Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1990, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990.
Afmæli
Ingi Þorsteinsson
Ingi Þorsteinsson, forstjóri og aðal-
ræðismaður íslands í Kenýa, varð
sextugur24.2. sl.
Ingi fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp að undanskildum tveimur
árum sem foreldrar hans bjuggu á
Flateyri og einu í Hafnarfirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA1952, viö-
skiptafræðiprófi frá HÍ1957 og
stundaði tæknifræðinám í meðferð
vefnaðarvéla og í framleiðslutækni
gerviþráða 1962-65 og 1969-70.
Ingi var framkvæmdastjóri og
meðeigandi Everest Trading Comp-
any í Reykjavík 1954-63, fram-
kvæmdastjóri sokkaverksmiðjunn-
ar Evu á Akranesi 1964-68, tækni-
legur ráðunautur Samverks hf. á
Sauðárkróki 1968-69, tækniþjón-
ustustjóri og útflutningsstjóri hjá
Klinger Manufacturing Co. Ltd.
Machine Division í London 1969-70,
framkvæmdastjóri National Textile
Industries Corporation Ltd., Dar es
Salaam í Tanzaníu 1970-75, fram-
kvæmdastóri, stjórnarformaður og
meðeigandi í Ramthor Textile Corp.,
Int. Ltd., Port Louis í Mauritius
1976-79, forstjóri og meðeigandi í
Jenithor Textiles Industries Ltd., í
Nairobi í Kenýa 1979-83, stjórnar-
formaður í Scania Bottlers Ltd. í
Kampala í Uganda og í Patco í
Kampala í Uganda, stjórnarformað-
ur Econex International of Uganda
Ltd. og Uganda Footwear & Synt-
hetic Ltd. frá 1982, meðeigandi hjá
OTC Aussenhandels GmbH & Co
KG, Bremen frá 1975, svæðisstjóri
fyrirtækisins í Nairobi í Kenýa frá
1980, framkvæmdastjóri PATH á ís-
landi hf. frá 1988 og stjórnarformað-
ur í Temiðstöðinni hf. í Reykjavík
frá 1988.
Ingi var ræðismaður íslands í
Nairobi í Kenýa frá 1980 og aðalræð-
ismaður íslands í Kenýa frá 1986.
Hann sat í stjórn Tan-Nordic Assoc-
iation 1971-75 og formaður 1972-73.
Ingi var þekktur frjálsíþróttamað-
ur hér á landi á árum áður. Hann
var landsliðsmaður í frjálsum
íþróttum, þátttakandi á ólymþíu-
leikum fyrir íslands hönd og met-
hafi í grindahlaupi. Ingi sat í stjórn
Frjálsíþróttasambands íslands
1961- 66 og formaður þar 1962-66, í
stjórn ólympíunefndar íslands
1962- 66 og fulltrúi íslands í Alþjóða-
frjálsíþróttasambandinu IAAF
1961-66.
Ingi var sæmdur gullmerki Frjáls-
íþróttasambands íslands 1964, er
fellow of British Institute of Mana-
gement frá 1973 og member of the
Institute of Marketing frá 1973.
Ingi kvæntist 6.9.1955, Fjólu Guð-
rúnu Þorvaldsdóttur húsmóður, f.
1.11.1931, dóttur Þorvalds Þórarins-
sonar, skrifstofumanns á Blönduósi
og síðar bókara í Reykjavík, f. 16.11.
1899, d. 2.11.1981, og Ólafar Bjargar
Guðjónsdóttur, húsfreyju í Reykja-
vík, f. 29.9.1911, d. 14.2.1986. Maður
Ólafar var Jón Bjarni Helgason,
kaupmaður í Reykjavík, f. 14.10.
1893, d. 20.8.1984.
Sonur Inga og Fjólu er Þorsteinn
Skúli, tölvunarfræöingur í Reykja-
vík.
Foreldrar Inga: Þorsteinn T. Þór-
arinsson, f. 15.5.1907, d. 20.4.1981,
vélfræðingur í Reykjavík, og eftirlif-
andi kona hans, Þóra Guðrún Ein-
arsdóttir, f. 20.7.1909, húsfreyja í
Reykjavík.
Systir Þorsteins var Petrína, föð-
uramma Herberts Guðmundssonar
söngvara. Önnur systir Þorsteins
var Ásta, sem var kona Víglundar
Möller, skrifstofustjóra Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur og formanns Guð-
spekifélagsins. Bróðir Þorsteins var
Olafur, bakarameistari í Þingholts-
stræti í Reykjavík. Þorsteinn var
sonur Þórarins „á Melnum“, verka-
manns hjá Eimskip í áratugi Jóns-
sonar, b. á Fossi á Barðaströnd,
Helgasonar, b. á Skjaldvararfossi,
Sæmundssonar. Móöir Jóns var
RagnhildurEinarsdóttir. Móðir
Þórarins var Ástríður Jónsdóttir.
