Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. Erlendbóksjá Lífsbarátta í landi refanna Löng hefð er fyrir ævintýrasög- um þar sem dýr tala saman og hafa til að bera ýmsa mannlega eiginleika og tilfmningar. Slíkar sögur hafa lengi verið vinsælar meðal enskumælandi þjóða, enda margar enskar dýrasögur fyrir löngu orðin sígild verk. írski rithöfundurinn Tom McCaughren hefur á undaníorn- um árum samið nokkrar sögur af þessu tagi og eru tvær þær elstu komnar út í pappírskilju. Margvíslegar hættur Söguhetjur þessara írsku bóka eru refir sem búa við erfiðar að- stæður eigi langt frá Dyflinni. Það er þó ekki sjálft umhverfið og hin liefðbundna Mfsbarátta sem er þeirra mesti vandi. Nei, þeim stafar fyrst og fremst hætta af mannfólkinu. Það eru hins vegar ekki aðeins veiðimenn sem reynast refunum hættulegir heldur einnig og ekki síður ýmsar stórframkvæmdir sem fela í sér ógnun við land- svæði þar sem refir hafa búið um langan aldur. í Hvítarefs- dalnum Fyrri sagan fjallar um harða lífsbaráttu nokkurra refa sem eiga heima í Hvítarefsdal og leit þeirra að fyrirheitna landinu. Fyrir þeim er ungur refur, Black Tip, og læða hans, Vickey. Þau lenda ásamt fleirum á flótta und- an óvinum sínum í mannheim- um. Á langri og strangri ferö lenda ferðafélagarnir í margvís- legum ævintýrum. I síðari sögunni eignast aðal- söguhetjumar yrðlinga og reyna að búa sér sem best heimili. En maðurinn ógnar tilveru þeirra enn á ný og nú með stórfram- kvæmdum sem geta lagt dal ref- anna í auðn. Þetta eru skemmtilegar dýra- sögur þar sem höfundurinn legg- ur kapp á raunsannar lýsingar á umhverfi refanna, lifnaðarhátt- um og hættum sem bíða við hvert fótmál. Allmargar svarthvítar teikningar prýða bækumar. RUN WITH THE WIND. RUN TO EARTH. Höfundur: Tom McCaughren. Penguln Books, 1989 og 1990. Barist við stjóm- leysingja í London Á fyrsta áratug þessarar aldar streymdi fjöldi flóttamanna frá aust- urevrópskum ríkjum til London og settist aö í fátækrahverfum borgar- innar þar sem um tvær milljónir manna voru skráðar sem fátækhng- ar árið 1909. Straumurinn var ekki hvað síst stríður eftir misheppnaða byltingartilraun í Pétursborg árið 1905. Meðal þeirra sem settust að í Lon- don á þessum árum voru byltingar- sinnar úr röðum stjómleysingja en þeir höfðu staðið fyrir margvíslegum hryðjuverkum í Rússlandi um árabil pg verið harðlega ofsóttir fyrir vikið. í hópi stjómleysingjanna vora marg- ir sem vora einnig, eða höfðu áður verið, í flokkum jafnaðarmanna og kommúnista. Rán og manndráp Þetta voru gjaman sanntrúaöir byltingarmenn sem héldu áfram að berjast fyrir nýjum stjórnarháttum í heimalandi sínu eftir að þeir komu til London. Þar störfuðu fámennar sellur, meöal annars við að afla fjár og vopna. Fjáröflunin fólst gjaman í því að ræna banka og fyrirtæki. Árin 1909 og 1910 urðu mannskæð átök milli stjómleysingja og lög- regluyfirvalda í London en þau end- uðu með frægu umsátri í Sidney stræti þar í borg. Þegar upp var stað- ið eftir þessa bardaga lágu nokkrir úr báðum fylkingum í valnum. Aðdragandi umsátursins fræga var Umsátrinu um bækistöðvar stjórnleysingjanna í Sidney stræti lokiö með sigri hers og lögreglu. ránstilraun stjómleysingja sem skutu þá miskunnarlaust til bana sem