Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
5
Andstaða Skógræktarinnar við svepprótina Sprett:
Fullyrðingar ekki
af faglegum áhuga
- segir Sigurbjöm Einarsson sem þróaði svepprótina
„Fullyröingar Jóns Gunnars eru
ekki sprottnar að faglegum áhuga.
Þær eru furöulegar en koma samt
ekki á óvart. Sannleikurinn er sá að
þaö hefur komið upp rígur á milli
manna í þessu máli en ef menn vilja
hella olíu á eldinn þá er það til að
skemmta skrattanum en ekki til að
efla skógrækt í landinu," sagði Sigur-
björn Einarsson, jarðvegsfræðingur
hjá Iðntæknistofnum, vegna um-
mæla Jón Gunnars Ottóssonar í DV
í gær um gagnsleysi svepprótarinar
Spretts við skógrækt.
Iðntæknistofnum kynnti svepprót-
ina síðasta vor. Sigurbjörn Einars-
son hefur unnið að rannsóknum á
svepprótinni hér á landi og nú í vor
er ætlunin að hefja framleiðslu fyrir
markað. Svepprótinni er ætlað að
vera viöbót við rótarkerfi plantn-
anna, bæta vöxt og viðgang þeirra.
Vitað er að til að tré nái að vaxa
þurfa sveppir að vera á rótum þeirra
og er svepprótinni Spretti ætlað að
flýta fyrir vexti sveppanna. Jón
Gunnar Ottósson, forstöðumaður
rannsóknarstöðvar Skógræktarinn-
ar á Mógilsá, segir að óþarft sé að
kaupa svepprótina sérstaklega því
að nóg sveppasmit sé fyrir í jarðveg-
inum.
„Jón Gunnar vitnar til rannsókna
sem stóðu yfir í þrjá mánuði síðasta
sumar. Það væri eðlilegra að bíða
með dóma þar til áhrifin hafa verið
rannsökuð betur. Rannsóknin í fyrra
sýndi þó að svepprótin hafði tilætluð
áhrif í flestum tilvikum en það á eft-
ir að koma í ljós hvort hún virkar í
öllum.
Það er ekki rétt hjá Jóni Gunnari
að smitið sé fyrir hendi í nægu magni
hér á landi. Þetta er spurning um að
flýta fyrir smitinu en bíða ekki eftir
því í tíu eða tuttugu ár. í öðrum lönd-
um hefur tekist að flýta fyrir smiti
með þessum hætti og ætti því að tak-
ast einnig hér.
Það má hins vegar til sanns vegar
færa að við höfum farið of geyst í
kynningu á þessu síðasta vor en það
er önnur saga,“ sagði Sigurbjörn
Einarsson. -GK
Sinfóníuhljómsveit íslands er 40 ára um þessar mundir. í tilefni þess verða
haldnir hátíðartónleikar í Háskólabíói á morgun, föstudag, klukkan 19.30.
Tvö verk verða á efnisskránni: Sellókonsert eftir Jón Leifs og Sinfónia nr.
2 eftir Gustav Mahler. Einleikari í fyrra verkinu verður Erling Blöndal Bengt-
son en einsöngvarar i flutningi á sinfóníu Mahlers verða Signý Sæmunds-
dóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir. Sinfónía Mahlers verður flutt í fyrsta
skipti hér á landi en hún er um leið mannfrekasta verk hljómsveitarinnar.
Yfir eitt hundrað hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningnum, auk 70 manna
kórs. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari en kórstjóri Peter Locke. Mynd-
in var tekin á hljómsveitaræfingu í gær. DV-mynd Brynjar Gauti
Bankamir sagðir stefna kjarasamningum í voða:
Þetta er ekki rétt
- segir Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans
Verðlagseftirlit verkalýðsfélag-
anna ásakar bankana um að stefna
nýgerðum kjarasamningum í voða,
bæði með því að hækka þjónustu-
gjöld sín og eins með því að lækka
ekki víxilvexti til samræmis við vexti
af skuldabréfum.
Leifur Guðjónsson hjá verðlagseft-
irliti verkalýðsfélaganna sagði í sam-
tali við DV að ýmis þjónustugjöld
bankanna hefðu verið hækkuð. Það
mál væri nú í athugun fyrir verka-
lýðsfélögin. Nefndi hann sem dæmi
lántökuþóknun sem hefði hækkað
úr 0,75 prósent upp í 1,5 til 1,8 pró-
sent. Þá nefndi hann þóknun fyrir
skuldabréfainnheimtu, leigu á
bankahólfum og raunar flest þjón-
ustugjöld bankanna.
„Þetta er ekki rétt. Þessi þjónustu-
gjöld bankanna eru ekki að hækka
nú, þau hækkuðu í lok síðasta árs.
Hjá okkur í Búnaðarbankanum
hækkuðu þessir þjónustuliðir 1. des-
ember síðastliðinn og þá höfðu þeir
ekki hækkað síðan 6. mars í fyrra.
