Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. MARS 1990. 15 Stundum er það ekki tekiö út með sældinni að vera góður strákur. Ég hef fengið að reyna það að undan- förnu. Ekki vegna þess að ég sé svona óskaplega góður heldur vegna þess að það eru sumir sem halda það. Sjálfsagt mest fyrir þá sök að þeir þekkja mig ekki af öðru heldur en greinaskrifum þar sem ég hef lagt það í vana minn að vera fremur alþýðlegur í tali; skrifa sem sagt á máli sem fólk skilur en það er fremur sjaldgæft í íslenskri póli- tík. Og svo hef ég verið að skrifa í frekar velviljuðum tón um frelsið og jafnréttið og bræðralagið í þjóð- félaginu og allt hefur þetta leitt til þess að ég er allt í einu orðinn voða góður strákur í augunum á mér óskyldu fólki og til mín koma bráðókunnugir menn og vilja mig í framboð! Þetta hefur maður upp úr því aö sýna á sér betri hliðina. Þeir ættu að sjá á mér hina hliðina! Ekki þótti ég í húsum hæfur í Sjálfstæð- isflokknum og stundum er ég óþol- andi heima hjá mér. Fúll á móti, eins og segir í dægurlaginu. Nema hvað, nú hafa þær fréttir verið sagðar í virðulegum fjölmiðl- um að undirritaður væri á leiðinni i framboð fyrir málefnahstann sem Alþýðuflokkurinn hyggst standa fyrir. Þetta er meira að segja komið svo langt að fjölmiðlarnir eru bún- ir aö stilla upp helstu sætum listans og birta myndir af háttvirtum frambjóðendum. Þar á meðal mér. Ég er auðvitað upp með mér af þessum óvænta heiðri og að öðrum ólöstuðum get ég verið hjartanlega sammála aðdáendum mínum um að annan eins mann eins og mig Alþýðuflokkinn. Þar eru kjósend- urnir sem mynda breiðfylkinguna á miðjunni, fólkið sem kýs Sjálf- stæðisflokkinn upp til hópa, kaus Borgaraflokkinn í síðustu kosning- um og sá fjöldi íslendinga sem telur sig ópólitískan vegna þess að hon- um hugnast ekki kenningavaðall- inn frá vinstri og hægri. Stéttaátök þvælast ekki fyrir þessu fólki lengur. Ekki heldur af- staðan til varnarhðsins eða svart og hvítt í heimsmálunum. íslend- ingar eru sáttir við blandað hag- kerfi, félagslega samhjálp og einka- rekstur í atvinnulífi. Islendingar eru einstaklingsframtaksmenn í ríkiskapitahsma og jafnaðarmenn í mannúðar- og félagsmálum. Og hver er þá munurinn á þessum nið- urnjörvuðu flokkum sem sífellt eru að rífast um keisarans skegg og eru svo fastir í flokkadráttunum að þeir ná sjaldnast saman og talast við úr skotgröfunum? Enda dregur landstjórnin dám af þessum sand- kassaleik og hér kemst aldrei nein mynd á þjóðfélagið meðan fjór- flokkarnir sitja fastir í sínum eigin fjötrum. Þetta hef ég margsinnis endur- tekið. Sjálfheldan í póhtíkinni er pólitíkinni fyrir verstu. Flokkarnir eru patt. Mál málanna í borgarsrjórn Reykjavíkur hefur þetta ekki konúð að sök af því að þar hefur einn flokkur haft hreinan meirihluta en minnihlutaflokkarn- ir eru samt enn að myndast við að halda andhtinu og leggja metnað sinn í það að koma einum eða tveim Af framboðum og ílokkum getur enginn listi fengið í fyrsta sæti. Galhnn er bara sá að það hef- ur láðst að fá samþykki mitt fyrir þessum fréttaflutningi og framboð- inu. Framboð ekki á dagskrá Það rétta er að góðir menn í Al- þýðuflokknum hafa haft samband við mig og óskað eftir viðræðum um framboðsmál í Reykjavík. Þar sem ég er kurteis maður og opinn í alla enda þegar menn vilja ræða