Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 7
7
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
Sandkom
Vegnapróf-
KinrísjálR.Tft-
ismannaá
Uaííröivai'Ul-
ankjörstaðaat-
kvæðagroiðsla
í Vniholl i
ReyFjavík.
Ungir Vcstftrð-
ingariRevkja-
víkönnuðust
i'ramkvæmdat-
' kvæðagreiðslunnar og sendu at- _ : -
kvæðin vestur með Fhtgleiðum. í
Vestfn-ska fréttablaðinu segir frá
þessu: „En þegar sækja átti þau út á
völi fundust þau ekki með nokkru
inóti. Ekki fimr en einhver statfsmað-
urinn átti erindi í frystikistuna. Þar
voru atkvæðin. Hinir ungu menn
höfðu notað umbúðir fyrir frosið
sjávarfang eins og við má búast af
Vestfirðíngum og þegar þem lokuðu
pakkanum bættu þeir um betur og
notuðu iímmiða með aðvörun að hér
væri um frystivöru að ræða.
Allir vita að það var míklu minní
hitií prófkjðrsbaráttunni hjá sjálf-
staxiismönnum núna en fyrir flóru'm
árum. Enfrosinatkvæði...“
Hvað með
Grímsey?
Enn. merkik-gt
nokk. ttnm :
heimsmeist-
arakeppninai
fyrir að slíkt sé mögulegt er að byggð
verði gríðarleg íþróttaliöll meö piássi
áhotfendur, Reykjavík hefur verið
ur„i
sérábrjóstoghaldáhöfðinuháttstuði,
Grímsey?Égmcinaþað!
Klarínettleikur
hjá kölska
Klarínettxileik- arinokknrdó
niðurtil helvít- is. Þegarþang- aðvarkomið sýndiprúð-
búinn vakt- meistarikölska honum stóran ogfallegantón- leikasal með
hréintófriilega góðum hljómburði. i
salnum var sinfóníuhljómsveit að
spila. Aðeins einn stóll var laus á
sviðinu, stóll fyrsta klarínettuieik-
ara. Á stólnum lá forláta klarínett og
beið vinar vors. „Takk, góði guð, ég
lilýt að hafa ient á betri staðnum,“
sagði klarínettuleikarinn við sjálfan
sig. Hann byrjaði að spiia á sinn fína
klarínett og himneskir tónar fylltu
salinn. Eftir tveggja tima spila-
mennsku spurði hann annan klarí-
nettuleikara. „Segðu mér, h venær er
kaffipása?“ „Pása," sagðihinn „hér
eraldreípása!"
Skata...
ummm...
Nokkrirstarfs-
menn í Lcifs-
stoðcruj)jóö-
ræknir vel og
hafa soöiö sér
skötuafogtil.
Núerhinsveg-
ar búið að banna mah-eiöslu á skötu
í Leifsstöð. Ástæðan mun vera sú að
skötuilmurínn fór í hið afar full-
konma loftræstikerfl hússins og
dreífðist nm aila stöð. Að sögn Vikur-
blaðsins var það meira en menn
þoldu. í þessum dólki hefur þegar
veríð sagt frá harðtiskbaimi á Saga-
klass. Lýðurirm ætlar seint að skilja
að hann er stadduri „international'1
umhverfi þar sem Leifsstöð og Saga-
kfass eru annars vcgar.
Umsjón: Haukur L Hauksson
Fréttir___________________________________________dv
Grindvíkingar íhuga að gera nýtt Blátt lón:
Wiljum ráða okkar
skipulagi sjálfir
- segir Halldór Ingvason bæjarfulltrúi
„Við höfum hug á að gera nýtt lón
í tengslum við skipulag Grindavíkur.