Móðir Þorsteins var Ingifríð Pét-
ursdóttir, sjómanns í Bakkakoti i
Reykjavík, Ingjaldssonar, og Sigríð-
ar Auðunsdóttur frá Stóra-Seli í
Reykjavík.
Foreldrar Þóru voru Einar Ólafs-
son, b. á Fremra-Hálsi í Kjós, og
kona hans, Jóhanna Þorsteinsdótt-
ir, húsfreyja á Fremra-Hálsi, siöar í
Viðey ogReykjavík, Foreldrar Jó-
hönnu voru Þorsteinn Ásbjörnsson,
b. á Bjarnastöðum í Selvogi, og
Kristín Ólafsdóttir, b. á Kirkjubóli á
Akranesi, Ólafssonar.
Foreldrar Einars voru Ólafur
Jónsson, b. í Skrauthólum og Salt-
vík á Kjalarnesi, og kona hans,
Gróa, systir Þorláks í Varmadal,
langafa Kára Jónassonar, frétta-
stjóra RÚV, og systranna Sigríðar
myndhstamanns, konu Leifs Breið-
fjörð, og Maríu, skrifstofustjóra
heimspekideildar HÍ, konu Sigurðar
Líndal prófessors. Gróa var dóttir
Jóns, b. í Varmadal í Mosfellssveit,
Jónssonar, b. á Gafli í Villingaholts-
Ingi Þorsteinsson.
hreppi, Ólafssonar, b. á Mýrum í
Flóa, Jónssonar, prests í Villinga-
holti, Gíslasonar. Móðir Ólafs var
Kristín Ásmundsdóttir, b. á Tungu-
felh, Guðnasonar, bróður Sigurðar,
afa Sigurðar, langafa Tómasar Sæ-
mundssonar Fjölnismanns og Jóns
Sigurðssonar forseta. Móðir Jóns á
Gafli var Guðrún Brynjólfsdóttir,
systir Jóns, prests á Eiðum, langafa
Sigfúsar, föður Guðrúnar, ættmóð-
ur Gunnhhdargerðisættarinnar,
langömmu Péturs Einarssonar flug-
málastjóra.
Ingi dvelur erlendis um þessar
mundir.
Til hamingju
með afmælið
80 ára
Rögnvaldur Dagbjartsson,
Syðri-Vík, Kírkjubæjarhreppi.
75 ára
IngibjörgJósefsdóttir,
Ketilsbraut 11, Húsavík.
Rósa Björnsdóttir,
Sunnubraut 12, Akranesi.
70ára
Sigfríður Runólfsdóttir,
Heiöarvegi 66, Vestmannaeyjum.
60ára
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Litlu-Reykjum, Reykjahreppi.
Rakel Guðmundsdóttir,
Heinabergi 6, Þorlákshöfn.
40ára
Björn Ingi Jósefsson,
Skipholti 45, Reykjavík.
Hrafnhildur Bjarnadóttir,
Álakvísl31, Reykjavik.
Jón Sigurðsson,
Garði I, Kelduneshreppi.
Sigurður Kjartansson,
Furugrund 56, Kópavogi.
Svana Símonardóttir,
Skeiðarvogi 147, Reykjavík.
Svanhildur Jóhannesdóttir,
Ljósheimum 8, Reykjavík.
Torfi Steinsson,
Stóra-Krossholti, Baröastrandar-
hreppi.
ValdimarBjörgvinsson,
Laugarbraut 15, Akranesi.
Elín Esmat
Paimani
Elín Esmat Paimani, húsmóðir og
aðstoðarkona á tannlæknastofu,
Raftahlíð 77 á Sauöárkróki, varð
fimmtug á þriðjudaginn.
Elín er fædd í Neyríz í íran og ólst
upp þar og síðar í Shíras þar í landi.
Hún tók gagnfræðapróf í heima-
landi sínu og hugði á kennaranám
en fékk það ekki af trúarástæðum.
Eftir það vann hún á sjúkrahúsi og
síðar á skrifstofu hjá NIOC, íranska
olíufélaginu.
Elín kom til íslands árið 1975 og
gerðist aðstoðarkona á tannlækna-
stofu verðandi eiginmanns síns.
