Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.' Fréttir 16 ára gömlum fíkmefnaneytanda í Breiðholti nóg boðið: Krakk hefur verið í umferð í Reykjavík - fimmti hver níundibekkingur 1 fiknieftium í Breiðholti, segir hann „Þeir 25 krakkar sem voru hand- teknir i síðustu viku vegna fíkni- efna eru bara dropi í hafið af öllum þeim sem eru í fíkniefnum í Breið- holti. Forsprakkarnir tveir sem réðust á lögregluna með hnífum sáu um að redda efninu í þeirra tilfelli. En þeir sem voru yfirheyrð- ir og kærðir eru aðeins hlekkur í allir Breiðholtskeðjunni. Ég held að lögreglan viti ekki mikið um aðrar eiturlyfiaklíkur sem eru i gangi,“ segir 16 ára gamail piltur úr níunda bekk grunnskóla í Breið- holti í samtali við DV. Hann vill ekki láta nafns síns getið. Hér er hann kallaður A. Hann er greinilega vel kunnugur umfangsmikilli neyslu og sölu fíkniefna í Breiöholti og öllu því ofbeidi sem því fylgir - en honum er nóg boöiö. A telur aö um fimmt- ungur níundubekkinga í Breiðholti neyti fíkniefna. „Meirihluti af hass- neyslu í borginni er í Breiðholti. Mest er um slíkt í Hóla- og Fella- hverfi," segir hann. „Salan lagðist niður eða minnk- aði þegar handtökurnar fóru fram,“ segir A. „Enginn þorði aö kaupa neitt á meöan. En nú er sal- an byrjuð aftur. Ofbeldi fylgir amfetamínsneyslu Vinir mínir fá sér speed og hass og verða snarvitlausir. Þeir koma sér oft í blóðug slagsmál niðri i bæ og geta ekki haft sfiórn á sér. Ef maður heilsar þeim þá liggur við að þeir stökkvi á mann upp úr þurru. Þeir verða svo æstir af spe- edi. A segir að grammiö af hassi kosti 1.500 krónur. Á tímabili minnkaði framboðið - þá hækkaði verðið í 1.700 krónur. Nú er hins vegar nóg efni til á markaðnum og verðið hefur lækkað aftur. „Grammiö dugar í svona fiórar pípur - ég hef prófað þetta. Svo er líka mikiö af landa 1 umferð. En það finnst mér í lagi. Það eru sterku vímuefnin sem mér fmnst slæm. í sumar var krakk til sölu í bænum. Vinum mínum bauðst þá að kaupa þaö en þeir hættu við. Ég veit ekki hvernig það er með framboð af krakki núna. Blandaö krakk er líka í gangi - mixað saman. Eldri strák- ar flytja eiturlyfin inn og moka inn peningum. Síðan er hægt að kaupa efni á mörgum stööum. Ég gæti til dæmis keypt mér hass á Qórum stöðum ef ég vildi - efni sem kemur frá mismunandi innflytjendum," segir A. „Salan fer fram á mörgum stöð- um. Þú verður að þekkja seljand- ann sem kemur svo með efnið á ákveðinn stað. A segir að dreifendur séu margir - flöldi „litilla hlekkja". „Mér er ekki kunnugt um neina stóra inn- ílytjendur," segir hann. Foreldrar sjá ekkl vímuna Neytendur eru flestir á aldrinum 13 til 17 ára. Svo ræðst það bara hvort þeim tekst að hætta eða ekki. í mínum bekk reykja sjö krakkar hass að staðaldri en um 20 þeirra hafa prófað. Ég gæti ímyndaö mér að um fiórði til fimmti hver níundi- bekkingur í Fellaskóla fái sér stundum hass. Stundum reykja krakkamir í miðri viku ef þeir ná sér í pening fyrir efni. Foreldi-amir fatta ekki að þeir em að reykja. Stundum er líka erfitt að sjá hvort maður er í vími þó augun þrútni og verði glær.“ „Þegar eitthvað slettist upp á vin- skapinn hjá sölumönnum eða ein- hver kjaftar frá verða menn lú- barðir og rúmlega það. Stundum eru strákar beinbrotnir þegar veriö er að hefna sin. Verslunarmenn gefa verðlaun til stráka sem gefa upplýsingar ef brotist er inn hjá þeim. Ef kjaftað er frá er sparkað miskunnarlaust i menn þar til þeir liggja hreyfingarlausir í jörðinni. í partium eru líka mikil læti. Stund- um slást allir - mjög drukknir og dópaðir. Strákarnir verða geggjað- ir þegar þeir eru fá sér amfetam- ín,“ segir A. Hann segir að nokkrir vinir sínir hafi hlotið skilorðsbundna dóma fyrir afbrot. „Þeir hætta ekki þó þeir fái dóma. Þeir reyna bara að fara varlega þegar þeir brjóta af sér. Innbrot era aðallega framin þegar vitað er af góðu þýfi - síga- rettum í sjoppum eða landa hjá þeim sem brugga. Strákarnir drekka landann sjálfir og selja kunningjum. Þeir sem brotist er inn hjá geta svo ekki kært þvi að bruggunin er ólögleg,“ segir A. Hann segir slagsmál unglinganna harkaleg. „Strákarnirlemjadópað- ir og kolvitlausir í gegnum rúður og finna ekki fyrir því. í slagsmál- um sem ég sá hélt einn í hárið á öðrum og skellti andlitinu á honum niður í glerbrot. Á Sam-ballinu sem var haldið í Glym fyrir nokkrum vikum var sparkaö stanslaust í stelpu sem lá á götunni fyrir