Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 24, FEBRÚAR-1990.
Menning
Þráinn Berteisson menningarverðlaunahafi:
íslensk kvikmynda-
gerð er í lífshættu
Þráinn Bertelsson er menningar-
verðlaunahafi DV í kvikmyndagerð.
Hann hlaut verðlaunin fyrir kvik-
mynd sína, Magnús sem frumsýnd
var 11. ágúst sl. og er enn sýnd í
Stjörnubíói, sex mánuðum síðar.
„Mig langaði að gera mynd sem
væri gamanmynd án þess að vera
algjör farsi. í gegnum tiðina hef ég
gert tilraunir meö ýmsar tegundir
gamanmynda og mig langaði að
prófa að gera kvikmynd sem væri
dálítið strembið sambland af gamni
og alvöru.
Einu sinni ætlaði ég að verða lög-
fræðingur og byrjaði í lögfræði. Eg
fór aö hugsa, nú þegar ég er kominn
á miðjan aldur, hvemig mér væri
innanbijósts ef ég hefði oröiö annað
en ég er. Til að fá einhverja dramatík
í frásögnina vantaði eitthvað ele-
ment sem fær manneskjuna til að
hrista af sér sleniö. Það er varla til
áhrifameiri hiutur að standa frammi
fyrir en dauðinn. Hann er í myndinni
sem krabbamein sem Magnús fær
eða fær ekki," segir Þráinn þegar
hann er spurður um hugmyndina að
baki verðlaunamyndinni.
„Ég byija alltaf á persónunum. Að
hugsa mér einhverjar persónur sem
ég hef hitt, þekki eða eru hluti af
sjálfum mér. Þegar ég er byrjaður
að velta þessum persónum fyrir mér
fara þær að hreyfast og þá myndast
atburðarás. Síðan eru til drama-
tískar aðferðir formúlunriar fyrir
framvindu hlutanna sem maður get-
ur stuðst við. Ég held að ailar persón-
ur, sem maður kynnist, hafi áhrif á
mann, jákvæð eða neikvæð. Ef mað-
ur fæst við tjáningu renna þessar
persónur saman í eina heild eða
klofna og það verður gerjun í þeim.
Þær eru í undirvitundinni og spretta
fram.“
Samstarfi við Kvik-
myndasjóð lokið
Þráinn segir að mjög auðvelt sé að
fá fólk til að vinna með sér í kvik-
mynd en hins vegar taki það langan
tíma að fá peninga. „Ég var svo hepp-
inn árið 1988 að fá styrk úr Kvik-
myndasjóöi. Það var í fyrsta skipti
sem ég hef fengið styrk frá því fyrir-
tæki sem einhveiju máh skiptir. Þeg-
ar peningarnir voru komnir var ekki
eftir neinu að bíða og hægt að byrja
á verkinu. Áriö eftir fékk ég fram-
haldsstyrk og gat klárað myndina.
Hún var frumsýnd í ágúst og gengur
vel og ég er mjög ánægður með
hversu góða aðsókn hún hefur feng-
ið.
Hins vegar virðist eins og vinsam-
legum samskiptum mínum við Kvik-
myndasjóð, sem ég hélt að væri upp-
hafiö að löngu og gifturíku sam-
starfi, sé lokið. Ég er búinn að gera
mynd, sem var vel tekið, og mig lang-
ar að halda áfram. Ég er með verk-
efni sem ég tel betra en Magnús og
sótti því um styrk til að takast á við
það en var synjað. Sömuleiðis sótti
ég u'm styrk til að geta kynnt Magnús
erlendis, því myndin er líklega sú
fyrsta síðan Hrafninn flýgur var sem
á möguleika á einhverri verulegri
dreifingu erlendis, því var líka synj-
að svo ég veit ekki hvers ég á að
gjalda hjá Kvikmyndasjóði. Reyndar
hefur mér alltaf þótt allar úthlutanir
þar mjög skrítnar en þessi síðasta er
svo dularfull að það tekur engu tali.
Ég skil ekki hvað það á að ganga lengi
aö menn, sem sveipa sig nýju fótum
keisarans, vaði hér uppi.
Ótrúlegar úthlutanir
í síðustu viku fengum við að sjá
sjónvarpsleikrit eftir þá félaga Frið-
rik Þór og Hrafn Gunnlaugsson, sem
hafa myndað bandalag gagnkvæmr-
ar samúðar í gegnum tíðina og verið
ósparir á að hæla hvor öðrum. Ég
held að þetta leikrit hafi vakið mjög
litla hrifningu. Síðasta mynd Frið-
riks fékk enga aðsókn hér heima en
hefur fengið einhverjar undirtektir á
kvikmyndahátíðum þar sem áhorf-
endur eru taldir í tugum. Þessum
manni eru skaffaðar tuttugu og fimm
milljónir. Allir þeir peningar, sem
Kvikmyndasjóður hefur til að leggja
í framleiðslu á kvikmyndum, eru
lagðar í lúkumar á manni sem virð-
ist ekki hafa nokkurn áhuga á eða
getu að gera kvikmyndir handa
venjulegu fólki. Kvikmyndir eru fjöl-
miðill, ekki fámennislist sem ein-
staklingar geta stundaö án verulegr-
ar fjárhagslegrar ábyrgðar.
