Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Qupperneq 41
.1
a
i
s
j
ð
I
i
j
i
LAUGARPAGUK, 10. MAKS 199Q.
Slöklcvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglán sími 11166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan simi
11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið
11955. ~
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 9. mars - 15. mars er i
Apóteki Austurbæjar og Breiðholtsapó-
teki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 aö kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvern helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Simi 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 13333,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar hjá félags-
málafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414.
Krossgáta
(p
í? j 7
10
1 L, IZ /T"
/? 'sr *
/4 20
2/ J W~
Lárétt: 1 feita, 8 iðki, 9 vanþóknun,
10 hræfugl, 11 systur, 14 dáð, 17
svörð, 18 hundana, 21 hvaðeina, 22
lélegur.
Lóðrétt: 1 seinfær, 2 niður, 3 líkams-
hluti, 4 rétt, 5 yndi, 6 ójöfnum, 7 skel,
12 klæðleysi, 13 sefar, 15 spjót, 16
ílát, 19 samstæðir, 20 fersk.
Þú kaupir ekki blandara! Ég verð að geta c
þekkt í sundur matarleifarnar.
ILLS
Lalli og Lína
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Simi 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldrar kl. 16-17 alla daga.
Gjörgæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítaians: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspítalinn: AUa daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: AUa daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfírði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: AUa daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: AUa daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Söfnin
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-flmmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miövikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Ásmundarsafn við Sigtún. Opiö
þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnu-
daga frá kl. 14-17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi.
Uppl. í síma 84412.
Kjarvalsstaðir: Opið dagl. kl. 12-18!
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar: opið laug-
ard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg-
myndagarður: opinn daglega kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud.
til laugard. kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn fslands er opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-18 eöa eftir
samkomulagi í síma 52502.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafnið, Súðarvogi 4,
S. 84677. Opið kl. 13—17 þriðjud.-laugard.
Þjóðminjasafn fslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 11-16.
Bilaiúr
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 2039.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, simi 27311,
Seltjarnarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjarnarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Vísir fyrir 50 árum
Laugardagur 10. mars.
Bresk blöð með Times í broddi fylkingar
krefjast þessað Bandamenn hjálpi
Finnlandi svo að dugi.
c53
LC
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir sunnudaginn 11. mars 1990
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú hefur ríka félagslega þörf í dag. Þú átt mjög ánægjulegt
kvöld í þröngum hópi. Komandi dagar lofa góðu í íjármálun-
um.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú hefur staðið í ströngu að undanförnu og orka þín er ekki
upp á marga fiska í dag. Þú ættir að slaka á og ná þér á strik.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Sparaðu hæfileika þína og safnaðu kröftum til að takast á
við eitthvað skemmtilegt sem á fjörur þínar rekur. Þú gætir
lent í einhvers konar samkeppni.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Það eru einhver vandræði milli kynslóða. Vertu ekki of stað-
ur. Reyndu að sjá sjónarmið annarra og finna málamiðlun
í deilunni.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Þú verður að stjórna því hvenær félagar þínir taka of mik-
inn tíma frá þér. Hertu þig upp og láttu ekki aðra stjóma þér.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Það er tími til kominn að brýna svo það bíti og finna lausnir
á vandamálum þínum. Ákveðinn félagsskapur getur dregið
dilk á eftir sér.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Vinskapur getur tekið stakkaskiptum vegna misskilnings.
Ráð sem þú gefur kemur þér ekki að gagni og veitir ekki
stuðning sem þú ætlaðir. Stólaðu á sjálfan þig.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Vertu tilbúinn til að taka þátt í tilraunum sem hressa upp
á tilveruna. Geföu tómstvmdum annarra gaum.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Láttu sjálfselsku eða tillitsleysi ékki setja þig út af laginu.
Það hefur ekkert upp á sig nema að tilfmningar þínar fara
í hnút. Fjármálin em stöðug, taktu enga áhættu.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Kláraðu öll heföbundin störf eins fijótt og þú getur. Þú mátt
búast við að eitthvað óvænt og óskipulagt komi upp. Fjöl-
skyldumálin em í brennidepli.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Það verður mikið mgl og vesen á öllum í kringum þig. Þú
skalt ekki reikna með að neitt vari lengi. Reyndu að hafa
valmöguleika í dag.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Heimilismálin em ríkjandi hjá þér í dag og er frekar af sam-
visku en vali. Ljúktu við það sem þú þarft, eldmóðurinn
varir ekki lengi.
Sljömuspá
Spáin gildir fyrir mánudaginn 12. mars 1990
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú hefur hæfileika til að sjá mál mjög skýrt og framkvæma
í samræmi við það. Þú hagnast á að grípa tækifæri sem aðr-
ir hika við.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Það er mjög stutt á milli velgengni og mistaka í dag. Taktu
enga áhættu en hikaðu ekki við að framkvæma það sem þú
ert ömggur með.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Áhætta á jafnmikinn þátt í velgengni þinni í dag og persónu-
leg fyrirhöfn þín. Haltu fast utan um það sem þú átt og vilt
ekki að aðrir nái í.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Dagurinn verður mjög tilviljanakenndur. Gríptu tækifærin,
þau verða þér til góðs. Happatölur em 2, 15 og 31.
Tvíburarnir (21. maí-21. júni):
Það er að rofa til hjá þér varðandi mál sem þú hefur ekki
fundið lausn á. Nýttu þér tækifæri til að ná fullu samkomu-
lagi.
Krabbinn (22. júni-22. júlí):
Þú ert dálítið upp á kant við félaga þína. Það er smáhætta á
að þú lendir utangátta. Stokkaðu upp hjá þér og byrjaðu upp
á nýtt. '
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú ert opinn og tekur vel á móti nýjum hugmyndum. Reyndu
aö hemja tilfinningu þína og ákafa. Settu upp nýtt markmið
til að stefna á.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Settu upp valmöguleika fyrir daginn og veldu síðan hvað
hentar þér best. Láttu félaga þína ekki hafa áhrif á hvað þú
ákveður.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú þarft ekki að missa sjálfstraustið þótt þú gerir smámis-
tök. Taktu þig saman í andlitinu og láttu ekki vaða yfir þig.
Vertu víðsýnn.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Það er ekki víst að þú standir betur að vígi í ákveönum
málum þótt þú leitir ráða hjá öðmm. Innsæi þitt og hugboð
em þínir bestu vinir. Happatölur em 5, 21 og 27.
Bógmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Treystu ekki um of á hollustu gamals vinar. Vertu ákveðinn
en gerðu ekkert sem mælir á móti þinni betri vitund.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Óhjálpsemi einhvers snýst þér í hag á ótrúlegan hátt. Haltu
þínu striki en varastu að spyija ónauðsynlegra spuminga.