pólitík þá hef ég hlustað í þessum símtölum á útskýringar viðmæl- enda minna um nauðsyn þess að stokka upp flokkakerfið, enda hef- ur það að mörgu leyti verið endur- tekning á ýmsu því sem ég hef sjálf- ur haldið fram í ræðu og riti á und- anförnum árum. í þessum sím- tölum og tveggja manna skrafi hef ég ekki undir neinum kringum- stæðum gefið mönnum undir fót- inn um framboð af minni hálfu, hvað þá að gamanmál mín séu gerð að opinberum yfirlýsingum. Til að taka nú af öll tvímæh þá er framboð á vegum Alþýðuflokks- ins ekki á dagskrá hjá mér og hefur ekki verið. Hið sama hef ég raunar sagt við aðra þá sem hafa leitað til mín um framboð og satt að segja hef ég ver- iö dálítið hissa á þessum óvæntu vinsældum meðal aðskiljanlegra flokka. Ég hef orðað það svo að það séu allir að fara á fjörurnar við mig nema minn eigin flokkur. Og þó hefur ekki staðið á mér. Snemma í vetur kom ég nefnilega þeim skilaboðum til Sjálfstæðis- flokksins að ég væri til viðtals um að taka sæti á lista þess flokks ef eftir því væri leitað. Menn geta svo spáð í það hvers vegna mér hug- kvæmdist það. Annaðhvort hafa þessi skilaboð ekki komist á leiðarenda eða þá hitt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þörf fyrir mitt litla lóð á vogar- skáhna og þeir hurfu frá því að hafa prófkjör og stilltu upp sínu gamla og leikreynda liði á ný. Þeir eru íhaldssamir hjá íhaldinu og allt gott um það. Sumir segja líka að Davíð dugi einn og eitthvað kann að vera til í því. Spilltur guðleysingi Þetta er óneitanlega dálítið óþægileg tilfinning að sitja uppi með tilboð um framboð á vinsælda- hstum og geta ekki annað þeirri eftirspurn. Er ég orðinn svona fjöl- lyndur í pólitíkinni að flokkar frá vinstri og flokkar frá hægri geta gert tilkall til minnar liðveislu? Er ég orðinn eitthvert lausaleiksbarn í flokkunum? Hvern andskotann hef ég eiginlega gert af mér sem verðskuldar þessa eftirspurn? Ertu genginn af trúnni? segja menn og hleypa í brýrnar. Ertu genginn úr flokknum? spyrja gaml- ir flokksbræður. Og það er allt í einu eins og ég hafi haldið fram hjá og gangi um eins og holdsveikur maður, sakbitinn og spilltur guð- leysingi. Dæmdur úr leik. Þó er varla að ég hafi opnað á mér munn- inn til að tala um pólitík og hef hagað mér eins og hlýðinn eigin- maður í heldri manna stétt. Aldrei með kusk á fhbbanum, nema þegar ég sest niður og skrifa um áhuga- mál mín eöa játa á mig fyrsta koss- inn eða skrifa af hreinskilni um tvær stéttir í landinu. Stéttina sem lifir af vinnunni og hina sem ekki lifir af vinnunni. . Kannski er það ópólitískt og óklókt að segja það sem manni finnst og kannski á maður aftur að setja upp sparisvipinn og vera ráð- vandur í framan. Segja sem minnst eða segja þaÓ eitt sem flokknum hentar. Þá tala menn ekki af sér á meðan og þá er maður normal og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að aðrir hafi áhyggjur af manni. Það er skrítið þetta pólitíska líf sem gerir ekki ráð fyrir að frelsið sé notað til að vera frjáls. Það eiga alhr að vera eins og það kemur jafnvel fyrir að þeir tala mest um frelsiö sem ekki skilja það og ekki kunna að meta það. Eru ófrjálsast- ir í hegðan sinni og tjáningu. Telja það guðlast að segja samherjum til syndanna, telja það trúnaðarbrot að hugsa upphátt. Maður spyr sjálfan sig: Hafa menn