Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. íþróttir Stúf ar frá Englandi Guimar Sveinbjœmsson, DV, Englandi: Gillespie og Nicol úti Gary Gillespie og Steve Nicol, leiluneau Liv- erpool, hafa verið sett- ir út úr landsliðshóp skoska landsliösins fyrir leik liðs- ins gegn Argentinu síöar í þess- um mánuði. Ástæðan er sú að þeir félagar gáfu ekki kost á sér í ferð iandsliðsins til Genoa fyrr á þessu ári. Robert Fleck, framherji Norwich, á yíir höfði sér þriggja ieikja bann vegna brottreksturs í leik gegn Millwall á laugardag. Salman til Portsmouth Danis Salman hjá Millwall hefur veriö seldur til Plymouth fyrir 50 þúsund sterlingspund. Salamn er fimmti leikmaðurinn sem Plymo- uth hefur keypt á tæpri viku. Connor hafnaði Brfstol Terry Connor, leikmaður Portsmouth, hefur hafnaö þeim möguleika að ganga til liðs við Bristol City eftir að félögin höíðu komið sér saman um að kaup- verðiö skyldi verða 175 þúsund sterlingspund. Connor náði ekki að semja við forráðamenn Bristol City um sínar eigin launagreiðsl- ur og því varð ekkert af sölunni. Kelly til Leicester? Leicester City hefur boðið 300 þúsund sterlingspund í David Kelly, framherja West Ham. Þess má geta að Kelly kostaði West Ham 600 þúsund sterlingspund fyrir tveimur árum. John Barnvvell, framkvæmda- stjóra Walsall, hefur verið sagt upp störfum. Barnwell, sem er fyrrum stjóri Wolves, er 25. stjór- inn sem hefur verið sagt upp störfum á þessu keppnistímabili. Rocastle ekki til Mónakó Franska liðið Mónakó hefur fallið frá þeirri hugmynd að kaupa David Rocastle hjá Aesenal. Franska liðið haföi augastað á Rocastle til aö taka við hlutverki Glenn Hoddle en sá áhugi dvínaði fljótlega þegar þeim var sagt að söluverð Roc- astle væri íjórar milljónir punda. Ricoh var rekinn Bruce Rioch, fyrrum stjóri Midd- lesborough, skýrði frá því um helgina að hann hefði ekki sagt starii sínu lausu hjá félaginu heldur hefði hann verið rekinn. Mölby á förum? Everton og Glasgow Rangers eru nú á höttunum eltir danska landsliösmanninum Jan Mölby hjá Liverpool. Mölby, sem kom til Liverpool frá Ajax fyrir tæpum sex árum og kostaði 575 þúsund sterlíngspund, hefur ekkert feng- ið að spreyta sig með aðalliðinu upp á síðkastið. Mölby þykir lík- legur að verða seldur áður en ieikmannamarkaðinum verður lokað næstkomandi fimmtudag. Arsenal styrkir hópinn Arsenal þykir nú lík- legt að styrkja leik- mannahóp sinn á næstu dögum. George Graham er ennþá meö David Sea- man, markvörð QPR, og Dennis Wise hjá Wimbledon undir smá- sjánni. Ef Arsenal kaupir Wise er ljóst að dagar Brian Marwoods á Highbury eru taldir, Því má svo bæta við að Alan Smith hefur skrifað undir nýjan samning sem bindur hannhjáfélaginutO 1994. Kemur Larry Bird til íslands í sumar? - tók vel í að koma í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ „Ég bauð Larry Bird að koma í sumar til íslands fyrir hönd körfu- knattleikssambandsins. Bird virtist taka vel í þetta boð en það mun koma í ljós fljótlega hvort af þessari heim- sókn verður. Bird er tímabundinn maður og hver dagur er skipulagður langt fram í tímann,“ sagði Árni Þór Árnason hjá Nike-umboðinu í sam- tali við DV í gær. Óþarfi er að kynna Larry Bird, sem um árabil hefur ver- iö einn sterkasti körfuknattleiksleik- maður í heimi, en hann leikur með hinu kunna NBA-liði, Boston Celtics. Upphaf þessa máls er að á síðasta ári var læknir Boston Celtics, Arnie Schellers, á ferðalagi hér á landi og hélt meðal annars erindi á námskeiði um íþróttameiðsl. í framhaldi bauö hann Sigurjóni Sigurðssyni lækni og Árna Þór utan og þekktust þeir félag- ar boðið á dögunum. Fylgdust þeir með Boston Celtics og Sacramento