Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 4
.4 LAUQARDAGlff jlO. MjARS-j990. Fréttir Gróðureyðing er mesta umhverfisvandamál íslendinga: Við erum enn að tapa stríðinu - segir Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri landnýtingardeildar „Það er alveg ljóst að við erum enn að tapa í stríðinu við gróðureyðing- una. Þó að sauðfé hafi fækkað mikið um land allt heldur áfram aö blása upp og við erum enn á undanhaldi gagnvart gróðureyðingunni,“ sagði Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðing- ur og deildarstjóri hjá landnýtingar- deild Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins, þegar hann var spurður um ástand gróðurs hér á landi. Ingvi sagði að sífellt væri að koma betur og betur í ljós hve ástandið væri hrikalegt og það lægi nú fyrir að helmingur af upprunalegu gróö- urlendi landsins væri farið. „Stór svæði á láglendi og hálendi eru nú að eyðast. Gróður hefur hins vegar tekið framfórum í einstökum sveitum þar sem fé hefur fækkað enda hefur sauðfé fækkað um helm- ing á undanfórnum áratugum." Ingvi sagði að þó að ástandið væri vissulega svart þá væri augljóst aö margt væri hægt að gera til að snúa þróuninni við. Sagði hann aö það heföi komið fram að víða gengi hrað- ar að bæta landið en búist hefði ver- ið við og munaði mikið um þegar létti af beit. Nefndi hann sérstaklega framþróun gróðurs í Skaftafellssýsl- um. „Þetta er auðvitað gleðiefni og seg- ir okkur í fyrsta lagi hvað beitin hef- ur mikil áhrif á gróðurfar og í öðru lagi að árangurinn er hraðari en maður getur ætlað - það er kannski mesta gleðiefnið.“ Ingvi hefur ásamt öðrum unnið við að kortleggja gróðurlendi landsins á undanförnum árum. Um leið er gerð úttekt á því hvaö landið þolir. Sagði hann að um fjórðungi verksins væri lokið en það þyrfti um 100 milljónir króna til að ljúka því. „Víða er uppblásturinn og upp- fokið svo mikið að þó aö allt sauðfé væri tekið af þeim landsvæðum þá myndi halda áfram að blása upp þar. Snjóboltinn er kominn á það mikinn skrið að þessum landsvæðum verður tæpast bjargað úr þessu nema þá með miklum tilkostnaöi. Við erum komnir yfir þröskuldinn þar,“ sagði Ingvi. Hann nefndi sérstaklega svæð- ið í kringum Kjöl. Það svæöi er hrikalega farið og sömu sögu mætti segja um svæði í nánd við Mývatn. Ingvi sagði aö einhver eyðing væri í flestum landshlutum og menn hlytu að átta sig á því að þetta væri mesta umhverfisvandamál íslendinga í dag. -SMJ Dómkórinn söng nokkur ættjarðarlög við anddyri RLR við Auðbrekku í gær í þakkarskyni fyrir að upplýsa innbrot sem framið var í Stúdió Stemmu fyrir þremur vikum. Á meðal þess sem stolið var voru ómetanlegar hljóöupptök- ur sem eiga að fara á jólaplötu kórsins. DV-myndir S RLR upplýsti innbrotið í Stúdió Stemmu: Upptökur Dómkórsins komnar til skila - þjófurinn hafði hent nokkrum snældum í sjóinn „Upptökumar hefðu aldrei fengist aftur nema fyrir dugnað Rannsókn- arlögreglunnar. Þess vegna langaði okkur til að gera eitthvaö fyrir þá og við ákváðum að syngja fyrir utan hjá þeim og afhenda blóm og konfekt- kassa. Þegar það fréttist í gærkvöldi að þjófurinn væri fundinn þá safnaöist kórinn saman. Fyrst ríkti mikil spenna því við vissum ekki hvort spólurnar voru í lagi. Auk þess haföi þjófurinn hent nokkrum óáteknum spólum í sjóinn," sagði Marteinn H. Friöriksson, organisti og kórstjóri Dómkórsins, í samtali viö DV. Eins og DV hefur greint frá var innbrot framið í Stúdíó Stemmu fyrir þremur vikum og þaöan stolið hljóm- flutningstækjum og hljóðupptökum sem eru ómetanlegar - þar á meðal upptökum Dómkórsins sem áttu að fara á jólaplötu. Um fimmtíu manna hópur hafói lagt tveggja helga vinnu í verkið í Skálholti. I DV var síðan sagt frá því að fimmtíu þúsund króna fundarlaunum væri heitið fyrir upp- lýsingar um málið. RLR upplýsti málið í fyrrakvöld eftir stöðuga rannsókn í þrjár vikur. Hljómflutningstækin og flestar hljóðsnældurnar komust þá til skila eftir að átján ára piltur haföi játað ve'rknaðinn á sig og benti hann á hvar þýfið var niðurkomið. Sigurður JBenjamínsson rannsóknarlögreglu- maöur var sérstaklega heiðraður af Dómkórnum í gær en hann hefur boriö hita og þunga af rannsókn málins. Enginn aðili gaf sig fram sem gat veitt upplýsingar til RLR um málið. Fundarlaunin voru því ekki Sigurði Benjamínssyni rannsóknarlögreglumanni afhent blóm og konfekt í þakkarskyni. ■ FINANCIAL TIMES TUESDAY MARCH 6 IMO \lcy landscapes, Untimate portraits IvVilliam Packer reviews exhibitions at j |the Barbican and Tate Galleries r 11 THE^TS__----- rv,)nurs in ttie ‘SL Fyrirsagnir úr fhe Times og The Financial Times Bresk frægð fyrir íslenska frumherja