Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. MARS'1990. Reykjavík fyrr og nú Islandsbanki fyrr og nú Bankastræti þrjú Hér er eldri myndin tekin út nm vesturglugga á annarri hæð húss- ins númer þrjú við Bankastræti árið 1927. Húsið stendur enn, neðst, norðanvert við Bankastræti og hýsir m.a. snyrtivöruverslunina Stellu og bókabúð Sigurðar Kristj- ánssonar. Þetta snotra hús var reist úr tilhöggnu grágrýti, með sama verklagi og Alþingishúsið, enda reis það af grunni ári eftir að Alþingishúsið var fullbúið 1882. Fyrstu árin var rekin prentsmiðja í húsinu en 1886 tók Landsbankinn þar til starfa og var þar til húsa fram undir aldamót er hann flutti starfsemi sína í nýbyggt hús sitt við Austurstræti. Frá Arnarhólströð- um að Bakarastíg í rúm hundrað og tuttugu ár hef- ur Bankastrætið verið ein helsta aðkoman í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir þann tíma lá leiðin frá og til Reykjavíkur úr austri mun norðar, eða um svonefndar Arnarhólstrað- ir, inn í túngarð gamla Arnarhóls- bæjarins en hlið á garðinum var þar sem nú eru gatnamót Hverfis- götu og Traðarkotssunds. Síðan lágu traðirnar skáhallt yfir núver- andi Hverfisgötu og Arnarhól og niður að Lækjarósum þar sem nú eru gatnamót Kalkofnsvegar og Tryggvagötu. Þetta var hin alda- gamla leið í Hólmakaupstað og hafa sumir fyrir satt aö enn votti fyrir tröðunum fyrir sunnan styttu Ing- ólfs. Bakarastígur verður Bankastræti Arnarhólsland var lengst af kon- ungsjörð og því lagði L.A. Krieger stiftamtmaður kapp á að leggja traðirnar af sem alfaraleið á fjórða og fimmta áratug nítjándu aldar. Með tilkomu bakarísins, þar sem nú er veitingastaðurinn Lækjar- brekka, skömmu eftir 1834, mynd- aðist fyrsti vísirinn að núverandi Bankastræti, en þá var sett göngu- brú á Lækinn. Sverrir Runólfsson steinsmiður reisti svo fyrir bæinn mikla stein- brú á Lækinn niður undan Banka- strætinu 1866, en það voru ein- hverjar umfangsmestu vegabætur í Reykjavík fram að þeim tíma. Sverrir mun vera fyrsti íslending- urinn sem lærði steinsmíðaiðn. Ljósmynd: Magnús Olafsson - Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Með steinbrú Sverris öölaðist Bankastrætið þann sesg sem um- ferðaræð sem það hefur nokkur veginn haldið. síðan, enda var fyrsta götuljóskeri bæjarins valinn staður neðst í Bankastrætinu að sunnanverðu. Ljósmetið var stein- olía en á ljóskerinu var fyrst kveikt 2. september árið 1876. Bankastræti var hellulagt um 1880 en hellurnar voru steinlímdar með kalki úr Esjunni sem unnið var í kalkofninum við samnefndan veg. Bankastrætið var hins vegar ekki malbikað fyrr en á þriðja ára- tugnum. Eins og sjá má á gömlu myndinni er vörubíll á leið upp Bankastræt- ið, svo og maður með handvagn, en strætið var ekki gert að ein- stefnugötu fyrr en árið 1953 og er þá með fyrstu einstefnugötum í bænum. Flestum mun vera ljóst að Banka- stræti var fyrst nefht Bakarastígur eða Bakarabrekka en eftir að Landsbankinn kom til sögunnar í brekkunni fékk strætið hið opin- bera og viröulega heiti „Banka- stræti". DV-mynd GVA Glæsibyggingar Guð- jóns Samúelssonar Árið 1927 höfðu tvö glæsilegustu stórhýsi miðbæjarins verið reist, Natan & Olsen-húsið þar sem Reykjavíkurapótek og borgarskrif- stofur eru til húsa, reist árið 1916, og Eimskipafélagshúsið, reist 1919, en bæði þessi hús teiknaði ungur arkitekt, þá tiltölulega nýkominn frá námi í húsagerðarlist við Lista- háskólann í Kaupmannahöfn, Guð- jón Samúelsson. Guðjón varð húsa- meistari ríkisins árið 1920 og gegndi því starfi til dauðadags, 25. apríl 1950. Eins og alþjóð veit teikn- aði Guðjón mörg glæsilegustu hús- in sem reist voru hér á landi á ferh hans og má þar m.a. nefha Landa- kotskirkju, Landspítalann, Lands- símahúsið, Hótel Borg, Akureyrar- kirkju, Þjóðleikhúsið og aðalbygg- ingu Háskólans. Sigfús Eymundsson Eins og sjá má á myndunum hafa breytingar á austurhluta Austur- strætis að sunnanverðu veriö óverulegar frá 1927. Þó var rifið steinhúsið Austurstræti 18 um 1960 og byggt þar fremur sviplítið sex hæða steinhús, teiknað af Gísla Halldórssyni arkitekt. í Austurstræti 18 er Almenna bókafélagið og þar hefur Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar verið til húsa frá 1920. Áður var sú fræga bókaverslun í Lækjargötu 2, á horni Lækjargötu og Austurstrætis, enda var það hús lengi nefnt Eymundsenshúsið eftir eigandanum, Sigfúsi Eymunds- syni, prentsmiðjueiganda, bók- bindara, bóksala