Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
Spumingin
Er klám útbreitt
hérlendis?
Magnús Sigurðsson, nemi FB: Nú
veit ég ekki. Ég hef ekki séö mikiö
af slíkum myndbandsspólum síðustu
misseri og þaö var verra.
Bergljót Kristjánsson sjúkraliði: Það
mætti halda þaö samkvæmt nýjustu
fréttum.
Hrafnhildur Haraldsdóttir húsmóðir:
Örugglega útbréiddara en maöur
heldur.
Rannveig Þorvaldsdóttir gjaldkeri:
Ekki svo ég viti til.
Sonja Lúðvíksdóttir húsmóðir: Þetta
er mjög erfiö spuming en ég held að
það sé ekki mjög útbreitt, án þess ég
viti þaö.
Kjartan Halldórsson flugumferðar-
stjóri: Ég hef ekki hugmynd um það.
Lesendur_______________________________________________dv
Gildi norrænnar samvinnu:
Vestur eða austur?
Ólafur Björnsson skrifar
Það er varla hægt aö komast hjá
því að leggja hlustir við þær raddir
sem bárust frá þingi Norðurlanda-
ráös sem haldið var hér í síðustu
viku. Þar hefur að vísu ekki komið
mikið fram sem hraytir skoöunum
íslendinga um ráðiö sjálft, við viljum
halda áfram norrænni samvinnu á
sviði einstakra mála. Það þýðir hins
vegar ekki aö við viljum fylgja þess-
um þjóðum í hvaða máli sem er.
Það er rétt hjá Páh Péturssyni, for-
seta Norðurlandaráðs, þegar hann
segir að það hafi alla tíð verið ákveö-
in andstaða við þessi norrænu sam-
skipti, menn hafi verið, segir Páll,
mjög uppteknir af Bandaríkjunum
og samskiptum hinna vestrænu ríkja
og viljað leggja áherslu á þá hlið
málanna.
Að mínu mati á þetta ekkert endi-
lega við íslendinga. Einkum Norð-
menn og Danir hafa einnig horft til
Bandaríkjanna um viðskipti og önn-
ur samskipti. Norðmenn gera þetta
enn í ríkum mæh en Danir minna
eftir aö þeir gengu í Efnahagsbanda-
lagið. En Danir eru hka eindregnir
stuðningsmenn þess bandalags og
hafa meira og minna snúið baki við
norrænni samvinnu nema á pappírn-
um.
En það sem nú er að gerast í Norð-
urlandaráði og einmitt undir foræsti
Páls Péturssonar er þess virði að við
íslendingar gefum því gaum. Mér
finnst það ekki lofa góðu ef við ís-
lendingar ætlum að fara að hafa for-
göngu um samskipti og samvinnu við
Austur-Evrópuríkin umfram það
sem önnur ríki Vestur-Evrópu telja
eðhlegt. íslensk sendinefnd til Sovét-
ríkjanna og Eystrasaltslandanna til
aö ræða umhverfismál og varnarmál
- það er t.d. ekki hugstætt okkur ís-
lendingum.
Ef við ætlum að nota samstarf við
Norðuriandaþjóðir til að taka upp
nýja takta í varnarmálum og fara að
leika hlutverk forystusauðs í um-
hverfisvernd erum við einfaldlega á
rangri braut í utanríkismálum. Það
mun reynast okkur örlagaríkt að
hverfa frá áratuga áfallalausu sam-
bandi við Bandaríkin og hin vest-
rænu ríki. Það er því ekki að ástæðu-
lausu að hér hefur ríkt ákveðin and-
staða við norræn samskipti umfram
þá samvinnu sem nálægð og skyld-
leiki bjóða.
„Ailtaf verið ákveðin andstaða gegn þessum norrænu samskiptum," segir hér m.a. - Frá síðasta fundi Norðurland-
aráðs í Reykjavík. Þingfulltrúar velja sér pappír.
Sammála sjónvarpsstjóra
K.S. hringdi:
Ég get verið sammála sjónvarps-
stjóranum nýja hjá Stöð 2 um að það
sé sjálfgefið að hætta að sýna klám-
myndir á sjónvarpsstöðinni. Ég er
hins vegar ósammála þeim dómi sem
fyrrverandi sjónvarpsstjóri fékk fyr-
ir brot-sitt um að sýna þessar mynd-
ir. Mér fannst hann ekki eiga svo
þungan dóm skilinn.
Ég held hins vegar að það sé ekki
Söngelskur skrifar:
Þó að það sé kannski fullseint í rass-
inn gripið þá langar mig til að leggja
orö í helg varðandi Söngvakeppni
Evrópusjónvarpsstöðvanna. Þessi
keppni nýtur nú ekki sömu vinsælda
og hún gerði fyrst þegar við íslend-
ingar tókum þátt í henni og held ég
að árangur okkar í keppninni hingað
th eigi þar stærstan hlut að máli.
Margir hafa viljað finna ástæðu fyrir
þessum hrakförum og er ég einn
þeirra.
Það sem ég tel að sé Akkilesarhæll
okkar íslendinga er hvemig staðið
er að vah á laginu hér heima. í öll
skiptin hafa átta dómnefndir séö um
valið. Þær em staðsettar ein í hverju
til vinsælda falhð að sýna svona
myndir í sjónvarpsstöð sem seld eru
afnot af. Það mætti Ríkissjónvarpið
líka vel athugá. Þar hafa ekki síður
verið sýndar klámmyndir af verstu
tegund, þar á meðal eru verk ýmissa
íslenskra höfunda sem halda að þeir
verði að hafa klámsenur í verkum
sínum til að þau njóti hyhi.
