Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. MARS 1990. Viðskiptajöfurinn Svavar Egilsson í nærmvnd DV: Svavar starfar á j arðsprengjusvæði Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Svavar Egilsson lauk námi í hagfræði í Kantaraborg hefur hann hvað eftir annað komið á óvart í viö- skiptalífinu og nánast farið ham- förum í kaupum og sölu á fyrirtækj- um. Nú síðast með því að hjóða 200 milljónir í meirihlutavöld í Arnar- flugi. Miklum umsvifum fylgir mikið umtal. Svavar hefur ekki farið var- hluta af því og hefur hlotið namgift- ina „pappírstígrisdýrið" manna á meðal. Nafnið er tilkomið vegna þess að við kaup á fyrirtækjum hefur Svavar reitt fram skuldaviðurkenn- ingar og aðra pappíra frá sölum á öðrum fyrirtækjum. Beinharðir pen- ingar koma lítið við sögu. En það stendur ekki í vegi fyrir því aö Svavar fær fyrirtækin enda eru skuldaviðurkenningar jafngildi pen- inga. Auk þess má benda á að pening- ar hafa verið pappírar frá því gullfót- urinn var lagður niður snemma á öldinni. Skódinn var upphafið En hver er þessi Svavar? Saga hans minnir um margt á fjöl- margar bækur og kvikmyndir sem Ameríkanar hafa gert til að vegsama ameríska drauminn. Svavar fæddist ekki með silfurskeið í munninum. Eftir að hafa stundað ýmis störf og flakkað um heiminn fékk hann vinnu hjá Tékkneska bifreiðaumboðinu sem var með umboð fyrir Skoda. Þar kynntist hanh dóttur eins af HMi^^M ' *° Ferð pappíratígursins um viðstóptaheiminn JÖFUR HF Meðan Svavar var i náml i Kantaraborg geymdi hann fjármuni sína i fasteignum; meöal annars Laugavegi 17 og Þingholtsstræti 1. Ettlr nám keyptl Svavar fyrst Naustiö, rakþað istuttan tima og seldi síðanaftur. » Ghótel EYSIR FERÐAMIÐSTÖÐIN \ § 0. mS tt. Aður en Svavar seldi Naustiö keypti hann íslenska myndver tð. Þar var hann forstjóri þar tll hann seldl eigendum Stððvar 2 hiut stnn. , / ••' FERÐASKRFSTOFAN >~W* POLARIS w Eftir aö hafa gért tilboö i nokkurfyrír- tækl keypti Svavar Ferðamiðstððina Veröld og síöar Pólaris. Þá átti hann þegar Hótel Geysi. ARNARFWG DVJfíJ Siðasti letkur Svavars var að b\óða 200 milljóna hlutafé fyrir meirihlutavöld íAmarflugi ásamt fleírum. eigendunum. Það ásamt því að hann var góður sölumaður tryggði honum hlut í fyrirtækinu sem var skírt upp og nefnt Jöfur. Eftir nokkur ár í Jöfri reif Svavar sig síðan upp, fór í öldungadeildina og síðan í hagfræðinám í Kantara- borg. Þegar hann kom heim tók hann að nota þá fjármuni sem hann hafði bundið í fasteignum til kaupa á fyrir- tækjum. Síðan þá hefur atburðarásin verið hröð og æ stærri fjárhæðir leg- ið undir. Hann er það sem heitir á ensku „high flyer" í viðskiptalífinu; er fljót- ur að taka ákvarðanir og óhræddur við að ráðast í stórhuga framkvæmd- ir. Þó umsvif Svavars hafi vakið mikla athygli þá fer því fjarri að hann sé orðinn einn af þeim stóru. Hann hef- ur fyrst og fremst keypt tíltölulega lítil fyrirtæki sem flest eru nokkuð ótrygg. Svavar er þarna í hóp með mönnum eins og Óla Laufdal, Þorleifi Bjarna- syni og fleirum. Jafnvel þó þeir verði moldríkir eins og Herluf Clausen þá fá þeir ekki að leika sér nema á tak- mörkuðu svæði í viðskiptalífinu. Þeir hafa enn ekki haslað sér völl í sjávar- útvegi, skipaútgerð, tryggingum og öðrum vel vórðum atvinnugreinum. Þeir eru á svæði sem getur boðið upp á skjótfenginn gróða en er jafnframt hættulegt, - er hálfgert jarðsprengju- svæði. Sá eini af þessum mönnum sem hefur náð að ógna fastbundnum völd- um i -viðskiptalífinu er Óli Kr. Sig- urðsson enda hefur hann mátt þola ýmislegt fyrir þá sök að hafa keypt Olís. Ömmu finnst hann djarfur Eins og áður sagði fæddist Svavar ekki með silfurskeið í munninum. Hann ólst upp á Sauðárkróki hjá afa sínum og ömmu. „Mér finnst hann fulldjarfur og milljónirnar margar sem hann er að kaupa fyrirtæki fyrir. Það er samt ekki að marka því ég hef aldrei haft yit á fjármálum," sagði Sigurbjörg Ögmundsdóttir, amma Svavars Eg- ilssonar, þegar DV ræddi við hana um „drenginn" sem hún ól upp frá fimm ára aldri. Hún kallar hann enn dreng enda er hann sem eitt af börnum hennar og Svavars Guðmundssonar. Þau hjónin tóku við dóttursyni sínum við skilnað Ásdísar og Egils, foreldra hans, og hjá þeim var hann allt til sautján ára aldurs. „Það bar aldrei á því að hann væri peningamaður meðan hann var hér heima á Króknum og ekkert kennd- um við honum í þeim efnum," heldur Sigurbjörg áfram. „Hann var afskap- lega ljúfur drengur og honum gekk vel í skóla. Það er þó ekki mikið að marka það sem ég segi um hann því hverjum þykir sinn fugl fagur." Afi og amma Svavars voru mjög virk í Hvítasunnusöfnuðinum á Sauðárkróki. Svavar var þó aldrei í söfnuðinum. „Við vorum ekkert að halda trúmálum að börnunum og það gilti líka um Svavar. Hann fékk því að ráða sér algerlega sjálfur í þeim efnum," segir Sigurbjörg. Duglegur að skrifa heim Svavar fór frá Sauðárkróki árið 1968 og hélt suður til Reykjavíkur. Þar vann hann á ýmsum stöðum en lengst af við afgreiðslu í verslun Úl- tíma. Þegar Svavar var nítján ára fór hann í siglingar og settíst að í Ástral- íu. Þar bjó hann í þrjú ár og vann ýmis störf. „í Ástralíu vann ég við flest það sem tíl féll. Þetta átti ekki að vera gull- grafaraævintýri hjá mér og ég vann við það sem gaf mestu tækifærin til að ferðast hverju sinni. Ég var um tíma á hveitibúgarði og á skipi sem flutti nautgripi frá norðurhluta landsins til borganna í suðri. Um tíma var ég einnig í sláturhúsi. Ég vann líka hjá járnbrautunum og fékk þannig ókeypis ferðir en eftír að hafa unnið tíltekinn tíma fengu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.