og framtaks- manni á ýmsa lund. Sigfús var þó síðast en ekki síst lærður ljós- myndari sem opnaði ljósmynda- stofu í Reykjavík árið 1866, en . margar mynda hans af mönnum og mikilsverðum stöðum hafa ómetanlegt sagnfræðilegt gildi. íslandsbanki, fyrr og nú Gamla húsið fyrir norðan Útvegs- bankann var nefht Melstedshús eftir Sigurði Melsted, kennara við Lærða skólann, sem þar bjó um skeið. KFTJM eignaðist síðan húsið 1901 qg hafði þar samkomuhús en seldi íslandsbanka húsið og lóðina 1904. Melstedshús var rifið árið 1928 en 1904 var hafist handa við bygg- ingu íslandsbanka í Austurstræti 19. Það hús var teiknað af dönskum arkitekt, Christian Thuren sem áður hafði teiknað Landsbanka- húsið. íslandsbanki var starfræktur í húsinu til 1930 er hann varð gjald- þrota. Útvegsbankinn hefur svo haft sínar höfðustöðvar í húsinu til ársloka 1989 er bankinn var lagður niður. En þar með er ekki sagan sögð, „Því lífið heldur áfram Austur- stræti..." eins og Tómas Guð- mundsson segir réttilega í frægu kvæði um mannlífið í Austurstæti. Og ekki er nóg með að lífið haldi þar áfram heldur endurtekur það sig í mikilvægum skilningi því nú er risinn nýr og glæstur íslands- banki við Austurstræti 19. Senni- lega eru þetta óhrekjanlegar sann- anir fyrir lífi eftir dauðann, eða öllu heldur framhaldslífi eftir gjaldþrot. -KGK Vísnaþáttur Gott er að koma að garði þeim „Vináttan er seinvaxinn gróður" er haft eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Hann hefur trúlega vitað hvað hann söng í þeim efhum. En menn verða að vera vinir vina sinna bæði í orði og á borði eigi vináttan að vera varan- leg. En - eins og einhver spakur maður sagði: „Allir eiga sér tvenns konar vini: þá sem eru við höndina þegar þú þarft á þeim að halda og þá sem eru við höndina þegar þeir þurfa á þér að halda." Það er fráleitt að ætlast til þess að menn séu sam- mála um alla hluti en sjálfsagt að ræða, vega og meta skoðanir hver annars hlutdrægnislaust. Eyjólfur Jónsson leggur þetta til málanna: Um vinskap okkar vita menn, vart hann blandast táh, þó við höfum aldrei enn orðið á sama máli. Þá koma hér stökur sem ég mun hafa fehgið frá Sigurði Jónssyni frá Haukagili en mér hefur láðst að spyrja hver höfundurinn væri: Þótt fótur hrörni heim til þín, hundraðasta sinni, ennþá liggur leiðin mín, ljós og skýr í minni. Sé gáð til baka um gengna slóð er greypt í hug og sinni: Þau urðu mörg og ávallt góð, okkar vinakynni. Þótt okkar daprist dagurinn og degi taki að halla við eigum samleið enn um sinn í átt til Ljósufjalla. Páll Kolka læknir sendi séra Jóni Skagan eftirfarandi kveðju: „Með hjartans þökk fyrir sæmd og vinarr hug sýndan á sjötugsafmæli mínu": Gott er að finna á langri leið ljúfan vin í gististað, eyktamörk að morgni heið, mildan blæ er haustar að. Þegar Bergur Jónsson alþingismað- ur varð fimmtugur sendi séra Jón Skagan honum þessa kveðju: Torfi Jónsson Hlýjar mér þín hálfa öld hausts á degi kyrrum. Áfram hjá þér eigi völd allt sem þekkti eg fyrrum. Jóhann Jóhannesson, sem fékk þessa kveðju frá Þorsteini Erlingssyni, hlýtur að hafa verið honum góður vinur: Vandlaunað mun verða hér vinarhendi þinni. En hinum megin þægi eg þér, þar á ég heldur inni. Kristján frá Djúpalæk átti heima í Hveragerði rúman áratug en áður og síðan á Akureyri. Líklega hefur það verið á árunum sem hann bjó syðra sem hann kvað: Þegar sárust þörfin er þrýtur vinaforðann. Nú man enginn eftir mér austanlands eða norðan. En sagan segir að þá hafi hann eitt sinn brugðið sér norður, komið við á Akureyri en ekki haft samband við kunningja þar heldur haldið áfram og farið austur á land. Þá hafi Rós- berg G. Snædal kveðið: Vini alla einskis mat, yfir fjallið strekkti. Meira gallað mannsraskat maður valla þekkti. En óhætt er að fullyrða að Guðmund- ur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu hafi kunnað að meta vini sína, eins og eftirfarandi vísa hans ber glöggt vitni um: ' Gott er að koma að garði þeim sem góðir vinir byggja, þá er meira en hálfnað heim hvert sem yegir liggja. Og víst er um það að sjálfur mun hann hafa verið aufúsugestur hvar sem hann kom. Einhverju sinni er hann kom í heimsókn að Skálpastöð- um í Lundarreykjadal kvað Þor- steinn Guðmundsson bóndi þar: Helst ég vildi að entist enn okkar stund um daginn. Það er svona er sumir menn setjast inn í bæinn. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.