Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990. ' 3S Það þarf bæði mikla krafta og þolinmæði til að fara i gegnum allt þetta hár. Svava Haraldsdóttir er með hár niður fyrir mitti en Margrét Sigurðardóttir tók málið „föstum tökum“. garðinnþarsem hann er lægstur því að það var starfsfólk Sólveigar Leifsdótt- ur á hárgreiðslustof- unum í Suðurveri og í Grímsbæ sem lögðu stúlkunum lið. Förð- unarmeistarinn var Margrét Benedikts- dóttirenhúnerný- kominúrnámifrá París og á án efa eftir aðhasla sérvöllhér á landi. Margrét tók aðséraðfarða hármódelfyrirSól- veigufyrirstuttu sem vöktu mikla at- hygli. Þaðerþví sannarlega fagfólk semhérhefurlagt höndáplógeinsog sjámá. -ELA Margrét Benediktsdóttir förðunarmeistari er nýkomin heim úr námi frá París og hefur þegar sannað færni sína. DV-myndir KAE Tinna Jónsdóttir: Áhugi á samkvæmisdönsum Svava Haraldsdóttir: Hef gaman af flakki Tinna Jónsdóttir er fædd 9. mars 1971 og er því rétt að verða nítján ára. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Jóns H. Karlssonar, sem rekur Teppabúöina, og Erlu Valsdóttur. Tinna, sem er ein af fimm systrum, segist að mestu hafa ahst upp í Breiðholtinu eða frá fimm ára aldri. Hún stundar nám í Menntaskólanum við Sund þar sem hún er á þriðja ári. Hún segist hafa hug á að læra hjúkruna- rfræði við Háskóla íslands eftir stúdentspróf. Á sumrin hefur Tinna starfað við skrifstofustörf hjá Bananasölunni en segist ætla að breyta til næsta sumar og fara frekar í útivinnu, malbik eða annað slík. Áhugamál hennar eru margvísleg; skíðaíþróttih, en hún segist stunda hana nokkuð, tónlist og dans. „Ég var í jass- ballett í ijögur ár og hafði mjög gaman af en er hætt núna,“ segir hún. Tinna segist hlusta á alla tónhst en þó mest á nýj- ustu lögin. „Svo fmnst mér æðislega gaman að fara út meö vinum mínum og skemmta mér um helgar og þá helst í Casa- blanca." Síðastliðið sumar fór Tinna ásamt átta vinum sínum til ítal- íu þar sem hún segir að hafi verið alveg frábært strandlíf. í vetur stundar hún líkamsrækt hjá Dansstúdíói Sóleyjar. Tinna er auk þess í samkvæmisdönsum en hún og vinkona hennar hafa mikinn áhuga á þeim dönsum. „Við fórum bara til að prófa en þetta er mjög skemmtilegt og ég held að það sé að vakna mikill áhugi á samkvæmisdönsum aftur,“ segir hún. Tinna hefur verið hármódel hjá hárgreiðslufólki Dúdda á Suðurlandsbrautinni á sýningum en hún hefur ekki tekið þátt í tískusýningum. Hún segir að það sé eitthvað sem heilli hana við fyrirsætustörf og þess vegna hafi hún sent inn mynd af sér í Ford-keppnina. „Mér fannst aht í lagi að prófa,“ segir hún. Tinna Jónsdóttir er nemandi í Menntaskólanum við Sund. Svava Haraldsdóttir er fædd 10. október 1972 og er því sautj- án ára. Hún er fædd og uppalin í Keflavík en flutti til Reykja- víkur átta ára gömul. Svava stundar nú nám í Menntaskólan- um við Hamrahhö á fyrsta ári. Á síðasta ári bjó hún í Banda- ríkjunum, Rhode Island, hjá íöður sínum, Haraldi Skarphéð- inssyni, og stjúpmóður sinni. Móðir hennar, Hafrún Alberts- dóttir, býr í Keflavík en Svava býr nú hjá vinkonu sinni í Reykjavík. Svava segist nokkuð hcifa flakkað á