Hún hefur haldið því starfi áfram
eftir giftinguna nær óslitið. Hún
fékk íslenskan ríkisborgararétt í
janúar árið 1988 og fékk um leið
Ehnar-nafnið. Áður hét hún aðeins
Esmat Paimani. Elín Esmat er nú
stödd í íran í einkaerindum.
Elín á tvo bræður og sjö systur á
lífi en ein systranna er látin. Það
var tvíburasystirin Effat sem dó á
fyrsta aldursári. Hin systkinin búa
öh í íran nema systirin Mahin sem
býr í Aþenu í Grikklapdi.
Foreldrar Ehnar voru Fazlollah
Elin Esmat Paimani.
Paimani kaupmaður, sem nú er lát-
inn, og Norsat Paimani húsmóðir.
Elín giftist 9. desember árið 1975
Baldri Bárði Bragasyni tannlækni,
fæddum 18. júní árið 1939. Baldur
er sonur Sigurbjargar Lárusdóttur
og Braga Matthíasar Steingríms-
sonar, dýralæknis á EgUsstöðum og
síðar í Laugarási í Biskupstungum.
Elín og Baldur eiga einn son. Það
er Robert Badí Baldursson, fæddur
16. september 1976.
Þorsteinn Einarsson
Þorsteinn Einarsson bakari, Hlíf,
Torfunesi á ísafirði, er áttatíu ára í
dag.
Þorsteinn er fæddur á Eyri í
Skötufirði og þar ólst hann upp til
12 ára aldurs er hann flutti til Hafn-
arfjarðar með foreldrum sínum. Þar
bjó hann í sex ár, en 18 ára gamall
flutti hann til ísafjarðar þar sem
hann hefur búið síðan. Þorsteinn
lauk barnaskólanámi og nam við
Iðnskólann á ísafirði. Hann fékk
iðnréttindi sem bakari áriö 1932 og
meistarbréf 1934. Á árunum 1928-77
vann hann hjá Bökunarfélagi ís-
firðinga, en starfaði í íshúsi næstu
fjögurárinþaráeftir.
Þorsteinn kvæntistþann 12.3.1932
, Soffíu Karlsdóttur Löve húsmóður,
f. 27.10.1907. Foreldrar hennar voru
Karl Löve, skipstjóri ogfiskimaður
á ísarfirði, og Agnes Jónsdóttir.
Þorsteinn og Soffía eignuðust þrjú
börn, en tvö dóu, annað í æsku en
hitt um tvítugt. Á lífi er Einar Hjört-
ur, f. 7.7.1935, vélvirki, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Sigríði Gunn-
arsdóttur bankastarfsmanni, og
eiga þau fjögur börn: Þorstein, Bald-
vin, Guðrúnu Agnesi og Una Þór.
Systkini Þorsteins: Karítas, f. 6.6.
1899, látin, húsmóðir í Reykjavík,
var gift Sigurði Björnssyni, stór-
kaupmanni og konsúl; Kristján Jón,
f. 27.3.1902, d. 28.7.1946, hafði síldar-
söltun á Húsavík, var kvæntur Þór-
unni Kristrúnu Elíasdóttur; Margr-
ét, f. 20.6.1906, d. 15.10.1938, hús-
móðir í Reykjavík, var gift Birni
Hjaltested; Einar, f. 15.6.1907, starfs-
maður vélsmiðjunnar Kletts í
Reykjavík, kvæntur Svövu Björns-
dóttur; Unnur, f. 25.7.1908, látin,
húsmóðir í Reykjavík, var gift Páli
Jóhannessyni verslunarmanni; El-
ín, f. 11.5.1911, d. 27.12.1953, hús-
móðir í Reykjavík, var gift Tryggva
Magnússyni, verslunarmanni og
leikara; Baldvin, f. 22.2.1913, látinn,
forstjóri Almennra trygginga í
Reykjavík, var kvæntur Kristínu
Pétursdóttur; Jóakim, f. 30.10.1914,
látinn, starfsmaður Almennra
trygginga; Karl, f. 12.12.1915, rekur
verslunina Álfhól í Kópavogi,
kvæntur Ólafiu Jóhannsdóttur.
Foreldrar Þorsteins voru Einar
Þorsteinsson, f. 15.8.1875, d. 27.2.
1955, b. á Eyri í Skötufirði og síðar
í Hafnarfirði, og Sigrún Kristín
Baldvinsdóttir, f. 1.6.1879, d. 9.3.
1943.
Sigrún var systir Jóns, prentara,
alþingisforseta og forseta Alþýðu-
sambands íslands, og Hafliða, fisk-
sala í Reykjavík.
