Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990.
11
Jesus
frá Montreal
Það hefur lítið farið fyrir kanadískri kvikmynda-
gerð á undanförnum árum. Þó hafa komið fram
efnilegirleikstjórareinsog David Cronenberg,
sem sýndi á sér nýjar hliðar í myndinni Dead
Ringers, en Cronenberg hefur aðallega verið
þekktur fyrir hryllingsmyndir á borð við Scann-
ers og The Dead Zone. Það vakti því bæði
ánægju og gleði þegar nýjasta mynd Denys
Arcand, sem ber nafnið Jesús frá Montreal, hlaut
sérstök heiðursverðlaun dómnefndará kvik-
myndahátíðinni í Cannes í fyrra.
Denys Archand er einn af þeim
fáu kanadísku leikstjórum sem
hafa gert kvikmyndir sem hafa
hlotið mikið lof fyrir hstræna út-
færslu jafnframt því að ganga vel
jafnt í Kanada sem erlendis. Marg-
ar kanadískar myndir ganga vel í
sínu fylki en með THE DECLINE
OF THE AMERICAN EMPIRE,
sem tekin var í Quebec, sýndi Arc-
hand fram á hæfileika sína sem
kvikmyndagerðarmaður á heims-
mælikvarða. Myndin var vel leikin,
bráðfyndin á köflum, alltaf áhuga-
verð og spennandi ásamt því að ná
fram háðskri ádeilu á menningu
okkar.
Frægð
Denys Archand er enginn ný-
græðingur í kvikmyndum því að
hann hefur verið að gera kvik-
myndir og vinna við sjónvarps-
þætti síðan 1962. THE DECLINE
OF THE AMERICAN EMPIRE
gerði hann heimsfrægan á einni
nóttu og nú er hann einn eftirsótt-
asti leikstjóri Kanadabúa ásamt því
að vera sá aðili sem flestir beina
augum sínum að til að halda á lofti
kvikmyndagerö í Kanada. Ekki
minnkaði álit samlanda Archand á
honum þegar hann hlaut síðan
verðlaunin í Cannes í fyrra fyrir
JESÚS FRÁ MONTREAL. En um
hvað er þá þessi mynd sem kennir
sig viö Jesús?
Myndin íjallar um Daniel
Colombe, ungan og hæfileikaríkan
leikara, sem er ráðinn af presti í
Montreal til að setja á svið leikrit
um trúarlegt efni. Þetta er árlegur
viðburður og er leikritið alltaf flutt
á fjallstoppi rétt utan við Montreal.
Colombe, sem er nýkominn frá
Indlandi, fær einnig það erfiða
hlutskipti að leika hlutverk Jesús.
Hann fær síðan til liðs viö sig fjóra
aðra leikara til að fara með hin
ýmsu hlutverk í leikritinu.
Tvöfeldni
Leikararnir koma víða að. Við
kynnumst Constance sem vinnur
við eldamennsku. Hún er einstæð
móðir, hjákona prestsins, hefur
áöur tekið þátt í þessum trúarlegu
sýningum og er því öllum hnútum
kunnug. Síðan eru það Martin og
Tony, sem lesa inn raddir á mynd-
bönd með vafasömu efni, og svo
Mireille sem er fyrirsæta. Þegar
æfingar hefjast tekur leikritið á sig
nýjan blæ vegna nýrra hugmynda
og breytinga á handriti sem allur
hópurinn stendur saman aö.
Eftir fyrstu sýningu er sýnilegt
að leikritið á eftir að verða mjög
vinsælt. Ekki minnka vinsældirnar
við það að presturinn, sem réð
Colombe upphaflega til að leikstýra
verkinu, er ekki ánægður með
breytingamar og uppfærsluna og
gerir þetta að blaöamáli. Hann tel-
ur Colombe hafa bætt inn efni um
Jesús sem kirkjan kannast ekki
við.
Mireille, sem er orðin ástmey
Colombe, er ung og falleg frönsk
stúlka sem hefur ekki náð lengra á
framabrautinni en aðleika í nokkr-
um sjónvarpsauglýsingum. Hún er
nýlega skihn við kærastann sem
hafði mestan áhuga á líkama henn-
ar sem hann taldi hennar dýrmæt-
ustu eign.
Umskipti
En þar kemur að Colombe finnst
ekki nóg að leika Jesús á sviði.
Hann er farinn að taka hlutverkiö
of alvarlega. Dag nokkurn fer
Colombe með Mireille til reynslu-
upptöku á sjónvarpsauglýsingu. í
einu atriði myndarinnar er þess
krafist að hún komin nakin fram.
Colombe bregst reiður við og þegar
hann er beðinn um að yfirgefa upp-
tökusalinn gengur hann berserks-
gang og brýtur allt og bramblar til
að sýna vanþóknun sína. Þetta end-
ar með því aö hann er handtekinn
en sleppt skömmu síðar. Þegar
Colombe ætlar að taka aftur við
stjórn leikritsins kemst hann að því
að presturinn er búinn að breyta
ýmsum efnisatriðum. Leikararnir
eru ekki hressir með breytingarnar
svo að presturinn neyðist til að af-
lýsa sýningunni. Leikararnir eru
ekki heldur ánægðir með þá lausn
og ákveða að hafa enn eina sýn-
ingu. Þegar lögreglar kemur síðar
til að stöðva sýninguna slasast
Colombe alvarlega og er farið með
hann á sjúkrahús. Hann vill sem
minnst gera úr meiðslunum og
yfirgefur sjúkrahúsið en á leiðinni
heim byrjar hann að tala líkt og
spámaður sem endar með því að
hann fellur niður. Þegar komið er
aftur meö hann á sjúkrahúsið er
hann í dái og þar komast læknarn-
ir að þeirri niðurstöðu að hann
vakni aldrei til meðvitundar aftur.