utan. Þetta var bara eitt af mörgu. Þama var hreinlega bardagi á milli hópa úr fiórum eða fimm skólum úr Breiðholti. Þaö verður allt brjálað þegar níundubekkingar skemmta sér,“ sagði A. -ÓTT Snarpur jarðskjálftakippur skók höfuðborgarsvæðið: Engin ástæða til að ðttast - segir Barði Þorkelsson hjá jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar „Það er engin ástæða til að óttast neitt vegna þessara skjálfta en hing- að hefur hringt margt fólk vegna þeirra. Skjálfta varð fyrst vart að- faranótt laugardags og síðan á sunnudagsmorgun. Síðan hefur ver- ið mikil skjálftavirkni, undir 3 stig- um á Richterkvarða, með einstökum stærri skjálftum. Það má búast við að skjálftavirknin haldi áfram næstu daga,“ sagði Barði Þorkelsson hjá jaröeðlisfræðideild Veðurstofunnar í samtali við DV. Snarpur jarðskjálftakippur fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Kippurinn var nálægt 5 stigum á Richterkvarða og varð nákvæmlega klukkan 10.46. Strax í kjölfarið, klukkan 10.48 og 10.51, fylgdu tveir smærri skjálftar sem fundust á sama svæði. Þá fundust kippir klukkan 12.04, 14.40 og 15.13. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín í Sveiíluhálsi í nágrenni Kleifarvatns. Þeir fundust austur á Hellu og í Aust- ur-Landeyjum og vestur í Helgafells- sveit og í Búöardal. Hins vegar varð fólk lítið vart við kippina í Grinda- vík. Hvort kippimir finnast og hvert skjálftavirknin liggur ræðst af ýms- um atriðum eins og sprangukeifum, jarðlögum og ýmsum staðbundnum atriðum. Skýringuna á skjálftunum segir Barði vera þessa „klassísku", að spenna sé að losna úr læðingi. Almannavamir segja í fréttatil- kynningu að ekki sé tilefni til að ótt- ast stóra jarðskjálfta en bendir fólki þó á leiðbeiningar í símaskránni um viðbrögð við jarðskjálftum. gærmorgun. DV-mynd Brynjar Gauti -hlh Barðl Þorkelsson sýnir stóra skjálftann sem varð skömmu fyrir kl. 11 i Skoðanakönnun Skáís: Sjálfstæðisflokkur með þingmeirihluta Samkvæmt skoöanakönnun Skáís og Stöðvar 2 fengi Sjálfstæðisflokk- urinn hreinan meirihluta ef gengið yrði til þingkosninga nú. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögð- ust 56,6 prósent kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, 13,4 prósent Framsókn, 11,6 prósent Kvennalista og A-flokkamir fengu hvor sín 8,2 prósentin. Einnig var spurt um afstöðu til rík- isstjórnarinnar. Eins og í öllum könnunum vora stuðningsmenn hennar í miklum minnihluta. 32,1 prósent sögðust styðja hana en 67,9 prósentvoruhenniandvíg. -gse Framsóknarflokksfélagið á Seltjarnarnesi og Alþýðubandalagsfélagiö fund- uðu í gærkvöldi. Báðir fundirnir gáfu grænt Ijós á áframhaldandi undirbún- ing að sameiginlegu framboði. Myndin er tekin á fundi Alþýöubandalags- ins. Ólafur Ragnar Grimsson, formaður flokksins, var meðal fundarmanna. DV-mynd GVA Seltjamames: Tveir listar boðnir fram Aðeins tveir framboðslistar verða við bæjarstjórnarkosningarnar á- Seltjarnarnesi, Sjálfstæðisflokkur og Nýtt bæjarmálafélag. Þrír stjóm- málaflokkar hafa þegar ákveðið að .vera með í þvi framboði. Undirbún- ingsnefnd verður kosin í dag. Hún annast prófkjör og annan undirbún- ing. Félagið verður formlega stofnað að prófkjöri loknu. Það verða fulltrúar Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks sem hittast í dag og ákveða framhaldiö. Allir hafa flokkarnir þrír tekið vel í þær tillögur sem liggja fyrir og hafa nánast ákveðiö að bjóða ekki fram í nafni flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er með fióra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta. Alþýðubandalagiö hefur tvo og Framsókn einn. -sme Álverið: Slitnaði upp úr viðræðum í gær slitnaöi upp úr samningavið- ræðum starfsmanna álversins í Straumsvík og viðsemjenda þeirra. í raun er samkomulag um að starfs- menn semji eftir þeim kjarasamning- um sem gerðir voru í ársbyrjun. Deilan snýst aftur á móti um bónus- greiðslur. Á síðasta ári fengu starfsmenn tvisvar sinnum greiddan bónus, 22 þúsund krónur í annað skiptið en 26 þúsund krónur í hitt. Þessar greiösl- ur segja álversmenn að hafi aðeins verið bundnar við síðasta ár, vegna þess að þá var afkoman góð. Starfsmenn aftur á móti líta svo á að þetta beri að greiða árlega og vilja ekki gefa það eftir. Nú standa fyrir dyrum fundahöld starfsmanna, þar sem tekin verður ákvörðun um hvað gert veröur í framhaldinu. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.