Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 11
......nir.....iy......'' l i °k lyndi að stríöa og gekk til geðlæknis í nokkur ár. Hún gerði nokkrar sjálfsmorðstilraunir þegar erfiðleik- arnir voru mestir. Guðbjörg hefur verið í sambúð í nokkur ár og segist vera mjög heppin með mann sinn. Hún sagði honum fyrst frá hörmungum sínum fyrir nokkrum árum. Hann trúði sögu hennar en á mjög erfitt með að hjálpa henni að öðru leyti. Þær voru sam- mála um það að makar þeirra ættu ekki síður erfitt með að lifa við þess- ar staðreyndir. í flestum tilfellum hafa þeir þekkt geranda sem tengda- föður, frænda eða afa í fjölda ára en ekki sem manninn sem eyðilagði líf eiginkonunnar. Var illa við snertingu Eðhlegt kynlíf hefur reynst Guð- björgu erfitt og er reyndar mjög neð- arlega á lista hjá henni og er það reynsla flestra fórnarlambanna. „Ég hef notið þess stundum eftir að ég byrjaði í sjálfshjálparhópnum og er að vona að smátt og smátt takist mér að vinna það vel í mínum málum að það geti orðið fyrir mér eðlilegur hlutur milli hjóna. Mér var illa við alla snertingu og þráði stundum að mér gæti liðið vel ef tekið yrði blíð- lega utan um mig. Maðurinn minn getur núna sýnt mér hlýju án þess að ég bregðist til varnar en enginn má koma aftan að mér að óvörum og mér líður afar illa ef karlmaður horfir í augu mér." Sárar minningar koma upp í huga hennar þegar hún sér karlmann sem Ukist þeim sem misnotaði hana. „Um daginn var ég í banka og sá blásak- lausan mann sem líktist honum og ég varð alveg miður mín." ingunni með því að láta alla halda að það væri allt fint og flott heima hjá okkur pabba." Áfall fyrir makann Helga flutti að heiman mjög ung og hóf sambúð með þeim manni sem nú er eiginmaður hennar. Nýlega sagði hún honum að elskulegur tengdafaðir hans hefði misnotað hana kynferðislega í mörg ár. Hann á sjálfur í vandræðum með að takast á við vandamálið og nú standa þau á krossgötum. „Eftir margra ára sambúð er það auðvitað áfall að fá þær fréttir að kynlíf sé andstyggilegt og ég hafi leikið allan tímann," segir Helga. „Eftir öll þessi ár stend ég upp og neita kynlífi 'nema ég vilji það sjálf. Við höfum komist að samkomu- lagi um að ég reyni að vinna mig út úr þessu og á meðan verði ekki um kynlíf að ræða. Hvort við komumst í gegnum þetta saman veit ég ekki." Leið illa í margmenni Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika í hjónabandinu líður Helgu mun bet-. ur innra með sér. „Ég get loksins horft framan í fólk, skylt og óskylt. Ég hef aldrei átt vini og talið það mesta óþarfa að umgangast fólk. Mér leið alltaf mjög illa í margmenni og talaði varla nema á mig væri yrt. Venjulega tafsaði ég og hnaut um orðin, sagði einhverja vitleysu qg var viss um að heimskari mannvera væri ekki til. Núna er ég byrjuð að vinna og líður ágætlega í vinnunni," segir Helga. „Fram að því að ég gekk í hópinn var ég viss um að ég væri eitt einstakt tilfelli en núna veit ég að þolendurnir eru margir." Lífsreynslan grafin Óhrein á djúpt í þögnina AUar eiga þær það sammerkt að hafa kappkostað að einangra sig sem mest. Fram að því að þær gengu til liðs við hópinn vildu þær aldrei ræða um shk mál. „Mér fannst öll umræða í fjölmiðl- um yfirþyrmandi og verst var að sitja undir svona fjasi í kaffitímum í vinn- unni. Venjulega hljóp ég út þegar einhver bryddaði á þessu og taldi að um slíka hluti ætti ekki að tala," seg- ir Helga. Hennar lífsreynsla lá grafin í þögninni í tæp tíu ár. Þegar þögnin var henni um megn brotnaði hún niður fyrir framan vinkonu sína og rambaði þá á barmi taugaáfalls. „Þegar ég var búin að ná mér breytti ég strax sögunni og reyndi að telja henni trú um að ég hefði verið að ljúga. Með semingi féllst ég á koma hingað Ul að leita mér hjálp- ar en ætlaði í fyrstu að ýta þessu á undan mér," segir Helga. Hinar tala um það hvaö hún hafi breyst gífur- lega á þessum fáu mánuðum frá því hún kom fyrst. „Ég var löngu hætt að vinna og dögum saman lá ég í rúminu. Mér tókst að blekkja alla með magaverkjum og öðru sem var tiltækt," segir hún. Reyndar var það ekki svo ósennilegt því magakvillar höfðu hrjáð hana í mörg ár. Engum lækni hafði hins vegar tekist að finna hvað amaði að og var botnlanginn fjarlægður til að gera eitthvað. Reyndin var sú að magaverkirnir voru vegna spennu og ótta við föður- inn og gjörðir hans. Mamma vissi ekki Þegar móðir hennar var að heiman gekk faðir hennar lengst. Þau skildu síðar og hefur Helga ekki enn sagt móður sinni hvað átti sér stað innan veggja heimilisins meðan hún var í burtu. „Kannski veit hún um þetta og kannski ekki. Hún hefur átt í nægum erfiðleikum sjálf með sitt líf og er á réttri braut núna. Því sé ekki ekki ástæðu til að segja henni frá þessu