Kvikmynd um geð-
sjúkling
Það er hvorki hægt aö kynna
Magnús né gefa mér kost á að halda
áfram að vinna. Aftur á móti fær
Hrafn Gunnlaugsson, sem er nýbú-
inn að fá 300 milljónir frá Nordvisi-
on, ljóra og hálfa milljón til að und-
irbúa' píslarsögu Jóns Magnússonar
þumlungs. Það er eflaust mikil nauð-
syn að gera kvikmynd um þennan
geðsjúkhng aftan úr öldum og ég ef-
ast ekkert um að Hrafn Gunnlaugs-
son er rétti maðurinn tii þess. En
fjórar og hálfa milljón í undirbúning
á þessu fyrirbæri, á meðan Hrafn er
sjálfur upptekinn sem leikstjóri og
höfundur stærstu Nordvision seríu
sem gerð hefur verið, skil ég bara
ekki. Enn fremur flnnst mér mjög
undarlegt að næsthæsti styrkurinn,
sem fer út að þessu sinni, lendir hjá
stjórnarmanni Kvikmyndasjóðs,
sem ásamt Hrafni Gunnlaugssyni er
búinn aö sitja þar lengi, og heitir Sig-
urður Sverrir Pálsson. Þetta er enn
ein sjávarútvegsmyndin. Ég hélt aö
hinar ýmsu atvinnugreinar, eins og
verslun, þjónusta, iðnaður, land-
búnaður og sjávarútvegur, ættu að
íjármagna sínar eigin kynningar-
myndir án milligöngu Kvikmynda-
sjóðs. Einnig finnst mér mjög undar-
legt að tíu milljónir af þessum fáu
krónum, sem var úthlutaö, skuh
lenda beint inn í stjóm sjóðsins. Yfir
þessu get ég ekki þagað.
Kvikmyndagerð í
svelti
Ég er óánægður með þetta ástand
og hvernig staðið er að yfirstjórn
kvikmyndamála núna. Aðalábyrgðin
er hjá menntamálaráðherra, Svavari
Gestssyni, sem hefur staðið verr að
þessum málum en nokkur annar
menntamálaráðherra frá því afr
kvikmyndavorið byrjaði. Svavar hef-
ur farið næst því að drepa niður
kvikmyndageröina á þessum áratug.
Ég átti von á öðru frá hans hálfu.
Kvikmyndalög voru samin og skilað
inn í ráðuneyti Svavars fyrir 1. mars
fyrir ári en ekkert bólar á þeim.
Þrátt fyrir að Magnúsi hafi vegnað
vel og ég megi una nokkuð vel viö
minn hag, þó mér bjóðist atvinnu-
tækifæri érlendis frá, sem ég hef ekki
nema takmarkaðan áhuga á, og þrátt
fyrir Menningarverðlaun DV, sem
ég gladdist mikið yfir að fá, finnst
mér ástandið í kvikmyndagerðinni
vera afskaplega hættulegt. Menn
verða aö skilja að þetta stendur svo
höllum fæti að innlend kvikmynda-
gerð getur þurrkast út hér á landi
jafnskyndilega og hún byijaði.
„Kvikmyndir eru fjölmíðill, ekki fá-
mennislist sem einstaklingar geta
stundað án verulegrar fjárhagslegr-
ar ábyrgðar,“ segir Þráinn Bertels-
son kvikmyndagerðarmaður sem
fékk Menningarverðlaun DV fyrir
mynd sína, Magnús.
Á leið í ritstörf
Þrátt fyrir að framfarir í kvik-
myndageröinni hafi verið meiri á síð-
asta áratug en í nokkurri annarri
listgrein þá er ástandiö í henni
ábyggilega erfiðast og það tekur eng-
inn tillit til þess. Innan hennar eru
hrafnar og úlfur sem hegða sér eins
og rándýr en ekki eins og manneskj-
ur.“
Þráinn segir að í stað þess að fara
út í kvikmyndagerðina, sem hann
langaði, sé hann á leið í blaða-
mennsku. „Ég ætla að taka við út-
gáfu tímarits, sem heitir Hesturinn
okkar, og hef hugsað mér að
skemmta mér alveg rosalega við það,
því hestamennska er mitt aðaláhuga-
mál. Auk þess er ég að fullgera hand-
rit. Þaö er gamanmynd um ellefu ára
strák, Alexander sem lendir alveg
óviljandi í atburðum sem hann hefur
enga stjórn á - foreldrar hans skilja.