milli Reykjavíkur og Keflavíkur auk þess að búa í Bandaríkjunum. Hún segist kunna ágætlega við þetta flakk. „Alltaf gaman að breyta tH,“ segir hún. Svava segir framtíðina óráðna og ekki neitt sérs- takt á óskalistanum. Hún hefur áhuga á ferðalögum og hefur ferðast nokkuð um Norðurlöndin. Svava stpndar líkamsrækt hjá Katý í World Class, hún fer oft á skíði „þó ég sé enginn snillingur." Þá hefur hún tekið þátt í námskeiðum hjá Módelsamtökun- um og verið með í tískusýningu hjá þeim. Svava sendi inn mynd í Fordkeppnina vegna áhuga á starfi fyrirsætunnar. „Ég gæti mjög vel hugsað mér að prófa þetta starf í einhvern tíma,“ segir hún. Svava lætur sér ekki nægja að vera i fullu námi heldur starf- ar hún með skólanum í býtibúri Landsspítalans í vetur þar sem hún tekur vaktir. Sl. sumar vann hún við garðyrkju hjá kirkjugörðunum. Næsta sumar hefur hún hins vegar ákveðið að fara aftur til Bandaríkjanna og dvelja hjá föður sínum. Svava hefur safnað hári frá átta ára aldri og hefur náð því langt niður fyrir mitti enda reyndist þaö mikið starf fyrir hárgreiðslumeistara hjá Sólveigu að greiða niður úr hári hennar. Svavaer 173smáhæð. -ELA Svava Haraldsdóttir stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð á fyrsta ári. DV-mynd KAE Rut Stephens hefur það starf með höndum að sjá um aldrað- an mann í Reykjavik. DV-mynd KAE Rut Stephens: Sér um aldraðan mann Rut Stephens er fædd í Reykjavík 19. ágúst 1967 og er því tuttugu og tveggja ára. Hún ólst upp í Saurbæ í Dalasýslu hjá uppeldisforeldrum, Hildi Eggertsdóttur, sem er látin, og Kristni Steingrímssyni. Móðir Rutar er María Lovísa Jack, dóttir séra Róberts Jack sem er nýlátinn. Rut hætti námi eftir grunnskóla. Hún starfar við heimilisað- stoð í Reykjavík, hefur það starf með höndum að sjá um aldr- aðan mann á einkaheimili. „Hann getur ekkert gert sjálfur þannig að ég þríf fyrir hann, elda og sé um hann áð öðru leyti,“ segir Rut. Hún hefur áður starfað á barnaheimili og dvalarheimili fyrir aldraða þannig að hún hefur bæði kynnst ungum sem öldnum vel. Samt segist hún engan áhuga hafa á að læra hjúkrun. „Það er voðalega skrítið en einhvern veg- inn hefur mig aldrei langað til þess,“ segir hún. Rut segist kunna vel við sig í þessu starfl en gæti alveg hugsað sér að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Sambýlismaður Rutar er Jón Stefánsson pizzugerðarmaður en hann rekur pizzustaðina Jón Bakan. Rut hefur stundað frjálsar íþróttir frá barnsaldri og þær eru hennar mesta áhugamál. Þá finnst henni gaman að ferðast um ísland og hefur gert talsvert að því. Skíðaíþróttin heillar hana eins og flesta aðra. Rut hefur sýnt á tískusýningum fyrir verslanir í Reykjavík þegar hún hefur verið beðin um það. „Mig hefur alltaf langað í fyrirsætustörf en aldrei þorað út í það fyrr en nú að ég lét verða af því að senda mynd af mér í Ford-keppnina,“ segir hún. Móðir Rutar býr í Svíþjóð og segist oft fara þangað út að heimsækja hana en að öðru leyti hefur hún látið sér nægja aö ferðast innanlands. Hún segist vera tilbúin að fara út í heim núefhúnfengisamning. _FIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.