af því að ég veit ekki hvort hún gæti nokkurn tíma horfst í augu við þennan veruleika," segir Helga. Þeg- ar foreldrar hennar skildu fylgdi hún fbður sínum og bjó áfram hjá honum. „Ég vildi það vegna þess að í mínum barnsaugum var nógu ömurlegt að þau væru að skilja og alhr krakk- arnir vissu af því. Ég viðhélt blekk- líkama og sál Öll fórnarlömbin lifa með þá til- finningu að engin geti verið eins ein- sömul í heiminum og jafnóhrein á líkama og sál. Það að tala viö ein- hvern sem þekkir sömu líðanina er það sem hjálpar þeim í átt að sjálfs- hjálp. Þaö sem þær geta gert hver fyrir aðra getur enginn sérfræðingur gert, hversu vel menntaður og mein- andi hann er. Hafdís er lengst á veg komin og leiðir nú hóp með félagsráðgjafa. Hún er frískleg og glaðleg í fram- komu og er ekki laust við að hinar dáist að styrk hennar og vilji ná því að lifa frjáls eins og hún. Saga henn- ar er fremur óvenjuleg því kynferðis- legu ofbeldi kynntist hún frá fleiri en einum fjölskyldumeðhmi. Hún bjó með foreldrum sínum á heimili afa og ömmu og fjölskyldulífið leit út fyrir að vera hið besta. Afi var góður en... „Sem lítið barn var ég afar kát og lífsglöð, reyndar hinn mesti fjörkálf- ur. Átta ára gömul var ég gjörbreytt, lokuð og bæld," segir Hafdís. „Ég vissi ekki þá að það sem afi gerði væri ljótt en þegar ég fór að rifja upp sögu mína í hópnum vaknaði ég upp við vondan draum. í mínum augum var afi góður maður en þegar hann var fullur var hann breyttur. Hann hafði þann háttinn á að taka mig í fangið og strjúka á mér lærin innan- verð í gegnum fötin. Mér féU þetta iUa en var aldrei beint hrædd við hann. Eftir því sem ég eltist fór ég að forðast hann eins og ég gat. Amma var og er yndisleg manneskja og ég hefði aldrei í Ufinu farið að ásaka afa um eitthvað ljótt hennar vegna." Faðir Hafdísar átti við skapgerðar- galla að stríða og bitnaði það á börn- unum. „Hann gerði allt vitlaust af því að einn kexpakki var opnaður án hans leyfis." Geröir afa og skap- ferU pabba brutu Hafdísi smám sam- an niður og lífsglatt barn varð inni- lokað. Bróðirnotfærði sér hræðsluna Hún var send í sveit eins og mörg önnur börn á Jiennar aldri. „Kvöld eitt kom bóndinn inn í herbergið til mín og káfaði á kynfærum mínum. Ég varð ofsahrædd og fór að hágráta. Hann dró sig tU baka og sagðist koma aftur þegar ég hefði jafnað mig," seg- ir Hafdís. Þar sem heimihsaðstæður Hafdísar voru þess eðlis að enginn hafði tök á að hjálpa þagði hún. Hún treysti eldri bróður sínum fyrir leyndarmálinu úr sveitinni og hann notfærði sér það. „Hann tók að leita á mig, káfa á mér og þukla. Þetta gekk lengra og lengra og endaði með því að hann tók mig nauðuga þegar ég var fjórtán ára en eftir það snarhætti hann þessu," segir Hafdís. Bróðirinn hafði aUa yfirburði því hann hótaði að segja frá atburðinum í sveitinni ef hún segði til hans. Rót vandans fundin Hafdís er nú einstæð móðir tveggja barna og er mjög á réttri leið. Á árum áður drakk hún mikið og neytti eit- urlyfja. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að leysa flækjuna í Ufi sínu og naut tU þess aðstoðar Félagsmála- stofnunar í því formi að fá styrk til að afla sér starfsmenntunar og í dag er hún í góðu skrifstofustarfi. í eitt ár var hún í geðlæknismeðferð á göngudeUd en enginn komst aö rót- um vandans fyrr en hún gekk í sjálfs- hjálparhópinn. Hún fékk styrk til að afla sér starfsmenntunar og í dag er hún í góðu skrifstofustarfi. Aðferð þeirra til sjálfshjálpar er að tala vandamálið í hel, segja þær. Það er vitað að sifjaspeU eiga sér stað á aUs konar heimilum, ríkum og snauðum, í sveit og í borg. Sifjaspell eru ekki algengari í einni stétt frem- ur en annarri og hafa ekkert með menntun og samfélagslega stöðu að gera. Guðbjörg lauk umræðunni með því að segja: „Ég vona bara að þeir þolendur sem þetta lesa komi til sam- starfs við okkur því engin önnur lausn er til." -JJ Sí ^2fe •§§ MEIRIHÁTTAR SKEMMTISTAÐIR Klakabandið, 3. hæð Ath. um næstu helgi: Hljómsveit Ingimars Eydal Þar sem fjörið er mest skemmtir fólkið sér best SMÁAUGLÝSINGAR OPIB! s: 27022 TENSðl '90 hljómtækjalínan Fermingargjöf - framtíðareign w TOMW'liil'iLIJiili TENSAICOMP095 * Útvarp (FM/MW/LW) 20 minni. * Magnari 40 W músík * Kassettutæki tvöfalt * Equalizer 2x3 banda * Plötuspilari hálfsj álfvirkur * Geislaspilari * Fjarstýring Stem 82 hátalarar 70 W músík. Verð 48.204,- stgr. TENSAI COMPO 90 * Útvarp (FM/MW/LW) 20 minni. * Magnari 40 W músík * Kassettutæki tvöfalt * Equalizer 2x3 banda * Plötuspilari hálfsjálfvirkur * Fjarstýring . Stem 82 hátalarar 70 W músík. Verð 29.349,- stgr. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2, sími 68 90 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.