Kjarasamningarnir voru ekki gerðir
fyrr en um mánaðamótin janúar/fe-
brúar,“ sagði Stefán Pálsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, í samtali við
DV.
Hann benti líka á að þær ásakanir,
sem hefðu verið uppi um að bankam-
ir hefðu ekki lækkað víxilvexti til
jafns við skuldabréfavexti, ættu ekki
.við ríkisbankana, Landsbankann og
Búnaðarbankann. í þessum bönkum
báðum væru víxilvextir 18,5 prósent
en á almennum skuldabréfum væra
vextir 18,5 prósent í Búnaðarbankan-
um en 18,75 prósent í Landsbankan:
um. Hann sagði það ekki rétt að
skamma alla bankana fyrir það að
víxilvextir í íslandsbanka og spari-
sjóðunum væru 19,75 prósent og 19,0
prósent í Samvinnubankanum. Það
væri ekki hægt að alhæfa í þessu
máli. -S.dór
Fréttir
Ragnar Kjartansson, Páll Bragi Kristjónsson og Björgólfur Guðmundsson. Þeir hafa verið tíðir gestir í sölum
Sakadóms. Fremstur á myndinni er Hákon Árnason lögmaður. DV-mynd GVA
Hafskipsmálið:
Gámarnir ekki
á kaupleigu
- samkvæmt bréfi sem Valdimar Guðnason hefur lagt fram
Valdimar Guðnason, löggiltur end-
urskoðandi, hefur lagt fram nýtt bréf
í Hafskipsmálinu. Valdimar telur að
bréfið, sem sent er frá Svíþjóð, sýni
svo ekki verði um villst að Consafeg-
ámarnir, en þeir hafa komið talsvert
við sögu í Hafskipsmálinu, hafi verið
leigðir Hafskipi samkvæmt hefð-
bundinni rekstrarleigu en ekki kaup-
leigu, eins og haldið hefur verið fram
af verjendum Hafskipsmanna.
Valdimar var einnig spurður um
launakjör Ragnars Kjartanssonar og
Björgólfs Guðmundssonar. En Valdi-
mar vann skýrslu fyrir skiptarétt
Reykjavikur og aðstoðaði rannsókn-
arlögregluna á fyrri stigum Haf-
skipsmálsins. Hann sagðist aldrei
hafa séð nein gögn sem bentú til þess
að útreikningar á stöðu ágóðaþókn-
unar forstjóranna hefðu farið fram.
Valdimar sagðist ekkert vilja segja
til um hvort útreikningar hefðu verið
gerðir, en ekkert hefði bent til þess
ídómsaJnum
Sigurjón M. Egilsson
samkvæmt þeim gögnum sem hann
fékk frá Helga Magnússyni, endur-
skoðanda Hafskips.
Þegar Valdimar var spurður hvort
hann hefði talað við þá stjórnarmenn
sem sömdu við Björgólf og Ragnar
um launakjörin, svaraði hann því
neitandi. Hann sagðist heldur ekki
hafa talað við Ragnar og Björgólf um
launasamningana. Stjórnarmenn
sem sáu um gerð samninganna við
forstjórana hafa sagt að sextíu pró-
sent reglan, það er leynireikningarn-
ir, liafi verið laun eða launauppbót.
Helgarpósturinn
HaUdór Halldórsson, fréttamaður
og fyrrverandi ritstjóri Helgarpósts-
ins, kom fyrir Sakadóm í gær. Þar
staðfesti Halldór nöfn þriggja heim-
ildarmanna sinna. Það eru þeir Pétur
Kjartansson, Gunnar Andersen og
Björgvin Björgvinsson. Halldór vildi
fá að lesa yfirlýsingu í réttinum. Því
var hafnað, bæði af dómurum og
veijendum. Að mati þeirra átti yfir-
lýsing frá Halldóri ekkert erindi í
Hafskipsmálið.
í yfirlýsingunni, sem ekki mátti
lesa, vitnar Halldór til laga um prent-
rétt, prentfrelsi og nafnleynd, til
siðareglna blaða- og fréttamanna og
fleira. Halldór sagði, í samtali við DV,
að hann hefði nefnt nöfn heimildar-
manna þriggja þar sem þeir hefðu
allir áður sagt frá sambandi þeirra
við sig við vitnaleiðslur fyrr í málinu.
Nú hafa hátt í 150 manns mætt fyr-
ir Sakadóm vegna Hafskipsmálsins.
Vitnaleiðslum er að mestu lokið.
-sme
Ótal
sófasett
allir litir
Margar gerðir
hvíldarstóla
Opið laugardaga kl 10-17
sunnudaga kl. 14-17
TMHLJSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
Mjög vönduð
svefnherbergishúsgögn
Unglingahúsgögn - mjög hagstætt verð.