Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 3
FlMMTtDAfiUR'fÍ. ííl'ARS 1990.
Fréttir
Ræðst staðsetning álvers 1 næstu viku?
Valið er á milli Eyja-
fjarðar og Straumsvíkur
- Eyj afl arðarsvæðið hefur sigið á að undanfórnu
Forstjórar álfyrirtækjanna
þriggja, Alumax, Gránges og Ho-
ogovens, koma hingað til lands í
byrjun næstu viku til að athuga
staðsetningu nýs álvers og skrifa
undir yfirlýsingu um samstarf.
Munu þeir skoða land í Eyjafirði
og þar að auki er ætlunin að fara
til Reyðarfjarðar. Auk þess beinist
athyghn að Reykjanesi, nánar til-
tekiö Straumsvík.
Samkvæmt upplýsingum DV
stendur nú valið fyrst og fremst á
milli Straumsvíkur og Eyjaíjarðar.
Mun til dæmis vera algerlega úr
myndinni að setja álver í Þorláks-
höfn og þá er ekki mikill áhugi á
Reyðarfirði.
Eyjafjarðarsvæðið mun hafa ver-
ið að síga á að undanförnu og þá
sérstaklega vegna byggðasjónar-
miða. Nokkru dýrara verður að
hafa álver þar en fyrirtækin þrjú
munu sjá ýmsa vankanta á því að
hafa álver við hhðina á ísal. Er til
dæmis nefnt að það geti verið erfitt
að finna sökudólg ef einhver um-
hverfisspjöll koma upp þegar tvö
álver standa hlið við hhð. Það má
telja víst að nýtt álver verði alltaf
eitthvað upp á þjónustu ísals kom-
ið.
Þá er því haldið fram að ekkert
dýrara sé að flytja raforku th Eyja-
fjarðarsvæðisins en samkvæmt
samþykktri virkjanaröð á að ráðast
í Fljótsdalsvirkjun næst. Er tahð
mikilvægt að undirbúningur fram-
kvæmda þar geti hafist í sumar.
Þess má geta að gert er ráð fyrir
að grafin verði jarðgöng fyrir aust-
an en það flýtir framkvæmdum við
virkjunina frá því sem áður var
áætlað.
Það eru forstjórar Alumax sem
koma til með aö ráða mestu varð-
andi staðsetningu álversins enda
er hugmyndin að þeir séu stærsti
eignaraðilinn, auk þess sem þeir
sjái um uppsetningu og rekstur
verksmiðjunnar. Þeir munu ekki
vera mjög áhugasamir um að hafa
verksmiöjuna í Straumsvík
-SMJ
Þá hafa þessir tveir hitaveitutankar í Öskjuhlíð lokið hlutverki sínu eftir
áratugalanga þjónustu fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Smám saman verður
klæðningunni flett af þeim og að lokum verður ekkert eftir. Nýir tankar
standa nú á gamla staðnum en þó er ekki allt sem fyrr þar sem ofan á þeim
er hálfkúlan góða þar sem gestir geta notið útsýnisins yfir veitingum eftir
rúmt ár. DV-mynd Brynjar Gauti
Andri BA á leið frá Dutch Harbour til Vancouver:
Sala á skipinu er
einn möguleikinn
- segir Haraldur Haraldsson
„Við reynum nú allar hugsanlegar
leiðir tíl að koma í veg fyrir að við
töpum of miklu á útgerðinni. Það
virðist útséö um að við fáum þann
fisk til vinnslu um borð sem við vild-
um þannig að sala á skipinu er einn
af þeim möguleikum sem til greina
koma,“ sagði Haraldur Haraldsson,
stjórnarformaður útgerðar Andra
BA, í samtali við DV.
Vinnslu á kola um borð í Andra
BA hefur nú verið hætt eftir nokk-
urra vikna vinnu. Útgerðin hefur
ákveðið að láta sigla skipinu til Van-
couver í Kanada og leggja því þar í
bih. Skipið er þegar lagt af stað frá
Dutch Harbour þar sem það hefur
legið frá því um jól. Siglingin milli
staða tekur tíu daga.
Heimildir til veiða á kola viö Al-
aska voru afturkallaðar vegna þess
að of mikið slæddist með af aukaafla
við kolaveiðarnar. Enginn afli berst
því lengur frá skipum heimamanna
til vinslu um borð í Andra BA.
„Þetta voru smámunir sem unnið
var af kolanum. Við vorum fyrst og
fremst að prófa tækin og það er ekki
annað að sjá en allt sé í lagi. Kolinn
var hins vegar ekki sá afli sem við
vorum að sækjast eftir,“ sagði Har-
aldur.
Allt er óvíst um hvað bíður Andra
BA í Vancouver. Ráðningartími
nokkurra manna í áhöfninni er að
renna út en Haraldur vildi ekkert
segja um hvort samningar við þá
menn yrðu endurnýjaöir.
-GK
Biskup íslands um hina nýstofnuðu Fjölskylduvemd:
Ætla að leggja þeim lið
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, hefur ákveðið að leggja lið
nýstofnuðum samtökum sem nefnast
Fjölskylduvernd. Eins og fram hefur
komið í DV á síðastliðnum vikum er
markmið samtakanna að hjálpa fjöl-
skyldum sem hafa á ýmsan hátt lent
í deilum við barnaverndaryfirvöld
vegna barna sinna. Ólafur segist ekki
ætla að beita sér gegn barnaverndar-
yfirvöldum á einn eða annan hátt -
en hann vhl veita hlutaðeigandi íjöl-
skyldum og börnum alhliða stuðn-
ing.
„Ég ætla að ljá samtökunum það
lið sem ég get. Markmið þeirra er
göfugt og gott. Ég mun reyna að hlúa
að þeim sem ganga fram fyrir skjöldu
til að koma börnum áfram og gera
þau að nýtum þjóðfélagsþegnum.
Þeim sem bera kvíðboga fyrir upp-
eldi barna sinna mun ég vinna að því
að hjálpa," sagði Ólafur í samtah við
DV. Biskupinn verður viðstaddur
næsta fund samtakanna sem haldinn
veröur þann 17. mars í safnaðar-
heimili Langholtssóknar klukkan
16.00. Um áttatíu manns eru þegar
skráð hjá samtökunum.
-ÓTT
Rúmin frá Kaliforníu eru nú komin aftur
í 5 gerðum og tveimur litum - Ijósum og dökkum.
Margir hafa beðið lengi eftir þessum rúmum
og nú er best að koma strax
því magnið er ekki mikið sem við fengum
og tveir mánuðir þar til næsta sending kemur.
M
REGENTMÖBEL
Bíldshöfða 20
Sími 68-11-99