Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 27
FIMMTÍTDAGUR 8. MÁRS' 1990.
35
Sviðsljós
Jane Fonda rændi
syni mínum
- segir móðir Lorenzo Caccialanza
„Jane Fonda hlýtur að vera eitt-
hvað skrýtin að ganga með grasið í
skónum á eftir manni sem er 18 árum
yngri en hún sjálf. Þegar Lorenzo er
með Jane segist hann gleyma því
hversu gömul hún er orðin. Það geri
ég hins vegar ekki. Þessi afdarikaða
leikkona á ekkert með að vera að
danglast meö syni mínum,“ segir
Aldina Caccialanza, reið á svip.
Jane hitti Lorenzo í samkvæmi í
Hollywood á síðasta ári fimm mán-
uöum eftir að hún skildi við eigin-
mann sinn, Tom Hyden. Það tókust
góöar ástir með þeim skötuhjúum og
ekki leið á löngu þar til þau voru
komin í frí til Karíbahafsins þar sem
þau áttu nokkra ljúfa daga saman
og síðan hafa þau verið óaðskiljan-
leg.
Lorenzo, sem lék hryðjuverka-
mann í myndinni Die Hard, var svo
ástfanginn af nýju kærustunni að
hann bauð mömmu gömlu til Holly-
wood svo hún gæti heilsað upp á
hana. Og í oktober á síðasta ári hitt-
ust þær loks.
En Aldina tók Jane ekki opnum
örmum, hún var búin að ákveða áður
en fundum þeirra bar saman að hún
þyldi ekki konuna sem hefði stolið
hjarta sonar hennar.
„Heima í þorpinu mínu á Ítalíu
horfa allir á mig vorkunnaraugum
vegna þess aö sonur minn er í tygjum
við gamla konu. Og ég er allt annað
en ánægð með þróun mála. Ég vil að
Lorenzo giftist ungri konu sem í fyll-
ingu tímans getur gert mig að stoltri
ömmu. Hvemig í ósköpunum get ég
líka búist við að sonur minn verði
hamingjusamur með þessari konu.
Hún á að baki tvö misheppnuð hjóna-
bönd, hún getur ekki gert nokkurn
mann hamingjusaman. Ef Jane og
Lorenzp giftast fá þau ekki blessun
mína. Ég held í vonina um að þau
hætti að vera saman.
Einhvern daginn hlýtur Jane að fá
leið á Lorenzo og þá mun honum
finnast sem hann hafi verið niður-
lægður pg notaður. Ég vil ekki að það
gerist. Ég vil heldur ekki að sonur
minn verði þekktur fyrir að hafa
verið þriðji eiginmaður Jane Fonda,"
segir Aldina og er mikið niðri fyrir.
Michael Keaton situr í súpunni eftir Caroline mun fá um 900 milljónir í
að upp komst um framhjáhald hans. sinn hlut.
Michael Keaton skilur
Michael Keaton, öðru nafni Bat-
man, er að skilja við konuna sína.
Réttara væri þó að segja að hún væri
að skilja við hann eftir sjö ára hjóna-
band. Astæða skilnaðarins mun vera
blaðagrein í bandarísku slúðurblaði
þar sem því var haldið fram að Mic-
hael heíöi haldið við klámmynda-
leikkonu í tvö ár.
Að vísu hefur hjónaband Mihcaels
og Carohne verið heldur stirt síðustu
þrjú árin og þau jafnvel búið hvort
í sínu húsinu en þau höfðu nú samt
hug á því að reyna að bæta samband-
ið.
Það mun vera talið fullvíst að við
skilnaðinn muni Carohne fara fram
á helming eigna þeirra og þar sem
áætlað er að Michael fái um 720 millj-
ónir fyrir Batman 2 mun Caroline
einnig krefjast helmings þeirrar upp-
hæðar. Þegar allt verður tekið saman
mun hún fá um 900 milljónir.
