Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. Reykjavík fyrr og nú Þessar myndir eru teknar vestur Skúlagötu á móts viö lóöamörk Völundarlóðarinnar og Kveldúlfs en eldri myndin er frá því í febrúar 1968, þremur mánuöum fyrir hægri umferð hér á landi. Skuggi Myndirnar eru teknar á söguleg- um staö, því að á þessum slóðum, u.þ.b. þar sem ljósastaurinn stend- ur sem næstur er, stóð bærinn Skuggi, elsta býlið í Skuggahverf- inu, reistur rétt eftir aldamótin 1800 en kominn í eyði laust fyrir miðja 19du öldina. Niður af býhnu var Skuggavör. Skuggahverfið er kennt við þetta fyrsta býh sitt og sömuleiðis Skuggasund milli Lind- argötu og Sölvhólsgötu. Þá hét Hverfisgatan upphaflega Skugga- hverfisgata. Ur myndasafni DV Klöpp Á klöppinni aö vestanverðu stóð býhð Klöpp, reist neðst og austast í Arnarhólstúninu 1838, en Klapp- arvör, vestanverðt við klöppina, þótti lengi ein besta vörin í austur- bænum. Á Klöpp bjó um aldamótin Steingrímur Steingrímsson, sonur Steingríms Jónssonar í Sölvhól, annálaður sjósóknari og formaður á sínum tíma. Árið 1901 var reist timburhúsið KIöpp eða Klapparhús sem stóð rétt fyrir norðan gamla verk- smiðjuhús Völundar. Þetta hús var flutt er Skúlagatan var lengd th austurs, skömmu eftir 1930. Klapp- arstígurinn, sem að sjálfsögðu er kenndur við býlið Klöpp, er einn elsti götutroðningurinn í Skugga- hverfinu. Tanginn eða klöppin, sem Skuggi stóð við og Klöpp og síðan ohustöð- in stóðu á, hefur í seinni tíð verið nefndur Klöpp en áður fyrr var hann nefndur Stóra-Klöpp, til að- greiningar frá Litlu-Klöpp, nokkru vestar, niður undan Nýborg. Iönhverfi vaxandi bæjarfélags Neðsti hluti Skuggahverfisins er elsta iðnaðarhverfi borgarinnar ef frá eru talin hús Innréttinganna í Aðalstræti. Á fyrstu tveimur ára- tugum þessarar aldar risu þær verksmiðjubyggingar sem síðan hafa lengst af sett svip sinn á sjáv- arsíðuna frá Ingólfsgarði að Snorrabraut. Það verður ekki sagt um þessar byggingar að þær hafi myndað DV-mynd BG heilsteypta götumynd en stofnun og áratuga starfsemi þeirra iðnfyr- irtækja, sem þarna voru th húsa, eru engu að síður stórmerkur þátt- ur í iðnsögu þjóðarinnar. Meðal þessara verksmiðjubygg- inga má nefna trésmíðaverkstæði Völundar, reist 1905, Klæðaverk- smiðjuna Iðunni, reist 1906, Slátur- félag Suðurlands, reist 1907, og Kveldúlfshúsin, reist 1913. Völundarhúsin og Landssjóðshúsið Skemman lengst th vinstri á gömlu myndinni er eystri timbur- skemma Völundar. Þar starfrækti Magnús Guömundsson skipasmið- ur Skipasmíðastöð Reykjavíkur, sem hann stofnaði árið 1915, og þar mun hann hafa smíðað fyrsta þil- farsvélbátinn sem smíðaður var hér á landi. Hét báturinn Hera og var smíðaður fyrir Garðar Gísla- son stórkaupmann. Sonur Magn- úsar er Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri. Milli skemmunnar og hins yngra verksmiðjuhúss Völundar sér hins vegar í vestari skemmuna á Völ- undarlóðinni. Yngra verksmiðju- hús Völundar var reist á árunum 1954-55 en síðan tekur við eldra verksmiðjuhúsið. Völundarhúsin voru rifin árið 1987 og eins og sjá má á nýju mynd- inni eru nú risin íbúðarháhýsi á lóðinni. Þessar nýbyggingar eru hður í endurskipulagningu hins svonefnda Skúlagötusvæðis þar sem gert var ráð fyrir aö gömlu verksmiðjubyggingarnar vikju fyr- ir nýrri íbúðarbyggð. Á horni Klapparstígs og Skúla- götu, gegnt Völundarhúsinu, sér í gömlu Landssmiöjuna. Fyrir daga Landssmiðjunnar var húsið nefnt Landssjóðshúsið. Þar voru geymd áhöld Vegagerðarinnar sem í þá daga voru einkum skóflur og hak- ar. Sólarupprás í beinni útsendingu Vestast við Skúlagötuna blasir við Skúlagata 4, þar sem rannsókn- arstofur sjávarútvegsins eru til húsa. Þangað flutti ríkisútvarpiö úr Landssímahúsinu við Austur- völl árið 1959 og þar var ríkisút- varpið starfrækt til 1987. Að undanförnu hefur ríkisút- varpið verið að auglýsa „morgun- hana“ sína á rás tvö og ekki nema gott eitt um það að segja. Það er samt ólíklegt að þeir eigi eftir að skáka þeim Jóni Múla og Pétri Pét- urssyni þegar þeir lýstu frá Skúla- götunni, í beinni útsendingu morg- unútvarpsins, fuglalífinu