Ég lýsi að lokum þakklæti mínu til
Stöövar 2 fyrir að vita að þar a.m.k.
kjördæmi landsins og hafa allar
sama vægi. Það fer því fjarri að val
dómnefndanna spegh réttan smekk
íslensku þjóðarinnar.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, aö það húa færri t.d. í Vest-
fjarðarkjördæmi en í Reykjavík og
því furðulegt aö stjórnendur keppn-
innar skuli hta fram hjá þvi. Með
áralangri baráttu hefur meira að
segja tekist að opna augu framsókn-
armanna fyrir þessari staðreynd. Því
eru fuhtrúar Reykjavíkurkjördæmis
fleiri á þingi og auk þess eru atkvæði
Reykvíkinga notuð til aö velja full-
trúa Vestfirðinga.
Vestfirðingar hafa hins vegar tífalt
atkvæðamagn á við Reykvíkinga í
verða ekki framvegis sýndar þessar
tegundir mynda. Þetta ætti Ríkis-
sjónvarpið að taka til athugunar og
gefa út yfirlýsingu samhljóða þeirri
sem kom frá Stöð 2. - Þeir sem vilja
horfa á svona myndir geta eftir sem
áður farið og leigt sér myndbörid á
myndbandaleigunum. Ég trúi ekki
öðru en aö þar sé enn hægt að fá þær
leigðar. Eða þeir kaupi þessar mynd-
ir erlendis á ferðum sínum þar.
Söngvakeppninni. Það er í hæsta
máta óeðhlegt þar sem Vestfirðingar
eru ekki kunnir af mikilli kunnáttu
eða þekkingu á dægurtónlist - reynd-
ar þvert á móti. Mér vitanlega heyra
þeir einna helst í harmóníku á böll-
um eða þá orgeli, þá þeir rata í kirkju.
Hér fyrir sunnan er hins vegar mun
meira framboð af alls kyns skemmt-
unum og frambærilegri dægurtón-
list.
Það yrði því íslendingum til mikils
framdráttar ef þeir köstuðu útjask-
aðri kjördæmaskipan fyrir róða viö
val á framlagi okkar th Söngva-
keppninar; og reyndar á fleiri svið-
um - en það er auðvitað annað mál.
Daglaunamaður skrifar:
Ég sá það í sjónvarpsfréttum um
daginn að Rúmenar voru að rifa
styttu af Vladímír íljítsj Lenín af
stalli sínum í Búkarest. Þetta var
nokkuð mikil stytta, einir tíu
metrar á hæð, og sýndi Lenín
horfa hnarreislan fram á veginn.
Rúmenar telja sig ekki hafa gagn
af þessari styttu lengur og vilja
því selja hana á eina milljón
Bandaríkjadala. Ég sé ekki betur
en þarna sé komið gott tækifæri
til handa okkur íslendingum til
að eignast loksins veglegt lik-
neski af þessum kenningasmið.
Hann hefur sett mark sitt á líf
okkar og mun sjálfsagt gera enn
um sinn þótt Rúmenar og margir
nágranna þéirra vilji nú ekkert
með liann hafa. Jafnframt fá
Rúmenar nokkra fjármuni til að
minnka þær þrautir sem þeir líða
af umbreytingu þjóðskipulagsins
þó að þetta séu ekki viölika íjár-
hæöir ogkindakjötsgjöfin kostaði
okkur.
Ég vil þvi skora á Ólaf Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra að
standa fyrir kaupum á styttunni.
Bæði er að máhö er honum skylt
og eins tel ég aö styttan færi vel
á Arnarhóh, skammt frá fjár-
málaráðuneytinu; helst þannig
aö hún sneri aö Seðlabankanum.
- Það myndi minna okkur á að
hér á landi ætla menn ekki að
beita vestrænum hagstjórnar-
tækjum eins og þessi ríkisstjórn
hefur kveðið upp úr meö.
Söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna:
Misrétti milli landshluta
Hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga:
Samræmist ekki kjarasamningum
Birgir skrifar:
Mér finnst mjög einkennilegt
hvemig staðið hefur verið að hækk-
un iðgjalda bifreiðatrygginganna. Ég
og fleiri, sem ég hefi rætt við, erum
því fylgjandi aö þessi hækkun verði
skoðuð nánar og þá ekki síður hvem-
ig hækkunin úr 1900 krónum í 2.700
krónur fyrir skoðun hjáBifreiðaeft-
irhti ríkisins er til komin.
Við getum ekki kyngt því sem ein-
földu svari að 18% hækkun á iðgjöld-
um sé til samræmis við verðbólgu frá
1. mars í fyrra til mars núna. - Auð-
vitað þurfa iðgjöld að fylgja tjóna-
kostnaði en ég er ekki viss um að það
hafi neitt verið farið í gegnum tjóna-
kostnað hjá tryggingafélögunum og
athugað hve mikla hækkun félögin
þurfa til samræmis þeim kostaði ein-
um og sér.
Nú hafa flest fyrirtæki sem mark
er takandi á komið th móts við kjara-
samningana sem fólust í svokahaðri
„núllausn“ og lítiö eða ekkert hækk-
að sína þjónustu. - Að svara því til
m.a. aö „vátryggingafélög séu nú
svolítið annar hlutur“ er hreint út í
hött af hálfu Tryggingaeftirhts ríkis-
ins - sem maöur hélt nú að ætti ekki
síður að vera varnaraðih viðskipta-
manna tryggingafélaganna.
Ég held að Verðlagsstjóri ætti að
taka alvarlega kröfu verðlagseftirht
verkalýðsfélaganna um sérstaka at-
hugun á hækkun iðgjalda bifreiða-
trygginganna, úr því aö verkalýðs-
félögin hafa á annað borð tekið að
sér verðlagseftirlit í landinu, kannksi
að mestu leyti.