fyrir þeim urðu. Tveir þeirra leituöu að lokum hælis í húsi við Sidney stræti og þar létu þeir lífið eftir mikinn skotbardaga þar sem fjöldi lögreglumanna og hermanna kom við sögu. í kjölfar átakanna vora ýmsir úr hópi stjómleysingja handteknir og leiddir fýrir rétt en að lokum sýknað- ir þar sem dómarinn áleit að þeir sem þegar höfðu látið lífið bæru ábyrgð á manndrápunum. Höfundur þessarar bókar, sem hef- ur skrifað aðrar bækur um þekkt bresk sakamál, rekur hér leynda þræði meðal stjórnleysingjanna, en. það er reyndar engjnn hægðarleikur þar sem þeir skiptu gjaman jafnoft um nafn og klæði. Hann dregur upp mjög ljósa mynd af aðstæðum og við- horfum þessa fólks og rekur atburða- rásina í smáatriöum. Höfuðpaurarnir sluppu í bókinni eru leiddar sterkar líkur að því að höfuðpaurarnir í röðum stjómleysingjanna hafi sloppið við refsingu fyrir rán og manndráp og sumir flúið land. Höfundurinn rekur einnig feril sumra þeirra eftir umsát- rið, ekki síst skuggalegs náunga sem gjarnan gekk undir nafninu Pétur málari. Þegar bolsévikkar gerðu byltingu sína í Rússlandi árið 1917 gerðist Pétur þessi atkvæðamikill í leynfiögreglu kommúnista og vann síðan að hreinsunum af ýmsu tagi á Stalínstímanum þar til röðin kom loks að honum sjálfum að verða fóm- arlamb en kona hans var sett í fanga- búðir. Svipuð urðu endalok Christ- ian Salnish, annars foringja stjóm- leysingjanna í London árið 1910. Þeir munu báðir hafa fengið uppreisn æru eftir dauðann og Stalín. Þetta er afar vönduð og læsileg frá- sögn af byltingarmönnum sem einsk- is svífast og viðbrögðum stjórnvalda og almennings við ógnarverkum þeirra. THE HOUNDSDITCH MURDERS AND THE SIEGE OF SIDNEY STREET. Höfundur: Donald Rumbelow. Penguln Books, 1990. Metsölubækur Ðretland Klljur, skAldsögur: 1. Frodorlck Forsyth: THE NEQOTIATOR. 2. Sldney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 3. Anthony Ðurgcss: ANY OLD IRON. 4. Poul Theroux: MY SECRET HISTORY. 5. Colin Forbos: THE GREEK KEY. 6. Isabel Altende: EVA LUNA. 7. Dick Francls: THE EDGE. 8. Bernard Cornwell: SHARPE’S REVENGE. 9. Jeanette Wlnlerson: ORANGES ARE NOT THE ONLY FRUIT. 10. Roaamunde Pllcher: THE SHELL SEEKERS. Rft almenns eðlis: 1. Roaemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 2. Reaemary Conley; COMPLETE HIP & Thlgh DieL 3. Barry Lynch: THE NEW BBC DIET. 4. John Cornwell: A THIEF IN THE NIGHT. 5. Alledalr Alrd: THE 1990 GOOD PUB GUIDE. 6. Tom Jafne; THE GOOD FOOD GUIDE 1990. 7. Betty Shlne: MIND TO MIND. 8. Egon Roney: GUIDE TO HOTELS & RESTAUR- ANTS. 9. A. Wafnwrtghb COAST TO COAST WALK. 10. Callan Pinckney: CALLANETICS. (Byggt á The Sunday Times) Bandarikin Metadlukltjur: 1. V. C. Andrews: WEÐ OF DREAMS. 2. Robln Cook: MUTATION. 3. Mlehael Korda: THE FORTUNE. 4. Stephen Kfng: THE DRAWING OF THE THREE. 5. Kathryn Lynn Davta: TOO DEEP FOR TEARS. 6. E. L. Doctorow: BILLY BATHGATE. 7. Catherlne Coulter: NIGHT STORM. 8. Sidney Sheidon: THE SANDS OF TIME. 9. William J. Caunilx: BLACK SAND. 10. Peter Morwood: RULES OF ENGAGEMENT. 11. Douglas Adams: THE LONG DARK TEA-TIME OF THE SOUL. 12. Tony Hlllerman: A THIEF OF TIME. 13. Erlc V. Lustbader: FRENCH KISS. 14. Len Dolghton: SPY HOOK. 15. Slephen King: THE GUNSLINGER. 