Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 18
18 Veiðivon Það mun eflaust hýrna allverulega yfir íslenskum stangaveiðimönnum þegar laxakvótakaupin eru i höfn, fleiri laxar á stangirnar. DV-mynd Addó Allt brjálað að gera hjá Orra Vigfússyni „Það skipast fljótt veður í lofti og Orri Vigfússon verður ekki hjá okk- ur fyrr en 23. mars, þaö er allt vit- laust hjá honum aö gera þangað til,“ sagði Stefán A. Magnússon, for- maður skemmtinefndar Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í vikunni. En Orri Vigfússon laxakvótakaupandi átti að vera hjá Stangaveiðifélaginu um næstu helgi en verður ekki fyrr en helgina 23. mars. „Það eru ferðir til útlanda hjá Orra og aöalfundur Laxárfélagsins sem fresta þessum fundi, nóg af gera hjá honum,“ sagði Stefán ennfremur. -G.Bender Stangaveiðifélag Reykjavíkur: „Við vonum að veiðimenn á öllum aldri íjölmenni á Geitabergsvatnið á laugardaginn,-17. mars, til að dorga, allir eru velkomnir," sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í vikunni, en fé- lagið ætlar að standa fyrir dorgveiði- keppni fyrir í fyrsta skipti á Geita- bergsvatni í Svínadal um næstu helgi. Veiðileyfi mun ekkert kosta og verða veitt verðlaun fyrir flesta fiska og stærsta fiskinn. Orvis með Magn- ús Jónasson í broddi fylkingar mun gefa verðlaunin. Veiðihúsið sem Stangaveiðifélagið á við Geitabergs- vatnið mun verða afdrep fyrir veiði- menn, heitt verður á könnunni, kakó og eitthvert snarl. ísinn á vatninu er mjög traustur þessa dagana enda hefur verið nokk- urt frost þarna uppi í Svíndal, í næsta nágrenni við allsherjagoðið Svein- bjöm Beinsteinsson. Það eina sem getur komiö í veg fyrir keppina er að verðurfarið verði slæmt á laugardaginn, en sunnudag- urinn 18. mars verður notaður til vara. En við skulum bara vona það Þessir „hörkudorgarar" mættu á Geitabergsvatnið og dorguðu, eflaust mun einhver þeirra mæta um helgina. DV-mynd G.Bender besta. Frá því að DV sagði frá keppninni fyrir fáum dögum fyrst, hafa margir haft samband, bæði úr Reykjavík, frá Akranesi og ofan úr Borgarfirði. Áhuginn er mikill og eflaust mætti halda oftar svona dorgveiðikeppni víða um land. Útiveran eflir hreysti allra. -G.Bender Dorgveiðikeppni á Geitabergsvatni um næstu helgi Laxveiði í Skotlandi: Ekki öll nótt úti að lengja veiðitímann „Það er mikið spurt um þessar lax- veiðiferðir til Skotlands, en veitt er í ánum Dee og Spey en í Tweed í haust,“ sagöi Birgir Sumarliöason hjá Feröabæ í samtali við DV í vik- unni, en þeir hafa boðið þessar ferð- ir. Svo virðist sem íslenskir stanga- veiðimenn ætli að nota sér þetta þó- nokkuð. Biðin eftir að laxveiðitíminn hefjist styttist mikið ef farin er ein svona ferð. „Fáar stangir eru lausar núna í mars, apríl og júlí, en eitthvað er til. En meira er til í Tweed ánni í haust og það eru september, október og nóvember sem um er að ræða. Veiöileyfin í viku í þessum veiðiám kosta um 40 þúsund en eru kringum 65-70 þúsund með ferðum og fæöi. Ef menn velja lúxushótel verður þetta nálægt 80 þúsund gæti ég trú- að. Fyrir fáum dögum hringdi veiði- maður, sem mikið hefur veitt hérna á íslandi, og sagðist ekki eyöa meiri pening í okkar dýru ár. Frekar færi hann með fjölskylduna til Skotlands og Grænlands til veiða, veiðileyfi hér væru oröin alltof, alltof dýr,“ sagði Birgir í lokin. Laxarnir, sem veiðast í þessum veiöiám, eru mest frá 6 til 12 pund, þó þeir veiðist stærri eins og í ánum heima á íslandi. Kannski maður ætti að skella sér? -G.Bender LAUQARDAGUfl TL0..^^RST^9til. tt- ♦ r >c Þjoðar- spaug DV Fjárans lykkjan Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2, þótti fremur ódæll á skólaárum sínum. Ein- hverju sinni, er hann var búinn að hegða sér fremur illa í dönsk- utíma í Menntaskólanum á Akur- eyri, spurði hann dönskukennar- ann, sem var kona, hvort hann mætti ekki bara pijóna í dönsk- utímanum þvi þá skyldi hann þegja. Hún hélt það nú. En ekki hafði Simmi setiö lengi með prjónadótið í lúkunum er hann kallaði til kennarans: „Ragnhild- ur, heldurðu að þú getir hjálpaö mér með þessa lykkju?“ Flott Einar Er Kristín Ólafsdóttir, núver- andi borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik, var út- varpsþulur, varð henni eitt sinn heldur betur á í messunni er hún var aö lesa yfir auglýsingar: „Flott Einar nýkomnir," mælti hún og endurtók nokkrum sinn- um. Það var ekki fyrr en kunningi hennar benti henni á að í um- ræddri auglýsingu heföi verið um aö ræða flotteina og að hún hefði líklega átt aö segja: „Flotteinar nýkomnir." KLP-open Samvinnuferðir-Landsýn aug- lýstu golf- og sólarlandaferð til Mallorca í Morgunblaðinu 10. september 1989. Ekkert hefði nú verið við það að athuga en þegar kemur aö því að telja upp það sem innifalið er í verðinu vakti það athygli margra: en þar stóð: „Innifalið: flug, ferðir að og frá flugvelli á Mallorca, íbúðargist- ing og Kjartan L. Pálsson eins og hann leggur sig.“ Skyldi Kjartan leggja sig i hverri íbúð, eða hvað? Finnur þú fiiran breytíngai? 45 Eddl minn er sannarlega áreiöanlegur. Hann hringir heim daglega klukk- Nafn:......... an hálffimm og segir að honum seinki í kvöldmatinn. Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur 1 ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 45 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fertu- gustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Oddur Tómas Oddsson, Búðarstíg 1, 820 Eyrarbakka 2. Elsa Rut Hjaltadóttir, Heiðarbóh 2, 230 Keflavík Vinningarnir verða sendir heim. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.