Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGiAKÐ|A.GyR .24}f;EBRýAR 1;990. Menning Kirkjulist hefur óþrjót- andi möguleika - segir Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri Menningarverðlaunahafi DV í tón- list er Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri. Hann hlýtur verðlaunin fyrir umfangsmikið tónlistarstarf sem organleikari, kórstjóri, upphafs- maöur Kirkjulistahátíðar og fyrir aö fá hingað til lands útlenda listamenn. „Ég er fyrst og fremsít kirkjutónhst- armaður og kirkjutónlist felur í sér allt þetta,“ segir Hörður. „Reyndar er þetta í samræmi við menntun mína sem ég hlaut í Þýskalandi. Þar tók ég svokallað A-próf í kirkjutón- hst sem undirbýr viðkomandi fyrir kirkjuorganistastarf og skipulagn- ingu tónhstarlífs við kirkjur. Eigin- lega hef ég verið að vinna að þessum málum eins og ég lærði þau.“ Listyinafélag Hérlendis er ekki rík hefð í kirkju- tónhst en hún er í örri uppbyggingu að mati Harðar. Hann segir þaö afar gleðhegt og ónýttir möguleikar innan kirkjunnar séu miklir og óþijótandi. Þegar Hörður kom th starfa við Hah- grímskirkju var stofnaö Listvinafélag Hahgrímskirkju og hefur þaö staðið að miklu hststarfi innan hennar. „Þetta var viss nýjung í íslensku kirkjulífi og var stofnað th að halda utan um hstastarfsemina og skapa ákveðið fjárhagslegt svigrúm," segir Hörður. „Það hefur að vísu ekki orð- ið jafnfjölmennt og við hugsuöum okkur í upphafi. Það hefur komið í ljós að starfið hefur þróast farsæhega og með nýju fólki í stjórn hafa komið nýir straumar og það er spennandi að fylgjast með þróuninni.“ Kórstjórn í þýskri kirkju Það eru átta ár síðan Hörður kom til starfa við Hallgrímskirkju. Árið áður en hann fluttist heim var hann við störf í stórri kirkju í Dusseldorf í Þýskalandi. „Organistinn fór í ársfrí og ég tók aö mér að leysa hann af en var jafn- framt í einleikaranámi. Þar fékk ég geyshega mikið af hugmyndum og sjálfstraust jókst því þama vom að- stæðurnar, hefðin var til staðar og mjög mikh krafa til kirkjutónhstar- mannsins. Söfnuðinum leist misjafn- lega á mig og margir töldu að ég, óharðnaður unglingurinn, gæti ekki sest í sæti forverans og stýrt þessum þekkta kór. Ég hafði engu að tapa og var heppinn. Kórinn blómstraði enda tilbreyting fyrir söngfólkið að fá nýtt blóð í hópinn. Þegar ég kom heim var ég kominn með reynslu og kjark til að framkvæma," segir Hörö- ur. Mótettukórinn stofnaður Kirkjuskipið var ekki thbúið þegar hann kom th starfa í Hallgrímskirkju og söfnuðurinn var frekar fámennur. „I kirkjukórnum var fólk sem var komið vel yfir miðjan aldur, búiö að standa sína plikt með sóma en ekki til mikilla átaka hstrænt séð. Orgeliö var hvorki brúklegt til flutnings á þessum verkum sem ég hafði verið að stúdera né til æfinga,“ segir Hörð- ur. „Ef ég hefði ekki verið búinn að ganga í gegnum þennan stranga skóla við kirkjuna í Dusseldorf hefðu mér sennilega fahist hendur." Á fyrstu kóræfingu thkynnti Hörð- ur um stofnun nýs kórs sem heita átti Mótettukór Hallgrímskirkju. Hann setti efri aldursmörk við flöru- tíu ár th að hafa eitthvað að byggja á í framtíðinni. Kórinn tók th starfa árið 1982 og hefur vaxið ört á síðustu árum og nú eru félagar á milh 50 og 60 manns. Útlendir gestasöngvarar „Ég auglýsti eftir fólki undir þess- um aldursmörkum og helst átti þaö að kunna eitthvað í söng. Ekki var spáð vel fyrir þessari hugmynd í landi þar sem kórar eru á hverju strái en það tókst,“ segir Hörður. „Á fyrstu tónleikana kom með mér ung- ur vinur minn, Andreas Schmidt, og söng einsöng með kórnum. Andreas er nú frægur og eftirsóttur söngvari en hefur komið hingað síðan. Á Kirkjuhstahátíðinni í sumar kom hann með aðra frábæra gesti með sér og við fluttum Elía eftir Mend- elssohn. Þetta var einhver stórkost- legasti kvartett sem sungið hefur hér tónhst af þessu tagi.