á Kol- beinshaus og litadýrð sólarupprás- arinnar við Sundin blá. Fyrsta olíustöðin Hægra megin á gömlu myndinni er bensínstöð Olís á Klöpp. Olíu- verslun íslands var stofnuð 1927 en árið áöur var hafist handa við að reisa Olíustöðina á Klöpp, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Olíu- leiðslur lágu í stokk neðarjarðar frá Klöpp og út í Ingólfsgarð en þar lagðist fyrsta olíuskipið að bryggju og dældi olíu til stöðvarinnar 10. júní 1928. Mörgum árum síðar var svo önnur leiðsla lögð frá Klöpp og inn í Laugarnes. Olíustöðin var rifin árið 1988 en ný bensínafgreiðslustöð reist nokk- ur hundruð metrum austar. Aðalsteinn Guðmundsson Enginn hefur starfað lengur hjá Olíuversluninni en Aðalsteinn Guðmundsson sem verklýðssinn- inn og stórkapítalistinn Héðinn Valdimarsson réð til fyrirtækisins rétt áöur en það var stofnað, en Aðalsteinn lét þar af störfum 1978. Aðalsteinn fæddist á Lindargötu 23, árið 1903, en hann er manna fróð- astur um sögu Skuggahverfisins, vel ern og stálminnugur. Meðal hálfsystkina Aðalsteins eru Gunn- ar Guðmundsson, forstjóri GG, og Rósa, kona Bjarna Braga seöla- bankastjóra. Faðir þeirra systkina var Guðmundur Matthíasson verk- stjóri, fæddur í Nikulásarkoti, þar sem nú er Landssmiðjan. Skúlagatan Skúlagatan ber nafn fyrsta iðn- jöfurs borgarinnar, Skúla fógeta. Fyrsti vísir aö götunni var lagöur með járnbrautarteinum á þessum slóðum vegna hafnarframkvæmd- anna 1913-1917. Gatan var hins vegar ekki sómasamlega lögð fyrr en á fjórða áratugnum, en síðan þá og til skamms tíma hefur hún verið ein helsta umferðaræð borgarinn- ar. Vísnaþáttur Reynist flest í veröld valt Ég er sjálfur orðinn allt Og hérna sit ég - ein. öðruvísi en forðum. „Líf hvers manns er eins og dag- bók, þar sem hann eða hún ætla að skrifa ákveðna sögu. En hún verður ávallt önnur. Og tími auðmýktarinn- ar rennur upp er við berum saman það sem við lofuðum að skrifa og það sem við skrifuðum.“ Arnþór Ámason frá Garði í Mý- vatnssveit lýsir viðhorfi sínu til lífs- ins á eftirfarandi hátt: Lifnað allan, lög og dóm, læt mig engu varða. Allt er lífið aska tóm á eilífðar mælikvaröa. Mín er bráðum ævi öll, enda búinn lengi breyzkleikans um víðan völl vaöa í buxnastrengi. Sama hvaða bönd ég bind breyzkri löngun minni, rís af dvala sofin synd, syngur í návist þinni. Vængjaþytur verður hljóð, vindur að hrópi líka, eftir hástraums fylluflóð fjaran unaðsríka. Höskuldur Otti Guðmundsson ger- ir upp við liðna tímann: Föng við hæfi fundið hef fönn þótt skæfi að hreysi. Langa ævi, skeikul skref, skammt frá gæfuleysi. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, en hefur að líkindum fengiö að gjalda glapa sinna, yrkir svo: í ógæfunnar öldusog allir geta hrapað. Lítið feilspor eitt sinn - og allt er lífið tapað. Skyldu ekki margir geta tekið und- ir með höfundi næstu vísu: Reynist flest í veröld vedt, veltur margt úr skorðum. Mannlýsing er fyrirsögn næstu vísu, sem er eftir Rósberg G. Snædal: Eyddi sorg í iðu glaums úti á torgum sviðnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu að morgni liðnum. Sjálfum sér lýsir Rósberg þannig: Ég er orðinn eins og skar, illa þoli hríðar. Vitanlega verð ég snar- vitlaus innan tíðar. Hamingjuleit nefnir Oddfríður Sæ- mundsdóttir ljóð sitt Ég lagöi, eins og fleiri, upp í leit að hamingjunni, er lífssó) fegurst skein, en haföi ekki lag á að hlúa að gæfu minni. Nú er ég hætt að gráta yfir æskudraumum mínum. En undrast hef ég þrátt, hvað lífið getur úthlutað æskudraumum sínum á undarlegan hátt. Indriði á Fjalli gerir upp við sjálfan sig: Ég er tíðum göngugjarn, gramur hýði þýðu. Ég er víðavangsins barn vanur blíðu og stríðu. Höfundur næstu vísu leitar skýr- ingar á vanlíðan sinni: Ég er allur af mér genginn, ekki veit ég hvað því veldur, því kvennamaður er ég eng- inn og ekki drykkjumaður held- ur. Torfi Jónsson Sigfús Eiríksson veit betri skil á örlögum sínum: Víst kunn’ ég ungur að vaöa reykinn, vizkan viö dyr mínar beið. Vonir mínar og veruleikinn völdu hvort sína leið. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.