Það lón yrði staðsett vestan við Þor-
bjarnarfell og í skjóli fyrir suðaust-
anáttinni. Þetta er miklu fallegri
staður en núverandi lón er á. í tengsl-
um við nýtt lón er síðan ætlunin að
byggja mannvirki eins og heilsu-
stöð,“ sagði Halldór Ingvason, bæjar-
fulltrúi í Grindavík, í samtali við DV.
Hugmynd Grindvíkinga hefur ein-
faldlega verið kölluð flutningur á
Bláa lóninu. Samkvæmt heimildum
DV hafa ekki allir verið jafnánægðir
með þessar fyrirætlanir og haldinn
um þær fundur í Keflavík í fyrri
mánuði.
„Það er misskilningur að um flutn-
ing á lóninu sé að ræða. Við viljum
einfaldlega gera nýtt lón á mun betri
stað. Það eru ýmsir vantkantar á
núverandi staðsetningu lónsins í
dag. í fyrsta lagi samræmist núver-
andi lón ekki heilbrigðisstöðlum sem
gilda fyrir baðaðstöðu á alþjóðavett-
vangi. í öðru lagi er ákveðin hætta á
ferðum þar sem þrýstilokar sem vísa
út í lónið geta sprungiö. Sú hætta er
alltaf fyrir hendi. Þá er full stjórn á
hitastigi lónsins ekki möguleg. í
þriðja lagi þrengir lónið að starfsemi
Hitaveitu Suðurnesja sem slíkri. Það
er á umræðustigi að vinna kísil úr
lóninu og sú vinnsla færi þá fram við
lónið eða rétt norðan við það.“
Fallegri staður
- Hvaða kosti sjáið þið við að færa
lónið um tæpan kílómetra?
„Það þarf að tengja lónið við veitu-
kerfi Grindavíkur. Það er ekki hægt
að leiða frárennslið í hraunið því þá
er vatnsbóli Suðurnesja hætta búin
af mengun. Það er mun ódýrara að
tengja frárennslisvatn veitukerfi
bæjarins ef lónið verður vestan við
Þorbjarnarfell. Að tengja frárennsli
frá núverandi lóni við veitukerfi
Grindavíkur er dýrt þar sem leiðsl-
urnar þurfa að fara yfir háan háls
og það kostar dælustöð.
Þá er fyrirhugaður staður fyrir lón-
ið mun fallegri en núverandi staður.
Nýtt lón yrði í skjóli fyrir hinni ill-
ræmdu suðaustanátt sem skiptir
sköpum fyrir baðgesti. Nýtt lón yrði
líka byggt öðruvísi. Hitastigi og
magni vatnsins væri síðan hægt að
stjórna en það kæmi frá Hitaveitunni
eins og vatnið í núverandi lóni.“
Fimmtíu milljónir
Halldór segir að enn séu þetta
óstaðfestar hugmyndir. Sagði hann
að hægt yrði að byrja framkvæmdir
strax í vor og ljúka þeim í sumar.
Albert Albertsson, framkvæmda-
stjóri tæknisviðs Hitaveitu Suður-
nesja, hefur gert kostnaðaráætlun
við gerð nýs lóns. Hann áætlar að
kostnaðurinn muni nema tæpum 50
milljónum. Þá er meötalinn kostnað-
ur við lagnir, dælur, vegi og sjálft
lónið.
- Hveijir kæmu til með að fjár-
magna mannvirkjagerð við nýtt lón?
„Það er spurning hverjir kæmu þar
inn í. En það er öruggt að gerð verð-
ur krafa um vönduð mannvirki. Við
í Grindavík viijum ráða skipulagi á
okkar svæði sjálfir. Þesar hugmynd-
ir eru allar unnar í samráði við Hita-
veitu Suðurnesja og ég veit ekki til
að þær hafi mætt mikilli andstöðu.
Neikvæð viðbrögð við okkar hug-
myndum eru byggð á misskilningi.