Einar var sonur Þorsteins, b. á
Hrafnabjörgum í Ögursveit, Einars-
sonar, Magnússonar.
Móðir Einars Þorsteinssonar var
Sara Benediktsdóttir, skutlara í
Vatnsfirði ogb. í Strandseljum,
Björnssonar, b. í Laugabóli, á Ögri
og í Þernuvík, Sigurðssonar.
Móðir Benedikts var Guðný Jóns-
dóttir. Móðir Söru var Soffía Jak-
obsdóttir, b. á Ósi í Bolungarvík.
Sigrún, móðir Þorsteins, var dóttir
Baldvins, b. í Strandseljum, Jóns-
sonar, b. á Eyri og skutlara í Vatns-
firði, Auðunssonar, prests á Stóru-
völlum, Jónssonar.
Móðir Jóns á Eyri var Sigríður
Magnúsdóttir frá Indriðastöðum.
Móðir Sigrúnar var Halldóra Sig-
urðardóttir, b. í Hörgshlíð í Mjóa-
firði vestra, Hafliðasonar, b. á
Skarði og Borg, Guðmundssonar.
Móðir Halldóru var Kristín Hall-
dórsdóttir, b. í Hvítanesi og í Hörgs-
hlíð, Halldórssonar, og Kristínar
Hafliðadóttur, b. í Ármúla, Hafliða-
sonar.
Kári f sleifur Ingvarsson
Kári ísleifur Ingvarsson húsasmíða-
meistari, Grandavegi 47, Reykjavík,
er75áraídag.
Kári er fæddur í Framnesií Holta-
hreppi í Rangárvallasýslu. Árið 1927
fór hann til Guðrúnar systur sinnar
qg Þorsteins Runólfssonar að
Markaskarði í Hvolhreppi. Þau
voru þá að byrja búskap og þar átti
hann sín æskuár. Kári vann við
búskap sumar, vor og haust, en var
við vertíðarstörf í Vestmannaeyjum
á vetuma. Til Reykjavíkur flutti
hann vorið 1939 og það sumar og
sumarið 1940 var hann við vegavið-
hald frá Ingólfsfjalli til Hveravaha.
Árið 1941 byrjaði Kári svo að stunda
húsasmíði, byriaði í námi í þeirri
grein hjá Guðmundi Jóhannssyni
en nam við Iðnskólann 1944—46.
Hann fékk sveinsbréf 1948 og meist-
arabréf 1951. Kári starfaði í iðn-
greininni til 1979 er hann gerðist
húsvörður hjá Pósti og síma í Múla-
stöö til 1987. Kári stundaði nám við
íþróttaskólann í Haukadal veturinn
1937-38 og tók þátt í ýmsum félags-
málum. Hann var varaformaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur
1957-60.
Kári kvæntist þann 14.10.1939
Margréti Stefánsdóttur, f. 13.8.1912.
Foreldrar hennar voru Stefán Ey-
jólfsson, b. á Kleifum í Gilsfirði, f.
2.8.1869, d. 12.2.1944, og kona hans,
Anna Eggertsdóttir, f. 6.7.1874, d.
1.5.1924.
Börn Kára og Margrétar eru:
Katrín Sigríður, f. 30.6.1941, hús-
móðir, gift Olveri Skúlasyni skip-
stjóra í Grindavík, og eiga þau einn
son og tvær dætur.
Stefán Arnar, f. 30.6.1944, tækni-
fræðingur, kvæntur Stefaníu Björk
Karlsdóttur skrifstofustúlku, f. 21.8.
1940, og eiga þau einn son.
Anna, f. 19.9.1950, kennari við
Seljaskóla, gift Karsten Iversen
tæknifræðingi, f. 11.7.1948, ogeiga
þau tvo syni og eina dóttur.
Tvo hálfbræður átti Kári af fyrra
hjónabandi Ingvars: Jón, sem lengi
var vegaverkstjóri á Selfossi, og Sig-
urð, vörubílstjóra á Eyrarbakka.
Foreldrar Kára voru Ingvar Pétur
Jónsson, trésmiður og bóndi, f. 21.6.
Kári ísleifur Ingvarsson.
1862, de. 31.3.1949, og Katrín Jósefs-
dóttir frá Ásmundarstöðum í Holt-
um, f. 23.5.1872, d. 23.10.1938.
Ingvar var sonur Jóns Þorsteins-
sonar, b. í Austvaðsholti í Land-
sveit, og konu hans, Vigdísar Guð-
mundsdóttur.
Kári verður að heiman í dag.