En þeir vilja frekar að ég ritstýri
tímariti - þá er ég ekki fyrir,“ segir
Þráinn og er nokkuð reiður úthlut-
unum sjóðsins. Hins vegar var hann
ákaflega ánægður með Menningar-
verðlaun DV. „Þó ég hafi ekki alltaf
verið sammála dómnefndum í vali á
kvikmyndagerð, þá verð ég að vera
það núna,“ segir hann brosandi.
-ELA
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10 í Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Daltún 7, þingl. eig. Heiðrún Alda
Hansdóttir, þriðjud. 27. febrúar ’90 kl.
10.20. Uppboðsbeiðandi er Guðjón
Ármann Jónsson hdl.
Hamraborg 12, 5. hæð, þingl. eig.
Marbakki hf., þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.55. Uppboðsbeiðendur eru Fjár-
heimtan hf., Tryggvi Bjamason hdl.,
Bæjarsjóður Kópavogs, Skattheimta
ríkissjóðs í Kópavogi og Ingólfúr Frið-
jónsson hdl.
Orka SH-4, Sómabátur, talinn eig.
Ólafur Öm Ólafsson, þriðjud. 27. fe-
brúar ’90 kl. 11.10. Uppboðsbeiðendur
em Landsbanki íslands og Ólafur
Axelsson hrl.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10 í Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Auðbrekka 13, talinn eig. Auðbrekka
hf., þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.35.
Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður
Kópavogs.
Auðbrekka 29, 2. hæð, þingl. eig.
Kristmann Þór Einarsson, þriðjud. 27.
febrúar ’90 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi
er Veðdeild Landsbanka íslands.
Álfatún 31, íbúð 0301, þingl. eig. Þóra
Garðarsdóttú, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em
Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Álfatún 8, austurendi, talinn eig. Þór
Þórarinsson, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.25. Uppboðsbeiðendur em
Landsbanki Islands og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Álfhólsvegur 75, neðri hæð, þingl. eig.
Lovísa Guðmundsdóttir o.fl., þriðjud.
27. febrúar ’90 kl. 10.30. Uppboðs-
beiðendur em Magnús Norðdahl hdl.
og Veðdeild Landsbanka fslands.
Ásbraut 11, 2. hæð t.v., þingl. eíg.
Helga Ámundadóttir, þriðjud. 27. fe-
brúar ’90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
em Skúli J. Pálmason hrl., Tiygginga-
stofhun ríkisins, Ásgeir Þór Amason
hdl. og Ari ísberg hdl.
Ástún 12, íbúð 2-5, þingl. eig. Guðrún
Ó. Sæmundsdóttir, þriðjud. 27. febrúar
’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er Veð-
deild Landsbanka Islands.
Brekkutún 21, þingl. eig. Hafliði Þórs-
son, þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.35.
Uppboðsbeiðendur em Landsbanki
íslands og Bæjarsjóður Kópavogs.
Digranesvegur 46 A, þingl. eig. Sveinn
Kjartansson og Guðrún Gestsdóttir,
þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.10. Upp-
boðsbeiðandi er Stefán Bj. Gunn-
laugsson hrl.
Engihjalli 7, 2. hæð t.h., þingl. eig.
Gísli Pálsson o.fl., þriðjud. 27. febrúar
’90 kl. 10.35. Uppboðsbeiðendur em
Indriði Þorkelsson hdl., Kristinn Hall-
grímsson hdl., Veðdeild Landsbanka
Islands, Tryggingastofhun ríkisins og
Jón Ingólfsson hdl.
Fumgmnd 58, 1. hæð A, þingl. eig.
Guðlaug Jónsdótth, þriðjud. 27. febrú-
ar ’90 kl. 10.40. Uppboðsbeiðendur em
Hróbjartur Jónatansson hdl., Trygg-
ingastofriun ríkisins, Veðdeild Lands-
banka íslands, Jón Eiríksson hdl.,
Friðjón Öm Friðjónsson hdl. og
Halldór Þ. Birgisson hdl.
Fumgmnd 70, 6. hæð B, þingl. eig.
Magnús Albertsson og Guðný Guð-
mundsdóttir, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Bjöm
Ólafúr Hallgrímsson hdl. og Veðdeild
Landsbanka íslands, íslandsbanki
Hafnarbraut 8, þingl. eig. Víkurbraut
sf., en talinn eig. Samband íslenskra
fiskframleiðenda, þriðjud. 27. febrúar
’90 kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er
Landsbanki íslands.
