Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 27
4 i « MWAW4?^.10-,¥ARSA9f- I>V LífsstíU Sólarlandaferðir 1990 Kostuðu árið 1989 Kosta árið 1990 Hækkun/lækkun miðaðvið framfærslu-visitölu Hækkun miðað viðlaun Samvinnuf./Landsýn Mallorca Rimini 72.100 70.700 80.300 83.800 -2,4% 3,9% 1,4% 8,0% Ferðamiðstöðin Veröld/Pólaris Costa del Sol Benidorm 85.300 74.900 97.100 101.900 -0,3% 19,2% 3,7% 23,9% Úrval-Útsýn Mallorca Kýpur 65.200 77.700 76.100 88.900 2,3% 2,5% 6,3% 4,2 *= FYLLINGAREFNI "^ Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast vel Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófieika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 ÚrvalÚtsýn Úrval Útsýn er með ferðir á sínum snærum til Mallorca. í fyrra kostaði þriggja vikna ferð í júní eða júlí á vegum Úrvals 65.200 krónur fyrir einstaklinginn miðað við að hann byggi með öðrum í stúdíóíbúð á El Paraiso, sams konar ferð ætti að kosta miðað við verðlagsþróun á ár- inu 74.400 krónur en kostar aðeins meira eða 76.100 krónur. Hækkun miðað við framfærsluvísitölu er rétt rúm 2,0 prósent en miðað við laun er hún 6,3 prósent. Úrval bauð ferðir til Kýpur síðast- liðið sumar og eftir samruna þessara ferðaskrifstofa bjóða þær sams kon- ar ferðir í ár. Tveggja vikna ferð í júní eða júlí kostaði í fyrra 77.700 krónur, fyrir manninn, ef hann deildi stúdíóíbúð með örðum á L'Onda, á föstu verðlagi ársins í ár ætti þessi ferð að kosta 86.700 krónur en kostar 88.900 krónur. Það er rétt um 2,5 prósent hækkun sé miðaö við framfærsluvísitölu en rúm 4 prósent hækkun sé miðað við laun. Kauphækkanir ogverðbólga Ályktunin af þessum útreikning- um er því sú að sólarlandaferðir hafa ekki hækkað ýkja mikið í verði frá síðasta ári, sé miðað við framfærslu- vísitölu en öllu meira ef miðað er viö pyngju hins almenna borgara, eins og við er að búast þegar kaupmáttur hefur lækkað jafnmikið og raun ber vitni. Þær hafa hins vegar í fæstum tilvikum lækkað í verði eins og sum- ar ferðaskrifstofur vilja láta í veðri vaka. Þess ber þó að geta að flestar ferðaskrifstofurnar birtu verðhsta sína fyrir síðustu kjarasamninga og miðuðu því við meiri verðbólgu en nú er búist við. Ef samið hefði verið um meiri kauphækkanir og þar með meiri verðbólgu hefði núgildandi verð þýtt raunlækkun á verði sólar- landaferða. -J.Mar Nyjar spurningar um kynlíf og hjónaband Úrval tímarit fyrir alla Bláfjöll: UMFERÐAR RÁÐ Skíðaskólinn Snæfríður í Bláfjöllum eru í vetur starfræktir tveir skíðaskólar. Annar þeirra er skíðaskólinn Snæfríöur og býður hann upp á kennslu fyrir öll getustig og er þátttakendum skipt í hópa eftir því hversu mikið þeir kunna fyrir sér í íþróttinni. Einnig er boðið upp á einkakennslu fyrir allt að þrjá í hóp. Stærri hópar, svo sem fyrirtæki, starfsfélagar, skólafélagar og vina- hópar, geta pantað kennslu fyrirfram og fer kennslan fram um helgar á einhverju skíðasvæöinu hér sunnan heiða að vah' hvers hóps. Gjarnan er þá leigður einhver skíðaskáh yfir helgi, til dæmis skálinn í Bláfjöllum, og þar eru svo haldnar kvöldvökur og reynt að gera ýmislegt til skemmt- unar fyrir þátttakendur. Fyrir fimm árum Skíðaskólinn Snæfríður tók til starfa fyrir fimm árum og að honum standa skíðakennarar sem flestir hafa hlotið menntun sína í Austur- ríki. Flestir kennaranna hafa áður starfað á sumrum í Kerlingarfjöllum. Hver kennslustund er einn og hálf- ur tími. Fyrsti tíminn hefst klukkan 11 á morgnana, annar tíminn hefst klukkan 13 og þriðji tíminn hefst klukkan 15.00. Fullorðnir greiða 700 krónur fyrir kennslustundina en börn 500 krónur. Tíminn í einkakennslu kostar 1900 krónur, sama hvort um er að ræða börn eða fullorðna. Helgarnámskeið hjá Snæfríði kostar 3.500 krónur fyr- ir fulloröna en 2.500 krónur fyrir börn. Lyftugjöld eru ekki innifalin en dagskort í Bláfjöllum kostar 750 Kennarar hjá Skíðaskólanum Snæfríði. krónur fyrir fullorðna en 350 krónur fyrir börn. Höfuðstöðvar skólans eru í Blá- fjöllum og þar er alla daga hægt að ná comhonrti inft einhvern starfs- mann skólans og svo er hægt að panta tíma í síma 91-40578 eða 92-15451. Skólastjóri Snæfríðar er Einar Úlfsson. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. ¦SáísSgrf' íi'^:& V:.: ¦Siaffétmt í:.:..:>.<:;oaí:<q Þú gefur okkur upp: nafn þitt og heimilisfang, síma, kennitöiu og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 6.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 ¦^MHkoré Það er austurriskur skíðastíll sem kenndur er hjá Snæfriði. BIBLIAN í MYNDUM 230 listwverk eftir Gpístwve Doré. Aðaltilgangur útgáfu þessarar bókarer að glæða áhuga almennings á að lesa ogfræðast um hina helgu bók, Biblíuna. Bókin er248 bls. ÍA4 brotl Við hverja mynd er hægt að fletta uppíRitningunnioglesaumþannatburð, sem myndin sýnir... í rúma öld hafa biblíumyndir Dorés mótað hugmyndir okkar um fólk, husakynniogatburðisem Biblían segirfrá. Um miöjan mars verður efnt til samkeppni þar sem birtar verða 10 myndir, ein mynd í hverri viku, hér í D.V. Dregið verður úr réttum lausnum og fær sá sem þekkir hvað allar myndirnar fjalla um vegieg vérðlaun. Einnig verða nokkur aukaverðlaun. BÓKin FÆST í FLESTUM BÓKAVERSLUMJM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.