En lífið gengur sinn vanagang.
Constance ákveður að gefa lækna-
vísindunum líffæri Colombe og
þeir leikarar sem eftir eru af hópn-
um sýna áhuga á að setja á fót fyrir-
tæki til leiksýninga í naífni Daniels.
Eins og sjá má á þessum efnis-
þræði má líkja saman mörgu því
sem gerist í lífi Colombe við at-
burðina úr Bibhunni. Það má segja
Kvikmyndir
Umsjón:
Baldur Hjaltason
að Colombe hafi bæði verið kross-
festur og gengið í gegnum uþpris-
una á sinn máta. Hins vegar er rétt
aö eftirláta veröandi áhorfendum
aö túlka þessa mynd hver á sinn
máta og lesa það út úr henni sem
hver og einn vill og getur.
Bakgrunnur
í nýlegu viðtali við Monthly Film
Bulletin segir Archand frá því
hvers vegna hann réðst í gerð JES-
Hér er leikhópurinn að störfum
Það er Lothaire Bluteau
sem fer með hlutverk
Jesús
US FRÁ MONTREAL. „Það sem
kom þessu af stað var leikari sem
hafði látið sér vaxa skegg vegna
reynsluupptöku annarrar myndar.
Hann sagði við mig: „Þú verður að
afsaka þetta skegg en það er vegna
þess að ég er Jesús.“
í fyrstu hélt ég að maðurinn væri
annað hvort stórskrítinn eöa til-
heyrði einhverjum sértrúarsöfn-
uði. En síðar kom hið rétta í ljós,
að hann hafði verið ráðinn til að
leika Jesús í trúarlegu leikriti.
Þetta eru yfirleitt verkefni sem
leikurum finnast lítið spennandi
og oft fengnir utanaðkomandi leik-
arar í þessi hlutverk.
Biblían er mjög gömul og að
mörgu leyti dularfull bók. Hún hef-
ur einnig að geyma margar and-
Atriði úr leikritinu.
stæður sem má nota að eigin geð-
þótta. Fólk hefur svo oft notað Bibl-
íuna til að réttlæta svo marga hluti.
Þú getur sagst vera fylgisveinn Jes-
ús en framkvæmt samtímis hroða-
lega ljóta hluti. Heilu menningar-
svæðin hafa verið lögð í rúst eins
og gerðist hjá indíánum Norður-
Ameríku eða Inkunum í S-Amer-
íku, allt í nafni Jesús. Það er þetta
sem ég vildi meðal annars að kæmi
fram í JESÚS FRÁ MONTREAL."
Umdeild mynd
Eins og alltaf þegar kvikmyndir
fjalla um eins viðkvæmt efni og
trúmál er gefið að sitt sýnist hverj-
um. Á kvikmyndahátiðinni í Cann-
es voru alltaf nokkrir sem löbbuðu
út af sýningum og kærðu sig ekki
um að sjá myndina til enda. Hins
vegar virtust flestir hrifnir af
myndinni og hefur hún verið sýnd
á fjölda kvikmyndahátíða víða um
heim. Ekki nóg með þaö, líeldur
hefur JESÚS FRÁ MONTREAL
verið tekin til almennra sýninga í
Bretlandi og náði þar svo miklum
vinsældum að hún var meðal 10
vinsælustu kvikmyndanna í jan-
úarmánuði.
En nokkur orð um Archand, sem
var fæddur í Deschambault í Qu-
ebec 1941 og nam sögu viö Háskól-
ann í Montreal. Arcand fann fljót-
lega að það átti ekki við hann að
verða söguprófessor svo að hann
leitaöi sér vinnu við kvikmynda-
stofnun Kanada á sumrin sem
handritahöfundur að stuttum
myndum um sögu Kanada. Síðan
kom framhaldið nokkurn veginn
af sjálfu sér. Archand hóf kvik-
myndaleikstjórn skömmu síðar og
á nú að baki mjög árangursríkan
feril sem kvikmyndagerðarmaður.
Eitt af fyrstu handritunum sem
hann skrifaði var frumraun
Genevieve Bujold sem bar heitið
ENTRE LA MER ET LEAU DOUCE
sem Michel Brault leikstýrði. Af
öðrum verkum hans má nefna
heimildarmyndina ON EST AU
COTON sem var bönnuö af kvik-
myndayfirvöldum í Kanada. Bann-
ið dró athygli almennings og fjöl-
miðla að myndinni og fékk Arc-
hand því góða auglýsingu. Miðað
við það sem búið er að telja upp er
ekkert óeðlilegt að margir kalli
Arcand faðir nýbylgjunnar í kana-
dískri kvikmyndagerð sem nú virð-
ist hafin í Kanada.
B.H.