16. Margaret Atwood: CATS EYE. 17. Rosamunde Pílchor: THE SHELL SEEKERS. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Grace Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 3. Harry N. MacLean: IN BROAD DAYLIGHT. 4. M. Scott Pock: THE ROAD LESS TRAVELEO. ■ 5. Bernle S. Siegel; LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 6. Ron Kovlc: BORN ON FOURTH OF JULY. 7. Joe McGlnnlss: BLIND FAITH. 8. Joseph Campbell/BIII Moyers: THE POWER OF MYTH. 9. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. 10. James Qlelck: CHAOS. (Byggl ó New York Times Book Roviow) Danmörk Meteötukiljur: 1. Johannes Mollehave: EN FRI MAND. 2. Martha Christensen: DANSEN MED REGITZE. 3. Martha Christensen: REBECCAS ROSER. 4. Judlth Krantz: MISTRALS DATTER. 5. Jean M. Auel: HULEBJORNENS KLAN. 6. Isabel Altende: ANDERNES HUS. 7. Martha Christensen: TUSINDFRYO. B. Fay Weldon: NEDE MELLEM KVINDER. 9. Regine Délorges: PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL. 10. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. (Byggl á Poliliken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Réttarmorð 9. janúar árið 1923 voru tveir fangar teknir af lífi í enskum fangelsum. Ung kona, Edith Thompson, var hengd í Hollo- way-fangelsinu í London en elsk- hugi hennar, Frederick Bywat- ers, í öðru fangelsi. Ekki fór á milli mála að Bywat- ers var sekur um að hafa drepið Percy Thomson, eiginmann Ed- ith. Vafi hefur hins vegar alla tíð leikið á því hvort Edith átti þar hlut að máh en hún var dæmd fyrir að hafa undirbúið morðið. Enskur háskólakennari, René Weis, hefur gert ítarlega úttekt á Thompson-málinu og færir rök fyrir þvi að Edith hafi engan hlut átt að morði eiginmanns síns. Við réttarhöldin var Edith tyrst og fremst dæmd vegna bréfa sem hún skrifaði elskhuga sínum þar sem hún lét í ljósi þá ósk að eigin- maðurinn væri allur. En milh slíkra skrifa og raunverulegra athafna er oft langur vegur. Höf- undurinn færist einnig rök fyrir því að andúðin á líferni Edith, og þá ekki síst að hún skuh hafa „flekað“ komungan mann, hafi ráðið miklu um dauöadóminn. CRIMINAL JUSTICE: THE TRUE STORY OF EDITH THOMPSON. Höfundur: René Weis. Penguin Books, 1990. Elvis Cole einkaspæjari Söguhetja The Monkey’s Rain- coat, Elvis Cole, er einkaspæjari í Hollywood, skíröur í höfuðið á kónginum sjálfum. Þetta er fyrsta spennusaga höfundarins sem er hins vegar þrautreyndur í gerö handrita fyrir vel þekkta sjón- varpsþætti eins og Hill Street Blues, Miami Vice og Cagney og Lacey. Eins og í svo mörgum öðrum einkaspæjarasögum hefst þessi með týndum manni. Eiginkona hins týnda er í öngum sínum, ekki síst vegna þess að eigin- maðurinn hafði son þeirra með sér er hann hvarf. Hún fær Elvis Cole til að leita þeirra og þar sem konan er bæði falleg og rík slær kappinn til. Það kemur auðvitað fáum á óvart aö fljótlega finnst eigin- maðurinn með byssukúlu í hausnum. Elvis kemst að raun um aö ekki er allt sem sýnist hjá hinum látna og lendir í margvís- legum hættum áður en honum tekst að upplýsa málið. Þetta er hin læsilegasta saga og atburðarásin stundum spenn- andi en kannski helst til hefð- bundin. THE MONKEY’S RAINCOAT. Höfundur: Robert Crals. Penguln Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.