Sá sem er með baðhús við núverandi
lón hefur ákveðnar hugmyndir um
hvernig hann vill hafa þetta sjálfur
en þær passa bara ekki við okkar
hugmyndir. Við viljum ráða skipu-
laginu og forðast að byggðir verði
einvherjir skúrar um allt hraun.“
-hlh
Rekstraraðilar baðhússins við Bláa lónið:
Algerlega á móti því
að lónið verði flutt
- mundi spilla ímynd sem skapast hefur
„Ég er algerlega á móti því að Bláa
lónið verði flutt. Mér fyndist lónið
tapa stórum hluta af sjarma sínum
ef það yrði flutt frá orkuverinu og
úr hrauninu. Orkuverið er sérstakt
og mengunarlaust og þetta umhverfi
heillar allt saman. Með flutningi á
lóninu er verið að slíta allt úr sam-
hengi. Það mundi spilla mjög þeirri
ímynd sem hefur skapast á þessum
stað. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði
finnst mér líka út í hött að segja að
þessi staður, sem Grindvíkingar hafa
í huga, sé fallegri en þessi,“ sagði
Guðmundur Guðbjörnsson, sem rek-
ur baðhúsið við Bláa lónið ásamt
Hermanni Ragnarssyni, við DV.
Guðmundur sagði Þórð Stefánsson,
sem rekur gistihúsið við lónið; vera
á sama máli.
- Er þetta ekki spurning um við-
skipti fyrir ykkur? Verðið þið nokk-
uð inni í myndinni ef nýtt lón verður
gert?
„Ég veit það nú ekki. Ætli þetta
yrði ekki boðið út. Eg treysti mér
alveg til að bjóða á móti hveijum sem
er í dag.“
Guðmundur sagði að búið væri að
fjárfesta fyrir allt að eitt hundrað
milljónir króna við núverandi lón og
spurning væri hvað ætti að gera við
fjárfestingarnar ef nýtt lón yrði gert.
„Þetta var allt byggt vegna lónsins
hér. Ef fara á með lónið get ég ekki
séð að þeir aðilar, sem hafa fjárfest
hér, verði hlynntir því.“
Þrjú fyrirtæki hafa fjárfest í mann-
virkjum við lónið: hótelið, Hitaveita
Suðurnesja, sem byggði baðhúsið, og
Víkurlón sem er nýtt fyrirtæki.
Guðmundur sagði mikið sótt í lón-
ið, sérstaklega yfir sumarmánuðina.
Sú breyting hefði orðið á að aðsókn
á veturna væri að aukast. Væri upp-
lagt að laga aðstöðuna eitthvað á
núverandi stað í stað þess að setja
tugi milljóna í flutning á lóninu sem
kæmi ekki vel út.
-hlh
Tapar Bláa lónið sjarma sínum ef
það verður flutt úr hrauninu við
orkuverið?
Subaru 1800 station, árg. 1988, ek-
inn 60.000 km, afmælisbíll, ath.
skipti á ódýrari.
Subaru 1800 station turbo, árg.
1987, ekinn 80.000 km, verð
990.000, ath. skipti.
Ford Bronco, árg. 1981, torfæru-
tröil, verð 1.280.000, toppeintak,
ath. skipti.
Suzuki Swift, árg. 1986, ekinn
28.000 km, verð 390.000, hvitur.
Nissan Patrol, langur, árg. 1984,
ekinn 160.000 km, verð 1.150.000,
skipti.
MMC Colt turbo, árg. 1988, ekinn
>50.000 km, verð 880.000, skipti GLS
2000.
MMC Galant, árg. 1985, ekinn
198.000, verð 530.000, skipti, toppbill.
Volvo 244 GL, árg. 1984, ekinn
54.000, verð 640.000, einn eigandi
frá upphafi.
Höfum góðan kaupanda að Blazer
Silverado '82-'83.
Vagnhöfða 9, við hliðina á
veitingastaðnum Ártúni.
Símar 67840-67841.
Vantar nýlega bfla á skrá.