem var undir bílnum. Það yrði því að teljast slys að hann hefði orðið syni sínum að bana. Þá væri ekki hægt að dæma hann fyrir morðið á Ritu Lyle því hún væri bráðlifandi. í rauninni væri því ekki hægt að ákæra hann fyrir neitt. Rannsóknarlögreglumönunum fannst lítið til þessarar rökfræði koma og Savill var settur í fanga- klefa en málið síðan tekið til frek- ari rannsóknar. Svo fór að sjálfsögðu að Nigel SavUl var ákærður fyrir morðið á syni sínum, Dean. Þá fékk hann aö vita að Dean, sem var tvítugur, hefði haft í hyggju að kvænast Ritu Lyle enda væri hann faðir sonar hennar, Grants. Sannleikurinn var sá aö Dean haföi kynnst Ritu skömmu eftir að hún ílutti í húsið við hliðina á húsi foreldra hans. Þau höfðu síðan hist reglulega en ekki þorað að opin- bera samband sitt vegna þess ofur- kapps sem Nigel Savill lagði á að koma Ritu burt úr hverfinu. Því réð meðal annars að Dean gekk enn í skóla og varð að treysta á fjár- hagslegan stuöning foreldra sinna til að geta lokið náminu. Nú býr enginn í húsi Nigels Sa- vill. Sjálfur er hann í fangelsi en kona hans fluttist heim til móður sinnar. En Rita Lyle býr enn í næsta húsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.