Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 8
Veiðifélagið Flóki auglýsir eftir tilboðum í stangaveiði í Flókadalsá í Fljótum veiðitímabilið 20. júní - 20. sept. 1990. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila fyrir 15. mars til Lúðvíks Ásmundssonar, Sigríðarstöðum, 570 Fljótum. Upplýsingar gefa Lúóvík í síma 96-71041 og Rafn Sigurjónsson í síma 96-71057. Menntamálaráðuneytið Laus staða Staða deildarstjóra í Handritadeild Landsbókasafns íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsaekjendur hafi próf í bókasafns- fræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 19. febrúar 1989 Húsavík ^SJÚKRAHÚSIÐ í HÚSAVÍK Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið í Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðing- um um lengri eða skemmri tíma og til sumarafleys- inga. Hvernig væri að kanna málið? Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð Austurlands, Egilsstöðum Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð svæðisstjórnar fatlaðra á Austurlandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og er stærð nýbyggingar 385 m2, auk 103 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími er til 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með fimmtudegi 15. mars gegn 10.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, 20. mars kl. 11.00. IIMNKAUPASTOFNUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: Subaru st. 1800 4x4 special edition 1988 Daihatsu Feroza 1989 Ford EscortXR3i 1988 Toyota LiteAcedísil 1988 MMCLancer 1987 Ford Escort 1984 MMCLancer 1983 Nissan Laurel dísil 1983 SuzukiAlto 1981 Datsun Sunny 1980 Volvo 244 1978 Ladast. 1983 NissanSunny 1985 Suzuki TS50XK létt bifhjól 1987 Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 26. febrúar í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag tii bifreiðadeildar Tryggingar hf., Lauga- vegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110. verndgeonvA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. Hinhliðin Arthúr Björgvin Bollason segir að soðin ýsa með hömsum og rjómaskyr sé uppáhaldsmaturinn. íslenskur kúakokkteill í uppáhaldi - segir Arthúr Björgvin Bollason dagskrárgeröarmaður - Arthúr Björgvin Bollason, dag- skrárgerðarmaður hjá útvarpi og sjónvarpi, hefur getiö sér gott orð fyrir menningarþætti sína. Arthúr Björgvin varð fyrst frægur sem fréttaritari útvarps í V-Þýskalandi en þangað fer hann aftur í vor og tekur upp fyrra starf. Arthúr Björgvin sagðist kunna vel við sig í þessu nýja starfi enda ynni hann með frábæru starfsfólki. J>á er hann hrifinn af tvífara sínum sem birtist iðulega hjá þeim félögum á Stöðinni á laugardagskvöldum. „Við hittumst oft hér hjá sjón- varpinu og röbbum saman,“ sagði • Arthúr Björgvin. Það er menning- arfrömuðurinn sem sýnir hina hliðina aö þessu sinni: Fullt nafn: Arthúr Björgvin Bolla- son. Fæðingardagur og ár: 16. 9. 1950. Maki: Katharina Haasis. Böm: Einn sonur, Ýmir Björgvin, 16 ára. Bifreið: Engin sem stendur. Starf: Dagskrárgerðarmaöur. Laun: Þolanleg. Áhugamál: Bóklestur, tónlist og sund. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Ég hef aldrei spilað í happdrættum. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Ég hugsa að það sé að eiga náðugar stundir með eiginkon- unni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skræla kartöflur. Uppáhaldsmatur: Það er soðin ýsa með hömsum og rjómaskyr í eftir- rétt. Uppáhaldsdrykkur: íslenskur kúa- kokkteill - mjólk. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati: Ég held alltaf mikið upp á Ásgeir Sig- urvinsson. Uppáhaldstímarit: Það er Der Spie- gel. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Gudrun Landgrebe sem leikur í Bastöröunum sem veriö er að sýna í Sjónvarpinu um þessar mundir. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég hef enga skoðun á því. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg myndi gjarnan vilja hitta Heine. Uppáhaldsleikari: Tvimælalaust Pálmi Gestseon. Uppáhaldsleikkona: Elva Ósk Ól- afsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Leonard Co- hen. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þaö er Willy Brandt. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Flintstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Klúbbur2 i austurríska sjónvarpinu og Stöð ’90. Ertu hiynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Frekar andvígur. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Rás eitt og tvö eru báðar jafn- góöar. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þaö er erfitt að svara því annars finnst mér Pétur Pétursson hafa góða rödd. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég hef aðeins einu sinni séö Stöð 2 en tæknjlegar orsakir hafa valdið því að ég finn ekki Stöð- ina á tækinu mínu. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég get ekki gert upp á milli félaga minna hér hjá Sjónvarpinu. Uppáhaldsskemmtistaður: Stofa hjá ónefndum vinimínum í austur- bænum. Uppáhaidsfélag í íþróttum? Nátt- úrulega Valur, ég er gamall Vals- ari. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, aö standa mig bet- ur í því sem ég er að gera. Hvað gerðir þú í sumarfríinu eða ætlar að gera næsta sumar? Ég hef ekki tekiö sumarfrí í tíu ár en ætla að reyna að skreppa tíl Samóaeyj- anna með sænskum tengdaforeldr- ummínum. -ELÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.