Kings og eftir leikinn hittu þeir Larry Bird. Var Bird við það tækifæri færð- ur lax og skilaboðin frá KKÍ. Ef af heimsókn Bird verður til íslands mun hann koma í lok júní í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ ásamt konu sinni. Þess má til gamans geta að Árni Þór færði Larry Bird kveðju frá ívari Webster, sem leikur með Haukum, en þeir voru herbergisfélagar á fyrsta ári í menntaskóla. -JKS • Larry Bird hefur um árabil verið einn sterkasti körfuboltamaður í heimi. Guðrún og Valdemar unnu - tvöfalt á Visamóti Skíðasambands íslands á Dalvík Guðrún H. Kristjánsdóttir og Valde- mar Valdimarsson frá Akureyri unnu bæði tvo sigra í stórsvigi á Visamóti Skíðasambands íslands á Dalvík um helgina. Guðrún sigraði af miklu öryggi á laug- ardaginn, fékk þá besta tíma í báðum ferðum, samtals 146,45 sekúndur. Harpa Hauksdóttir, Akureyri, varð önnur á 150,78 sekúndum og Þórunn Pálsdóttir, ísafirði, þriðja á 154,52 sekúndum. Á sunnudag fékk Guðrún öllu meiri keppni því María Magnúsdóttir frá Ak- ureyri fek besta tíma í fyrri ferð. Guð- rún vann það upp í þeirri síðari og sigr- aði á 144,62 sekúndum. María varö önn- ur á 145,75 og Ásta Halldórsdóttir, ísafirði, þriöja á 147,95. Valdemar hafði talsverða yfirburði í karlaflokki því báða dagana fékk hann besta tíma í báðum ferðum. Á laugar- daginn sigraði hann á 138,82 sekúndum, Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, varð annar á 140,36 og Daníel Hilmars- son, Dalvík, þriðji á 141,59 sekúndum. Á sunnudag varð sama röð þriggja efstu, Valdemar renndi sér á 137,38 sekúnd- um, Ömólfur á 138,09 og Daníel á 139,72 sekúndum. -VS • Chris Behrends, þjálfari og leikm keppni þar lauk síðasta fimmtudag. Fimmtán efstu menn sjást hér að ofi 567, Lee 549, Kennard 548, Bow 534, H ísland í World Soccer: Aðdáunarverðasta smáþjóð í Evrópu íslenska knattspyrnulandsliðinu er hrósað talsvert í nýjasta hefti hins virta knattspyrnutímarits World Soccer en í því er fjallað um dráttinn í Evrópukeppni landshða sem fram fór í Stokkhólmi í febrúarbyrjun. Sagt er að 1. riðill sé einn sá sterk- asti í keppninni. Spánverjar fái þar mjög erfiða andstæðinga, Frakka og hina ört vaxandi Tékka. Áð auki séu í riðlinum þær tvær smáþjóðir sem mest virðing sé borin fyrir og erf- iðast sé að sigra, ísland og Albanía. Og skömmu síðar: „ísland er að- dáunarverðasta smáþjóð í Evrópu og þó ólíklegt sé að íslenska landsliðið komist í úrslitakeppnina virðist ör- uggt að það muni hafa mikil áhrif á gang mála í þessum jafnasta riðli keppninnar." -VS Wohlers þjálfar ekki danska landsliðið - hætti við á síðustu stundu Vestur-Þjóðverjinn Horst Wohlers hætti í gær við að taka að sér stöðu landsliðsþjálfara Dana í knattspyrnu en í fyrradag tilkynnti danska knatt- spymusambandið að hann hefði ver- ið ráðinn í staðinn fyrir Sepp Piontek sem er hættur eftir 11 ára starf. Ráðning Wohlers kallaði fram geysilega hörð viðbrögð í Danmörku og þar voru menn ósáttir við að Ric- hard Möller Nielsen, yfirþjálfari B 1909 og aðstoðarþjálfari landsliösins, skyldi ekki vera látinn taka við af Piontek. Aðalsteinn Víglundsson frá Akra- nesi, sem nú leikur með B 1909 eins og annars staðar kemur fram í blað- inu, sagði að allt hefði farið á hvolf í höfuðstöðvum félagsins í gær þegar ákvörðun Wohlers var tilkynnt. Fréttamenn hefðu þyrpst að til aö fá viðbrögð hjá Nielsen en telja má lík- legt að nú verði leitað til hans um aðtakaviðlandshðiDana. -VS Þjálfari Boom rekinn í gær Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Þjálfari 2. deildar hðs Boom, liðs Sig- urjóns Kristjánsonar, var rekinn frá störfum í gær. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig en RWDM er í efsta sæti með 38 stig. Boom var lengi vel í efsta sæti en liðinu hefur gengið illa í undanförnum leikjum. „Eg veit ekki hvaða þjálfari kemur en fyrir mig getur þetta ekki versn- að,“ sagði Sigurjón Kristjánsson, leikmaður Boom. „Ég hef ekkert leikið með liðinu í síðustu þremur leikjum og þar á undan lék ég á vinstri kanti sem er alls ekki mín staða. Það á að koma nýr þjálfari fyrir næsta leik en þetta var búið að liggja lengi í loftinu að reka þjálfarann. Ég vona að mitt tækifæri komi með nýjum þjálfara," sagði Sigurjón en hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við fé- lagið og er hann löglegur með hðinu næstu þrjá leiki. Sport- stúfar Gunnar Jóhannsson var endur- kjörinn formaður Borðtennis- sambands íslands um síðustu helgi. Ársþing sambandsins var þá haldið að Flúðum í Hruna- mannahreppi. Maraþonkörfubolti Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Stúlknaflokkur ÍBK í körfuknattleik fer inn- an skamms í keppnis- ferð til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið duglegar við að safna farareyri og fyrir skömmu léku þær maraþonk- örfubolta í 24 klukkutíma. Þær söfnuðu áheitum í tengslum við það og fengu heilár 180 þúsund krónur í ferðasjóðinn. Rassmussen kvaddur Gurmar Guimarsson, DV, Svíþjóð: Basti Rassmussen lék á sunnudaginn sinn síð- asta heimaleik með Ystad í sænsku úrvals- dehdinni í handknattleik. Honum var fagnað gífurlega af stuðnings- mönnum liðsins í leikslok, enda óhemju vinsæh í Ystad. Basti er 36 ára gamall og hefur leikið yfir 600 leiki með Ystad, auk 130 landsleikja fyrir Svíþjóð. Hann á mörg met í sænskum handknatt- leik og eitt það magnaðasta er að hann lék í 12 heil tímabh með Ystad án þess að missa úr einn einasta leik. Basti verður aðstoð- arþjálfari hjá félaginu á næsta keppnistímabili. Tap hjá Lusern Lusern, lið Sigurðar Grétarsson, tapaði um helgina fyrir Grass- hooper með 5 mörkum gegn 1 í fjórðu umferð úrslitakeppninnar í svissnesku knattspyrnunni. Alfreð skoraði 11 mörk gegn Granollers - Bidasoa tapaði, 29-24 Alfreð Gislasonskoraði 11 mörk, Sþeirra úr vitaköstum, þegar lið hans, Bidasoa, tapaði fyrir Granollers, 29-24, í spænsku úrvalsdeildinni i handknattleik á sunnu- daginn. Atli Hilmarsson skoraði 3 mörk fyrir Granollers og Geir Sveinsson 2. „Við einbeittum okkur að því að halda Alfreð og Bogdan Wenta í skefjum og það tókst, þeir skoruðu aðeins þrjú mörk hvor utan af velli. Þegar þeim er lialdið niðri er ekki mikið eftir hjá Bidasoa því að þeir bera liðið algerlega uppi. Víð vorum komnir í 27-15 í síðari hálfleiknum en slökuðum síðan á,“ sagði Geir Sveinsson i samtali við DV. Granollers komst með þessu í annað sætiö í deildinni, er með 30 stig eftir 18 leiki. Barcelona er áfram efst, með 31 stig eftir 17 leiki. Teka er þriðja með 29 stig eftír 17 leíki, Atletico Madrid er með 27 stig eftir 18 leiki, Avidesa Valencia 24 stig eftir 17 leiki, Bidasoa 22 stig eftir 18 leiki og Cajamadrid er í sjöunda sætinu með 20 stíg eftir 17 leiki. Teka lék ekki í deildinm um helgina þar sem liðið lék fyrri leik sinn í Evrópu- keppninni gegn Groswallstadt. Portnerfrá í sjö vikur Meiðslin, sem júgóslavneski landsliðs- maðurinn Zlatko Portner varð fyrir á heirasmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu, gera það að verkum að haim getur ekki leikið með Barcelona í 7 vikur. Krossbönd í hné eru sködduð með þessum alleiðing- um. Landi hans, Veselin Vujovic, er meiddur í læri og þeir voru báðír fjarri góðu gamni þegar Barcelona tapaði, 22-16, fyrir Redbergslid í Svíþjóöí Evrópukeppni meistaraliða á sunnudaginn. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.