Þegar Michael komst að því að sú
sem hann hafði haldið við lék í vafa-
sömum myndum var hann ekki lengi
að láta hana fjúka en það dugði ekki
til. Caroline hefur hugsað sér að fá
fullan forráðarrétt yfir sex ára syni
þeirra því að hennar mati verðskuld-
ar Michael ekki að vera faðir.
Jane og Lorenzo eru
hamingjusöm þrátt
fyrir allt.
Alveg eins og pabbi
Eplið fellur sjaldan langt frá eik-
inni og það er ekki annað að sjá en
að mikill svipur sé með þessum
feðgum. Frá vinstri er Mickey Roo-
ney yngri, John Gable yngri og
Eric Douglas yngri. Þegar mynd-
irnar í litlu boxunum af feðrum
þeirra eru bornar saman við mynd-
irnar af strákunum þarf enginn að
fara í grafgötur um hver er sonur
hvers.
Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.
Besti vinur Jim Bakker
er eiturlyfjasali
Blaðagreinin sem kom skilnaðinum af stað.
Jim Bakker, hinn frægi bandaríski
sjónvarpspredikari sem dæmdur var
til fangelsisvistar fyrir fjármála-
svindl og fleira á síðasta ári, situr
nú inni og afplánar dóm sinn.
Hann hefur eignast góðan vin í
fangelsinu, eiturlyfjasalann Leo
Musso, en hafði lifibrauð af því að
selja kókaín.
Þeir tveir eru óaðskiljanlegir vinir,
borða saman, fara í líkamsrækt og
gera yfirleitt flesta hluti saman.
í fyrstu eftir áð Bakker var færður
í fangelsið setti hann sig á háan hest
við samfanga sína og sagðist ekkert
eiga sameiginlegt með eiturlyfjasöl-
um, byssubófum og þjófum. Hann
var umkringdur mönnum sem hann
hafði áöur kallað syndara. En þegar
hann fór að hugsa sig um komst hann
að því að þessir menn voru börn
guðs eins og hann og því væri ekki
úr vegi að vingast ögn við þá. Sam-
fóngum Bakker líkar vel við hann
og finnst hann hress og kátur karl.
Hann var því fljótur að koma sér upp
hirð í fangelsinu sem dýrkar hann
og dáir.
Leo Musso og Jim Bakker eru góðir
vinir.
Ólyginn
sagði...
linda Ronstadt
þjáist af miklum sviðsskrekk.
Hún segist jafnvel stundum vera
svo illa haldin að hún þori alls
ekki að stíga á svið. Þá óski hún
þess heitast að hún lendi í slysi
og deyi. Uppáhaldsdraumur
hennar í því sambandi mun víst
vera að hún lendi undir strætis-
vagni og láti lífið á þann hátt. Hún
gæti varla fengið betri afsökun
fyrir að aflýsa tónleikum.
Dustin
Hoffman
er víst ekki of hrifinn af hegðun
dóttur sinnar. Hún fékk tilboð um
að leika í kvikmynd í Evrópu en
pabbi bannaði henni að taka því.
Hann sagði að það gæti verið
hættulegt ferli hennar sem kvik-
myndaleikkonu ef hún færi að
leika í lélegri annars flokks
mynd. Stelpan er hins vegar stíf
og þver og segist ekki vilja láta
pabba ráða yfir sér. En svei mér
þá ef Dustin hefur ekki rétt fyrir
sér í þessu efni.
Victoria
Principal
segir að ástæðan fyrir því að
hún hætti aö leika í Dallas hafi
verið sú að hlutverk Pam Ewing
hafi stöðugt orðið þynnra og
jynnra. Hún hafi verið orðin leið
og þreytt á að leika konu sem
átti bara að vera sæt og góð og
hafði nákvæmlega ekkert til mál-
anna að leggja. Því hafi hún
ákveðið að hætta og snúa sér að
öðrum hlutum. Ekki nema von
eða hvað fmnst ykkur? Svo er það
spurningin: á að búast við ein-
hveijum tilþrifum í DaUas?