skyldur gagnvart flokki eða málstað eða frama sínum? Eða hafa menn ekki fyrst og síðast skyldur gagnvart sjálfum sér? Til hvers er frelsi ef menn þora ekki að vera samkvæmir sannfæringu sinni? Stundum vefst þetta fyrir mér þeg- ar ásakanirnar verða hvað svæsn- astar um svikin við flokkinn og svikin við edikettuna. Þá spyr ég í einfeldni hvort hégóminn sé hugs- uninni yfirsterkari, hvort flokk- arnir séu til fyrir þjóðina eða þjóð- in sé til fyrir flokkana. Hvort á flokkurinn þig eða þú flokkinn? Útúrherkvínni Ég er ekki að álasa góðum mönn- um í Alþýðuflokknum þó þeir leiti til mín um framboð. Ég hef meira að segja fulla samúð með því sjón- armiði sem að baki þessu býr. Því sjónarmiði að brjótast úr herkvínni sem flokkamir eru í. Brjótast út úr því munstri að það sé eitthvert lögmál að hver stjórnmálaflokkur þurfi að bjóða fram harðhnumenn úr flokkunum til borgarstjórnar. Kratarnir virðast hafa áttað sig á því að flokkaskipanin er tíma- skekkja, þeir sjá fullt af fólki í öðr- um flokkum og úti í þjóðfélaginu sem hefur svipuð lífsviðhorf og flokksbundnir jafnaðarmenn. Þeir vilja opna flokkinn sinn og opna leiðir til annarra kjósenda en þeirra sem eru flokksbundnir í vöggugjöf. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar verið fastur i þeirri sagn- fræði sem á rætur sínar að rekja til klofnings Alþýðuflokksins til vinstri. Þeir eru ævinlega"að reyna að sameina flokkinn sinn aftur á þeim væng. Biðla til uppgefinna allabaUa og halda að jafnaðarsteftv an nái sér á strik þegar búið er að innbyröa Birtingarliðið og Ólaf Ragnar á rauðu ljósi. Þetta er auð- vitað póhtísk bhnda vegna þess að stærsti hópur þeirra sem unna jafnrétti, frelsi og bræðralagi er samankominn hægra megin við mönnum að. Háleitt markmið eða hitt þó heldur. Uppstokkunin í íslenskum stjórnmálum er hins vegar æpandi nauðsyn í landsmálapóhtíkinni. Þar er vettvangurinn til að láta á þaö reyna hvort hægt er að brjóta upp munstrið. Þar er vandamálið vandamál þjóðarinnar. Af hverju ætti fólk af sama sauða- húsi að skipta sér niður á marga flokka og bíta sig fast í úrelta flokkaskipan? Af hverju getur ekki frjálslynt og sæmilega viti borið fólk sameinað krafta sína þannig að afturhaldið og öfgarnar, sem ganga þvert í gegnum alla fjór- flokkana, einangrist með sínar kreddur? Það yrði öllum fyrir bestu. íslendingar hafa ekki efni á því að láta staðnaða hugsun, þröng- sýni og tregðulögmál koma í veg fyrir að þjóðfélagið gangi í takt við umbrot og endurnýjuri heimsins. Við skulum gefa okkur það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi burði til að fylgjast með samtímanum og framtiðinni. Hvér er þá líklegri til að stíga skrefin með honum nema öflugur miðjuflokkur sem hefur einhvers konar jafnaðarstefnu eða frjálslyndi að leiöarljósi? Þegar á allt er litið eru það sósíaldemó- kratar í Evrópu sem gegna lykil- hlutverki í yfirstandandi þróun. Kratarnir hér heima yilja það líka en hafa því miður hvorki mátt né fylgi til aö taka sér stöðu meðhjálp- arans. Hvort ég gegni þar einhverju hlutverki skiptir ekki nokkru máli. Ég er löngu vaxinn upp úr því að halda að ég geti frelsað heiminn. Hitt skiptir máh að menn fari að átta sig á því að úrelt flokkaskipan stendur framtiðinni fyrir þrifum. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.