Hamraborg 32, 5. hæð B, þingl. eig.
Ámi Atlason og Dagbjört Almars-
dóttir, þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.25.
Uppboðsbeiðendur em Ævar Guð-
mundsson hdl. og Brynjólfúr Kjart-
ansson hrl.
Hjállabrekka 23, efri hæð, þingl. eig.
Gústaf Símonarson, þriðjud. 27. febrú-
ar ’90 kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er
Fjárheimtan hf.
Hlíðarhjalli 1, þingl. eig. Jóhann
Bergsveinsson, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.05. Uppboðsbeiðendur em Ingv-
ar Bjömsson hdl., Guðjón Ármann
Jónsson hdl., Skattheimta ríkissjóðs í
Kópavogi og Veðdeild Landsbanka
íslands.
Holtagerði 57, þingl. eig. Gunnar Kr.
Finnbogason, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Ólafúr
Gústafsson hrl.
Kársnesbraut 108, 01.05 og 01.06,
þingl. eig. Kiástmann Ámason,
þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.45. Upp-
boðsbeiðendur em Eggert B. Ólaisson
hdl., Þómnn Guðmundsdóttir hdl. og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Lundarbrekka 10, 2. hæð nr. 1, þingl.
eig. Reynir Carl Þorleifsson, þriðjud.
27. febrúar ’90 kl. 10.45. Uppboðs-
beiðendur em Skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi og Gjaldheimtan í Reykja-
vík.
Lundarbrekka 16, 1. hæð t.v., þingl.
eig. Guðmundur A. Kristinsson,
þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.05. Upp-
boðsbeiðendur em Bæjarsjóður
Kópavogs, Ævar Guðmundsson hdl.
og Ásgeir Þór Amason hdl.
Lundarbrekka 2, 3. hæð nr. 8, þingl.
eig. Magnús Bjamason o.fl., þriðjud.
27. febrúar ’90 kl. 11.10. Uppboðs-
beiðendur em Búnaðarbanki Islands,
Fjárheimtan hf., Skattheimta rikis-
sjóðs í Kópavogi og Veðdeild Lands-
banka íslands.
Marbakkabraut 17, kjallari, þingl. eig.
Sigríður Sigmundsdóttir, þriðjud. 27.
febrúar ’90 kl. 10.50. Uppboðsbeiðend-
ur em Jón Ingólfsson hdl., Trygginga-
stofnun íákisins og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Nýbýlavegur 14, 1. hæð vesturendi,
þingl. eig. Ólafur Garðar Þórðarson,
þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.50. Upp-
boðsbeiðandi er Fjárheimtan hf.
Nýbýlavegur 28, efri hæð, þingl. eig.
Neonþjónustan hf., þriðjud. 27. febrú-
ar ’90 kl. 10.25. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Bæjar-
sjóður Kópavogs.
Reynihvammur 24, jarðhæð, þingl.
eig. Anna Kristín Einarsdóttir,
þriðjud. 27. febrúar ’90 kl. 10.50. Upp-
boðsbeiðendur em Magnús Norðdahl
hdl., Bæjarsjóður Kópavogs og Lands-
banki Islands.
Smiðjuvegur 4-A, þingl. eig. Magnús
Kristinsson o.fl., þriðjud. 27. febrúar
’90 kl. 11.05. Uppboðsbeiðandi er Bæj-
arsjóður Kópavogs.
Smiðjuvegur 50, suðurhluti, þingl. eig.
Jón B. Baldursson, þriðjud. 27. febrúar
’90 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em
Búnaðarbanki íslands og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Sæbólsbraut 27, þingl. eig. Þorsteinn
Hermannsson, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur em
Skattheimta nkissjóðs í Kópavogi,
Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjar-
sjóður Kópavogs og Jón Eiríksson
hdl________________
Vallhólmi 12, þingl. eig. Sveinbjöm
G. Guðjónsson, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.55. Uppboðsbeiðendur em
Magnús Norðdahl hdl., Ásgeir Thor-
oddsen hdl., Fjárheimtan hf. og Jón
Eiríksson hdl.
Vallhólmi 6, þingl. eig. Ingvar Gunn-
arsson, þriðjud. 27. febrúar ’90 kl.
10.20. Uppboðsbeiðendur em Bjöm
Ólafúr Hallgrímsson hdl., Andri
Ámason hdl., Veðdeild Landsbanka
íslands, Fjárheimtan hf., Skattheimta
ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Vatnsendablettur 86, þingl. eig. Bjöm
Baldursson, þriðjud. 27. febrúar ’90
kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Bún-
aðarbanki Islands og Kristinn Hall-
grímsson hdl.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI