Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Page 26
:« LAUGARDAGUR 10. MARS 1990. LífsstOl Ef samid hefði verið um meiri kauphækkanir og þar með meiri verðbólgu hefði núgildandi verð þýtt raunlækkun á verði sólarlandaferða Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM liÍliHÍ Imur 5° iahöfn 3' imborg T Berlfn 4° London 11°lA JPÍII Luxemborg 9° Irid 16' j Byggt á vaðurfróttum Veðurstofu islands kl. 12 á hádegl, föstudag Þrándheimur 2° Reykjavík -4° Bergen 0 Á Þórshöfn 2° g m Osió 4° I Glasgow 4° fsa ^ ^ Winnipeg 1° Léttskýji Hótfskýjað Chicago 4' Skýjað Atekýjað^Los Angeles 12° New York 2 ■ DVJRJ Rlgning V Skúrlr V Snjókoma Þrumuveöur = Þoka Ferðaskrifstofur: Hækkar verð sólarlandaferða eða lækkar? - miðað viö framfærsluvísitölu og laun Ferðaskrifstofurnar hafa verið iðnar við kolann að auglýsa að verð á sólarlandaferðum hafi ekki hækk- að á milli ára og í sumum tilvikum lækkað. Það er hins vegar ekki alltaf raunin. Þegar verð er boriö saman í bækl- ingum síðasta árs og þeim bækling- um sem komu fyrir augu viöskipta- vina nú fyrir skömmu má sjá í sum- um bæklingunum aö verö hafi lækk- að sé miðað við veröbólgu, en sú er hins vegar ekki raunin þegar borið er saman við laun landsmanna. Það er hins vegar sú staðreynd sem skipt- ir hinn almenna neytanda meira máli. Við notuðum þá aðferð að íletta upp í bæklingum þriggja ferðaskrif- stofa og flnna tvær ferðir frá hverri og bárum verð þeirra saman við verð sams konar ferða frá fyrra ári. í öll- um tilvikum er miðað viö að feröin sé farin á sama tíma og í fyrra svo og aö gist sé á sama hóteli. í öllum dæmunum er miðað við að tveir séu í för og deili annaðhvort með sér stúdíóíbúð eða íbúð með einu svefn- herbergi. Einnig er miðað við að ferð- imar séu keyptar með afborgunar- kjömm en ekki staðgreiddar. Það skal svo tekið fram aö þær ferðir sem hér er fjallað um eru vald- ar af handahófi úr bæklingunum, þrátt fyrir það ættu þær að gefa hug- mynd um verðhækkanir éða verö- lækkanir. Loks skal það tekið fram að hér er ekki um innbyrðis verð- samanburð að ræða milli ferðaskrif- stofanna þriggja. aði síöastliðið sumar 85.300 krónur fyrir manninn miðað viö að tveir deildu með sér íbúð með einu svefn- herbergi á Hótel Castillo de Santa Clara. Þessi ferð ætti að kosta á verð- lagi ársins í ár rétt rúmar 97 þúsund krónur og kostar það líka, hækkun miðað viö framfærsluvísitölu er vart mælanleg en sé miðað viö laun er hún um 3,5 prósent. Þriggja vikna sólarlandaferð fyrir einstakling til Benidorm þar sem tveir deildu með sér íbúð með einu svefnherbergi á Hotel Torre Levante í júní eða júlí, kostaði fyrir ári 74.900 krónur, fyrir manninn, og ætti því að kosta um 85.500 krónur á verðlagi ársins í ár. Ferðin hefur hins vegar hækkað allverulega og kostar nú 101.900 krónur. Hækkunin miðað við framfærsluvísitölu er því rétt tæp 20 prósent en sé miðað við laun hækkar hún enn meira eða um 24 prósent. Samvinnuferðir Ferðamiðstöðin Veröld Pólaris Landsýn í fyrra dæminu sem tekiö var frá Samvinnuferðum Landsýn er gert ráð fyrir tveimur einstaklingum sem fara til Mallorca á tímabilinu maí, júní eða í júlí og dvelji þar í þrjár vikur. Hótelið sem kosið er að búa á er Jardin del Sol og þar er valin íbúð með einu svefnherbergi. Árið 1989 heföi einstaklingur greitt 72.100 krónur fyrir ferðina hvor, ef sú upphæð er reiknuð á verölagi árs- ins í ár ættu þeir að greiða 82.286 krónur en ferðin kostar hins’vegar 80.300 krónur sem er um 2,5 prósent lækkun sé miðað við framfærsluvísi- tölu en 1,5 prósent hækkun sé miðað við laun. Samvinnuferðir Landsýn bjóða einnig ferðir til Rimini í ár eins og í fyrra. Þær ferðir hækka örlítið í verði sama hvort miðað er við laun framfærsluvísitölu. í því dæmi er gert ráö fyrir að tveir fari í þriggja vikna ferð sem verður farin í maí, júní eða júlí og búi í stúdíóíbúð á Ciavatta. Sumarið 1989 kostaði þessi ferð 70.700 krónur fyrir manninn og ætti því að kosta á verðlagi ársins í ár 80.700 krónur en kostar þess í staö 83.800 krónur. Hækkunin miðað við framfærsluvísitölu er því um rúm 3,0 prósent en sé miðað viö laun hækkar verðið enn meira eöa um 8,0 prósent. Verð ferðanna Ferðamiðstöðinm Veröld Pólaris stendur annaðhvort í stað eða lækkar. Ferö til Costa del Sol sem farin var í júní eða júlí kost- Útreikningarnir sýna að sólarlandaferðir hafa ekki hækkað ýkja mikið i verði frá síðasta ári, sé miðað við framfærsluvísitölu en öllu meira ef miö- að er við pyngju hins almenna borgara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.