“ Þar sem kirkjan var ekki tilbúin fékk kórinn inni í Kristskirkju og síöar í Langholtskirkju þar th Hall- grímskirkja var vígð. í kirkjunni er nú tíu radda orgel en eitt sjötíu radda er í hönnun í Þýskalandi og hefur veriö sagt frá því í helgarblaði DV. Þegar það orgel verður komiö á sinn stað, áætlað er að það verði 1992, verða möguleikar á orgeltónleikum og kirkjutónhstarflutningi frábærir að mati Harðar. Allt snýst um tónlist Hörður er 36 ára gamall, kvæntur Ingu Rós Ingólfsdóttur, sellóleikara í Sinfóníuhljómsveitinni, og eiga þau tvær dætur, 15 og 11 ára gamlar. Eins og nærri má geta setur tónhstin svip sinn á heimilislífið og sumarfríum er eytt í námskeið erlendis eða tón- leikahalds hérlendis. „Ég hef reynt að eyða hluta af sumarfríi mínu í Bárðardalnum. Þar var ég í sveit og á ættingja sem ég hef ánægju af að hitta,“ segir Hörður. „Vinur minn, Andreas, hefur boðið mér með sér í laxveiði en hann vih renna fyrir fisk í hvert sinn sem hann kemur hingað að syngja." Heillandi kraftur í orgelinu Hörður er fæddur og uppalinn á Akureyri. Faðir hans var organisti við Lögmannshhðarkirkju og kynnt- ist Hörður því orgehnu snemma. Hann lærði þó á píanó sem barn en féll fyrir orgehnu síðar. „Á unghngs- árunum var ég í poppinu eins og flestir jafnaldrar mínir. Við hlustuð- um ekki á hvað sem er í þeim efnum og leituðum upp framsæknasta poppið," segir Hörður. „Það sem heihaði mig mest í þá daga var kraft- urinn eða „sándið" í orgelinu. í Ak- ureyrarkirkju er stærsta og hljóm- mesta orgelið á landinu og þar vildi ég æfa mig. Gígja Kjartansdóttir var fyrsti kennari minn en hún var þá nýkominn frá námi. Ég var í mennta- skólanum og vildi helst hætta til að verða heimssnillingur á orgel. Sem betur fer var hægt að kveða þessa draumóra mína niður og ég kláraði menntaskólann jafnframt því að stunda orgelnámið." Söngkennaradeildin þótti heppileg Eftir stúdentsprófið lá Herði enn á og vildi því fara beint í nám th út- landa. Honum var bent á að Reykja- vík væri ágætis millilending. Þar Hörður Áskelsson, organisti og kór- stjóri, hlaut Menningarverðlaun DV fyrir tónlist. DV-mynd GVA komst hann í kynni við Róbert A. Ottósson sem studdi hann dyggilega. Hörður þreytti inntökupróf í söng- kennaradeild Tónhstarskólans og lauk náminu á tveimur árum í stað þriggja. Söngkennaradeildin þótti heppilegust með tilliti til framtíðar- atvinnumöguleika. Eftir námið í Tónlistarskólanum héldu hjónin til Þýskalands í framhaldsnám í tónhst. Námið tók fimm ár og síðasta árinu var varið við störf eins og áður sagði. Kennir guðfræðinemum Jafnframt því aö sjá um víðfeömt tónlistarstarf innan Hallgrímskirkju er Hörður lektor við Háskóla Is- lands. „Ég fór í starf fornvinar míns, Róberts A. Ottóssonar, og þykir að vissu leyti vænt um það. Upphaflega byrjaði ég til þess að hafa fastar tekj- ur th að lifa af,“ segir Hörður. „Ég hef kennt guðfræðinemum í fimm ár núna og líkar vel. Ég reyni að fá þá th að meta messuformið og tengja tónlistina við kirkjuna. Ég tel að kirkjan geti náð betur til fólksins með því aö virkja listina betur. Prest- ar og annað starfsfólk safnaðanna vinnur mikið starf í sálgæslu og hef- ur kannski stundum of lítinn tíma til útbreiðslu. Tónlistin er tæki til að undirstrika kraftinn í boðun kirkj- unnar og gera hana meira lifandi. Menningarverðlaun DV eru mér og mínu samstarfsfólki hvatning til að hefja kirkjulistina enn frekar th vegs og virðingar." -JJ Menningarverðlaun DV fyrir myndlist Myndlistarmaður á faraldsfæti Kristján Guðmundsson mynd- hstarmaöur er handhafi Menning- arverðlauna DV í myndlist. Við verðlaunaafhendingu var sérstak- lega vísaö th sýningar hans að Kjarvalsstöðum í janúar í fyrra en þar sýndi hann nokkur hugverk sín. „Verölaunin sem shk skipta mig ekki miklu máh en ég er ekk- ert að fetta fmgur út í þau sérstak- lega,“ segir Krisfján. Ekki verður sagt að Kristján fari hefðbundnar leiðir í hstsköpun sinni en hann hefur þó málað olíu- myndir á hefðbundinn hátt. „Málverkiö var fyrir mig eins og hvert annað lifibrauð en teikning og skúlptúr er það sem ég vil ein- beita mér að,“ segir Kristján. „Síð- ustu árin hef ég ekkert málað og finnst ágætt að vera laus við mál- verkið." Hjá vondu fólki Kristján er 48 ára gamah, fæddur á Snæfellsnesi - hjá vondu fólki nánast - en foðurafi hans var eng- inn annar en séra Árni Þórarins- son. Móðurafi hans var annar frægur maöur, Sigurður Sigurðs- son frá Amarholti. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum th Reykjavíkur og ólst þar upp. Hann er kvæntur Solveigu Magnúsdótt- ur og eiga þau tvo stráka, Guð- mund 16 ára, og ívar 20 ára. Kristján Guðmundsson myndlist- armaður er handhafi Menningar- verðlauna DV fyrir myndlist. DV-mynd Brynjar Gauti Var einhvem tíma erfitt að vera með tvo vaxandi stráka og vinna að sínum hugðarefnum? „Ég veit það ekki. Ég hef verið blankur aht mitt líf og látið hverj- um degi nægja sína þjáningu," seg- ir Kristján. 31 milljón punktar Verlc Kristjáns eru mörg þess eðhs að erfitt er að útskýra þau á prenti. Hann er heldur ekkert sérs- taklega gefin fyrir þaö að úthsta þau. Sýning Kristjáns að Kjarvals- stöðum á síðasta ári innihélt ein- göngu það sem listamaðurinn kall- aði „teikningar". Voru flest ver- kanna þó þrívíð. „Gunnar Kvaran hafði samband við mig og bauð mér pláss. Ég ák- vað strax að sýna þar teikningar frá ýmsum tímum,“ segir Kristján. Eitt verka Kristján heitir Once Around the Sun og er bók. Inni- héldur hún rúmlega 31 mhljón punkta og táknar hver punktur eina sekúndu. „í þessu verki er ég fyrst og fremst að vinna með bókina sem form. í síðara bindi em línur og sýni ég þar hve langt jörðin fer á einni sekúndu. Samanlagöar em línurnar tæpir þijátíu kílómetrar," segir Kristján. Hann vann þetta verk í Amsterdam en þar starfaöi hann og bjó í níu ár, frá árinu 1970-’79. Sýningar í Evrópu og Ástralíu Við opnun Pompidou-safnsins í París sýndu fjórir íslendingar verk. Krisfján var einn þeirra og bróðir hans, Sigurður, annar. Siguröur býr og starfar enn í Amsterdam og segist Kristján eiga hjá honum at- hvarf þegar hann sé á þessum slóð- um. Nú er Kristján að undirbúa einkasýningar og samsýningar í Ástralíu og Evrópu. Hann hefur litla vinnustofu í Reykjavíken mörg verka hans eru þess eðlis að lokafrágangur þeirra fer ekki fram fyrr en í sýningarsalnum. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé erfitt að vinna og búa svo fjarri öðrum löndum. „Það gengur svolít- ið misjafnlega að koma verkunum fyrir þvi í sumum tilfellum hef ég ekki séð sýningarsahnn, aðeins haft teikningar th að fara eftir,“ segir Kristján. „Að búa hér á landi er að sumu leyti gott en að öðm leyti vont. Hér vh ég helst búa og þannig er það, þótt það sé mjög dýrt.“ ísland oflítiðfyrir þessar myndir „Það er mjög erfitt að selja svona myndverk hér á landi,“ segir Kristján. „Þjóöfélagið er svo fá- mennt að grundvöhur fyrir mörg- um sýningum er hthl. I milljóna- þjóðfélögum er auðveldara að koma verkum sínum á framfæri." Kristján er nú farinn til Sviss th að setja upp verk og veröur þar í viku. í flestum tilfellum veröur hann að fylgja verkunum og koma þeim fyrir á hverjum stað, enda eru þau sjaldnast tilbúin fyrr en á staðnum. Aðrar sýningar á döfinni eru í Sydney í Ástralíu, Dublin á írlandi, Leuwarden í Hohandi og Osló. Hann áætlar að uppsetning þeirra og ferðalög taki um sex vik- ur. Hann segir að til lengdar sé leið- inlegt að vera myndUstarmaður á faraldsfæti, hótel í ókunnum borg- um séu óvistlegir staðir. Sjálfmenntaöur í myndlist Kristján hefur aldrei farið í myndUstarskóla. Á yngri árum stundaði hann alls konar almenna vinnu, svo sem byggingarvinnu, flskvinnu og á Kleppi, sem hann kallar „hálfghdings akademíu fyrir leitandi fólk“. Á þeim tíma var hann að dunda við að mála og þreifa fyrir sér á þeim vettvangi. Fyrir tuttugu árum tilheyrði Kristján svokölluðum SÚM-hópi og þar sýndi hann sín fyrstu verk. SÚMarar fengu töluverða athygli en litla sölu. „Enda er markaður eitt og sköp- un annað,“ segir Kristján Guð- mundsson, handhafi myndlistar- verðlauna DV 1990. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.