Jákvæð viðbrögð nokkurra breskra gagnrýnenda við íslensku listsýningunni „Landscapes from a High Latitude", sem nú fer fram í Barbican-listamiðstöðinni í London, hafa vakið nokkra athygli hér heima. í umsögn sinni fer listgagnrýnandi The Times, John Russell Taylor, fögrum orðum um eldri málara, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Finn Jónsson og Jóhann Briem, og telur Kjarval málara á heimsmæli- kvarða. William Packer, gagnrýnandi The Financial Times, tekur í svipaðan streng, hælir öllum frumherjum ís- lenskrar málaralistar en er sérstak- lega hrifinn af Ásgrími Jónssyni. „Þetta eru auðvitað mjög ánægju- leg viðbrögð,“ sagði Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafns íslands, en hún hefur verið viöstödd opnanir sýningarinnar og fylgdi meöal ann- ars Elísabetu Englandsdrottningu um hana þann 6. mars síðastliöinn. „Það sem mestu máli skiptir er hve vel fólk hefur tekið sýningunni í heild sinni. Breskt listasamfélag er mjög lokað og við renndum því dálít- ið blint í sjóinn með því að efna til sýningarinnar. Það er til dæmis mikils vert að fá þessa jákvæöu gagnrýni í The Times og The Financial Times svona fljótt. Margar sýningar þurfa að bíða vik- um saman eftir umsögnum,“ sagði Bera. Drottning þægileg „Það var líka gaman - og gott fyrir sýninguna - að Bretadrottning og Filippus prins skyldu heiðra hana með nærveru sinni því þau gera lítið af því að skoða listsýningar. Drottn- ingin er á leiðinni til íslands og því hefur henni og ráðgjöfum hennar eflaust þótt við hæfi að hún liti inn á íslenska listsýningu.“ - Hvernig var svo Bretadrottning í viðkynningu ? „Afskaplega þægileg en auðvitað þaulvön svona heimsóknum. Allt fór fram eftir föstum reglum." - Eru einhverjar líkur á því að þessi sýning muni leiða til alþjóðlegrar eftirspurnar á verkum Kjarvals og annarra íslenskra frumherja, og þá tilhlýðilegrar frægðar? „Ég held að við ættum ekki að gera okkur gyllivonir um það,“ sagði Bera Nordal að lokum. „Verk Kjarvals hafa oft áður veriö til sýnis erlendis og uppskorið mikið lof en það hefur ekki orðið til þess að vekja alþjóðleg- an áhuga á honum. Það þarf meira en tvo jákvæða dóma í virtum bresk- um blöðum til að breyta því ástandi." DV ræddi einnig við starfsfólk myndlistadeildar Barbican-listamið- stöðvarinnar sem lýsti því almennt yfir að íslenska sýningin hefði komið því „skemmtilega á óvart“ og að að- sókn heföi verið góö. -ai Verðbólgan Innan marka samninganna Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði. Þetta er minni hækkun er gert var ráð fyrir eftir kjarasamningana. Spá Álþýðusambandsins og vinnu- veitenda um verðbólgu stenst því enn. Þessi hækkun jafngildir um 10,7 prósent verðbólgu. Hækkanir und- anfarna þrjá mánuði jafngilda um 12,4 prósent verðbólgu á ársgrund- velli. Spá Alþýðusambandsins og vinnuveitenda gerði ráð fyrir um 13 prósent veröbólgu á sama tíma. Verðbólgan í dag er því rétt innan viö þau mörk sem miðað var viö í kjarasamningnuhum. -gse Veðurtepptur í Loðmundarfirði í tíu daga: Skikli 42 hross eftir í Húsavík „Eg skildi hrossin eftir í Húsavík sem er vík á milli Borgarfjarðar eystra og Loðmundaríjarðar. Fyrst fór ég á sleðanum frá Loðmundar- firði og heim til Borgarfjarðar. Ég komst á síðustu bensíndropunum. Þá var loksins orðin góð færð. Vél- sleðinn minn er þungur og því erf- iður að eiga við þegar þarf að hjálpa honum áfram,“ sagði Jón Sveinsson, bóndi á Grund í Borgarfiröi eystra. Eins og fram kom í DV í síöustu viku var Jón búinn að vera veðurtepptur í tíu daga í Loðmundarfirði. Vélsleð- inn hans var oröinn bensínlítill og því tvísýnt um að hann kæmist til baka á meðan ekki var hagstætt veð- ur og færð. Ætlun Jóns var að reka 42 hross, sem hann haföi í Loðmund- arfiröi, heim til Borgarfjarðar. „Ég fór með bróður mínum á sleö- anum á mánudag og var ætlunin að reka hrossin heim. Það gekk ágæt- lega þangaö til við vorum komnir til Húsavíkur. Þá var veður orðið slæmt og við ákváðum að skilja hrossin eft- ir þar. Þaö er allt í lagi enda loðinn hagi í víkinni. Ef á þarf að halda þegar ég fer aftur er þama eyðibýli sem er hægt að hita upp. Þegar snjó- inn fer að losna og það fer að hlána reikna ég meö að leggja af stað og ná í hrossin - ætli það verði ekki á næstu dögum,“ sagði Jón í samtali viö DV. Aðspurður hvort á meðal hross- anna væm einhverjir gæðingar sagöi Jón: „Þetta er nú allt vel ættað. Þetta eru þriggja til fjögurra vetra hross af Austanvatna- og Svaðastaðakyni. Ég keypti hrossin þegar þau voru folöld og eru nokkur þeirra undan Sörla frá Sauðárkróki og Þætti frá Kirkjubæ. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.